Ljós í myrkri, langt og mjótt
markar upphafið hjá þér.
Allt einu ertu kominn
inn í heiminn, lítill dofinn,
dregur andann hið fyrsta sinn.
Þú ert vorið, vindur hlýr
vekur hjá mér nýja kennd.
Og ég græt í gleði minni,
þú gefur mér með návist þinni
svo miklu meira en trúði ég.
Líf - ljómi þinn er skínandi skær.
Líf - augu þín svo saklaus og tær.
Fegurra en nokkuð annað
áhrifin ótvíræð:
Ég svíf
því ég á
þetta líf
Óskadraumur - ásýnd þín,
ekkert jafnast á við það.
Þó mig þúsund drauma dreymi
þessa stund ég alltaf geymi
í mínu sinni ókomin ár.
Líf...
Elsku Litli drengurinn þeirra Hildar systur og Jespers kom í heiminn í gær á 34. viku meðgöngu og var7 merkur og 43 cm. Rosa duglegur og yndislegur.
Hlakka SVO til að knúsa hann og kyssa ;)
6 Comments:
Innilega til hamingju með litla frænda.. Hann lítur ekkert smá vel út. Algjör dúlla.. Skilaðu kærri kveðju til Hildar..
By Anonymous, at 10:37 AM
Tek undir með Rögnu Jenný að hann lítur ofsalega vel út og ekki að sjá á myndunum að hann sé fæddur svona löngu fyrir tímann.
Enn og aftur til hamingju með litla frænda. Vona að allt sé í góðu gengi.
By Anonymous, at 4:04 AM
Yndislegur alveg hreint og frábært að heyra hversu vel gengur. Þú skilar kveðju til þeirra.
Jórunn
By Anonymous, at 4:34 AM
Innilega til hamingju, bið að heilsa þeim og gott að gengur allt vel með litla prinsinn.
By Anonymous, at 7:42 AM
Gleymdi víst að kvitta fyrir kommentið
kveðja Gyða
By Anonymous, at 7:43 AM
Hae Berglind.
Mikid rosalega er skemmtilegt bloggid hjá thér. Sit hérna (ein og yfirgefin í útlöndum)á bjórlausu laugardagskvöldi og skellihlae. Bid ad heilsa öllum og sérstaklega Hildi med hamingjuóskum.
Bestu kvedjur
Anna Vigsteinsdottir
By Anonymous, at 3:02 PM
Post a Comment
<< Home