What a Wonderful world

Thursday, September 22, 2005

SKIL ÞAÐ EKKI

Kuldinn er að læðast að okkur og ég get ekki samið lengur við heilann á mér um annað en að það sé að koma vetur. Til þess að verjast íslenskum vindum klæddi ég mig í hvítu angúru peysuna mína í morgun .........og nú líður mér eins og stórum bómullarhnoðra fyrir framan tölvuna...fólk gæti haldið að það ætti að fara búa til úr mér dúnsæng.... peysan andar ekki, ég er föst .......get ekki farið úr henni þar sem ég er í svívirðilegum bol innanundir sem óvart lenti aftur í skúffunni minni þegar í raun búið var að flokka hann í rauðakross-kassann, ég er tískuhryðjuverk mánaðarins..ég er verri en ofgirtur ameríkani í snjóþvegnum buxum og lakkskóm.
Börn yfirmanns míns komu í heimsókn á áðan á skrifstofuna og þriggja ára dóttir hans klappaði mér eins og síamsketti.... en fimm ára bróðir hennar spurði mig hvort ég væri kona jólasveinsins. Afhverju gerir maður þetta? Velur á sig föt án þess að vera búin að nudda augun, vakna og kveikja ljósið þegar fötin á börnin eru tilbúin vel brotin saman , með óaðfinnanlegum litasamsetningum eins og stífpressuð af Mörthu Stewart?
SKIL ÞAÐ EKKI

Mjög svipað og ég í dag..

12 Comments:

  • This comment has been removed by a blog administrator.

    By Anonymous Anonymous, at 4:36 AM  

  • LOL - ég fæ hláturskast :) Kv. Beta

    By Anonymous Anonymous, at 5:41 AM  

  • ihihihi svo fyndid

    hrikalegt madur, ad vera ad deyja ur hita i skotheldri peysu og geta ekki einu sinni faekkad fotum! radid vid thessu er sennilega ad finna til fotin rett fyrir svefn, gaeti komid i veg fyrir morg tiskuhrydjuverkin (hja folki svona almennt sed).

    By Blogger -(..)-, at 6:38 AM  

  • já Unnur...þessi sem ég fór í í eina skiptið sem mér hefur verið boðið í ísland í bítið, ég fyllti út í skjáinn eins og loðið ský og leit út fyrir að vera 150 kg þyngri en ég var.. þá voru viðbrögð þín "maður á aldrei að fara í ´hvítu í sjónvarp, það er hræðilegt"

    By Blogger Bella Blogg, at 7:13 AM  

  • He he he:-) Eins gott að Búi nái ekki í þig núna, honum er frekar illa við loðnar kisur...Kv Þóra

    By Anonymous Anonymous, at 7:17 AM  

  • waaaaaaha ísbjörn !!! TAKKKK !!!

    By Blogger Bella Blogg, at 7:25 AM  

  • þó ég hafi farið að hlæja þá átt þú:
    samúð mína alla.. Þetta er alltaf að koma fyrir mig að klæða mig í allt of mikið af fötum, vera svo að kafna og geta ekki fækkað fötum... Þetta er HELL.....En elskan ég get ekki ímyndað mér að þú lítir nokkurn tímann út eins og ísbjörn..whahahahahhaa.........kv.ragnajenny

    By Anonymous Anonymous, at 7:45 AM  

  • AHAHAHAHAHAHA!!!!You maid my day :)

    By Anonymous Anonymous, at 9:24 AM  

  • ps.
    ofgirtir ameríkanar í snjóþvegnum buxum og lakkskóm eru hátíska núna sem þýðir: komið í hagkaup eftir 2 ár.
    las það í glanstímariti.

    -um að gera að byrja að rifja upp hvernig á að girða sig almennilega og ákveða hversu hátt buxnastrengurinn má fara.

    (annars tel ég hækkandi buxnastreng af hinu góða því þá þarf maður ekki að verða vitni að öllum þessum hrikalegu g-strengs naríu tilfellum "gone horribly wrong", (þ.e. mjaðmabuxur og naríurnar standandi uppúr hátt uppá 3.rifbein, ussum oj))

    kær kveðja, indíana í Krossinum.

    By Blogger -(..)-, at 3:17 PM  

  • já hehe, ég þoli ekki karlmenn sem eru svo OFgirtir að allt "slátrið" lafir öðru megin, alveg eins og viðkomandi sé skakkur og maður fær ekki annað á tilfinninguna en að hann sé ófrjór líka, miðað við aðstæðurnar sem fjölskylduskartgripaskrínið fær til að athafna sig.

    By Blogger Bella Blogg, at 4:05 AM  

  • Ahahaha ógeð fyndið..
    Veit samt ekkert hver þú ert :)

    By Anonymous Anonymous, at 8:13 AM  

  • hey takk Íris.. :)

    By Blogger Bella Blogg, at 8:45 AM  

Post a Comment

<< Home