What a Wonderful world

Wednesday, August 15, 2007

Mömmu gallabuxur



Jæja þá stendur til að heimsækja Breta eftir rétt rúma viku. Kallinn ætlar að rúlla upp einhverju brúðkaupi á meðan ég þramma í búðir og svo er ég nú búin að bóka okkur á einhvern svaðalegan veitingastað. Fyrsta Indverska staðinn sem fékk Michelin stjörnu, eitthvað alveg „duuula“..hlakka mikið til. Svo auðvitað á að heimsækja nýju höllina, ekki Buckhingham palace heldur Pálma bróðir palace og taka það alveg út hvernig þau ætla að finna hvort annað í stórhýsinu.
Þeir sem hafa áhyggjur af mér hvað átakið varðar þá gengur það ágætlega. Ég var komin á vonarvöl með buxnaval , en þær eru aðeins tvær sem ég get troðið mér í með herkjum. Disel buxurnar mínar blokka allar æðar og ég næ ekki að hneppa efstu tölunni, en get reddað mér með því að vera með breitt belti, þannig sést það ekki að efsta talan er óhneppt, hinn valkosturinn eru buxur sem eru í henglum og Siggi er farinn að grátbiðja mig um að henda en þær eru svo smart með gat undir annari rasskinn eins og var í tísku hérna fyrir nokkrum árum og þykir ekkert smart á tveggja barna móður, sérstaklega ekki þegar gatið gapir framan í túristana þegar mamman var efst í stiganum að koma frá Gullfoss um verslunar mannahelgina. En ég hef sett mér markmið og það er að þola niðurlæginguna sem felst í þessu, því það kemur ekki til GREINA að ég kaupi stærri buxur, BARA af því að það er í raun algjör uppgjöf á ástandinu og meðan blóðið rennur ekki í æðum fótleggja minna í Disel og rassinn lafir útúr hinum neyðist ég til að horfa framan í staðreyndirnar og gera eitthvað í málinu, ég get ekki með nokkru móti sest niður á Mc donalds í Disel buxunum, þær einfaldlega leyfa ekki það rými sem þarf, svo standandi með donaldinn væri döpur sjón, eða white trash gella étandi pylsu með rassinn útí vindinn ,, enn verri sjón. Það er verið að vinna í málinu. Ég verð ekki í svona mömmu gallabuxum eins og myndin að ofan... það er morkið..
Hraðvirki maðurinn minn tók sig til og byrjaði að taka til í geymslunni í vikunni, ég var ekkert smá spennt....(hmm) Gamalt drasl sem maður veit ekkert hvað á að gera við. Eitthvað sem maður notar ekki en má samt ekki henda. Endalaus föt sem maður hefur látið þarna inn af því maður ætlaði í það seinna „je right“ og þegar það er orðið passlega myglað er hægt að koma því út. Þetta var leiðinlegur prosess my god. 4 svartir pokar og 4 stórir kassar af fötum í Rauða krossinn og annað eins af drasli. Gamalt skóladót, alveg hreint nauðsynlegt að geyma gamlar formúlur úr aðferðarfræði. Við græddum samt nokkur myndaalbúm sem við vissum ekkert hvað hefði orðið af og ég komst líka að því að Siggi á það til að setja eitthvað inní geymslu án þess að ég viti af því. Svo endurfundir við gamalt drasl var blendin tilfinning en mest leiðinlegt. Ég mæli ekki með þessu við neinn.

3 Comments:

  • Berglind kommon!!!!! Buxurnar þarna í stíl við gráu hettupeysuna eru BARA SMART og ég væri til í að sjá þig í þeim í Mosa í kvöld LOL

    Harkan í ykkur í átakinu... ég myndi ábyggilega telja mér trú um að fötin hafi allt í einu hlaupið í þvotti (já öll með tölu)og svo myndi ég skamma Bjössa fyrir að þvo á of miklum hita ;)

    By Anonymous Anonymous, at 1:23 AM  

  • ekki er það nú að sjá á þér að þessar lýsingar eigi við....

    En hvað er samt málið með karlmenn og geymsluna... Er ekkert hægt að gera annað svona þegar loks er komin ró á hlutina... Kannast við þetta helv.. Geymslan spikk og span á meðan leikföngin flæða út úr herbergjum barnanna og klósettið nánast hefur skipt um lit...tja kannski ekki alveg en nálægt því ;) finnst einmitt stundum forgangsröðun karla ekki alveg sú sama og kvenna heheh..

    kveðja
    Jórunn

    By Anonymous Anonymous, at 8:05 PM  

  • Úfff hvað þú býrð vel að eiga svona smekklega frænku sem hefur líka bætt á sig ... svo núna vona ég að þú gangir út buxurnar þó kannski ekki svo langt að rassinn standi út bara svona rétt svo ég komist aftur í þær.

    garg hvað ég hló mikið af skvísunum í gallabuxunum sem kofera alla tískulínuna sem er í gangi í dag.

    jæja gamla feita við heyrumst fljótlega og takk fyrir í gær.

    þín einlæga
    Ragnhildur Steinunn

    By Anonymous Anonymous, at 3:55 AM  

Post a Comment

<< Home