What a Wonderful world

Thursday, September 29, 2005

Mánaðarmót !!! ví´´úúúúíiíí...........


Sem betur fer eru að koma mánaðarmót, hver er ekki ánægður með það... debetkortið mitt skilur ekkert í þessu einelti sem það hefur orðið fyrir og ég þarf að fara að VERSLA !!! “Shop til I drop” verður mitt mottó um helgina og Kringlan verður mitt annað heimili. Það er svo margt sem mig bráðvantar, ég er ekki að tala um ilmkerti og sætar servéttur ég er að tala um það að sinnepsgula dúnúlpan mín sem ég keypti í Bandaríkjunum fyrir 6 árum hefur lokið skildu sinni og meira en það, hún er eins og uppgefin vindsæng sem enginn vill eiga, ég setti hana nefnilega í þurrkarann og ermarnar hrukku vel upp fyrir úrið og hún bráðnaði öðrum megin að framan, mér var bent á það kurteisilega í morgun (já það var kalt í morgun og ég varð að fara í hana) að það væri eins og ég væri VAGUM pökkuð öðrumegin eða eins og andlitið á Mel Gibson í myndinni....man það ekki (kók og prins fyrir þann sem man það)
Ég þarf líka að tattúera það í ennið á mér að kaupa mér ekki gallabuxur, því það er sama hvort ég fer inn til að kaupa mér Parkódín eða peysu ég labba alltaf út með gallabuxur og þar sem það er búið að banna parkódín í apótekum eru enn meiri líkur á að ég kaupi bara gallabuxur... og ég má ekki eini sinni vera í gallabuxum í vinnunni. Afhverju snúast öll blogg hjá mér um gallabuxur. Nei.......... nú er ég hætt.

Monday, September 26, 2005

Andlát sjónvarpsins !!!

Eftir mjög rólega helgi á undan þessari, hafði ég gefið út við mína nánustu að ÁTVR og sjónvarsstöðvarnar væru í leyni- samsæri gagnvart íslensku þjóðinni. Dagskráin svo drepleiðinleg að ég var farin að tala óþæginlega hátt við sjálfa mig meðan ég fletti óstjórnlega með fjarstýringunni,, nei,, nei,, nei ,, common,, 7 klúta myndir þar sem krabbamein, ástarsorg og pirrandi misskilningur fær mann til að öskra á sjónvarpið “segðu henni að þú elskir hana HÁLfVITINN ÞINN” og svo eldgamalt drasl á rás eitt sem þeir hafa keypt á útsölumyndamarkaði í Amsterdam. Niðurstaða mín var sú að samsærið gengi út að það að fá fólk á pöbbana, því hver vill eyða helginni heima yfir þessu rugli.
Föstudagskvöldið síðasta var svo sama bullið, ég var að gefast upp yfir dagskránni, slökkti á sjónvarpinu og skreið uppí rúm , leit á klukkuna og hún var hálf tíu... reif af mér sængina...Nei andskotinn.... er maður orðin svona gamall, vantaði bara að ég tæki úr mér tennurnar áður en ég fór uppí. Svo ég þrammaði fram og gerði aðra tillraun.
Á laugardeginum er svo dóttir mín að snúa sjónvarpinu frá sólinni þegar það DONDRAST í gólfið og ég hélt að það væri lent geimskip á svölunum hjá mér
... nei nei...sjónvarpið lá þarna á grúfu á gólfinu,
,,,, ég hljóp að því og reyndi að reisa það við ,,, börnin grátandi af skelfingu
...... það var of seint að hringja á sjúkrabíl..... sjónvarpið var látið........... !!!
Ég hvíslaði að sjónvarpinu (besta vini mínum) án þess að börnin heyrðu..”ég meinti ekkert af því sem ég sagði...það er ekkert samsæri” en það var ekki til neins.. það kom ekkert.......
næsta skref var að hringja í Sigga og segja honum frá andláti þessa mikilvæga fjölskyldumeðlims og hann sagði mér frá frosnu vodka í litla frystinum.

Ég neyddist til að eyða kvöldinu í að teikna, fylgjast með partý innum gluggann á næstu blokk og kynnast manninum mínum uppá nýtt þega hann kom heim úr vinnu.

Nú erum komin með staðgengil, pinkulítið sjónvarp, skjárinn er eins og tánögl og varla hægt að lesa textann þó maður sé 14 cm frá tækinu. Ég horfði á fáránlegasta þátt ever í þessu “frímerki”, Blind Justice um blindan rannsóknarlögreglumann í alvarlegri sjálfmyndarkreppu, en þakklát samt, ég gæti ekki án þess verið !!!

Friday, September 23, 2005

Tískuhryðjuverk (part2)


Það yndislega við að skrifa svona blogg er hvað það er gaman að fá commentin, ég greinilega þekki hrikalega fyndið fólk. Þið sem ekki hafið lesið commentin hérna í póstinum á undan varðandi gallabuxur þá please do.
Eins og margir elska skó og eiga 365 skópör, þá á ég slatta af gallabuxum og þegar ég þarf að fylla upp í tómarúm sálarinnar (sem ég skammast mín ekkert fyrir að ´segja frá hér) þá líður mér afskaplega vel þegar ég hef eignast nýjar gallabuxur. Þegar ég var sautján ára átti ég örugglega 26 stk (var þá á hátindi gallabuxnasýkinnar, það versta var að þær voru svo þröngar þá að nýrað færðist til og hefur setið hjá hjartanu síðan)........ og þá hringdi ég í Hagstofuna til að reyna að breyta nafninu mínu í Berglind Levis STrauss en kellingin á Hagstofunni öskraði bara "bannað að gera at krakka aumingi" og þá sendi ég henni bara dauðann fugl í pósti.

Thursday, September 22, 2005

SKIL ÞAÐ EKKI

Kuldinn er að læðast að okkur og ég get ekki samið lengur við heilann á mér um annað en að það sé að koma vetur. Til þess að verjast íslenskum vindum klæddi ég mig í hvítu angúru peysuna mína í morgun .........og nú líður mér eins og stórum bómullarhnoðra fyrir framan tölvuna...fólk gæti haldið að það ætti að fara búa til úr mér dúnsæng.... peysan andar ekki, ég er föst .......get ekki farið úr henni þar sem ég er í svívirðilegum bol innanundir sem óvart lenti aftur í skúffunni minni þegar í raun búið var að flokka hann í rauðakross-kassann, ég er tískuhryðjuverk mánaðarins..ég er verri en ofgirtur ameríkani í snjóþvegnum buxum og lakkskóm.
Börn yfirmanns míns komu í heimsókn á áðan á skrifstofuna og þriggja ára dóttir hans klappaði mér eins og síamsketti.... en fimm ára bróðir hennar spurði mig hvort ég væri kona jólasveinsins. Afhverju gerir maður þetta? Velur á sig föt án þess að vera búin að nudda augun, vakna og kveikja ljósið þegar fötin á börnin eru tilbúin vel brotin saman , með óaðfinnanlegum litasamsetningum eins og stífpressuð af Mörthu Stewart?
SKIL ÞAÐ EKKI

Mjög svipað og ég í dag..

Tuesday, September 20, 2005

Unnur systir

Unnur systir átti afmæli á laugardaginn þessi elska. Hún er bestasta stóra systir sem hægt er að hafa. Það versta við hana er að hún er endalaust að gefa og gera fyrir aðra svo hún gleymir sjálfri sér ansi oft.
Þó hún sé systir mín er hún (sjálfskipuð)amma barnanna minna og elska þau hana sem slíka, hún hringir í þau oft til að spjalla, sendir þeim gjafir og man oft betur en við foreldrarnir hvað þau sögðu um daginn sem var svo skondið og skemmtilegt.
Unnur er keppnismanneskja sem gefst ALDREI upp og fer ansi langt á því sem hún ætlar sér.
Hún dandalaðist með mig um allann bæ þegar ég var lítil, fór og lét setja í mig eyrnalokka þegar ég var þriggja ára, greiddi mér flott og dressaði mig. OG þegar hún varð unglingur setti hún bara kók í pelann minn og ég fékk að vera frammí stofu með sæng þegar það var partý. ER hægt að eiga betri stórusystur en það?

Elsku Unnur
til hamingju með afmælið á laugardaginn !!!

Þarna er hún að gefa mér kampavín til að róa mig við erfiðar aðstæður

Monday, September 19, 2005

Neglur og Box


Þar sem aðal umræðan hér að neðan er um hvar ég klippi á mér táneglurnar þá talandi um neglur..þá fór ég í húsdýragarðinn með börnin á laugardag og þar er stórt skip fyrir börnin að leika sér í og til hliðar við það er spjald sem segir sögu skipsins (úrdráttur/Ragnarök)), ég hef nú aldrei nennt að lesa þetta áður en ég hafði einmitt nokkrum mín. áður verið að velta nafni skipsins fyrir mér, en það heitir Naglfar. Ég hugsaði með mér ; þeir sem smíðuðu þetta voru örugglega orðnir pirraðir á því hvað það fóru margir naglar í skipið og nefndu það Naglfar og datt þá ekki í hug að nafnið hefði eitthvað með neglur að gera (sennilega ekki nógu vel að mér í sögu). Jú á skiltinu stóð að skipið væri byggt úr nöglum dauðra manna, júúúúíííí....... og Sigmar spurði "mamma hvað stendur þarna?" og ég las þessi óskup,, hálf nervus yfir boðskapnum .. og þeir sem vildu forðast dauða ættu að hafa snyrtar neglur.... dísess hver skellir upp svona skilti í garði fyrir börn? eða er ég sú eina sem finnst þetta horror eða hvað?
Annað sem ég næ ekki andanum yfir OG ER ÖLLIU ALVARLEGRA eru þessir boxþættir sem eru á skjá einum Contender, mér finnst þeir mjög góðir ennnnnnnnnnnnnnnnnnn í landi þar sem verið er að (reyna) að banna ákv. tölvuleiki og strangt bann er við að börn horfi á myndir sem ekki eru fyrir þeirra aldur þá er börnum leyft að horfa með berum augum pabba sinn barinn næstum til dauða (og til dauða ef það gerðist því því það getur án efa gerst) Hafiði séð þetta, í síðasta þætti var tveggja-þriggja ára sonur eins keppandans stjarfur í sjokki að horfa á pabba sinni laminn niður blóðugur í framan, allir öskrandi og mamman líka á nálum og sinnti stráknum ekki neitt, HVAÐ ER ÞETTA?

Friday, September 16, 2005

Ómerkilegar staðreyndir um mig

Það er einhvert æði sem gengur á milli bloggara þar sem skorað er á fólk að nefna 5 ómerkilegar staðreyndir um sjálfan sig. Ég veit ekki hvort henni Betu finnst ég svona ómerkileg að þetta ætti ekki að vera neitt mál fyrir mig eða hvað en ég skutlaði þessu niður. Biðst afsökunar á hvað þetta er ferlega ómerkilegt. En ég ætla samt að nýta mér aðstöðu mína og "KLUKKA" (eins og það kallast) Indi, Olgu, Jórunni og Heiðu til að fræða okkur á sínum bloggsíðum um ómerkilegar staðreyndir um þær.

5 Ómerkilegar staðreyndir um mig:

1. Ég er haldin einkennilegri matarást (giftist kokki, now thats a hint). Ég spyr fólk að því oftar hvað það var að borða en hvernig það hefur það. Þegar ég er nýbúin að borða byrja ég að hugsa um hvað ég ætla að borða næst. Þó ég borði nánast allt frá saklausri friðaðri Lóu, Ástralíu kengúru að skröltormi þá vil ég hafa matinn eins og ég vil hafa hann. Pylsusalar hata mig af því ég vil; granna pylsu alls ekki feita (þá mundi ég fá mér bjúgu), allt undir nema remulaðið ofaná og þegar ég var yngri skar ég endana af ( en þessi eiginleiki virðist hafa erfst því Sigmar vill ekki heldur endana á pylsum, enda ef maður pælir í því þá eru þeir mjög asnalegir og ógirnilegir).
2. Ég eyði peningum í allsskonar vitleysur en þoli ekki að eyða þeim í hluti sem mér finnst einfaldlega eigi bara að detta af himnum ofan eða eigi bara að vera gefins eins og t.d. dömubindi, stöðumælasektir og ríkissjónvarpið.
3. Ég elska góða þvottalykt af fötum, svo yfir börnunum mínum hangir oft eins og mýkingarefnaský fyrir ofan þau þar af leiðandi er ég með eiturefnaútbreiðslu á samviskunni.
4. Ég hef meiri áhuga á knattspyrnu en maðurinn minn og hef grátbeðið hann að taka inn enska boltann. Það er hann sem ryksugar fyrir framan sjónvarpið þegar ég reyni að horfa á leiki.
5. Ég klippi aldrei á mér táneglurnar inná baði.


Ég fór einu sinni á frábæran Indverskan veitingastað og í æsingi mínum gleypti ég gaffalinn, þessi mynd var einmitt tekin þegar leysa var verið úr þeim málum.

Thursday, September 15, 2005

Ný síða

Jahhh nú er kominn tími á að haga sér eins og ábyrgðarfull manneskja, strákapælingum lokið (í bili)þó gaman hafi verið og mín búin að hræra saman eins og einni heimasíðu fyrir börnin. Ég byrja bara á þeim myndum sem eru hérna í tölvunni við hendina og bæti svo smám saman við. Endilega kíkið á molana mína og Commentið (það er svo gaman). Planið er líka að vera dugleg að setja inn gullkorn þau koma nú nokkur daglega.

http://barnaland.is/barn/37460


Sigmar og Clara saman (nokkurnvegin fyrir miðju)
Þetta er frábær mynd, ekta íslenskt sumar og leikskólinn að reyna að vera með pylsupartý. Krakkarnir dúðaðir, skítugir, þreyttir og umfram allt glorhungraðir. Yndisleg mynd :)

Tuesday, September 13, 2005

JÆja

Ef eitthvað er að marka teljarann hérna þá eru um 100 heimsóknir hér á dag, af þeim giska ég á að sé meirihlutinn konur. Að því tilefni legg ég fyrir könnun (bara af því ég er forvitin). Ég hef tekið nokkrar tegundir karlmanna fyrir og nú er ykkar að velja, spurningin er; hvernig karlmenn heilla ykkur mest? Skráið coment ykkar og þar með gefið atkvæði í þann flokk (A,B, C. D. eða E) sem við á. Kallarnir ykkar (ef þið eigið slíkt eintak) skoða þetta ekki og ef þeim er ekki sama hvað þið veljið eru þeir í sjálfskreppu og þið eigið að dömpa þeim hvort eð er :) OK lets go !!!

A- Íþróttamenn


B- Leikarar


C - Gáfumenn


D- Powerfull


E - Poppstjörnur


Monday, September 12, 2005

Elsku Ingunn og Gyða !





Til hamingju með þrítugsafmælin ykkar !!!

Friday, September 09, 2005

"Smell this you hairless bastard"... um helgina



Listahjónin Bang ling og Sing ding verða með sýningu annaðkvöld í Loftkastalanum sem heitir "smell this you hairless bastard" og er baráttuverk til að efla tjáningu giftra kvenna, hárleysi mannsins táknar undirgefni hans og hjólabuxurnar hennar tákna gamla tíma. Þetta er tímamótaverk sem enginn má missa af og fær hörðustu kvenskörunga til þess að vilja gifta sig.
p.s Trúlofunarhringar verða seldir í hléinu.

Wednesday, September 07, 2005

Endurvinnsla

Nú þegar búið er að negla kallinn í hjónaband getur maður loksins sleppt leikritinu, verið relaxed og hætt að halda inni maganum þegar maður nennir því ekki, pantað bremsufarslausar Sloggí nærur á e-bay í stað Viktoríu Secret (það dýra crap.. ) og tekið völdin með fjarstýringuna. Ég hef engan áhuga lengur á líkamsrækt, tilgangslaust og leiðinlegt að hlaupa eins og hamstur í hjóli út i hið óendanlega á meðan miðaldra einkaþjálfari starir á rassinn á manni og fær borgað fyrir það. Nú verða “eldaðir” 1944 réttir í öll mál og bara vaskað upp þegar lyktin verður svo óbærileg að nágranninn heldur að það sé dautt dýr í blokkinni.
Ég þekkti konu (kölluð sveitta Sandra ) sem gifti sig og komst í heimsmetabók Guinnes með lengstu hár undir höndunum sem safnast hafa og skaphárin uxu niður á stóru tá, eftir að hún dó seldi maðurinn hennar hana til Álafoss til endurvinnslu og var hægt að búa úr henni fjórar lopapeysur sem sendar voru svo til Grænhöfðaeyja sem gjöf frá utanríkisráðuneytinu. Það er nú þegar verið að skoða þetta hjá nýsköpunarsjóði um mögulegar útflutningstekjur sem þetta gæti gefið þjóðinni, sérstaklega í ljósi þess hvað gengi krónunnar er sterkt eins og stendur ........og helsta von Íslands; Össur stoðtæki búin að setja fætur undir alla einfætta og Íslensk erfðagreining að fara á kúpuna eftir að Kári komst að því að hann er bróðir ömmu sinnar og því ekki að vænta tekna þaðan lengur eins og vonast hafði verið til.
Ég veit líka um giftar konur sem hafa tekið uppá því að prumpa undir sæng eins og ekkert sé eðlilegra, sleppt svitaeyði og safnað táfýlu til merkis um frelsi, þegar konur brenndu brjóstahaldara hér í denn þá var það nú bara barnaskapur miðað við þetta. Þeir einu sem hafa mótmælt þessu eru vinstri –grænir sem telja losun þessara efna hafa áhrif á ósonlagið, en hvað er meira áriðandi frelsi eða ósonlag? Nei ég bara spyr.
You may take our lives but you can never take our freedom !!

Sveitta Sandra (fyrir endurvinnslu)
Ég heyrði því fleygt að forstjóri endurvinnslunnar hafi fengið tennurnar úr henni og að þær hangi nú í gullkeðju framan á honum í frumskógi bringuhára.
(sel það ekki dýrara en ég keypti það)

Tuesday, September 06, 2005

SELFWORTH


Það dýrmætasta sem við getum gefið öðrum er það sem kallað er á ensku “selfworth” sem er; sjálfstraust og sjálfsvirðing, þ.a.s. hjálpa fólki við að mynda góða sjálfsmynd. Þetta á að vera það mikilvægasta í uppeldi barna okkar, það sem við höfum alltaf að leiðarljósi. Vera dugleg við að benda börnunum okkar á hvað þau gera vel, hrósa þeim fyrir það sem þau gera og benda þeim á alla þá kosti sem þau hafa. Þetta er oft ekki eins auðvelt og það hljómar og það getur ruglast þegar halda á uppi sterkum aga og orð eru látin fjúka sem vinna gegn góðri sjálfsmynd því oft er það þannig að gagnrýni og hvernig maður á ekki að vera fær að fljóta framar en hrós. En í hrósi þarf jafnvægi eins og annarsstaðar eins og einhversstaðar stóð “sá er hrósar öllum, hrósar engum”, því þarf að grípa þau tæifæri og hrósa þegar barnið gerir vel.
Það er staðreynd að fólk sem hefur slæma sjálfsmynd nær ekki að fá það út úr lífinu sem það í raun hefur hæfileika til, það trúir ekki á það sem það hefur að bera og missir þar af leiðandi af fjölmörgum tækifærum sem fljóta framhjá “þetta er ekki fyrir mig” “ég er ekki góð(ur) í þessu”.
Það er sagt að fólk komi fram við mann eins og maður býður því að koma fram við sig. Fólk með lélega sjálfsmynd “leyfir” fólki að tala niður til sín, riðjast fram fyrir sig og stela af því tækifærum sem það á skilið (oftast án þess að taka eftir því sjálft).
Ansi oft þegar ég horfi á Ophru og Dr Phil og fólk er að segja frá hörmungarsögum sínum kemst umræðan að sama kjarnanum; sjálfsmyndinni og í lang flestum tilfellum hefði verið hægt að koma í veg fyrir hörmungarnar ef viðkomandi hefði hlustað á sjálfan sig, haft næginlegt traust á sjálfan sig til að taka ákvarðanir sér í hag.
Fólk er oft hrætt við það sem ógnar börnunum þeirra eins og t.d; einelti og fíkniefni. Í stað þess að banna allt eða elta barnið uppi er mikið auðveldara og eðlilegra að undirbúa barnið til þess að taka skynsamlegar ákvarðanir fyrir sig sjálft og besta leiðin til þess er að stuðla að góðri sjálfsmynd, sú vinna hefst strax en ekki þegar barnið verður unglingur.

Við getum ekki bara stuðlað að góðri sjálfsmynd hjá börnunum okkar heldur öllum í kringum okkur, mökum, foreldrum, systkinum og vinum. Ég skrifa þetta blogg til þess að minna sjálfa mig á mikilvægi góðrar sjálfsmyndar.

Það er hollt að velta því fyrir sér; hvernig er mín sjálfsmynd, hvernig líður mér með mér og hvernig hefur það áhrif á hvernig mér gengur OG Hvernig get ég haft áhrif á sjálfsmynd annara.

Friday, September 02, 2005

Góða helgi



Jæja komin tími á lendingu og meira venjubundið bras og þras. Vinnan tekin við og haustið að læðast aftan að manni. Búin að vera að vesenast í ljósritunar-beastinu hérna frá því hún var keypt hingað í vor, kostaði milljónkall og gerir allt nema skutla manni heim eftir vinnu. Stundum grunar mig að hún hafi sinn eigin persónuleika, lifni við á kvöldin og ljósriti sínar eigin hugsanir og setur það í tætaran áður en við komum.

Pabbi hitti Clint Eastwood frammi á Nordica þegar veislan var, gamla idolið hans Pabba stóð þarna fyrir framan hann með mjólk í annari og trópí í hinni.
Pabbi var eitt smile þegar hann sagði mér frá þessu... Samtalið var svona

Pabbi sagði við Clint “Is it you”
Clint svaraði “yes its me”

Svo gengu þeir sína leið, pabbi vissi ekkert hvað hann átti annað að segja..hehe....
Hvað á maður að segja við idolið sitt??

Góða helgi..........