What a Wonderful world

Wednesday, January 24, 2007

LOST AND FOUND


Lost and Found

Ung kona í hafnarfirði týndi mittinu sínu einvherntíman á undanförnum mánuðum, Finnandi vinsamlegast beðin um að koma með mittið í síðasta lagi 3. mars.

Heilsuátak nr 4.867 er hafið !
og ekki orð um það meir...

Tuesday, January 23, 2007

Þvílík SNILLD !!!!!!!!!!!!!!!!!


Þessi maður er með Stærsta íþróttahjarta sem ég hef séð !!!!!!!!!!!!

Thursday, January 18, 2007

Til hamingju Kristrún Ósk




Kristrún Ósk (dóttir Unnar systir) var kosin íþróttamaður æskunnar í eyjum 2006, til hamngju stelpa, átt þetta sannarlega skilið !!!

Tuesday, January 16, 2007

http://www.freisting.is

Friday, January 12, 2007

Elsku Clara mín 5 ára í dag !






Elsku Clara mín er 5 ára í dag !
Þessi yndislega kellingamús er "loks" orðin 5 ára ! ég hef mismælt mig í hálft ár og sagt hana vera orðin 5 ára, ég held að það sé af því að hún er alltaf svo fullorðinsleg. Heimtar skólabækur eins og bróðir sinn og situr svo með honum að læra, skrifa stafi og "lesa" sögur.

Friday, January 05, 2007

Gegn Álveri í Straumsvík

Það raðast inn hjá manni gjafirnar frá Alcan þessa dagana, Dvd diskar, dagatöl, boð á leiki og tónleika. Hvað er það annað en tilraun til kaupa á atkvæði ??

Alcan þið megið sækja draslið ykkar aftur því ég kýs gegn stækkun álversins og vonandi verður það til þess að þið farið með þetta drasl eitthvað annað. Svona monster eiga ekki heima nálægt íbúðabyggð og helst bara alls ekki á okkar fallega landi,, bless.. bless...

Tíu rök gegn stækkun álversins í Straumsvík 28. desember 2006 Eftirfarandi listi yfir rök gegn stækkun álversins í Straumsvík var afhentur fulltrúum Alcan í dag. Listinn er málefnalegt innlegg Sólar í Straumi inn í umræðuna um stækkun álversins.

1. Loftmengun
Frábær árangur í baráttunni við loftmengun í Straumsvík síðustu 20 árin verður að engu við stækkun.
2. Sjónmengun
Lóðin eftir stækkun verður jafn breið og hún er löng í dag. Línumannvikri vegna stækkunar á útivistarsvæði Hafnfirðinga og í nágrenni við íbúabyggð eru óásættanleg
3. Mengunarsvæði
Byggingarland okkar Hafnfirðinga er takmarkað. Í framtíðinni þurfum við að fá Straumsvíkursvæðið og 10 ferkílómetra mengunarsvæði álverkssmiðjunnar undir blandaða íbúðabyggð, iðnað, verslun og þjónustu. Með því að stækka álbræðsluna núna eyðileggjum við framtíðartækifæri okkar.
4. Samfélagsmál
Við erum ekki lengur fátækur útgerðarbær, við búum ekki við atvinnuleysi, við eigum ekki ótakmarkað land og við reiknum ekki með að börnin okkar vilji vinna í álbræðslu. Við erfum ekki landið frá foreldrum okkar, við fáum það að láni hjá börnunum okkar
5. Fjármál
Allt byggt land í Hafnarfirði í dag er 12 ferkílómetrar. Við stækkun skuldbindum við 10 ferkílómetra byggingarlands undir mengunarsvæði um ókomna framtíð. Í stækkunarhugmyndunum er ekki gert ráð fyrir krónu til okkar Hafnfirðinga fyrir þessa fórn. Óljós loforð um greiðslur fyrir fasteignagjöld og hafnarnotkun koma ekki í staðin fyrir hana.
6. Atvinnumál
Stækkun álbræðslunnar hefur engin úrslitaáhrif fyrir atvinnulíf í Hafnarfirði. Í dag vinna 230 Hafnfirðingar hjá álverkssmiðjunni . Í Hafnarfirði hefur störfum fjölgað undanfarin 7 ár um 240 störf á ári án þess að álbræðslan í Straumsvík hafi stækkað.
7. Virkjunarmál
Stækkun kallar á virkjun neðri hluta Þjórsár og hefur óafturkræfar afleiðingar fyrir náttúru Íslands.
8. Byggðaþróun
Innan fárra ára verður Straumsvíkursvæðið eitt það verðmætasta á höfuðborgarsvæðinu með tilliti til staðsetningar. Nágrenni við höfuðborgina og nágrenni við alþjóðaflugvöllinn gerir þetta landssvæði eftirsóknarvert fyrir hátækni- og sprotafyrirtæki. Mengunarsvæðið takmarkar eðlilega byggðaþróun í Hafnarfirði.
9. Ábati fyrir íslenskt samfélag
"Jafnvel þó að Íslendingar kæmust í hóp stærstu álframleiðenda heims og myndu virkja alla hagkvæmustu virkjunarkosti landsins, myndi arðsemi þess og hagur fyrir íslenskt samfélag aldrei verða meiri en sem nemur framlagi eins öflugs útrásarfyrirtækis" (Ágúst Guðmundsson, Bakkavör, febrúar 2006).
10. Loftslagsbreytingar
Í starfsleyfinu er engin takmörkun á útblæstri gróðurhúsaloftegunda sem valda loftlagsbreytingum sem eru alvarlegasta umhverfisvandamál í heiminum í dag
Sól í Straumi http://www.solistraumi.org/
þverpólitísk samtök sem hafna stækkun álverkssmiðjunnar í Straumsvík 28. desember 2006

Wednesday, January 03, 2007

Nýja árið hefst með látum



Nýja árið hefst með látum, að kvöldi 2, janúar missti Sigmar fyrstu tönnina. Tönnin var orðin ansi laus þegar pabbi fékk aðeins að skipta sér af og úpps, ..þá datt hún og Sigmar hefur þroskast um heilt ár, enda er hann alveg að verða 7 ára. Tannálfurinn kom að sjálfsögðu í nótt og greiddi heilar 500 krónur fyrir þessa flottu tönn :)