What a Wonderful world

Friday, September 16, 2005

Ómerkilegar staðreyndir um mig

Það er einhvert æði sem gengur á milli bloggara þar sem skorað er á fólk að nefna 5 ómerkilegar staðreyndir um sjálfan sig. Ég veit ekki hvort henni Betu finnst ég svona ómerkileg að þetta ætti ekki að vera neitt mál fyrir mig eða hvað en ég skutlaði þessu niður. Biðst afsökunar á hvað þetta er ferlega ómerkilegt. En ég ætla samt að nýta mér aðstöðu mína og "KLUKKA" (eins og það kallast) Indi, Olgu, Jórunni og Heiðu til að fræða okkur á sínum bloggsíðum um ómerkilegar staðreyndir um þær.

5 Ómerkilegar staðreyndir um mig:

1. Ég er haldin einkennilegri matarást (giftist kokki, now thats a hint). Ég spyr fólk að því oftar hvað það var að borða en hvernig það hefur það. Þegar ég er nýbúin að borða byrja ég að hugsa um hvað ég ætla að borða næst. Þó ég borði nánast allt frá saklausri friðaðri Lóu, Ástralíu kengúru að skröltormi þá vil ég hafa matinn eins og ég vil hafa hann. Pylsusalar hata mig af því ég vil; granna pylsu alls ekki feita (þá mundi ég fá mér bjúgu), allt undir nema remulaðið ofaná og þegar ég var yngri skar ég endana af ( en þessi eiginleiki virðist hafa erfst því Sigmar vill ekki heldur endana á pylsum, enda ef maður pælir í því þá eru þeir mjög asnalegir og ógirnilegir).
2. Ég eyði peningum í allsskonar vitleysur en þoli ekki að eyða þeim í hluti sem mér finnst einfaldlega eigi bara að detta af himnum ofan eða eigi bara að vera gefins eins og t.d. dömubindi, stöðumælasektir og ríkissjónvarpið.
3. Ég elska góða þvottalykt af fötum, svo yfir börnunum mínum hangir oft eins og mýkingarefnaský fyrir ofan þau þar af leiðandi er ég með eiturefnaútbreiðslu á samviskunni.
4. Ég hef meiri áhuga á knattspyrnu en maðurinn minn og hef grátbeðið hann að taka inn enska boltann. Það er hann sem ryksugar fyrir framan sjónvarpið þegar ég reyni að horfa á leiki.
5. Ég klippi aldrei á mér táneglurnar inná baði.


Ég fór einu sinni á frábæran Indverskan veitingastað og í æsingi mínum gleypti ég gaffalinn, þessi mynd var einmitt tekin þegar leysa var verið úr þeim málum.

6 Comments:

  • Nákvæmlega!!! Það er óþolandi að eyða pening í lífsnauðsynlegar nauðsynjar. Verst af öllu þykir mér að leggja út pening í bílinn. Þoli ekki að eyða í bensín, smurningu, eða viðgerð... Algjörir blóðpeningar...:) kv.ragnajenny

    By Anonymous Anonymous, at 3:16 PM  

  • já þetta með að eyða í bíllinn.. ég held það hafi verið ágústa dröfn sem benti mér á að hvað kostaði að fylla bensíntank í fataverði séð. semsagt fyrir að fylla hann einu sinni væri hægt að kaupa sér flottan bol.

    ég fékk algjört sjokk enda þá fátækur námsmaður og hafði ekki efni á að splæsa á mig nýjum fötum upp úr þurru en aldrei var mál að setja bensín á tankinn.

    og þetta með táneglurnar inná baði, íhíhí, svo fyndið, kannast alveg við það.

    By Blogger -(..)-, at 5:47 PM  

  • Já Berglind hvar klippir þú táneglurnar??? Og þú sem prumpar ekki einu sinni undir sænginni????????? :) kv.ragnajenny

    By Anonymous Anonymous, at 7:07 PM  

  • JÁ!!! Við bíðum spennt eftir upplýsingum um tánaglasnyrtinguna hjá þér :)
    Annars verð ég líka að taka undir með peninga og þessar nauðsynjavörur - ekkert smá fúlt - þetta var mesta sjokkið við að flytja að heiman, þ.e. að fatta hvað það er dýrt að kaupa wc-pappír, dömubindi, þvottaefni og mýkingarefni! Svo ekki sé talað um þegar það vantar þetta allt í einu! Kv. Beta

    By Anonymous Anonymous, at 11:23 AM  

  • og p.s. NOJDS mér fannst þú ekki svona ómerkileg! Hefði kannski átt að taka það fram að mér fannst þú bara svoooo líkleg til að koma með einhverja skemmtilega punkta :)

    By Anonymous Anonymous, at 11:25 AM  

  • Já ég skal ljóstra upp því leyndarmáli hér og nú að ég klippi oftast á mér táneglurnar sitjandi á gólfinu fyrir framan sjónvarpið, bjó einmitt til sjöttu tána á hægra fæti eitt sinn þegar ég var aðeins of dolfallinn yfir Doktor Phil, ég semsagt klippi þær ekki uppí rúmi eða við eldhúsborðið ef þið voruð að vonast eftir einhverju krassandi, OG JÁ ÉG FER MEÐ LÍKIN Í RUSLIÐ !!!

    By Blogger Bella Blogg, at 3:37 AM  

Post a Comment

<< Home