What a Wonderful world

Friday, August 31, 2007

Oxford street



Við Olga vinkona vorum að ræða dr. Phil um daginn, okkur finnst hann æði, enda elskum við að skoða hegðun fólks og kallinn hann Phil er með þetta allt á tæru.
Við Siggi ræddum það einnig að þegar hann yrði orðin sjónvarpsstjarna í Hollywood, með vinsælasta matreiðsluþáttinn ætla ég að bíða í áhorfendasætunum eins og konan hans Doktor Phil og vera tilbúin þegar hann arkar út og hanga þá í jakkanum með sama svip og hún “jebb ég á þennan.., þetta er maðurinn minn, hann væri ekkert án mín, ,ég hef komið honum hingað”…. þessi svipur, það verður þegar við erum búin að meika það. Börnin ekkert í public skóla með hinum maurunum, nei þau verða í skóla með Maddox og Shilo (Brad og Angelinu) og maður ræður personal shopper til að halda á pokunum niður Oxfordstreet. Já við vorum einmit þar á laugardaginn, á Oxfordstreet að versla. Þær eru voða fínar þessar búðir þarna margar, mér leið eins og henni þarna í Pretty woman þegar þær sáu mig gellurnar í búðunum, ég í túrista stuttbuxunum og Reebook skónum, þær vissu það að það var ekkert feitt í þessum stuttbuxnavösum, þetta er partur af þeirra djobbi að vingsa út rolurnar sem eiga ekki séns í dýrar flíkurnar og eyða alls engum tíma í þær, helst gefa þeim svipinn svo þær hætti að lafa utaná rúðunni, eins og ég gerði , eins og barn utaná sælgætishúsi, Chanel , Ralph Lauren og Karen Millen (lausleg þýðing ;Karen fyrir milla) jammm… Ég þurrkaði slefið og Siggi ýtti mér áfram, hann hafði úthald í tvær búðir, nýtt heimsmet !!! TVÆR BÚÐIR.. ok það hafa komið slæmir tímar en .. tvær búðir er ekki boðlegt, en greyjið var búin að vera að vinna eins og brjálæðingur svo hann fór uppá hotel og ég hélt áfram, frá dýrustu búðunum og yfir í eitthvað eðlilegra.
Svo héldum við uppá brúðkaupsafmælið með STÓRUM morgunmat í rúmið, egg og beikon, pönnukökur, appelsínusafi, sterkt kaffi..
....... mm ég er svöng..........

Tuesday, August 21, 2007

Afhverju.. Afhverju..



Afhverju .....þegar maður er kominn útúrtaugaður lengst inní búð þurfa börn endilega að fara á klósett, er það eitthvað geðheilsu test ? Þá gengur mar búðina aftur til baka eins og útþanin blaðra, skilar því sem komið var í körfuna og treðst inná morkið salernið. Þar tek ég upp sýklahræddu poppstjörnuna á þetta og opna með erminni af peysunni af því ég sé fyrir mér alla sem hafa komið þarna við, misþrifalegt.. ég meina hver hefur ekki séð þáttinn ALLt í drasli, fólk sefur í hörðum litlum kókoskúlum sem er svo bara úrgangur frá hundafjölskyldunni sem sefur á milli. Jammí...
En allavega..þetta var staðan í gær, einn af síðri dögum ársins. Skólarnir eru nefnilega að byrja og innkaupalistinn kom á föstudaginn. Ég reyndi við tvær búðir sem hafa auglýst ódýrari ritföng og guð minn góður ég ákvað að borga frekar það sem afslátturinn stóð fyrir, ég sá mig ekki horfa í hnakkan á nánösinni sem stóð aftast í kílómetra langri röð með eitt pennaveski, það er lélegt tímakaup 300 krónur. Ég stend ekki í svoleiðis rugli. Næsti kostur var Hagkaup, passlega troðið en samt enginn geðveiki miðað við liðið sem át strokleður sem nesti þarna í hinni röðinni.
Í fyrra var ég leiðinlega mamman sem keypti bækur með engum myndum á, börnin mín eru ekki seld markaðssetningu stórfyrirtækja sem troða að þeim óhollum staðalímyndum (eða einhver svoleiðis pæling). En nú ætlaði ég að gefa smá glufu á þessu og leyfa stráknum að velja sér möppu, vera svolítið rausnaleg við peyjann. Svo hann yrði nú ekki lagður í einelti með rauðu myndalausu möppuna. En ég þurfti fljótlega að draga valið eitthvað aðeins til baka. Það sem var í boði var einhver slatti af prinsessum á hvítum hestum (sem litla systir var sjúk í), spiderman (sem er eiginlega að verða of barnalegt finnst Sigmari), brettagaur (sem mamman var mest hrifin af) og svo var svört mappa með beinagrind, hníf og blóðdropum sem að Sigmari fannst auðvitað rosa töff .
„Ekki séns Sigmar“ (sagði mamman við drenginn )
„afhverju ekki“? (spyr drengurinn)
„af því að þetta er ógeðslegt“ (svara mamman en hugsar.... af því að bara mömmur sem ala upp morðingja kaupa svona möppur)
„mamma... þetta er bara mappa“
„hehe.. „ (mamman hlær.. og setur hjólabrettamöppuna í körfuna)
(mamman með brjálað samviskubit)
„Hey ég veit....“ segir mamman.. „Við kaupum þessa hvítu möppu og búum til okkar eigin Star Wars möppu“
„YES....mamma“ (strákurinn er ánægður)
Alltaf slær maður í gegn, meira að segja þegar maður er alveg að fá taugaáfall..


„MAMMA ÉG ER SVÖNG“ (segir litla systir)
Andvarp.... eigum við að koma okkur út úr búðinni...

Wednesday, August 15, 2007

Mömmu gallabuxur



Jæja þá stendur til að heimsækja Breta eftir rétt rúma viku. Kallinn ætlar að rúlla upp einhverju brúðkaupi á meðan ég þramma í búðir og svo er ég nú búin að bóka okkur á einhvern svaðalegan veitingastað. Fyrsta Indverska staðinn sem fékk Michelin stjörnu, eitthvað alveg „duuula“..hlakka mikið til. Svo auðvitað á að heimsækja nýju höllina, ekki Buckhingham palace heldur Pálma bróðir palace og taka það alveg út hvernig þau ætla að finna hvort annað í stórhýsinu.
Þeir sem hafa áhyggjur af mér hvað átakið varðar þá gengur það ágætlega. Ég var komin á vonarvöl með buxnaval , en þær eru aðeins tvær sem ég get troðið mér í með herkjum. Disel buxurnar mínar blokka allar æðar og ég næ ekki að hneppa efstu tölunni, en get reddað mér með því að vera með breitt belti, þannig sést það ekki að efsta talan er óhneppt, hinn valkosturinn eru buxur sem eru í henglum og Siggi er farinn að grátbiðja mig um að henda en þær eru svo smart með gat undir annari rasskinn eins og var í tísku hérna fyrir nokkrum árum og þykir ekkert smart á tveggja barna móður, sérstaklega ekki þegar gatið gapir framan í túristana þegar mamman var efst í stiganum að koma frá Gullfoss um verslunar mannahelgina. En ég hef sett mér markmið og það er að þola niðurlæginguna sem felst í þessu, því það kemur ekki til GREINA að ég kaupi stærri buxur, BARA af því að það er í raun algjör uppgjöf á ástandinu og meðan blóðið rennur ekki í æðum fótleggja minna í Disel og rassinn lafir útúr hinum neyðist ég til að horfa framan í staðreyndirnar og gera eitthvað í málinu, ég get ekki með nokkru móti sest niður á Mc donalds í Disel buxunum, þær einfaldlega leyfa ekki það rými sem þarf, svo standandi með donaldinn væri döpur sjón, eða white trash gella étandi pylsu með rassinn útí vindinn ,, enn verri sjón. Það er verið að vinna í málinu. Ég verð ekki í svona mömmu gallabuxum eins og myndin að ofan... það er morkið..
Hraðvirki maðurinn minn tók sig til og byrjaði að taka til í geymslunni í vikunni, ég var ekkert smá spennt....(hmm) Gamalt drasl sem maður veit ekkert hvað á að gera við. Eitthvað sem maður notar ekki en má samt ekki henda. Endalaus föt sem maður hefur látið þarna inn af því maður ætlaði í það seinna „je right“ og þegar það er orðið passlega myglað er hægt að koma því út. Þetta var leiðinlegur prosess my god. 4 svartir pokar og 4 stórir kassar af fötum í Rauða krossinn og annað eins af drasli. Gamalt skóladót, alveg hreint nauðsynlegt að geyma gamlar formúlur úr aðferðarfræði. Við græddum samt nokkur myndaalbúm sem við vissum ekkert hvað hefði orðið af og ég komst líka að því að Siggi á það til að setja eitthvað inní geymslu án þess að ég viti af því. Svo endurfundir við gamalt drasl var blendin tilfinning en mest leiðinlegt. Ég mæli ekki með þessu við neinn.

Tuesday, August 07, 2007

Síðasta útilegan


Jæja verslunarmannahelgin að baki og fjölskyldan skellti sér í húsbílinn fræga sem nokkrir bræðurnir eiga saman, takk fyrir lánið ;)


Við vorum fljót að komast að því hjónin að við erum bara ekki mikið útilegufólk,
afhverju er ekki svo gott að vita en við fórum með góðum hug af stað í Borgarfjörð. Vorum búin að troðfylla bílinn af mat svo við varla komumst fyrir, Siggi með svo svakalega margrétta að þó það hefði komið heimsendir þá hefðum við lifað í nokkra mániði á byrgðunum. Þetta byrjaði allt mjög vel, börnin alsæl afturí að lita og lesa andrés önd, svo var sett á barnaefni og lágu þau undir sæng og nutu þess í botn. Bíllinn fór ekkert mjög hratt áfram, en niðrí móti með meðvind var hægt að ná 92 og þá hrópuðum við Siggi,, jíhaaaaaaaaa. Siggi er ekki sá þolinmóðasti svo þetta var kannski ekki að ganga eins hratt og hann hefði viljað enn mér fannst þetta í góðu lagi og naut útsýnisins, fagra íslands !!!


Svo var komið á tjaldstæðið að Fossatúni, 5 stjörnu tjaldstæði með öllu, en það var reyndar rok og rigning. Krakkarnir vildi strax fara að leika í flottum leiktækjum og við Siggi reyndum að koma okkur fyrir , en litum svo hvort á annað „HVAÐ SVO ??“. Við kunnum ekkert að vera í svona útilegu, hvað á maður að gera. (Við fórum nú í bústað um daginn og hann var málaður, nokkur tré voru trimmuð og bletturinn slegin og klipptur, það er erfitt að vera kjur).
En börnin komu aftur rennblaut til baka og þá var hægt að nýta sér aðstöðuna og labba með fötin í þurkara og bíða eftir því. Allt svo þröngt og erfitt eitthvað, ég hitaði uppá hrikalegt kaffi og var það til að halda í okkur hita ásamt gasinu, meðan við flettum séð og heyrt.


Ég hefði alveg viljað komast í snertingu við náttúruna en náttúran var bara ekkert sérstaklega hress, rokið aðeins of mikið og rigningin heldur blaut. Við fórum þó með krökkunum eitthvað á hjólum og þau voru að fíla þetta í botn. Hreyndýrasteikurnar, túnfiskurinn, humarinn og kálfurinn biðu þess að vera étinn en kokkurinn lagði ekki í að elda á þessu litla gasi svo það voru soðnar pylsur, sem átti að vera neyðarmatur og volgt kók drullið með. Það sem mestu skipti þó var að fjölskyldan var saman og í svona litlu rými ræða allir meira saman og kósýkvöldið var velheppnað þar sem við horfðum á fjölskyldumynd saman undir sæng með nammi. Ég gat svo reyndar ekki sofið neitt þar sem ég hafði svo miklar áhyggjur af því að gasið væri að leka eða að eitthvað dýr með of margar lappir væri komið undir sæng til mín.


Með svona útilegur þá er maður rétt búin að ná hita þegar eitthvað af börnunum þarf að fara á klósett og þá aftur útí kuldann. Þegar við Siggi löbbuðum að þjónustuhúsinu og mættum hjónum í skíðagalla með húfu og alles labba með leirtauið að vaskinum í rigningunni og vaska þar upp í makindum datt útúr Sigga að Íslendingar væru klikkaðir, og það er svosem ekkert nýtt, skemmtilega klikkaðir. Um morguninn var svo gefist upp, pakkað saman, keyrt í sund og svo til Pálma bróðir í bústað, hellt uppá almennilegt kaffi og um kvöldið var þvílíka matarveislan þar sem hreyndýrið slapp ekki undan.


Björtu hliðarnar ; nú vitum við að útilegur eru ekki málið fyrir okkur. Ég var líka að fá gjafabréf frá vinnunni með gistingu á Hótel Búðir, það er örugglega GEÐveikt,svona meira „my cup of tea“

En takk bræður fyrir lánið á bílnum, það hafði ekkert með hann að gera hvernig ferðin var ;)

Wednesday, August 01, 2007

Allt og ekkert

Hvað er meira old news en Linsey Lohan full á bíl ??
Jú mikið rétt,, ég í átaki ;)

Við Ágústa erum komnar á fullt undir leiðsögn Katrínar Evu súperbabe ....og gjörsamlega lamaðar af harðsperrum, svo það verður ekki mikið staðið í lappirnar um verslunarmannahelgina eins og kannski einhverntímann áður sökum ölvunar en nú er það heilsuhnetan ég sem geng eins og ég sé á hestbaki með engan hest. For crying out loud .... ég get ekki sett bílinn í handbremsu án þessa að væla eins og stunginn grís.
Jórunn dönskukennari og góð vinkona kom í heimsókn í gær, gaman að sjá hana. ÉG var samt ekkert að segja henni að ég hafi á vegum vinnunnar verið að hringja í danskt hugbúnaðarfyrirtæki fyrr um daginn út af tilkynningu á vefinn hjá okkur en hafði óvart hringt í vitlaust númer og ræddi heillengi við danskt apótek um þessi tæknivandamál, þegar sú danska gafst á endanum upp og sagði á ensku „why are you CALLING a pharmacy“ þá pantaði ég bara stíla á Kasper Christansen Brillup og skellti á.



Í annað alvarlegra .. þá er ég alveg bit yfir þessu biti þarna fyrir utan Sólon. Ég verð að segja fyrir mig að ég er löngu hætt að þora einfaldlega að vera niðrí bæ. Það var einu sinni þannig að ruglaða liðið var að berja ruglaða liðið en nú er það bara hver sem er .
Mér finnst hin almenni borgari ekki verndaður næginlega fyrir þessum ofbeldisseggjum, það er slegið á puttana á þessu liði og það hleypur utan í næsta mann og bítur og lemur. Hvaða máli skiptir það þó að einn sé étinn, einni stúlku nauðgað eða tveimur eða þremur..... Þegar það er enginn refsing við því.
Nú segja sumir að refsingar séu enginn svör .. og það kun vera rétt hvað varðar þennan aðila sem framdi brotin, en hvað eigum við þá að loka okkur inni svo villidýrin geta gengið laus ? Hver er okkar réttur að þessu liði sé haldið frá okkur ?
Hver sá þáttinn íslensk sakamál um Steingrím Njálsson ? Maðurinn ítrekað nauðgaði drengjum, frá 5-13 ára, uppáhalds aldurinn hans var samt um 8-11 ára ....allavega 13 börnum sem hann var sakfelldur fyrir en þau eru MIKIÐ fleiri. Hann fékk alltaf eitt og ha´lft ár og sat inni einhvern hluta. Einhver talaði um að vana manninn eða eitthvað og þá kom upp fólk sem talaði um mannréttindi hans , en hver hugsar um mannréttindi barnanna? Hver er réttur fólks að þessum mönnum sé haldið frá samfélaginu ?? Ég er sammála að fangelsi þurfa að vera uppbyggileg og skila mönnum betri út í samfélagið, en upphaflega hugmyndin er að halda mönnum frá samfélaginu til að valda ekki öðrum skaða. Hér á Íslandi er þetta bara inn og út. Hanga aðeins inni og horfa á sjónvarpið , leika sér í tölvunni og kostnað ríkisins og svo bara þegar búið er að ná sér í kontakta innan fangelsismúranna er lagt af stað í leit að næsta fórnarlambi.
Sorry en þetta gengur ekki upp....