What a Wonderful world

Tuesday, April 25, 2006

Beauty is pain when you look like a freak


Það virðist ekki boðlegt að eldast í hollywood og víðar um heiminn gengur sú andlega flensa að strik og línur séu verk djöfulsins eða það mætti halda það allavega. Við þessu eru desperate leiðir og ráð sem falla undir fegrunaraðgerðir. Fyrir mína parta þá finnst mér allt í lagi að láta choppa sig aðeins upp og taka saman, en eins og í öllu er alltaf hægt að fara yfir strikið(hahh... aðeins of mikið yfir strikið í öllum meiningum þeirra orða). Hversu mikið má strekkja og toga ? Sumt fólk er eins og það sé með tjaldhæla í hnakkanum "for crying out loud".
Mér var örlítið brugðið þegar ég sá Kenny Rogers kántrí kóng í American Idol um daginn, ég hef aldrei velt því áður fyrir mér hvort Kenny kallinn væri af asískum uppruna en augun eins langt dregin aftur og þau voru "let me thinking" að bara kannski hann hafi verið ættleiddur frá víetnam. Eftir að hafa nýlega skoðað myndir af Mickey Rourke (9 1/2 vika stjörnunni) datt mér í hug hvort það gæti verið að það væri lekandi kjarnorkuver neðanjarðar þar sem vaskurinn hans sækir vatnið, því gaurinn er eins eins og hann sé að bráðna, það kæmi manni ekkert á óvart þó að handleggur færi að vaxa út úr andlitinu á honum, hann er svo stökkbreyttur eitthvað.
Nýlegasta áfallið var svo hin ljúfa Meg Ryan sem kom fram hjá Opruh, en hún hafði ekki komið í viðtal í 2 ár, skiljanlega ekki getað talað í 2 ár eftir strekkingu en manneskjan er eins og naggrís, þessi líka fallega kona, ekki með neina línu... en er þá betra að vera naggrís ??? Mér var stórbrugðið og fékk meira að segja svona "jakk" tilfinningu,,, bara "what"...hvað er hún að pæla.

Nú hætti ég að hneykslast á konum sem bera í andlitið á sér krem við gyllinæð, því eftir svona aðgerðir og þegar silikonið er komið óvarlega í varirnar er andlitið eins og versta gyllnæð.

Hér eru myndir af Meg ( að ofan), Mickey og fleirum uppá sitt besta, Meg virkar alveg ágæt á þessari mynd en ég reyndi mikið að finna mynd af henni hjá Opruh en gekk ekki.

"jæts....."


er hún alltaf svona hissa eða ?

"when the beauty became the beast"

Monday, April 24, 2006



Í framhaldi af síðasta pósti. Veðrið í Reykjavík í dag. I REST MY CASE!!

Friday, April 21, 2006

Gleðilegt sumar !!!

Sumarið er komið..... Íslenskt sumar.....
Eftir að hafa búið á sólarströnd í tvö ár höfum við hjónin ekkert verið að æsast í að kaupa okkur miða á sólarströnd og síðustu tvö sumur látið okkur nægja Los Akureyri og tekið Vestmanneyjar í stað Kanaríeyjar.
En nú erum við sjúk í að komast í sól og getum ekki beðið eftir að komast í heitara loftslag.
Maður verður þreyttur á að berjast um í sólbaði með bláar varir eða í dúnúlpu. Eða geta ekki haldið uppi samræðum í grillpartýi vegna þess að allur hópurinn er að berjast við að halda borðdúknum á borðinu, plast diskarnir fljúga í fangið á manni og það eina sem er við rétt hitastig er hvítvínið. Svo stefnan er tekin á heitan stað, hjónin ekki alveg á sama máli hvert skal haldið, en nefndir þurfa að fara að skila inn áliti því ferðina verður að sjálfsögðu að panta.
Er einhver með hugmynd ? að stað þar sem er heitt, fjölskylduvænt, ódýr gisting (við getum ekki tekið pakkaferðir af því við erum með flug ) og ódýrt að lifa, svona pleis sem maður labbar um og borðar bara þar sem manni hentar.....svo þarf að vera eitthvað happening því ég á virkann mann og börn.... please do help me ;)


það er komið sumar...dudu ru
sól í heiði skín,,,
vetur burtu farinn..
tilveran er fín....
darara rí rí dara,, da dí .. ra..ra
því að sumarið er komið enn á ný........

mynd; Frosti Gísla

Wednesday, April 19, 2006

allt og ekkert...


ég las hjá Betu einhversstaðar að það sé gott að bera ábyrgð á skrifum sínum og á hennar bloggi er hún með mynd af sér svona svo allir viti hver það er á bak við bloggið, ég er sammála henni, góður punktur og henti því fram þessari af mér hérna til hliðar. Ég tek það þó fram að Bella er klofinn persónuleiki og stundum er ég (Berglind Sigmarsdóttir) ekki alveg sammála Bellu í einu og öllu, einnig dregur Bella oft fram einkennilegar fjölskylduaðstæður sem ekki eiga sér stoðir í raunveruleika Berglindar, eins og t.d að eiginmaðurinn hennar búi í tjaldi í garðinum osfrv, en það er að sjálfsögðu lífsnauðsynlegt að eiga margar lífsmyndir og persónuleika svona við og við. Þannig getur maður flakkað á milli aðstæðna án þess að rjúka á dyr heima hjá sér yfir úldni tusku, þykjast vera í saumaklúbb til að hitta viðhald sem er einhver rola út í bæ sem önnur kelling hefur verið orðin þreytt á og kastað á dyr, guð forði okkur frá þannig vitleysu.
Talandi um framhjáhöld þá vann ég einu sinni á bar þar sem frægur söngvari var að spila og í hléinu kemur hann á kaffistofuna til að fá sér rettu, einhver gæra lafir í honum eins og notað jólaskraut og gaurinn er að reyna að hrista hana af sér án árangurs (enþessi gaur var í sambandi) , hljómsveitafélaginn kemur að og lætur gaurinn heyra það.. "hva á ekki að sinna gellunni" þá svaraði gaurinn:
"maður fær sér ekki pylsu ef maður á steik heima"
mér fannst þetta helv.. flott svar há honum, at the time

Over and out......
p.s ég er að læra photoshop svo myndin af mér hérna til hliðar getur bara bestnað...

Tuesday, April 18, 2006

from Vestmannaeyjar....

Ég er semsagt komin úr eyjum, lenti á Völlunum seinnipart í gær og rétt náði að bjarga blómunum mínum sem voru eins og söl í glugganum, gjörsamlega að drepast úr þurrki og leiðindum.
Ég er búin að vera eins og lufsa í eyjum, eins og ég sé búin að búa í einangrun frá tísku í 25 ár. Unnur systir kom að mér þrammandi upp Heiðarvegin í hvítum tréklossum af tengdó, þægindin voru í fyrirrúmi alla páskana og með bólu á kinninni sem setti punktinn yfir I-ið. Ég var bara svo fegin að komast úr borgarspennitreyjunni að ég gat ekki með nokkru móti verið sæmileg til fara hvað þá með blásið hárið. Það var yndislegt að koma til eyja og vera bara í bíl í örfár mín í einu. Börnin vildu ekki snúa aftur, Sigmar var búinn að útbúa leynistað með Gísla frænda sínum í bakvið steypustöðina í einhverju bátadrasli og Clara elskaði að heimsækja frænkur sínar allar og ræða málin við ömmu sína fyrir svefninn. Svo á ég svo margar vinkonur, góða foreldra, tengdaforeldra, systur, svilkonur, frænkur, frændur............................................................................

ooooooh.....

Blues hátíðin var líklega undirbúnings hátíð fyrir komandi þunglyndi vegna verðbólgunnar, íslenska þjóðin virðist vera að fara til andskotans samkvæmt útvarpinu og aldrei eins mög blues lög verða samin á einum mánuði eins og stefnir í, það er kanski kominn tími til að sætta sig við þessa tónlistarstefnu.... svo maður geti grátið almennilegha yfir reikningunum

The summer is comiiiiiiiing..... but there aint no suuuuuuuuunshine.....
because of the rising bills..... choking uuuuuuus.....with high intereeeeeests.......
duuuu duuu ru ru ru..........

Wednesday, April 12, 2006

Blues.....


Gærdagurinn var brutal, brjálað að gera í vinnunni og ég á asnalegustu háu hælum sem hafa verið framleiddir. Ég var á hlaupum um alla skrifstofu á þessum horror hælum , svo skökk að ég var í raun hlaupandi niður brattar brekkur allann daginn eins og þreytt gleðikona. Mig verkjaði svo í hælana sem höfðu reynt að halda sér uppi í þessu ofboði að þegar ég gekk út af skrifstofunni leið mér eins og grófasti sandpappír ever væri að tæta það sem eftir væri af þeim, meðan ég skreið út í bíl. Þvílíka fórnarlambið ég..
Maðurinn minn bauð mér og Kötu mágkonu á tónleika á Nordica , hvorki meira né minna en Blúshátíð. ..............
Ég sendi manninum sms “er ég blúsari ?”
og fékk til baka “kanski meiri djúsari”
en ákvað samt að skella mér, marr náttlega ekki með börnin svo ekki þurfti að redda pössun. Mér leið mest þannig að fara restina af deginum bara á hnúunum og gefa fótunum frí, skreppa niðrí Össur og fá auka sett.. en dróst einhvernvegin áfram og deyfði mestu þjáningarnar með hvítvínsglasi.
BLÚS –já.. Ef ég á að segja ykkur frá því , þá vil ég fyrst taka það fram að ég að gagnrýna blústónleika er eins og karlmaður að gagnrýna dömubindi- makes no sens at ALL !!
Þegar ég hóf leit að heilahólfinu merkt blús, kom ég algjörlega að tómri geymslu, í sama væng og hinar tómu geymslurnar merktar Algebru og Borðtennis.
En eftir 4 seríur af American Idol, 3 seriur af íslensku Idol, mörg eurovison partý og of mikið af söngvakeppnum framhaldsskólanna þá má segja að ég sé með masterinn í tónlistargagnrýni almúgans en það versta er að það bara kemur blús ekkert við.
Þarna voru mættir blúsarar Íslands sem margir hverjir höfðu ekki náð svefni í nokkrar vikur yfir því að þessi hátíð væri á næsta leiti, mest karlmenn í leðurvestum, með hatta. .............Það sem ég skildi þó ekki en er víst landlægur tregi er að fólk átti erfitt með að njóta sín. Eins og nafnið felur í sér er tónlist ... LIST og list kallar á tilfinningar.. nema hvað... þarna voru blús aðdáendur Íslands með landslið blúsara og enginn hreyfði legg né lið, fólk kinkaði ekki kolli.... nema Kata sem kunni vel að meta þessa list og ég meira að segja hreyfði mig með og svona leyfði mér að fíla listina. Fyrir flesta hina var eins og að aftaka færi fram á sviðinu, aðdáendurnir eins og stirðnuð lík, kanski var þetta bara aftaka The blues á Íslandi, ég veit það ekki en.. Að fara á svona viðburð og meðtaka ekki neitt þannig að á megi sjá er eins og að fara í nudd í lopapeysu er mín skoðun allavega..svo getur vel verið að allir hafi veriðað groovera listina skin deep.. og það sé hæfileiki sem ég þarf að þróa með mér.

Blús-lögin eru að meðaltali heldur löng fyrir minn smekk.. tilvalin til dagdrauma og hugsanaflutnings en það sem mér fannst jákvætt var hversu blústónlistin er mikið samspil allra hljómsveitarmeðlima, söngvarinn er ekki bara aðal atriðið, hinir meðlimirnir fá sitt ego flipp og hæfileikar þeirra fá sitt spotlight og söngvarinn bara má fara af sviðinu þessvegna.

..Kata reyndi að koma mér inní blús-menninguna og kastaði að mér nöfnum og ég verð að viðurkenna að þegar leið á kvöldið,, fannst mér þetta flottara og flottara enda voru bestu listamennirnir geymdir þar til síðast.

Niðurstaða gagnrýni Bellu;
The blues is only a cruse
When it’s the middle juice

(ísl þýðing án stæla; blús er skemmtilegur ef það er alvöru lið að spila, hitt er svæfandi þunglyndis gaul í stefnualausar áttir)

Tuesday, April 11, 2006

Til hamingju Freyja Jespersdóttir Borup



Hildur, Freyja og Jesper fyrir utan kikjuna þegar búið var að skíra Freyju á sunnudaginn

Monday, April 10, 2006

Páskar....páskar




Ég rakst á þessar gömlu páskamyndir frá Bahamas 2002 og varð að deila þeim með ykkur, þau eru svo mikil krútt.

Wednesday, April 05, 2006

Alltaf komum við að sama stöffinu...


Það er eitt sem er svo ofarlega í huga núna og mig langar að setja hérna niður. Í raun og veru kannski alltaf sama tuggan, eða öllu heldur sneið af sömu köku og ég hef talað um áður.
Það er oft talað um mikilvægi sjálfsímyndar og hversu nauðsynlegt það er að byggja hana upp. Orðið sjálfsímynd er eitthvað svo “þunnt” orð fyrir svo stóran hlut og flestir sem fara ekki svo djúpt í meiningu þess orðs, nema bara “það er gott að hafa góða sjálfsímynd”.
Í kringum mig eru góðir vinir mínir margir á nýjum vígstöðvum, að taka að sér ný verkefni, “presintera” sjálfan sig fyrir nýju fólki eða bara sama fólki en á nýjan hátt. Og til þeirra langar mig að segja þetta; mín trú er sú að það getur enginn selt sig öðrum dýrara en í raun honum finnst hann sjálfur vera virði. Þegar fólk er óöruggt þá er eins og margir ráðist á það, eins og sár sem að flugurnar hópast í, en ef þú ert öruggur(ur) og líður vel með þig er eins og brynja hlaðist utaná þig og niðurrif, skýst bara af. Brynjan meltir upplýsingarnar sem koma að manni og flokkar þær á skynsamari hátt. Gagnrýni er melt sem eitthvað sem hægt er að læra af, sem að öðrum kosti væri metin sem árás, eða ef um raunverulega ósanngjarna árás er að ræða þá er hún bara flokkuð sem drasl sem ekki er takandi mark á osfrv.
Þessi pistill er styrktur af konunni hans Dr . Phil

Myndir ;)





Vinkonur mínar Jórunn og Ragna Jenný tóku sig til og birtu á bloggsíðum sínum myndir sem ég gerði fyrir þær. Ég hef unnið myndir eftir pöntunum og má sjá þær á þessari síðu.
Myndirnar eru gerðar með olíupastellitum (olíu klessulitum) .

Monday, April 03, 2006


Við vorum að ganga inní matvörubúð, ég og börnin.
Gamall maður gengur hjá.
Clara bendir á mannin "mamma sjáðu þennan gamla mann, hann er svo gamall að hann er alvega að deyja"
.... og mig langaði til að hverfa..