What a Wonderful world

Friday, January 27, 2006

ÁFRAM ÍSLAND !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!


Helgin hjá mér verður tileinkuð handboltalandsliðinu, ég tek ekki á móti gestum á auglýstum leikjatíma (NEMA ÞIÐ SÉUÐ MIKLIR ÁHUGAMENN UM BOLTANN). Ég mun öskra, æpa og emja fyrir framan sjónvarpið svo nágranar mínir munu hafa virkilegar áhyggjur. Lifa mig inní allar mögulegar sem ómögulegar aðstæður og slíta liðþófa ef þarf. ÁFRAM ÍSLAND!!!

Thursday, January 26, 2006

Stundum er extra gott að koma heim

Þegar ég kom heim í gær úr vinnu var maðurinn minn búinn að taka alla íbúðina í gegn, við erum að tala um ALLT, hver einasta snitti. Engin föt eða blöð eða neitt neinsstaðar, herbergi krakkana með hverju einasta dóti vel raðað (en þau voru bæði í rúst þegar ég fór). Eldhúsið eins og ´sýningareldhúsið í Byko. Íbúðin var eins og tilbúin á sölu. Ég fékk tár í augun ég var svo hrikalega ánægð. Hann hafði verið að þessu í nokkra tíma um morguninn. Hann hefur gert þetta áður og það kemur yndislega á óvart að koma svona heim. Mest langaði mig bara til þess að taka börnin á hótel svo íbúðin gæti verið svona fín aðeins lengur. Ég speglaði mig aðeins í ristavélinni, hringdi svo í hann og söng með minni mjúku röddu fyrir hann Steve Wonder hit-lagið "I just called to say I love you......" (get svarið fyrir það að röddin var svo mjúk að það er eins og ég hafi lifað á Olivuolíu í mánuð).

Wednesday, January 25, 2006

Hvað gerðist?



Missti ég af því þegar heimurinn samþykkti röndótta trefla sem höfuðeinkenni íslenskrar karlmennsku eða er þetta tískubylgja “going wrong”?

Friday, January 20, 2006



og stelpunum boðin kaka


Svo bakaði hún köku


Svo var hún tolleruð (er það ekki skrifað svona)

Afmælið í leikskólanum

Ég varð að setja þessar myndir inn úr afmælinu hennar Clöru af leikskólanum


Fyrst var flaggað

Wednesday, January 18, 2006

Hungur

Hvað er það sem drífur manneskju áfram til þess að verða meira en hún er? Meira af því sem hún óskar sér að verða? Hungrið sem rekur manneskjuna í leit að mat? Eitt er víst að það leggur það enginn á sig að leita sér að æti ef hann er ekki svangur. Hungrar þig í eitthvað? Er nóg að finna aðeins til svengdar eða er nauðsynlegt að vera glorhungraður? Fólk hefur sýnt að það getur verið passlega svangt í langan tíma áður en það rífur sig upp og fer af stað. Hvað er það sem spilar inní? Getum við platað okkur til þess að vera södd, vanist hungrinu með tímanum eða getum við réttlætt fyrir okkur að það komi að því og við bíðum bara á meðan, bara eins og tækifærin renni við á glansandi Range Rover og flauti þegar þau eru tilbúin að taka okkur með. Á meðan við bíðum og bíðum ..eldumst við og maginn virðist minnka, við þurfum minna til að vera södd , við erum búin að safna að okkur svo mörgu öðru, fullt af alskonar dóti og við jafnvel segjum við okkur sjálf að við séum orðin of gömul þó æfi okkar sé ekki einu sinni hálfnuð. Börnin okkar uppfylla ákveðnar þarfir, með þeim erum við ómissandi og við getum upplifað svo margt í gegnum þeirra skref, þeirra sigra. Við erum þreytt á að halda þessum boltum á lofti sem við nú þegar erum með og treystum okkur ekki til að bæta fleirum við.
Enn bara kannski er þetta frekar spurning um að skipta út boltum frekar en að bæta nýjum við. Sleppa sjónvarpinu eina kvöldstund, leysa sig úr áreitum , grípa í eitthvað strá og toga sig upp úr ánni sem dregur þig sama hringinn.
Það er enginn Range Rover á leið í gegnum hverfið þitt, nema það sé þú sem ert að keyra honum.

Monday, January 16, 2006

Þá er það hvítt !!!


Ég er að klára kaffibolla númer þrjú og treysti á “TE og Kaffi” það ágæta fyrirtæki til þess að halda uppi stuðinu í mér í dag. Þegar ég leit út í morgun skaust yfir eina brúnna í heilanum á mér gamla auglýsingin “Pilsburys best, ameríska vítamínbætta hveitið” allt var þakið hvítu og ég var enn á náttbuxum í hitanum innandyra, það var ekki fyrr en ég sá nágranann klæddan eins og pólfara berjast út með kústinn að leita af bílnum sínum svo aðeins sást í augun á honum með trefilinn vafðann um hausinn eins og hann væri að fara að ræna banka eða stórslasaður á höfði. að ég áttaði mig á því að hveitið var ÍSkaldur snjór með enga miskunn. Ég ræddi það við mig í eina mín. hvort ég væri ekki bara soldið slöpp, hvort ég væri ekki komin með flensu en tókst ekki að gera mér upp veikindi frekar en nokkurntímann áður svo ég fór og klæddi mig. Tókst reyndar að stíga á stríðsmann og prinsessukórónu..í tveimur skrefum enda jafnast ástandið eftir barnaafmæli á við afleiðingar sprengjuárása, þar sem dótið liggur um allt eins og faldar sprengjövörpur tilbúnar að bíta mann undir iljarnar.
Á laugardagskvöld fór ég á mitt fyrsta þorrablót, þar sem 100 manns mættu á Niðjamóti og börnin með. Það var mjög skemmtilegt þrátt fyrir að allt virtist anga af gamalli táfýlu. Clara var mjög ánægð með að fá HÁRfisk (harðfisk) og skemmtu við okkur bara mjög vel innan um okkar góða skildfólk. Pabbi lék ömmuna í leikritinu um rauðhettu og sýndi einstaka takta á sviðinu.
Ég er að hugsa um að fá bara að sofa hérna á skrifstofunni, þá þarf ég ekkert að skafa af bílnum og slæda í sniglaumferð í nánast klukkutíma í fyrramálið, ég get bara látið símann vekja mig kl.8:55 í staðin fyrir 7:15 , ýtt á sjálfvirku kaffivélina og ekkert vesen.
“Siggi I´m working late tonight”

Thursday, January 12, 2006

Clara 4 ára



Elsku Clara mín er 4 ára í dag 12.janúar. Hún vaknaði klukkan tvö í nótt og kallaði sifjulega fram “ég á afmæli” og sofnaði svo aftur, var líklega að vona að hún fengi svar um að það væri kominn dagur. Áður en við náðum að opna augun var Sigmar búinn að færa henni pakkann en hann fékk þann heiður að lesa kortið fyrir systur sína enda orðin mjög klár að lesa. Hún var mjög ánægð með prinsessuskóna og allt hitt sem hún fékk og strunsaði svo fram að leita að kjól til að fara í. Í leikskólanum var svo tekið mjög vel á móti henni , mynd af afmælisbarninu var komin uppá vegg til að sýna fram á hver ætti afmæli og svo var haldið út í garð þar sem hún flaggaði íslenska fánanum (með smá hjálp), en það er svo allir í Hafnarfirði sjái að hún eigi afmæli. Í dag fær hún svo að baka sína eigin afmælisköku til þess að bjóða vinkonum sínum uppá á bláakjarna.
Clara fellur vel undir skilgreiningar stjörnuspekinnar að vera steingeit og held ég að sá almáttugi hafi sent okkur svona skipulagðan dugnaðarfork til þess að hjálpa okkur Sigga við að hætta að týna hlutum og minnka kæruleysið á heimilinu. Ef eitthvað er týnt þá er Clara send í málið og hún finnur það mjög fljótt. Sigmar er farin að nýta sér þetta vel og er farinn að kalla strax á systur sína ef eitthvað vantar “Clara þú finnur allt, hvar er sverðið mitt” þá svarar sú stutta “Guð minn almáttugur Sigmar þú lagðir það á stólinn” mjög mæðuleg og soldið kellingaleg, enda kalla ég hana alltaf “kellingamúsina “mína, af því hún er sæt eins og krúttleg eins og Mína mús og algjör kelling þegar hún er að skipuleggja, brjóta saman þvott og athuga hvort öll ljós eru slökkt þegar gengið er út.
Clara tekur allt með miklu trompi, svo þegar við horfum á hana í fimleikum höldum við niður í okkur andanum því hún er svo frökk. Nú hefur hún svo verið skráð í ballet og er daman mikið spennt fyrir því og loksins sátt að vera að æfa tvennt eins og Sigmar. Keppnin milli þeirra systkina er ótrúleg og veldur jafnan smá fjöri á heimilinu, til dæmis ef þau fá eitt epli hvort og Sigmar klárar sitt en Clara borðar bara helminginn, vill hún frekar henda restinni en gefa sísvöngum bróður sínum restina af sínu, því þá væri hann að fá meira en hún... 
Það er bara vonandi að keppnisskapið verði nýtt til góðra verka í framtíðinni sem ég efast svo sem ekkert um. Ég bara trúi því varla að litla stelpan mín sé orðin svona stór !!!

Wednesday, January 11, 2006

???


I have totally lost my mind! Ég hef skráð dóttur mína í Ballet á laugardagsmorgnum klukkan níu en þess má geta að sonur minn er á fótboltaæfingum á Sunnudagsmorgnum klukkan tíu. Ég hef þvi útilokað alla möguleika á svefni til næsta sumars.
Does this qualify me as a crazy person?

Monday, January 09, 2006

ROK

Það er svo mikið rok á dýrðarvöllum (my home place) að það er bæði í senn mjög kósý - hómí og scary. Ég er auðvitað alin upp ekki svo fjarri stórhöfða í Vestmannaeyjum og því vön allskonar vindum, roki , stórviðri, tveggjastafatölu vindstigum, ótal metrum á sek og meira að segja misvindum (en ég held að það sé þegar vindurinn veit ekki alveg hvert hann er að fara eða hvaðan hann er að koma, ráðvilltur og pirraður í senn, mjög smitandi pirringur því þá er aldrei flugfært og Herjólfur andskotast í allar áttir eins og týndur korktappi.
Það er þæginlegt að heyra í Kára berjast fyrir utan..... að vera undir teppi með kertaljós þegar fýkur vel í kauða og það syngur í glugganum þar sem hann er að reyna að troða sér inn, en “þökk” sé góðum verktaka er byggði höllina sem ég bý í þá er sú rómatík úr sögunni, gluggarnir vel þéttir og enginn smuga fyrir Kára sama hvað hann gerir sig grannan. Mér hefur þó fundist aðeins of mikið af því góða hér síðustu daga og hef bara verið hálfhrædd um að þessir stóru byggingakranar í kring einfaldega detti um koll á höllina eða jafnvel gasgrillið hennar Rögnu Jennýar (sem býr hérna rétthjá) komi allt í einu svífandi inn um stofugluggann og lendi í hnakkanum á mér meðan ég horfi á Law and Order Victims unit, ja eða leyfarnar af einhverjum dópsalanum sem hefur verið myrtur og falin í einhverri hraungjótunni hérna í kring.
Ég sá gamla konu lyftast frá jörðu um daginn þegar hún var að reyna að komast inní bíl og blakti bara eins og hress fáni í hurðinni á svarta jeppanum sem sonur hennar var greinilega nýbúinn að bóna. Til hvers að vera bóna bíla á íslandi ..”by the way” .. það er alltaf slagveður og það birtir ekki einu sinni svo hægt sé að greina það, mér finnst líka alltaf koma rigning þegar ég ætla að fara að þvo bílinn (hversu hentugt er það).
Úr roki í bílaþvott, það eru engin takmörk fyrir bullinu í mér, ég er hætt áður en ég fer að rekja upphaf tuskunnar hjá vestrænum ríkjum. Over and out...

Friday, January 06, 2006

Ekkert mál !!

Mér finnst ég eins og pattaralegur konfektmoli í laginu eftir þessa átkrísur allar. Ég fór á útsölur í gær (í hádeginu, ekki bíður maður börnunum í þann slag), og var í svitakasti inní litlum klefa að máta buxur í mínu númeri undir þessum skæru flúorljósum sem gætu “birt” mann til dauða, lýst upp allt ´súrefni svo maður getur fallið saman og legið á gólfinu eins og upplýst lík á köldi stálborði C.S.I. Þetta er ekkert sérstök lífsreynsla að ætla sér að gera góð kaup og passa svo ekki í buxurnar sem maður ætlar að kaupa, finnast maður “vagum” pakkaður þannig að blóðið storknar í lærunum á manni og heyra svo í gelgjunum hinum megin við tjaldið í buxum númer 24 “já geððveikt marrr”.

Eftir kaupin fór ég með tvo pakka til mágkonu minnar og bað hana að taka með sér til eyja (pakkar til mömmu og tengdó), þar sem þessir tveir jólpakkar flæktust í netheimum (Vicoriu Secret varð aðeins of mikið Secret því náttfötin sem ég pantaði hjá þeim fundust ekki) og var ekki hægt að leysa þau úr haldi fyrir jól (þetta var orðið meira eins og Top Secret), but better is late then never. Mágkona mín tók við þessu og sagði gleðilega “EKKERT MÁL”. Ég hugsaði um það á leið minni til baka í vinnuna að þetta væri eitt af því góða sem tengdafjölskylda mín hefur kennt mér. Ég held að þetta sé ekkert pælt hjá þeim eða samantekið ráð, en ég spurði Sigga einhverntímann fyrir mörgum árum af því afhverju hann segði alltaf “ekkert mál” þegar í raun var verið að biðja hann um eitthvað leiðinlegt vesen. Hann hugsaði aðeins og svaraði svo eitthvað á þessa leið “ja... ef maður þarf á annaðborð hvort eð er að gera hlutinn eða ætlar sér að gera þennan greiða þá er alveg eins gott að svara “ekkert mál” því það lætur hinum aðilanum þá allavega líða betur með það að biðja mann og maður kemur sjálfur betur út með að vera jákvæður”. Ég ákvað að prófa þetta og þegar ég var beðin um að gera hluti í vinnunni ákvað ég að svara “ekkert mál” og viðbrögðin sem ég fékk til baka voru alltaf svo góð....... og ég veit fyrir víst að maður virkar duglegri, jákvæðari og vinnusamari þó maður sé í raun bara að gera það sama og áður þá er eins og maður sé að gera meira, svo á allan hátt er þetta bara gott mál eða öllu heldur EKKERT MÁL !
Siggi, Gilli, Kata, Frosti, Binni, Simmi og Grímur þó þið séuð í sjálfu sér stórmál (hehe) þá eru hlutirnir hjá ykkur aldrei neitt mál , takk fyrir það ;)

Wednesday, January 04, 2006

Til hamingju elsku Ágústa og Hlynur


Til hamingju elsku Ágústa og Hlynur með yndislega nýja strákinn ykkar sem fæddist í nótt. Ég fékk bara tár í agun þegar ég las sms skilaboðin frá stolta pabbanum í morgun. Litli er heppinn að fæðast í svona góðan faðm ykkar, þið eruð svo yndisleg !!!
Hlakka til að sjá hann!