What a Wonderful world

Wednesday, October 04, 2006

TRASH – fréttir

TRASH – fréttir


Það stakk mig í augntóftirnar að þurfa að reka augun í annað sinn á sömu frétt um Jude Law í Fréttablaðinu.

Sér eftir að hafa haldið framhjá Siennu Miller

Leikarinn Jude Law sér mikið eftir að hafa haldið framhjá Siennu Miller. Hann segist hafa beðist afsökunnar, vill gleyma atvikinu og halda áfram lífi sínu (fréttablaðið 3.okt 2006).
Og who gives a flying fuck,, segi ég nú bara, haltu sprotanum í brókinni og stein þegiðu !

Ég vildi ekki særa neinn.........segir Jude en hann hafði haldið framhjá Siennu með barnfóstru barna sinna”

Svona frétt tekur meira pláss í blöðunum en þegar fatlaðir vinna Olympiu-gull.

Hvað segir það um okkur ?
Erum við svona einföld og yfirborðskennd, eða halda blaðamenn bara að við séum það?

Monday, October 02, 2006

Fólkið á steypunni



Fyrir okkur sem búum hérna á steypunni, þar sem hraði samfélagsins keyrir upp hjartsláttinn og herðir hægðirnar höfum aldeilis gott af því að skipta um umhverfi.
Það hafa stöðugar framkvæmdir staðið yfir á völlunum síðan við fluttum þangað og steypan sprettur upp eins og grár arfi um allt svæðið, svo hratt að við rötum ekki heim til okkar eftir vinnudaginn.
Borinn sem brýtur hraunið til þess að rýma fyrir nýjum byggingum “taataataaammmmtaaatammm” er stöðugur, svo stöðugur að ég var hætt að taka eftir honum þegar Siggi benti mér á brestinn í höfuðkúpunni á mér.
Það vill oft vera þannig að maður virðist geta vanist öllum fjandanum,
ég meina ef að Ameríkaninn gat vanist því að drekka klór sem vatn þá getum við vanist öllu ekki satt.
Hér á steypunni einagrum við okkur frá náttúrunni, yfir sjónvarpinu og tölvunum, í vinnuamstrinu, bílaöngþveitinu og Kringlunni í mannmergðinni í líkasræktinni eða sveittu stöppunni á skemmtistöðunum, það er ekkert skrítið þó fólkið á steypunni sé orkulaust.

Um helgina var ég í bústað á einstaklega fallegum stað í einstaklega góðum vina hópi og þrátt fyrir miklar vökur og hamagang í leikjum (þar á meðal í STO , sem ég hef ekki farið í síðan ég var barn) fékk ég margfalda orku til baka, ANDLEGA orku.

Þið kæra fólk sem þjösnist áfram á steypunni, ég hvet ykkur til að kíkja út fyrir um leið og þið hafið tækifæri til og endilega rifjið upp einhverja skemmtilega barnaleiki það er guðdómlegt ;)

Elskulegur eiginmaður…

Maður og sínaggandi kona hans fóru í sumarfrí til Jerúsalem. Á meðan þau dvöldu þar, lést konan. Eftirlifandi eiginmanninum var sagt : "Þú getur fengið hana senda heim fyrir 5000 dollara, eða þú getur jarðað hana hér, í okkar helga landi, fyrir 150 dollara." Maðurinn hugsaði sig um í skamma stund og sagðist myndu vilja fá konuna senda til síns og þeirra heimalands. Maðurinn var umsvifalaust spurður.. "Afhverju viltu eyða 5000 dollurum til að koma konu þinni heim, þegar að það er frábært að jarða hana hér og aðeins fyrir 150 dollara?" Maðurinn svaraði, "Fyrir löngu síðan dó maður hérna, var jarðaður hér, og þrem dögum síðar reis hann upp frá dauðum. Ég tek ekki þá áhættu."