What a Wonderful world

Thursday, November 24, 2005

Til hamingju kokkalandslið Íslands !!!!!



Íslenska kokkalandsliðið lauk keppni í gær í Sviss, þar sem tíu bestu þjóðum heims var boðið að keppa. Þau stóðu sig frábærlega eins og alltaf og eins og íslendingum sæmir var allt lagt í keppnina, blóð , sviti og tár.
Þegar ég ræddi við kallinn minn í gær voru þau búin að vera vakandi í 36 tíma, gjörsamlega örmagna á líkama og sál, þar sem ekki var hægt að gefa sér tíma í að hvílast. Þau fengu silfur fyrir heita og kalda matinn, það þýðir þó ekki annað sæti, þar sem fleiri geta fengið silfur, en frábær árangur og sá besti til þessa.
Sökum smægðar þjóðar okkar og oft þá skort á fjármagni í svona keppnir þurfa meðlimir íslenskra landsliða oft sjálfir að fjármagna svona keppnir með fjáröflunum og styrktaraðilum Ein af þeim leiðum má nefna bókina landsliðsréttir Hagkaupa, glæsileg bók sem mikil vinna liggur að baki. Þó landsliðið hafi aldrei haft meiri meðbyr og nú í styrkjum kemst það ekki nálægt því hvað aðrar þjóðir hafa með sér í svona keppni. Aðrar þjóðir hafa oft kokka sína á fullum launum, eru með markaðsstjóra, kynningarstjóra og jafnvel sálfræðing fyrir liðið á meðan lið eins og íslendingarnir gera allt sjálfir, þar á meðal búa til matseðlabók, þýða hana á ensku, allt skipulag sem er heilmikið, sem m.a. felur í sér að útvega ljósamenn og þema-skraut fyrir borðið, áhöld og allt sem fylgir, í sínum eigin frítíma eftir að þeir koma heim úr vinnu á kvöldin. Svo þetta snýst ekki "bara" um að elda góðan mat. Ég held að ef þeir hefðu kost á því að gera eins og hin liðin, að einbeita sér engöngu að matnum og eyða öllum sínum kröftum í hann kæmust hin liðin ekki með tærnar þar sem þeir hafa hælana. Því að þó þau séu sjálfir sínir þjálfarar, markaðsstjórar, kynningarstjórar, sálfræðingar, þýðendur, blómaskreytingamenn og allt annað eru þeir í fremstu röð fyrir ótrúlega færni, endalausar fórnir, gífulegan metnað, stolt og hungur í að vera meðal þeirra bestu.

sjá umfjöllun og myndir á:
http://www.chef.is

Wednesday, November 23, 2005

Ein og yfirgefin eða frjáls?



Ég veit ekkert hvernig eða hvað ég á að gera. Börnin mín fóru með afa og ömmu til eyja og Siggi er í Sviss. Hver er ég og afhverju er ég ekki sjálfri mér nóg? Ég er búin að klippa á mér táneglurnar og plokka augabrúnirnar. Ég svaf ein í KING size rúmi og vaknaði tvisvar í nótt af tómleika, með þrjár sængur og sex kodda. Gat ekki sofið lengur en venjulega þó ég hafði tíma til þess og málaði mig fyrir framan baðspegilinn en ekki baksýnisspegilinn í bílnum. Skrítið að hafa bara sjálfan sig að hugsa um, ég hélt það yrði aðeins meira frelsandi og minna einmannaþrungið. Ég var búin að sjá mig fyrir mér eins og gellurnar í “Sex and the city” þáttunum ....dunda mér í freyðibaði með kerti og hvítvínsglas, kanski kemur það á öðrum eða þriðja degi. Það sveiflast um í mér allskonar tilfinningar, ég finn “verndarkvíðann” mjög sterkt og stingandi söknuð enn finnst samt ég eiga það skilið að vera aðeins bara ég, vegna þess að ég greinilega hef þurft á því að halda, því ég veit bara ekki hvað ég á við mig að gera. Er ég í fleirtölu? Er ég orðin ein manneskja + tvö börn sem kann ekki að hugsa sjálfstætt? Ég fór hlaupandi um matvöruverslunina í gær eins og ég væri með tvö óþreygjufull börn á eftir mér, náði svo að stöðva mig og gaf mér tíma til að velja nýtt krydd og labbaði ótrúlega rólega í gegnum hreinlætisganginn...... eins og gagnrýnandi á listasafni. Lyfti upp vörum og las aftaná þær innihaldið eins og Gillian í “You are what you eat”. Ég tók svo til þegar ég koma heim og mér finnst ótrúlegt til þess að hugsa að það verði ennþá þannig þegar ég kem heim í dag og jafnvel næstu daga. Ég ætla í ljós í dag, vax, búðahangs og jafnvel í bíó í kvöld (ef ég get dregið einhverja af þreyttu húsmæðravinkonum mínum með) svo endar maður líklega með að lesa Bridget Jones með grænan maska í andlitinu og hvítvínsglas, hver veit nema maður byrji bara að reykja eða fái sér tattú á rasskinnina, eitt er víst ég er ekki að fara að baka smákökur.
Hefur einhver lennt í þessu ?

Tuesday, November 15, 2005

"Tæm flæs" (Tíminn flýgur)

Á sama tíma og ég var að skoða mynd af Clöru sem tekin var á leikskólanum sendi Unnur systir mér mynd af henni frá því hún vara bara smá dúlla. Úff ég fékk bara smá sjokk yfir því hvað þessi yndislegu börn mín stækka fljótt og hvað tíminn líður hratt. Ég fékk móðurslegt samviskubit og verndarkvíða (orð sem ég vara að finna upp og er dregið af þeirri tilfinningu sem við mæður finnum annað kastið þegar við erum ekki vissar um að við séum að gefa börnunum okkar nóg). Ég tók þá ákvörðun að sleppa sjónvarpinu í gær og við brettum upp ermar og gerðum stóra klessu af trölladeigi sem tók svo á sig margar myndir jólaskrauts (af grófari gerðinni) ennnnn.. hvað það var gaman og gefandi. Ég hvet ykkur til að eyða einu kvöldi í þetta.... (CSI mun verða sýnt aftur)

Jólaskraut úr trölladegi
1 bolli salt
2 bolar hveiti
1 bolli vatn
Blandið saman salti og hveiti og blandið svo vatninu saman við smátt og smátt. Hnoðið vel þar til það er þétt í sér, u.þ.b. 5-10 mín.
Fletjið degið út og stingið út myndir með smáköku mótum, notið tannstöngul eða prjón til að gera gat efst á hverja köku til að hengja upp. Bakið á vægum hita í u.þ.b. 30 mín. Eða þar til þær eru harðar. Þegar kökurnar eru orðnar kaldar má skreita þær með þekjulitum eða glimmeri. Varist að kökurnar blotni. Ef þú átt til lakksprey t.d. fyrir keramik er gott að spreyja þær nú. Þræðið að lokum borða í gatið og skrautið er tilbúið til að hengjast upp á jólatréð. (Jólasíða Systu)

Litla Clara


Stóra Clara

Thursday, November 10, 2005

Indverskt Yoga

Írskt Yoga

Wednesday, November 09, 2005

Erfiður dagur..



Það byrjaði þannig að ég fékk ekki stæði fyrir utan vinnuna...þurfti að troða mér..



.. svo var svo leiðinlegt og lítið að gera í vinnunni að ég lét mig hverfa...



...Þgear ég ætla að spóla af stað þá er ekkert bensín á bílnum (mér finnst ég ALLTAF vera að taka bensín)



... af því bensínið var svo dýrt og ég gat ekki borgað , sendi olíu -kúrekinn öll nautin á mig...



...ég var svo þreytt þegar ég kom heim að ég hengdi bara börnin út á snúru



Við erum öll vinir samt sko !!

Tuesday, November 08, 2005

Litla yndislega frænka mín

Þetta er hún litla frænka mín sem kemur ekki í heiminn fyrr en í enda febrúar. Hún er bara 25 vikna í móðurkviði(Hildar systir). Með nútímatækni, þrívíddar sónar er hægt að sjá þessa litlu prinsessu svona ótrúlega vel. Það er næstum hægt að sjá hverjum hún er lík ;) Vá hvað við hlökkum til að sjá hana og knúsa hana í Febrúar.

Friday, November 04, 2005

FRUMLEGAR skreytingar



Nú þegar þið farið að huga að skreytingum fyrir hátíðarnar vil ég hvetja ykkur til þess að vera svolítið frumleg. Það eru allir löngu orðnir hundleiðir á þurru greni, könglum og englahári. Stundum þarf ekki annað en málingu og flotta líkamsparta til að lífga uppá skammdegið.

Neighbours, everybody needs good neighbours....


Þegar við fjölskyldan bjuggum á Bahamas bjuggum við í þriggja íbúða húsi, við hliðiná okkur bjó vinur okkar Greg sem við höfum verið í nokkru sambandi við síðan við fluttum. Nú er verið að taka myndirnar Pirates of the Caribbean II og III þarna úti og viti menn, er hann ekki bara án gríns nýr “captain” í þessu brjálaða ævintýri. Hann sendi okkur mynd af sér við tökur. Ég veit að ég bulla oft á þessu bloggi en þetta er dauðans alvara. Ég þekki kvikmyndastjörnu !!!!
Ripleys belive it or not, my ass…

Wednesday, November 02, 2005

framhald....


Annað sem kom fram í Kastljósi í gær varðandi kynferðisofbeldi, sem er alveg hreint ótrúlegt var að barnaníðingar virðast ekki þurfa að gefa skýrslu fyrr en þeir hafa heyrt sögu barnsins af því sem gerðist, hversu heimskur þarftu að vera til að átta þig ekki á því að það sé gerandanum í hag, svo hann getur þá bara spunnið sína lygasögu í samræma við það sem barnið hefur sagt. Hverslags réttlæti er þetta sem við erum að bjóða börnunum okkar, ég segi OKKAR því þó að við séum ekki foreldrar þessara barna þá berum við sameiginlega ábyrgð sem fullorðið fólk á því að samfélag okkar komi í veg fyrir að svona menn gangi lausir og skaði börn sem geta enga vörn sér veitt.
Það kom einnig fram að þó svo að tilkynningar hafi aukist um helming þ.a.s þeim málum er fara í skoðun hjá barnahúsi á síðustu árum þá eru sakfellingar jafn margar, bara einföld tölfræði segir að þarna sé eitthvað skrítið í gangi og það kom berlega fram í þessum þætti. Ég verð bara að segja það að ég skammast mín að heyra þetta, ég vissi ekki að svona mikið óréttlæti væri að finna á Íslandi árið 2005. Ég hélt að svona hlutir væru ekki til , að þeir tilheyrðu frekar frá þeim tíma er svertingjar fengu ekki að sitja í strætó eða á þeim tíma er systurnar í Hafnarfirði urðu fyrir sínu hræðilega ofbeldi sem engin virtist geta komið þeim útúr.
Ef maður hugsar til þeirra skatta sem maður borgar og hvað er svo gert við þá peninga er mjög einfalt að leggja fyrir þá spurningu; Hvað finnst þér mikilvægast af öllu, ég efa það ekki að lang flestir mundu svara ; Öryggi barna minna, því þau er án efa það dýrðmætasta sem við "eigum".
Afhverju tímum við þá ekki að eyða peningum í að borga fólkinu sem vill börnunum okkar vel mannsæmandi laun og eyða peningum í að útrýma svona óréttlæti? þ.a.s ef það kostar einhverja peninga ef að þetta snýst bara ekki um réttlæti sem við getum ekki veitt börnunum okkar sökum fávisku, af því okkur finnst það óþæginlegt, vorkennum gerandanum eða af því okkur finnst annara mál ekki koma okkur við. Eins og ofbeldi sé bara einkamál innan fjölskyldunnar. Ekki fyrir löngu síðan var það talið minna afbrot að misnota barnið sitt en barn annara og því minni refsing. "það er allt í lagi ef þú misnotar aðeins þitt barn en ekki barnið hennar Siggu og Jóns" eða "það er meira í lagi að þú nauðgir konunni þinni en ráðist á ókunnuga konu út í bæ" hversu brenglað er það? Á maðurinn konuna eða barnið, nógu mikið í okkar huga til þess að við getum ekki veitt konunni eða barninu FULLT réttlæti. Er eitthvað af þessum viðhorfum ennþá lifandi?
Ég veit að það er gott fólk hér á Íslandi sem hefur barist og barist áfram, en þeim greinilega vantar meðbyr og ég vona að ´Kastljósið lýsi upp hvert einasta skítkorn, allt það sem þarf að laga svo eitthvað fari að gerast í þessum málum svo að við getum verið viss um að börn þessa lands fái það sem þau eiga skilið, að börn sem standa andspænis gerandanum fái að standa að minnsta kosti jafnfætis, annars erum við að leyfa ofbeldinu að halda áfram, annars erum við ekkert annað en meðsek.

Ef þið sáuð ekki Þáttinn þá er hann hér, viðtal við Braga Guðbrandsson
http://www.ruv.is/kastljos

Tuesday, November 01, 2005

Nefndir eru frystingartæki nútímans !!!



Alveg getur það drepið mig hversu hrokafullt þetta samfélag okkar virðist vera. Að fólkið sem hugsar um börnin okkar og gamla fólkið skuli vera með SKÍTA-laun á meðan samfélagið getur eytt peningunum í ýmislegt annað. Ráðamenn sem eiga að vera vinna í þessum málum eru alltaf eins og niðurgangur á skjánum þegar kemur að því að sjónvarpsspyrlar svifta hulunni af illalyktandi málum sem hafa myglað undir gleymdum pappírum ofaní læstum skúffum einhversstaðar. Það eina sem þetta samfélag virðist gera er að skipa í nefndir, vinnuhópa og málþing sem hittast greinilega of sjaldan og koma með sömu niðurstöður og allir aðrir gátu sagt þeim fyrir lifandis löngu síðan, en á meðan hefur gott fólk einfaldlega gefist upp á því að vinna fyrir þessa skiptimynt eða eins og einn nefndi í sjónvarpinu í gær þá deyr þetta gamla fólk einfaldlega áður en við sinnum því, við gætum alveg eins haft bara útrýmingarbúðir, svo afskiptalaus er þjóðin gagnvart þessu fólki, þessu gamla fólki sem með dugnaði sínum kom okkur á þennan stað. Þetta er þakklætið !!!
Ég skil vel að það þarf að kanna mál og skoða en “over my dead body”, það fer svo mikill tími í þessar nefndir og eilífar kannanir Á endanum er enginn munur á kúk og skít. Léleg laun er léleg laun og of fáliðað starfsfólk er of fáliðað starfsfólk, það þarf engar heilaskurðlækningar í það, eða endalausa fundi til að skiptast á kaffiservéttum.
Kastljós á hrós skilið fyrir sína umfjöllun er varðar gamla fólkið, kynferðisofbeldi, launamisrétti og fleira sem virðist hafa komið af stað smá skriðum í samfélaginu, því það er það sem þarf, að halda þessu gangandi , ekki bara koma með smá tal í einum þætti og svo henda því ofaní sömu skúffuna.
Hafnarfjarðarbær ákvað í kjölfar umfjöllunnar um kynferðisofbeldi, þar sem Thelma Ásdísardóttir og systur hennar komu fram að skoða sín mál varðandi tilkynningar til barnaverndar og hvernig þessi mál eru afgreidd, ferlið osfrv. Ég efa það ekki að eitt erfiðasta starf sem nokkur getur unnið sé að vinna hjá barnavernd, og bara af minni reynslu við að tilkynna lögreglu og barnavernd um barn sem ég hafði virkilega áhyggjur af sýndi mér að ferlið sem slíkt er ekki að vinna næginlega vel. Lögreglan tilkynnti ekki barnavernd um að hún hafi verið kölluð í hús vegna þessa barns sem mér finnst alveg hreint ótrúlegt og greinilega óljóst ferli þar á ferð.
Það virðist vera svo að nóg sé af góðu fólki, sem er tilbúið að fórna sér og jafnvel farið að vinna sörf sem tvær til þrjár manneskjur eiga að vinna.
Á okkar ríka samfélag, þar sem stjórnendur banka geta með nokkrum millifærslum og tilfæringum stungið milljörðum í vasann ekki peninga til að stuðla að grunn mannréttindum barna okkar og gamalmenna? Einföld spurning, vill einhver setja það í nefnd?