What a Wonderful world

Friday, September 02, 2005

Góða helgi



Jæja komin tími á lendingu og meira venjubundið bras og þras. Vinnan tekin við og haustið að læðast aftan að manni. Búin að vera að vesenast í ljósritunar-beastinu hérna frá því hún var keypt hingað í vor, kostaði milljónkall og gerir allt nema skutla manni heim eftir vinnu. Stundum grunar mig að hún hafi sinn eigin persónuleika, lifni við á kvöldin og ljósriti sínar eigin hugsanir og setur það í tætaran áður en við komum.

Pabbi hitti Clint Eastwood frammi á Nordica þegar veislan var, gamla idolið hans Pabba stóð þarna fyrir framan hann með mjólk í annari og trópí í hinni.
Pabbi var eitt smile þegar hann sagði mér frá þessu... Samtalið var svona

Pabbi sagði við Clint “Is it you”
Clint svaraði “yes its me”

Svo gengu þeir sína leið, pabbi vissi ekkert hvað hann átti annað að segja..hehe....
Hvað á maður að segja við idolið sitt??

Góða helgi..........

4 Comments:

  • Varð bara að kommenta, ekkert smá fyndið þetta með pabba gamla og Eastwood, eiginlega flottara en gamla góða make my day línan hjá idolinu. Fylgist alltaf með síðunni en hef aldrei kvittað fyrir mig, kominn tími á það. Æðislegar myndirnar úr brúðkaupinu, innilega til hamingju með það. Hittumst kannski í Firðinum :)
    Kv,
    Sædís

    By Anonymous Anonymous, at 12:22 PM  

  • Hjartanlega til hamingju elsku Siggi og Berglind. Þið voruð ekkert smá glæsileg bæði tvö á brúðkaupsdaginn, hafið það sem allra best og njótið þess að lifa lífinu saman hamingjusöm og GIFT. Þrefalt húrra fyrir ykkur, HÚRRA HÚRRA HÚRRA. :-)

    By Anonymous Anonymous, at 4:47 AM  

  • he he he he, hann pabbi þinn er náttúrulega bara snillingur, algjört krútt hann Bói.

    kv Heiða

    By Anonymous Anonymous, at 12:48 AM  

  • Til hamingju sömuleiðis Oddný með nýja fallega drenginn þinn !!!

    By Blogger Bella Blogg, at 2:45 AM  

Post a Comment

<< Home