What a Wonderful world

Sunday, October 14, 2007

Púkó pæju mamman ég



Þó maður reyni að fela það fyrir sjálfum sér að maður sé ekki títján eða rétt rúmlega nítján. Þá verður það erfiðara sem börnin verða stærri. Sigmar notar nú sömu stærð af skóm og ég og mér finnst það frekar“scary”. Ég og börnin vorum að renna úr hlaðinu í gær þegar ég mundi eftir því að veskið var inni með öllu snyrtidraslinu og ég sagðist verða að sækja það, syninum fannst það alger óþarfi “mamma ertu að reyna að vera einhver pæja” .. Já sagði mömmu pæjan og snéri uppá sig frekar vonsvikin með commentið.
Ég veit það samt vel þegar ég rugla saman Spiderman og Batman, þá er ég alveg glötuð og fæ flashback á álíka aðstæður með mínum foreldrum þegar þau héldu að Michael Jackson og Prinse væri sami maðurinn, vá hvað mér fannst þau gömul. Eins um daginn þegar börnin voru að rella um að taka mynd og ég sagði þeim að horfa bara á myndina með Gosa sem var svo reyndar Pétur Pan, þá alveg rann það upp fyrir mér að ég væri að detta inní púkó mömmu skeiðið. Svo þegar ég er að knúsa og kyssa Clöru á almannafæri fæ ég frasann frá henni “mamma ertu að grínast í mér eða…”
Þegar maður kemur þreyttur heim úr vinnu , búinn að þröngva sér í gegnum bónus og setja í eina þvottavél og finnst maður eiga það skilið að lesa aðeins blaðið kemur sú stutta "mamma er meira áriðandi að lesa blöðin en leika við dóttur sína eða "... Hvað segir maður þá ?
Sigmar er svo að æfa karatespörkin eftir göngunum allsstaðar þessa dagana og gáði ekki alveg radíusinn í gær þannig að púkó pæju mamman fékk bara í eitt gott spark í sköflunginn og lá eins og stunginn grís, vælandi og haldandi um fótinn, vá hvaða litli strákurinn minn er orðinn sterkur.... mamman haltrar enn. Clara fer um allt í handahlaupum svo það má segja að maður þarf að hafa sig allan við að verða ekki fyrir alskonar fótum og handleggjum sem sveiflast um heimilið. Ég veit ekki hvort ég hafi bara haldið að þessir fætur og handleggir yrðu bara áfram alltaf litlir eða hvað... Svo líka hef ég fundið fyrir því að við þurfum stærri íbúð með svona “fullorðnari” börn, það er alveg ótrúlegt en satt að það fer meira fyrir þeim á alla kanta, nema þegar þau sofa, sem betur fer þarf maður ekkert að vakna með svona stórum börnum enda held ég að púkó pæju mömmur þurfi allan sinn svefn til að halda hrukkunum frá.

Thursday, October 04, 2007





Ljós í myrkri, langt og mjótt

markar upphafið hjá þér.

Allt einu ertu kominn

inn í heiminn, lítill dofinn,

dregur andann hið fyrsta sinn.



Þú ert vorið, vindur hlýr

vekur hjá mér nýja kennd.

Og ég græt í gleði minni,

þú gefur mér með návist þinni

svo miklu meira en trúði ég.



Líf - ljómi þinn er skínandi skær.

Líf - augu þín svo saklaus og tær.

Fegurra en nokkuð annað

áhrifin ótvíræð:

Ég svíf

því ég á

þetta líf



Óskadraumur - ásýnd þín,

ekkert jafnast á við það.

Þó mig þúsund drauma dreymi

þessa stund ég alltaf geymi

í mínu sinni ókomin ár.


Líf...

Elsku Litli drengurinn þeirra Hildar systur og Jespers kom í heiminn í gær á 34. viku meðgöngu og var7 merkur og 43 cm. Rosa duglegur og yndislegur.
Hlakka SVO til að knúsa hann og kyssa ;)


Tuesday, October 02, 2007

Uppskriftir

Uppskriftir og fleiri hollusturáð í commentum hér í póstinum að neðan !!!