What a Wonderful world

Thursday, January 27, 2005

TELEVISION

sæl um hæl
Ég er farin að liggja yfir sjónvarpinu eins og mér sé borgað fyrir það. Handboltinn í gær var mjög sérstakt sjónvarpsefni vægast sagt. Leikurinn var gegn Kúveit sem er bara eitthvað land og keppt var í íþróttahúsi í Tunisia í Afríku þar sem svo kalt var inni að húsið hefur fengið viðurnefnið "frystikistan". Fólk var að horfa á leikinn í skíðagöllum og hélt á sér hita með því að klappa. Þarna voru íþróttamenn á heimsklassa á stuttbuxum í 4°c hita, sem er auðvitað brjálæði þar sem mikil hætta er á meiðslum osfrv. Það sem stóð þó uppúr var hversu hörmulegt þetta lið var sem við vorum að keppa við, ég get svarið fyrir það að ég hélt að fótboltakappinn frægi MARADONNA væri kominn á línuna, maðurinn var sennilega aðeins hærri en hann en ístruna vantaði ekki. Ég er allvega viss um að hann hafi verið á "kóki" eins og MARADONNA þar sem hann tók þvílíkar baksveiflurnar og framsnúningana að ég var viss um að honum tækist að snúa sjálfum sér úr hálslið áður en leikurinn væri úti. Þvílíkur leikari (sem er reyndar nauðsynlegt upp að vissu marki, hér talar línumaður með reynslu) en honum tókst að láta dómarana trúa því að hann væri fórnarlamb og aumkaði sér eins og stunginn grís allann tímann, hann var með það þykkt selspik að hann gat ekki með nokkru fundið fyrir því að haldið væri um hann. Dómararnir voru ferlegir, sennilega var þetta fyrsti leikurinn þeirra án þess að vera á malarvelli. en ég einmitt fór á mína fyrstu handboltaæfingu í Ástralíu á malarvelli, skoppandi á steinum og rykið varð til þess að ekkert grip var á boltanum. Þessar þjóðir eiga bara að keppa í strandablaki og taka þessa dómarakjána með sér. Strákarnir "okkar" voru ágætir, erfitt að peppa sig upp fyrir svona sirkus, en þeir virkuðu soldið kærulausir. Það er alltaf hægt að gagnrýna og í raun fer þetta í hring:
"Menn taka þetta ekki nógu alvarlega"
´Þá verða menn ekki einbeittir
Ef menn verða mjög einbeittir
Þá vantar leikgleðina
Ef þeir sýna leikgleði
Eru þeir of öruggir með sig
Ef þeir eru of öruggir með sig eru
þeir of kærulausir
og þá taka menn þetta ekki nógu alvarlega
heill hringur...........
Svo horfði ég líka Bachelorette, Meredith eða hvað hún heitir valdi IAN sem gerði ekki annað en að strjúka henni um hárið, ef hún verður með honum áfram verður hún sköllótt fyrir áramót, ég yrði brjáluð á að láta strjúka mér svona um hárið, hann var ekki að gera sig fannst mér, enda hef ég hann sigga minn, en þar sem maður lifir sig inní þetta þá varð ég ferlega svekkt yfir þessu að hún skildi ekki velja MATT sem var ferlega góður...enn this is TELEVISION setur mann í tilfinningasveiflur sem maður nennir ekki að sækja í á venjulegan máta af því þá þarf maður að fara upp úr sófanum, ferlegt
Bella blogg

Tuesday, January 25, 2005

Nautnaseggur "dauðans"

Ég er nautnaseggur "dauðans" ef svo má að orði komast. Hverjum finnst ekki gott að drekka nýmalað og nýlagað ylmandi kaffi og kannski smá súkkulaðimoli með.
Hverjum finnst ekki góð nýbökuð volg súkkulaðikaka með ískaldri mjólk.
Hverjum finnst ekki góð blóðug nautasteik með "benna",, bakaðri kartöflu fyllta af hvítlaukssósu. Hverjum finnst ekki gott ferskt pasta Ravioli fyllt með sveppakremi og og ferskum Parmesan yfir eða glæ-nýtt sushi með hvítvíni eða bara lítilli kók í gleri.
Hverjum finnst ekki góð eldbökuð pizza úr Eldsmiðjunni eða bara Skýlis-borgari með öllu.
Hverjum finnst ekki notalegt að liggja undir sæng fyrir framan sjónvarpið með djúpsteiktan Camebert og sultu....eða horfa á enska boltann með ískaldann bjór áður en maður fer í matarboð.
AHHHHhhhhh. það er svo margt gott í lífinu fyrir svona nautnaseggi eins og mig..sem betur fer..
Bella

Monday, January 24, 2005

"strákarnir mínir í boltanum"

Shittttt, ég var búin að skrifa einhverja ræðu hérna sem hvarf svo bara, internetið er ótrúlegt apparat..damm,..enn
Mér leið´eins og upptrekkt mamma að senda son sinn í heimavistarskóla í fyrsta sinn í gærmorgun, Siggi var að fara til Frakklands. Hann var búinn að vera að sinna einhverjum frægum sjónvarpskokki til þrjú um nóttina, borða með honum pylsu á Bæjarins bestu fyrir Discovery Channel, kenna Tony að drekka íslenskt brennivín osfrv. Hann var því nokkuð þreyttur og þunnur þegar komið var að sækja hann klukkan hálf sjö, stóð eins og flagg í vindi (vindinum sem kom af mér hlaupandi til að ná í þetta og hitt), passinn, peningur, raksápa, nærbuxur og what ever sem þarf í ferðalag. Svo var allt tilbúið og honum ýtt fram fyrir dyrnar, GÓÐA FERÐ !!!
Ég lét mér nægja að horfa á "strákana mína" í handboltanum snúa skíttapi í jafntefli og hina strákana mína hafði ég horft á á laugardaginn, "strákana mína" í Chelsea. Ég verð að segja það að fyrir mér jafnast fátt á við það að koma sér vel fyrir í sófanum og horfa á góðann bolta...
B.S

Friday, January 14, 2005

GASKLEFINN

Úff ég verð a segja ykkur frá nýjustu lífsreynslunni..já já..mín er að fara á árshátíð á morgun svo mín skellti´sér í skyndi-brúnku. Ég fór í svokallaðann brúnkuklefa, og ég hélt ég mundi fá innilokunnar-fobiu, mér leið eins og í gasklefa nasistanna, með hendurnar upp í loft eins og uppgefin fangi og gat ekki andað fyrir brúnku-gufum, ég gat ekki haldið í mér andanum allann tímann sem gufurnar sprautuðust út svo ég er sennilega brún á líffærunum líka. Ég var skít-hrædd um að ég liti út eins og moldvarpa þegar ég leit í spegil en svo var ekki bara frekar lítið brún, eftir allar pyndingarnar.
Ég er staðráðin í því að láta daginn á morgunn vera bara dekur fyrir mig, við ætlum að gista á Nordica svo maður getur bara fundið sig til í hótelslopp, með rauðvínsglas, ekkert vesen, enginn börn að öskra á mann þegar maður er að varalita sig..."skeina mig!!!" eða eitthvað álíka... Það eru svo mikil forréttindi að fá að hugsa bara um sjálfan sig svona einu sinni á ári eða svo :)
Maður hefur svo mikið að gefa líka á eftir !
Berglind

Wednesday, January 12, 2005

Clara á afmæli í dag

Clara Sigðurðardóttir er 3 ára í dag. Hún var tekin með keisara á Sunrise Medical Grand Bahama á Bahamas rétt rúmlega eitt eftir miðnætti þann 12.janúar 2002. Siggi þurfti sjálfur að halda uppi tjaldinu svo ég sægi mig ekki skorna upp, og þarna kom þessi 16 marka stelpa, og við höfðum verið alveg viss um að við værum að fá annan strák. ""Its a GIRL" sagði Dr, Doogal fæðingarlæknir... Amma Kristrún og afi Bói biðu á Scharborogh drive með Sigmar og biðu eftir að heyra fréttirnar, þau komu svo á spítalann daginn eftir með fyrsta bleika kjólinn á litlu dömuna.
Clara er dugleg lítil kelling, snögg í hreyfingum eins og amma Bobba og hefur einnig brúnu augun úr þeirri átt. Hún elskar að taka til hendinni, fá að taka úr vél , skúra eða þurka af. Hún hefur húmorinn hans pabba síns og elskar að stríða og vera fyndinn. Hún er frökk og hræðist ekki að hoppa fram af borðum eða ganga á jafnvægisslám, hún er frekar hrædd við jólasveina og gamalt fólk á elliheimilum. Hún telur gjarnan upp þá sem hún elskar ("enghar" eins og hún segir) bestu vinkonur hennar eru; Harpa Dögg (Gríms), Agnes (Gilla) og allar stelpurnar á leikskólanum, en hún elskar líka að fara til eyja og láta frænkur sínar (Kristrúnu, Rakel, Guðrúnu, Thelmu og Sjöfn) bera sig um allt og dekra við sig. Clara er algjör prinsessa, vill alltaf vera í kjólum, með skartgripi, naglalakk og hlest með kórónu og töfrasprota. Clara er næm á aðra sem sýnir sig í því að ef ég er pirruð kemur hún til mín og vill taka utan um mig og segir "mamma ég elska þig svo mikið"
Ég er svo rík að eiga hana Clöru mína !

Nú eiga allir að geta tjáð sig

Nú eiga allir að geta tjáð sig á blogginu, Katrín Eva tölvusnillingur aðstoðaði mig við að breyta þessu..jibbí
kveðja Bella blogg

Tuesday, January 11, 2005

Þarf ég að segja allt tvisvar, þarf ég að segja allt tvisvar ?

Pabbaverndin

Jæja ..nú á Clara mín afmæli á morgun 12.janúar, litla músin mín verður 3 ára, svo hún fékk eina ósk sýna uppfyllta í gær. ´Já já ..hún fékk skínandi bleika eyrnalokka, til þess að fá þá þurfti að sjálfsögðu að setja göt. Siggi svitnaði yfir þessu, "hvaða....mér líst ekkert á þetta"... "ha".. "hvað segirðu vill hún þetta" "á hún að ráða því"... Ég sannfærði hann um að þetta yrði í góðu lagi og Clara sat þarna og beið spennt yfir þessu öllu, svo var bar eitt "klik" þar sem bæði eyrun voru gerð í einu og ekkert mál !! Hún ljómaði af stolti, litla prinsessan. Siggi andvarpaði "já þetta var auðveldara en ég bjóst við"...svo steig hún niður "mamma ég er pæja"...YNDISLEG. Clara bað mig svo vinsamlegast að keyra varlega þar sem eyrun gætu snert kragann á peysunni.Ég verð að segja það að þessi viðbrögð hans Sigga valda mér áhyggjum, hvað er þetta með pabba og stelpurnar þeirra, ég get ekki séð fyrir mér að Clara eigi eftir að fá mikin frið fyrir pabba sínum´á unglingsárunum, ég sé hann fyrir mér yfirheyra gæjana og bíða eftir henni við eldhúsgluggann til að láta hana anda framan í sig (semsagt eftir vín- eða reykanda). Svo leika þessir strákar alltaf lausum hala, þarna er eitt í þessu kynjamisrétti öllu saman, eða hvað er ekki soldið sætt að pabbar vilji passa uppá litlu prinsessurnar sínar..ææ ég veit það ekki..þessar hugleiðingar eru ekki að fara neitt.. (andvarp)
Bella blogg

Jæja ..nú á Clara mín afmæli á morgun 12.janúar, litla músin mín verður 3 ára, svo hún fékk eina ósk sýna uppfyllta í gær. ´Já já ..hún fékk skínandi bleika eyrnalokka, til þess að fá þá þurfti að sjálfsögðu að setja göt. Siggi svitnaði yfir þessu, "hvaða....mér líst ekkert á þetta"... "ha".. "hvað segirðu vill hún þetta" "á hún að ráða því"... Ég sannfærði hann um að þetta yrði í góðu lagi og Clara sat þarna og beið spennt yfir þessu öllu, svo var bar eitt "klik" þar sem bæði eyrun voru gerð í einu og ekkert mál !! Hún ljómaði af stolti, litla prinsessan. Siggi andvarpaði "já þetta var auðveldara en ég bjóst við"...svo steig hún niður "mamma ég er pæja"...YNDISLEG.
Clara bað mig svo vinsamlegast að keyra varlega þar sem eyrun gætu snert kragann á peysunni.
Ég verð að segja það að þessi viðbrögð hans Sigga valda mér áhyggjum, hvað er þetta með pabba og stelpurnar þeirra, ég get ekki séð fyrir mér að Clara eigi eftir að fá mikin frið fyrir pabba sínum´á unglingsárunum, ég sé hann fyrir mér yfirheyra gæjana og bíða eftir henni við eldhúsgluggann til að láta hana anda framan í sig (semsagt eftir vín- eða reykanda). Svo leika þessir strákar alltaf lausum hala, þarna er eitt í þessu kynjamisrétti öllu saman, eða hvað er ekki soldið sætt að pabbar vilji passa uppá litlu prinsessurnar sínar..ææ ég veit það ekki..þessar hugleiðingar eru ekki að fara neitt.. (andvarp)
Bella blogg

Thursday, January 06, 2005

Blauta tuskan

Nei ..nú er nóg komið,, mín ætlaði að stökkva í fínu diesel buxurnar í morgun og díses ég spriklaði um eins og könguló á bakinu við að koma mér í , náði svo að draga inn andann og hneppa, þegar ég leit í spegil var ég eins og upphengd í einhverjum "slick" kafarabúning og vonaði að ég þyrfti ekki að draga andann aftur því þá gæti talan farið. Djöf.... ég sem var komin í þetta fanta form..allt farið út um gluggann. Ég reif leikfimisdótið í tösku og velti fyrir mér hvort þessi Hollywood kúr væri nokkuð vitlaus ..svona til að koma mér af stað,,hmm... ég vissi að ég var búin að fitna en hafði ekki vogað mér úr víðustu buxunum, ekki þorað að fá blautu tuskuna í andlitið,, Nú er það bara prótín, vatn og ekkert kjaftæði.

Bella blogg

Tuesday, January 04, 2005

Samviskubit til sölu

I have lost all self control...
um leið og ég hef lokið því að tala um andlega-peningalega lægð..er ég hlaupin á næstu útsölu. What a fu.. is wrong with me. Búin a vera að hneykslast á þessu kaup-óða liði. Borðstofuborð á 55% afslætti og það var spólað af stað á þessum fjóru nöglum sem eftir eru undir dekkjunum (við keyrðum norður á Akureyri í sumar á nagladekkjum...svo naglarnir tættust í krækiberin í vegakantinum,, já ég veit við erum biluð) en ég komst uppí Húsgangahöll í tæka tíð, reyndi að hringja í Sigga eftir samþykki en hann var á fundi..damm.. ég hlýt að geta keypt borðstofuborð "by my self" kortið var straujað og borðið er MITT.. það verður bara að vera hrökkbrauð og vatn í matinn út mánuðinn "tomorrows problem". Svo veit ég ekki einu sinni hvert ég á að láta senda borðið, þar sem við eigum hvergi heima at the moment.
Getur verið að peningaeyðslufíkn taki við af matarfíkninni.....það gæti verið málið.. mig vantar pening
..samviskubit til sölu !!
Bella Blogg

Monday, January 03, 2005

Ísykurlegi

Jæja, þá er búið að éta á sig gat og afraksturinn er meðganga á 5. mánuð, buxurnar orðnar þröngar svo um munar að meltingin nær ekki einu sinni að skjóta konfektinu áfram. Inneflin hafa legið í sykurlegi og saltbjúg yfir þessa daga, þannig að manni verður óglatt við að borða holla fæðu sem mandarínur eða skyr. Maginn skilur ekkert í því að nú eigi að stoppa og öskrar eins og blómið í litlu hryllingsbúðinni eftir meira ógeði.."gemmmmmér" og maður hugsar "þarf það að vera koktelsósa" í staðin fyrir hina frægu setningu (þarf það að vera mannablóð). Það er allt að verða vitlaust og maður afsakar sig..."einn hamborgari bara svona til að binda enda á þetta".."bara eitt konfekt svona í lokin"...reyna að trappa sig niður eins og fíkill. Svo í dag ráðast á mann heilsublöðin og fyrirsagnir um betra líf, líkamsræktarstöðvar með tilboð og nýjar stundatöflur, akkurat þegar maður er í algjörri "andlegri líkamsræktarlægð" og ekki bætir það að vera í algjörri andlegri "peningalegri lægð" eftir allt bruðlið, til að bæta ástandið er svo þvílíka ROK-lægðin svo maður komst varla út úr húsi...jeddúdda þetta er lægðin sem Hermundur Rósinkrans spámaður spáði fyrir um..
Ég verð að lyfta mér upp, this is not going anywhere..
Bella blogg