What a Wonderful world

Friday, July 29, 2005

Þjóðhátíð og steypuryk



Það slær nú alltaf hraðar í okkur eyjamönnum hjartað þegar þessi helgi hefst. Við Siggi fjarri góðu gamni að flytja í dag í nýju íbúðina meðan vinir og fjölskyldur flytja inn reyktan lunda, smurt brauð og gamlan dívan inní hvítt tjald. Ég er að drepast af þjóðhátíðarsýki og reyni eins og ég get að einbeita mér að nýju SMEG gaseldavélinni sem er verið að koma fyrir heima hjá mér og sjá fyir mér hvíta vaskinn minn. Það er reyndar allt í steypuryki ......... í augum og eyrum, ofan á brauð og undir koddanum ........og fyrir utan blokkina er ástandið eins og í Írak, brotajárn og drasl um allt með tilheyrandi látum frá hinum ýmsu gerðum vinnuvéla. Við siggi höfum ekki minnst á það við hvort annað að Þjóðhátíðin sé að hefjast, bæði vitum að það er einfaldlega bannað að minnast á þjóðhátíð þegar maður er ekki á leið þangað, flestir eyjamenn sem ætla sér ekki að vera á þjóðhátíð fara erlendis því annars er alltaf hætta á að fólk standist ekki freistinguna og skelli sér yfir á laugardegi eða sunnudegi þegar afurhald er á þrotum.
Ég finn lyktina af reykta lundanum, ég finn spennuna í loftinu, regngallinn er tilbúin, flatkökurnar smurðar, vínstaflinn óvígður, Herjólfur er að koma troðfullur, tjörnin er hrein og grasið ekki orðið að mold. Útvarpið segir að það sé brakandi blíða.. við skulum sjá hvað gerist..........
Eyjamenn nær og fær......GLEÐILEGA ÞJÓÐHÁTÍÐ !!

Tuesday, July 26, 2005



Þú heldur kannski að þú sért búin að villast inná Ungrú Ísland.is nei.. nei.. þetta eru bara vinkonur mínar !!

Ég GÆS !!

Já elskulegu vinkonur mínar náðu mér aldeilis á föstudaginn. Þær meikuðu dag sem ég á aldrei eftir að gleyma svo lengi sem ég lifi. Lang flestar komnar langa leið (úr eyjum) til að ná mér og búnar að vera að plotta í langan tíma. Stuðið byrjaði á hádegi þegar vinnufélagi minn hún Elín stakk uppá því að við færum nú á vox að borða í hádeginu, enn við förum stundum og fáum okkur eitthvað og nú kom hún með hugmynd að við yrðum flottar á því. EFtir matinn segir hún að hÚN þurfi að fara upp og tala við vinkonu sína sem vinnur í SPa-inu og ég bara "ok" og elti hana upp, hafði smá áhyggjur að ´við værum nú orðnar soldið seinar í vinnu. Þegar við komum upp er mér réttur sloppur og handklæði ásamt BRATZ poka, þá byrjaði ég að svitna...ó nei.. núna...það er föstudagur... hey ég þarf að fara í vinnu. (vissi ekki þá að yfirmaður minn og Elín vissu þetta í margar vikur og löngu búið að redda mér fríi) Ég labba skjálfandi skrefum inní klefa og les kortið, sem var ljóð, ,, ég var svo stressuð að ég las það þrisvar til að ná innihaldinu og þar var minnst á MAtrix og kattar mjálm eitthvað og ég fann að hjartað sló hraðar.. svo var ég bara tekin í nudd og reyndi að slaka á. Þegar þeim huggulegu heitum lauk var mér afhendur lykill af skáp og ég arkaði að skápnum og það leið næstum yfir mig þegar ég sá hvað þar var. Það eina sem ég sá var SVART, glansandi LATEX...ó nei ..er þetta MASÓ búningur SHIT... í skápnum var BAcardi romm eitthvað og ég hljóp framm eftir upptakara .. þessi flaska skildi opnuð áður en næstu skref yrðu ákveðin..ég settist á nærbuxunum á bekkinn inni í klefanum og þambaði rommið, fínu frúrnar í ræktinni horfðu á mig ... "hver hleypti þessari inn " var á svipunum og mig langaði til að hverfa...ég sagði við stelpuna sem horfði á mig "ég ætla bara að sitja hérna og drekka" Hún horfði á mig "OK"...og hugsaði CRAZY..... "það er verið að gæsa mig og ég þori ekki í búninginn" sagði ég og hélt áfram að drekka. Næst tók ég framm gallann og þá sagði stelpan mér til huggunar þetta er CATWHOMAN dress !!! OK... það er skárra en MASÓ búningur.. ég í búninginn og framm þar sem stelpurnar biðu og hlógu að sjálfsögðu. ég var máluð eins og Silvia Nótt og stelpurnar voru allar í svörtu með sólgleraugu í stíl. Þá var skálað og svo brunað af stað í MAtrix bílnum. Fyrsta stopp var tannlæknastofa og ég bara svitnaði meira..hvað í andsk... er hægt að gera þar. Jú ég fékk bláan "demant" í tönnina (something blue eins og sagt er fyrir brúðkaup) og mér til mikillar ánægju var endajaxlinn ekki tekinn. Næst var stoppað í kópavogi og tekið eitt skot á kaffihúsi Kristó og brunað í sjónvarpshúsið þar sem ég fékk myndatökur með frægu fólki og þar á meðal í fanginu á Loga BErgmann og er því að bursta forsíðu- keppni okkar vinkvenna á heimasíðu okkar (local húmor). EFtir það var brunað á Austurvöll (by the way það var 25 stiga hiti og brjáluð blíða)og þar var stappað af fólki. Einn túristi tók nokkrara myndir og margir horfðu mjög stíft á mig að ég fann. Við settumst í grasið og veitingar voru lagðar, snittu samlokur og hvítvín, BARA geðveikt !! Næst var hoppað í Matrix bílinn og í klifursal þar sem ég fékk að klifra eins og köttur og leysti það bara vel úr hendi þó sjálf segi frá og komst á toppinn (smá harðsperrur daginn eftir). Fékk svo flottan bol sem minjagrip. EFtir þetta var farið til Pálma bróðir þar sem var gardenpartý með mínum uppáhaldsmat.. Indverskum,, nammi nammmmmm... og vín með (þurfti ég nokkuð að segja það) Svo mátti ég fara í sturtu og kveðja gallann. Þá kom að video stund þar sem Gyða hafði sett saman heimildarmynd um mig, viðtöl við fullt af fólki sem finnst ég æðisleg ;) og myndir frá því ég var nokkra mánaða og uppúr, myndir af okkur vinkonunum og svo af Sigga og englunum mínum, nokkra klúta video og alveg meiriháttar skemmtilegt. Svo fékk ég gjafir, nærbuxur sem má borða með bananabragði, eitthvað .........sem ég útlista ekkert betur og svo bók um mig, svona stjörnubók eins og mig hefur alltaf langað í .. BARA FR'ABÆRT !! Við tók svo SING STAR, þar sem raddböndin voru þanin og mikið hlegið. Pálmi var alltaf að koma með Tequla inná milli svo allt væri örugglega í hámarki og þakið ætlaði af með Queen "WE are the champions my friend" .....SNILLLLLLDDDDDDD Svo vaggaði hópurinn niður á laugarveg á tjúttið.....!!!!
Þetta var mergjaður dagur sem ég gleymi aldrei !!!!!!!!
TAKK BESTU VINKONUR Í HEIMI ..!!
ÉG ELSKA YKKUR !!!!!!!!!


Stelpurnar bíða eftir gæsinni



Ég og Logi


Á Austurvelli !!



Á toppnum !!

Thursday, July 21, 2005

4 Weddings and a funeral


Þannig er sumarið mitt, fjögur brúðkaup og jarðarför, talandi um að lifa kvikmyndalífi. Við báðum vini og ættingja að mæta í Grasagarðinn til að staðfesta komu sína í brúðkaupið og eins og sést á myndinni komu fleiri en þau boðskort sem ég man eftir að hafa skrifað út en þetta fylgir því að vera “selebrity”. Siggi náttlega þessi sjónvarpskokkur dauðans og enginn friður fyrir “stalkers” all over að biðja um uppskriftir. Af þessari ástæðu höfum við fengið lánaðan augnskanna úr Laugum til að sortera út þá sem er virkilega boðið við innkomuna og ef það dugar ekki eiga allir gestir að taka með sér “dental records” svo engvir flækingar verða viðstaddir. Vinkona mín Lopes hefur gefið mér margar góðar hugmyndir hvernig best sé að gifta sig án “papparatzes” og erum við að vona að það lukkist. Það hefur tekist að “lókeida” tvífara minn stúlkuna Isha úr Amish þorpi í Utha USA til að giftast tvífara Sigga sem heitir Innuuq frá Kúlusúkk, greyjið maðurinn búinn að vera á grænmetisfæði í tvo mánuði til að verða eins og Siggi þar sem Innuuq var vel yfir 150 kíló þegar við drógum hann út af pöbbnum síðasta haust. Þau semsagt gifta sig í annari Garðakirkju sem Séð og Heyrt, Hér og nú, See og Hör, New york times og allt þetta lið hefur fengið fréttatilkynningu um.
Þetta er búið að vera streð þessi undirbúningur en það sem hefur verið mesta puðið hefur verið að halda söngatriðinu “secret”, Elvis er orðinn helvíti fúll á að bíða í kjallaranum.


Isha með fjölskyldu sinni í Utha



Innuuq með fjölskyldunni 4 ára gamall

Tuesday, July 19, 2005

On the soft side


Ég þakka guði fyrir börnin mín á hverjum degi. Ég stoppa stundum , horfi á þau leika sér og hugsa “hvað gerði ég til að vera svo lánsöm að eiga svona yndisleg og heilbrigð börn?” Ég hlýt að þurfa að taka út einhverja sorg, einhver mikil vonbrigði til að borga fyrir það, jafna út ballansinn. Í hvert skipti sem seldir eru geisladiskar eða annað til styrktar börnum sem eru hjartveik, hafa krabbamein eða eiga í einhverjum erfiðleikum kaupi ég það alltaf til að reyna að þakka fyrir það að börnin mín séu búin að vera heilbrigð það sem af er þeirra æfi. Dóttir mín þriggja ára var um daginn að koma úr baði og kom til mín þar sem ég lá við sjónvarpið, hún var með handklæðið um sig og kúrði sig upp við mig, ég knúsaði hana og þurrkaði, ég lagði svo hendina á brjóstkassann á henni og fann þá litla hjartað hennar slá, ég tók hendina nokkuð snögglega í burtu.
Ég furðaði mig svo á þessum viðbrögðum, afhverju fannst mér þetta óþæginlegt? Ég hugsaði svo ekkert frekar út í það og klæddi hana bara í náttfötin. Í gærkvöldi var ég að breiða yfir son minn fyrir svefninn og ég lagði hendina á brjóstið á honum og fann vel hjarta hans slá, og það voru sömu viðbrögð ég tók hendina strax í burtu. Svo bara knúsaði ég hann og kissti góða nótt. Í gærkvöldi gat ég ekki með nokkru móti sofnað og var að hugsa um þetta og áttaði mig á því að ástæðan fyrir því að ég hafði kippt hendinni og óþæginlega tilfinningin sem ég fann var einfaldlega hræðsla, hjartsláttur barna minna gerði mér það ljóst að börnin mín eru ekki ódauðleg.

Maður á aldrei að tala um að það geti eitthvað komið fyrir, maður á ekki að velta sér uppúr “hvað ef?” það er ekki hollt, þá ofverndar maður börnin sín og verður taugaveikur... enn ef maður veltir þessu aldrei fyrir sér getur maður þá nokkurntímann verið full þakklátur fyrir það að eiga heilbrigð börn, er það sjálfsagt? Nú eru börnin mín svo ung að þau hafa rétt hafið æfi sína og ég get ekkert vitað hvernig heilsa þeirra eða annað verður í framtíðinni, en ég er þakklát fyrir það að meðganga, fæðing og þessi fyrstu ár hafa verið áfallalaus.
Þið sem eigið ekki börn og lesið þetta haldið sjálfsagt að nú sé ég endanlega að missa mig. Enn þið sem eigið börn og vitið hvað skilyrðislaus ást er, prófið að setja hendi ykkar yfir beran brjóstkassann og finna hjarta þeirra slá, það er mjög sérstök tilfinning.


Þetta blogg er með því mýksta sem það gerist hjá mér, svo harðbrjósta ofurmenni komið aftur seinna ;)

Monday, July 18, 2005

I ´m back !!


Jæja ég er komin frá Los Akureyri, sunny town. Ég er svo brún að liðið er að kafna úr öfund. Hitti Snoop Dog á förnum vegi og bauð hann mér að kaupa húð mína í nýjan leðurjakka sem hann ætlar að láta sauma á sig, ég sagði sko bara með góðum hreim
“let your dreams go wild…man, I know our friendship is skin deep but this is over the line pal” eða eikkað svolleiðis. Ég hef greinilega ekkert ná að greiða úr flækju geðveiki minnar í fríinu eins og ég hafði vonast til. Reyni aftur síðar.

Thursday, July 07, 2005

I need a new sensasion on a good vacation !



Jæja nú er ég farin í viku frí norður á Akureyri, eins og sést á myndinni hér til hægri er Siggi búinn að setja farangurinn í nýja pick-uppinn sem við keyptum á E-bay þar sem dollarinn var í lágmarki og tollar af þessum brjál-tækjum er bara 13% og ómögulegt að láta svo góðan díl framhjá sér fara, tala nú ekki um díselið/velarolíuna sem sparar okkur þvílíka bensínpeninginn á þessum tímum olíuskorts og samkeppnisleysis þar sem konur allra olíufursta Íslands hittast vikulega í saumaklúbb og skiptast á “Lasagnia uppskriftum”. Dorrit fær far hjá Baugi og sparisjóðsstjórar í Hafnarfirði þurfa að láta byggja við kjallarann hjá sér til að koma öllum seðlunum einhversstaðar fyrir. Spilling og kjaftabull um allt og eina vandamálið er að við liggjum svo södd á meltunni í nýja nautsleðursófanum eftir lánahagræðingar að það eina sem gerist er að hinn íslenski borgari (bráðum kallaður hinn íslenski hamborgari, því þjóðin fitnar svo hratt) snýr sér bara við í nautinu og rekur hátt við. Við höfum það svo gott að við nennum ekki að pæla í því, eða vinnum svo mikið að þegar við loksins eigum frí nennum við ekki að sóa því í þetta bullshit og hafa áhyggjur af því að Jón Ásgeir sé ennþá með sítt að aftan vegna þess að hann er svo upptekinn af því að raka að sér peningum að hann hefur ekki einu sinni tekið eftir því að þessi hárgreiðsla er löngu komin úr tísku (nema að hann sé búin að vera að bíða eftir Duran Duran allann þennan tíma og Hagkaupspæjan gefist upp á endanum og keypt Duran til landsins í von um klippingu fyrir gæjann á eftir...veit ekki...þessi pæling komin miklu lengra en ég nenni..og hollt er geðheilsunni....).

Semsagt ég ætla að gera það nákvæmlega sama og allir hinir útúrvinnuþjörkuðu hamborgararnir, skella mér í frí og láta sem ég viti ekki af þessu freti öllu
saman. Taka bara Silviu Nótt á þetta bara “ok ..ok ..ok...ok... skil þig....ok..ok...ok..ok...
p.s. blogga kannski frá höfuðstað norðurlands ef ég verð ekki slefandi í einhvern sólbekk með grillaða pylsu á kantinum allann tímann.

Tuesday, July 05, 2005

Bakpokinn


Allt of margir sem ég þekki ganga með þungann bakpoka alla daga. Það fyrsta sem þeir gera á morgnana þegar þeir vakna er að stíga fram úr og setja bakpokann á sig og sumir jafnvel sofa með bakpokann og sofa því nánast ekki neitt, sofa grunnum svefni, finnast þeir milli svefns og vöku alla nóttina þar sem bakpokinn er óþæginlegur og alveg sama á hvaða kanta fólk snýr sér, góð stelling til afslöppunnar finnst ekki. Bakpokinn er virkilega þreytandi og sígur í enn meira þegar á daginn líður, hann hefur áhrif á allar ákvarðanir, markmið og hvernig við skynjum, upplifum og sjáum allt í kringum okkur. Einu skiptin sem fólk finnur ekki fyrir honum er þegar það nær að hlægja af einhverju þá hverfur hann í nokkrar sek, skellir sér svo aftur á, enn stundum er hann svo íþyngjandi að fólki langar hvort eða er ekkert til að hlægja. Þegar fólk er langþreytt á bakpokanum er oft eina leiðin að svindla á öllu saman, losna við bakpokann í nokkra klukkutíma og deyða tilfinningarnar með áfengi, einhversskonar lyfjum og jafnvel eiturlyfjum. Þá finnur fólk ekki að bakpokinn er þarna og sporin verða léttari, axlirnar verða afslappaðar og öndunin róast. Hinn fullkomni flótti, þangað til næsta dags þegar bakpokinn mætir í vinnuna sína og hlammar sér á þig í þynkunni, þá er eins og ekkert geti orðið mikið verra. Svo hörmulegt að sumir geta ekki hugsað sér annað en að halda áfram flóttanum.
Sumir eru með litla öskupoka sem jafnvel þeirra eigin mæður og eða feður hafa hengt á þá. Pokar sem innhalda óæskilegar væntingar og tilætlunarsemi, pokar sem þau hafa jafnvel fengið hengda á sig af foreldrum sínum og hafa ekki getað kíkt í þá og einfaldast að hengja þá bara á næsta, já börnin sín, alveg óvart að þeim finnst.
Hver setti þennan poka á þig og er hann þarna af gömlum vana. Er auðveldara að halda áfram enn að stöðva og kíkja í hann? Hvað er í þessum bakpoka? Eitthvað gamalt og úldið? Innst inni veistu hvað það er, enn líklega lagt svo mikið á þig til að gleyma því að það hræðir þig að skoða það, hræðir þig að þar sé að finna eitthvað óþæginlegt, eitthvað sem þú vilt ekki eiga við núna, einhverntímann seinna.
Tíminn læknar ekki sár, það gufar ekkert uppúr bakpokanum, það þarf að hlúa að sárinu, týna upp úr bakpokanum í rólegheitum og þá kemstu að því að það var aldrei þess virði að ganga með þetta um allt, láta það hægja á þér, segja þér takmörk þín og skemma útsýnið.
Lífið er of stutt til þess !

Friday, July 01, 2005

Stöðumælasektir

Stöðumælasektirnar eru að ganga frá okkur hjónunum. Það virðist vera sama hvar maður leggur alltaf fær maður miða á rúðuna, svo það kemur að því að ég verð að taka að mér meiri vinnu til að standa undir þessu. Svo fékk Siggi þessa frábæru hugmynd þar sem okkur vantaði hvort eð er annan bíl að útbúa þennan glæsivagn, nú er þetta bara eins og færanlegur hóll,,, og HVER SEKTAR HÓL...common..., verst að það þarf að vökva kaggann og snyrta með reglulegu millibili..