What a Wonderful world

Monday, August 28, 2006

KOSNINGAVAKA

Jæja þá er þátturinn í kvöld !!! ALLIR að kjósa.
'eg minni á þáttinn á skjá einum milli 6 og 7 þar sem verður upphitun. Ef ykkur vantar einhverjar upplýsingar um hvernig á að kjósa osfrv þá eru þær á þessari síðu hér

Fullt af kaffi og góða skemmtun !!!!!!!!!!!!!!! jí haaaaaaaaaaaaaaaaa

Síminn minn er illa haldinn


Ef einhver þarna úti er að reyna að ná í mig í gsm og ég svara ekki, þá er það ekki af því mér er illa við ykkur heldur er síminn minn illa haldinn. Mun segja ykkur söguna af því seinna.

Brúðkaupsafmæli !




Já við Siggi áttum brúðkaupsafmæli í gær, ótrúlegt að það sé liðið heilt ár.
Vorum í bústað á laugardag, en ætlum út að borða í ´kvöld á Indian Mango, höfum heyrt gott af honum.

Sunday, August 27, 2006

og meira Magnað efni


EF þið viljið hlusta á Dolphins cry með Magna þá er það hér það er hægt að horfa á það aftur og aftur, bara geggjað

Og hér er Creep sem hann söng reyndar veikur

Og svo Starman sem mér finnst geððveikt flott hjá honum hér

Að lokum með Á móti sól hér

Á þriðjudag verður upphitun fyrir kosningavöku í þættinum; milli 6og7 á skjá einum, ekki missa af því.

Friday, August 25, 2006

Aðal íslenska Rock-star síðan

Hæ öll !! Kíkið á AÐAL íslensku Rock star síðuna með því að smella hér

ÞAÐ munaði bara NOKKRUM TUGA atkvæða að Magni SLIPPI við B3 þessa vikuna... svo allt kjaftæði um að við séum of fámenn þjóð og bla bla að við getum hvort eð er ekki haft nein áhrif er bara rugl.


Ertu Íslendingur? Ertu með internettengingu?

Málið er að nú er strákurinn "okkar" búin að vera 2 vikur í röð í einu af 3 neðstu sætunum þrátt fyrir frábæra frammistöðu, og það eru afar miklar líkur á því að verði hann þar 3ju vikuna sé þetta búið hjá honum. Við viljum öll hjálpa honum að komast lengra, helst í úrslitaþáttinn 13. sept. Til að minnka líkurnar á því að hann verði sendur heim í næstu viku, verða allir þeir sem finnst "alveg frábært hvað honum gengur vel" en hafa aldrei gefið honum atkvæði sitt, og með því hjálpað honum, að taka á sig rögg og kjósa hann. Atkvæðagreiðslan fer fram aðfaranótt miðvikudaga á milli klukkan 02 - 06 um morguninn. Næst verður kosið aðfaranótt 30. ágúst . Nú er ekki hægt að búast við að fólk almennt vaki alla nóttina til að kjósa hann, en þeir sem á annaðborð vakna um 7 leitið til að fara í vinnu eða skóla, gætu, án þess að leggja mikið á sig, vaknað aðeins fyrr í eitt skipti í vikunni, sest við tölvuna sína, á tæknilandinu Íslandi eru allflestir með tölvu og nettengingu, og kosið á http://rockstar.msn.com/ þar er hægt að kjósa eins oft og maður hefur úthald til og kostar ekki neitt. Sérðu í anda íþróttaáhugamenn, sem hefðu tækifæri til að hjálpa landsliðinu í handbolta t.d. sleppa þvílíku tækifæri til að hjálpa þeim áleiðis !!!!!!!!! Nú erum við Íslendingar vön að styðja heilshugar við bakið á okkar fólki sem er að gera það gott á alþjóðavettvangi - svo gott fólk - brettið upp ermar og hjálpið Magna til að komast í úrslitaþáttinn, nú ef það tekst ekki getum við ekki sagt að við höfum ekki reynt !!!!!!!!!!!! Með baráttukveðjum og Magni í úrslitin þann 13.september
Endilega sendið þetta áfram á póstlista ykkar.
Leiðbeiningar um hvernig á að kjósa: http://www.picturetrail.com/gallery/view?p=999&gid=12321387&uid=6350663
Ath. sumir hafa lent í vandræðum með að kjósa, stundum þarf að breyta tímasvæðinu í tölvunni eða “refresha” síðuna.

Wednesday, August 23, 2006

Sigmar í skóla



"Litli" gaurinn minn er að byrja í skóla.
Ótrúlegt hvað tíminn líður og ekki yngist maður við að tönglast á þessari setningu sem maður heyrði foreldra sína og ömmur og afa segja aftur og aftur... "mikið líður tíminn hratt".

Já Sigmar er að byrja í Hraunvallarskóla og ég er dauðskelkuð, algjörlega "terrefæd"

Mikið búið að pæla í útbúnaðnum, tösku, litum, fatnaði og öllum þeim pakka, úmbúðir hinnar óumflýjanlegu skólagöngu, sem by the way er engin skiptimynt. Kortið er brætt og vasarnir holir.

Ég fer ýkt af stað eins og oft áður, er að fara að baka með látum til að hafa í nestisboxið, hollar uppskriftir frá Sollu grænum kosti (þú þekkir mig á myndinni), veit ekki hvað ég endist í því ..sjáum til..

Það fer ekkert sérstaklega vel af stað programið, Bæði ég og Siggi höfum dregið greyjið barnið á ímyndaðar skólasetningar, hann á mánudag og ég í gær. Fylgjumst greinilega ekki alveg nógu vel með...hmm...

Clara: "og hvenær byrja ég svo í skóla eiginlega eftir 10 ár eða"

Tuesday, August 22, 2006

Nú er að duga eða drepast



Til halda Magna okkar frá bottom 3 er skilda að kjósa í nótt. Ég er þannig að ég verð alltaf að fara "snemma" að sofa eða ekki seinna en miðnætti, svo ég ætla að fara að sofa kl10-11 og láta klukkuna vekja mig til að staulast framúr og kjósa, liggja yfir tölvunni og skutla inn atkvæðum í akkorði.
Magni er víst búinn að vera veikur svo ...fleiri atkvæði..
Hver ætlar að vaka og kjósa? KOMA SVO !!!!!!!!!!!!!!!!!

Thursday, August 17, 2006

og aftur Rock star...



Lét mig hafa það að vaka í gær, sem betur fer. Magni lenti í bottom 3, meira kjaftæðið, ég fékk kvíðaæxli í magann sem óx eins og stjórnlaus kolkrabbi og teppaði súrefnisinntökuna þannig að ég blánaði í framan í sófanum.
Hann byrjaði rólega, ennþá í sjokki held ég að hafa lent þarna og tók sig svo á flug og gaf orðinu gæsahúð nýja merkingu, hann opnaðist og gaf allt, ekkert geymt eða sparað,
bara "hér hafiðið það þið sem hélduð að það væri safe að sleppa því að kjósa mig"

Ripp Rapp og Rupp sögðu hann hvergi farinn og hann skildi henda sér á rassinn með the other rockers.

Dilana var góð, en satt best að segja minnir þessi raspaða rödd á appelsínugult rasp, það er gott með einum rétti en ef maður ætti að borða allt með raspi, kjöt í raspi, fisk í raspi, ís með raspi þá verður það frekar "boring", heil plata með raspi marr úff... héldi það ekki út.

Ryan jafn LOST og áður, spurning um að láta CBS vita af gaurnum og fá honum hlutverk í þáttunum, hann mundi sóma sig vel alveg obbosslega LOST í þáttunum LOST nema hann gerðist einlægur og mundi semja lag "Lost in me" og syngja það fyrir Supernova þá á hann séns.

Patrice hangir inni, á hverju veit enginn, eina sem mér dettur í hug er að sultugerasamfélagið sé vanmetinn hópur innan Rokksins, kannski þaðan sem stórsveitin Pearl JAM er upprunnin.

STORM hún er BARA í góðu formi, hún hlýtur að drekka prótein drykki á meðan hinir eru í bjórnum, en hún fór hrikalega með lagið í gær og átti að vera í bottom 3 í staðin fyrir Magna.

Toby- Flott lag, náði ekki alveg taktinum en söng vel, fór aðeins yfir strikið þarna í partýinu, spurning um að halda coolinu eða hvað?

Lukas, á allt of mikið af aðdáendum sem elska muldrið í honum,
Eitt snilldar comment á rockstar síðunni þar sem fólk er að ræða það hvort Lukas eða Magni hafi sungið Creep betur:

"Magni's got the voice, Lukas has my eyeliner!"

Bara snilld !!!!!!!!

Wednesday, August 16, 2006

og meira af gluggum...

Ég var að tala við hana Susan vinkona mína í Tennesse og segja henni frá gardínumálunum þegar hún sagði mér frá sínum gluggamálum;
"Last year I replaced all the windows in my house with those expensive double pane energy-efficientkind. Then, this week I got a call from the contractor who installed them. He was complainingthat the work had been completed a whole year ago and I still hadn't paid for them.Now just because I'm blonde doesn't mean that I am automatically stupid. So, I told him just what his fast talking Sales guy had told me last year.... Namely, that in ONE YEAR these windows would pay for themselves! Helllooooo? It's been a year!There was only silence at the other end of the line, so I finally Just hung up. He didn't call back. Bet he felt dumb!

Susan , gerðu mér greiða.. ekki breytast !!!

Tuesday, August 15, 2006

hmmmm...



Íbúðin beint á móti okkur , hinum megin við bílastæðið er TIL SÖLU !!!

Skildi það hafa eitthvað með það að gera að við höfum ekki fengið okkur stofugardínur ennþá?
Voru þau búin að fá nóg af rassa-spékoppum okkar Sigga að striplast á klósettið morgna sem nætur??
Erum við "ugly naked people" eins og í Friends.
Hrekjum við fólk úr íbúðum sínum og lækkum fasteignaverðið í hverfinu.

OMG.. loksins komin skotheld ástæða til að spreða í draumagardínurnar.. jihaaaaaaaaa...
og nýtt kortatímabil........
tvær flugur undir sama spaða............ I rest mæ case

p.s .
og þriðja flugan..
vonlaust að horfa á landsleikinn í þessari sól, sést ekkert á kassann...
alveg að sjá það núna að gardínur eru lífsnauðsynlegar..algörlega vanmetið apparat..

Thursday, August 10, 2006

RockSTAR greining



Ég viðurkenni það hér og nú að ég er alveg húkkt á þessu, maður er ekkert búin að sofa yfir þjóðhátíðina og svo taka andvökunætur yfir þessu við, þetta er bara vinna og ekkert annað..........
Magni var MAGNaður og var með sinn besta flutning að mér finnst í gær.
Órafmagnaða útgáfan í gær gjörsamlega geðveik. Heyrði lagið með "Live" í útvarpinu á áðan og Magni gerði það margfalt betur í gær (Live getur bara pakkað saman).

Mikið var nú gott að losna við Pamelu-2 en gaurinn hefði alveg mátt hanga inni.
Zayra eða hvað hún heitir er algjört freakshow og ég get ekki með nokkru móti hlustað á hana af alvöru en hún er flugeldasýning, sem dregur að, það er bara spurning fyrir hvað vill hún vera þekkt fyrir. Alltaf verða fötin svæsnar og þröngari,´ ég bíð bara eftir að hún performi á túrtappanum einum saman.
Ryan alltaf með þessi "wannabe" sexy augu ,,og ég held að það hafi allir séð í gegnum það og þess vegna lenti hann í 3 neðstu þó hann hafi sungið ágætlega.
Patrice eitthvað svo fyndin, hún er pottþétt 5 barna heimavinnandi sultugerðakona sem stelst út á kvöldin , ímynd sem bara nær engu samhengi "what so ever".

Svo er löngu kominn tími á að Brooke og David losi um þessa spennu einhversstaðar fyrir luktum dyrum.

OHHH.. of langt í næsta þátt

Wednesday, August 09, 2006

ER líf eftir þjóðhátíð ?

Thursday, August 03, 2006

Þjóðhátíð 2006



Það lítur allt út fyrir það að við séum á leið á þjóðhátíð !!!
Það hefur verið sagt við mig í mörg ár "ég veit þú kemur" og í nokkur ár hef ég brugðist.

Við Siggi verðum með Ástrala með okkur svo það verður mikil sáluhjálp og allavegana andlegur stuðningur við að leiða þessa ólíku heima saman (marr náttlega var í Ástralíunni í den svo marr.. rifjar upp hreiminn og lætur flakka)

Þjóðhátið er mesta skemmtun í alheiminum .. punktur..

"Ég veit þú kemur"