What a Wonderful world

Friday, July 27, 2007

smá vandræði....


Í vikunni buðum við Gilla bróðir Sigga í mat til okkar sem er svo sem engin stórfrétt, en aniveis þá er lljósmyndari frá Mogganum allt í einu á leiðinni til okkar að taka mynd af einhverjum rétti sem er svo í Mogganum í dag, en það er ekki það sem ég ætlaði að segja frá. Allavega þá stekkur Gilli upp og bíðst til að fara með börnin út að veiða og eitthvað, Gilli einstaklega barngóður og alltaf til í eitthvað stuð með krökkunum og tilvaldið þar sem þá yrði næði fyrir myndatökuna. Eftir tvo tíma koma þau svo heim rjóð í kinnum og æst.. og Sigmar í miklum spenningi segist vera með nýja gæludýrið okkar...og ég næ ekki að melta hugmyndina fyrr en dýrið er komið inní stofu, og það er KRABBI., ekki neinn venjulegur krabbi,, heldur Kalli Krabbi. Hann virtist nú frekar meinlaus og óframfærin en var nú samt að reyna að streðast uppúr skálinni, en ekkert gékk. Svo bara byrjar Law and order og allar græjur, börnin að tannbursta, Gilli kveður og allir í góðum fíling. Hjónin uppí rúm og bara sofið vært, allir búinir að gleyma nýja gæludýrinu.....
Daginn eftir kemur mamman fram til að undirbúa morgunmat og man allt í einu eftir Kalla. Nema hvað Kalli er bara ekkert lengur í skálinni. Jebbs.. dýrið gengur laust......
Kalli plataði okkur öll, lék sig meinlausan og veikan krabba. En í skjóli nætur hefur hann svo stokkið uppúr skálinni og flúið á braut. Það versta er að hann hefur líklega ekki komist langt, ég hef allavega ekki vitað um marga krabba á langferðalögum, og því liggur hjá mér sá grunur að kvikindið sé enn innan veggja heimilisins og endar sem einhver þurrksreyting undir rúmi einhversstaðar. .. og einn daginn á ég eftir að reka augun í líkið þegar ég á síst von á. Great !!
Þetta hefur valdið mér svo mikilli streytu að ég hef ekki sofið síðan, nema þá dreymandi um krabba, lifandi sem dauða.
Hvað gerir maður ?
Kannski verðum við bara með sallat í næsta Mogga, með sólþurrkuðum krabba... Kalla krabba...

Tuesday, July 24, 2007

Crazy in the coconut !


Heyrðu,, ég fór að skoða blogg aftur í timann og sá þá að ég var ekki alveg með öllum mjalla þarna á Magna tímabilinu. Hvaða rugl var það? Það hefði nú verið í lagi að senda manni línu „get a life“ eða eitthvað álíka. Ég týndi mér alveg í hita leiksins. Reyndar svosem hætti ég að pæla í þessu þegar ég fékk nærbuxurnar mínar endursendar í pósti (mamma þetta er djók, þú þarft ekki að hringja). En þetta sýnir að maður getur augljóslega sleppt sér í ruglinu og enginn er hólpinn, allir geta dottið í það.
Lúkas er nú kominn heim greyjið og allir geta andað léttar, gaurinn skellti sér í útilegu og það var búið að „jarða“ hann áður en hann náði að koma sér heim. Það gerist allt svo hratt hérna,, my god. En þjóðin er nú líka með sólsting af hitabylgunni og skítasting af öllu ruslfæðinu, tveir fyrir einn á Mc donalds og málið er dautt.
En ég er að reyna að sýna fólki skilning, það er ýmislegt ruglið sem hægt er að detta í, svona fyrir utan Magna. Það er tildæmis til fólk sem lifir eins og það sé einhver Stjörnustríðs persóna, ráfar um daginn út og inn í búningum með grímur og sverð og gólar í gjallhorn „I am your father“.... Það er til fólk sem virkilega sat í makindum sínum og skrifaði bréf til Paris Hilton meðan hún var í fangelsissvítunni (og gleymdi öllum sem eru pintaðir í fangelsum og hefði kannski frekar átt að senda bréf til Amnesti), það er til fólk sem heillast að raðmorðingjum...sveiflar sér utan á fangelsum til að berjast fyrir frelsi þeirra(og gleymir gjörsamlega fórnarlömbum þessara manna sem jafnvel voru saklaus börn), það er til fólk sem safnar rusli..raðar upp úldnum mjólkurfernum og þurrkuðum appelsínuberki en á svo milljónir inná bankabók, hvað er það miðað við Magna mar....
Lærdómirinn af þessari sögu; Þú getur alltaf fundið einhvern sem er verr staddur en þú sjálfur,, þýðir það að þú sért OK ???
NOT ;)

Monday, July 23, 2007

back from death

Ég get svarið fyrir það... ég hef ekki komist inná síðuna mína all this time