What a Wonderful world

Thursday, March 30, 2006

Steiktur laukur




Hverjum hefði dottið það í hug að steiktur laukur væri skaðvaldur (eins lítill og ómerkilegur hann er), nema hvað að hann er náttlega jafn fitandi og djúpsteikar hnésbætur af 300 kílóa manni. But never underestimate kids, onion and active husbands, segi ég !

Börnin mín svo yndislega listræn...... rúlluðu út ársbyrgðum af álpappír yfir stofugólfið í vikunni og hófu mikla framleiðslu á ýmsum listvarningi, meðan mamman (uuuu..ég) reyndi að hlaupa yfir hluta námsefnis í tölvunni svona á hliðarlínunni, þannig gat ég með innbyggðu hnakka-augunum fylgst með framleiðslunni og komið í veg fyrir vinnuslys, ég meina ... hvað er hægt að gera með álpappír...ha.... Ég var dottin niðrí lay-era vinnu og maska eins og það kallast á fagmáli, þegar ég var boðuð á listasýninguna. Vá hvað þetta var flott hjá þeim !! Sigmar hafði búið til glas, skál og skeið úr álpappír og Clara einhvern svaðalegan skúlptúr sem aðeins listamenn lærðari en ég geta skorið úr um hvað átti í meðvituðum heimi að vera, en líka gerði hún fallega skál svona til að sýna fram á nytjalistar hæfileikana. Ég stökk á fætur og sagði að nú skildi verkin mynduð og náði í digital vélina góðu. Verkunum var stillt upp og þetta var allt mjög spennandi og flott. Sigmar vildi sýna fram á notagildið og sótti Cherios í sína skál og vildi láta mynda þetta svona “alvöru” og það var gert ... Clara vildi að sjálfsögðu ekki vera með neitt verra og náði sér í fullan stauk af steiktum lauk (já þar kemur hann við sögu) og setti hann í sína skál...mjög girnilegt..hmmm.. Jæja svo var myndatökunni lokið og mamman snéri sér að tölvunni aftur .. Sigmar gerði tilraunir með glasið og komst að því að það lak og varð brjálaður og henti því í ruslið.. Clara fór með sitt inná bað......
Svo kem ég seinna inná bað og finn þessa ógeðfelldu lykt, sem var svona blanda af þjóðhátíðartáfýlu og úldnu grasi undan tjaldi sem staðið hefur á sama blett í 7-8 daga.... já eða bara blautum steiktum lauk. Baðvaskurinn var fullur af steiktum lauk í bleyti......Svo kom sú stutta og renndi frá þannig að restinn gúlpaðist niður. .OG....... Það var að sjálfsögðu allt fast, stíflað og vaskurinn ónothæfur... Þá kom skaðvaldur númer 2 , maðurinn minn heim. Hann hafði sko ráð við þessu ,, hafði fengið brjálæðislega sterkt efni sem notað er við að losa svona í stórum eldhúsum, efni sem brennur sig í gegn, efni sem þarf að nota grímu við og hanska... Ohh ekki leist mér á það (þekkjandi manninn minn ágætlega) það byrjaði fínt, með rauðri lítilli trekt (bara eins og rifin út úr rauðhettuævintýrinu), “þetta var ekkert mál”. Það var látið falla eins og einn dl. Og svo átti að bíða.. en það er svo erfitt að bíða...þegar maður er frekar ör.. svo það var annað eins magn látið niður falla 5 min seinna... og svo veit ég ekki meir fyrr en litla rauða trektin er komin fram á gang, maðurinn minn er vopnaður af stórum drullusokk (hótel týpunni) og nýja baðherbergið mitt er í hers höndum.... ég veit ekki hvort ég eigi að koma með endirinn... en allavega þá er krómið farið af fallegu stálröndinni og brjálaða efnið hefur sett brennda punkta hér og þar um baðherbergið....nýja fallega baðherbergið mitt....

Og af því ég elska manninn minn eins og hann er, og það var steikti laukurinn sem átti upphafið þá hlæjum við bara að þessu, ég meina hvað annað á maður að gera ??? Fá sér pylsur með hráum lauk næst?

Monday, March 27, 2006

ég og fræga fólkið...


Pabbi greyjið bara búinn að eiga afmæli í marga daga hérna á blogginu . Get ekki látið þetta gerast.
Og ... ég er byrjuð í skólanum og marr náttlega ekkert white trash sko því það situr celebrity við hliðiná á mér, já það er bara best seller and genius Þráinn Bertlesson bæ mæ sæd, alltaf að biðja mig um aðstoð.. og ég bara “no prob..pal”.
Hann dásamaði forritið um daginn sem við vorum að vinna í og ég skaut því að honum að þetta væri nú bara innblástur fyrir næstu bók hjá honum og honum fannst það góð hugmynd, er maður ekki bara farinn að poppa hugmyndir fyrir fræga rithöfunda út í bæ. Svo gæti maður náttlega tekið mynd af sér með mr. Bertelsson og sent á “Hér og nú” og grætt 10þús kall, dobblað saman einhverja sögu um kallinn eða bara ekki. Mjög flottur kall sko.
Annars er obbosslega gaman í skólanum, allar heilasellur í yfirvinnu og maður svo útkeyrður þegar mar kemur loks heim að það er ekki til ein hreyfanleg fruma í líkamanum , þær lafa bara allar utaní hver annari eins og gamlir rónar svo ég skutla mér í sófann og það er ekki aftur snúið (panta bráðum þvaglegg og innanhúss rafmagnsbíl).
Ef ég kemst í gegnum næstu vikur án þess að brenna yfir og ferma börnin mín í leiðinni þá er það afrek út af fyrir sig. Ég ætti kannski að hafa það sem lokaverkefni að hanna mína eigin líkkistu.

p.s það er æði að fá allar kveðjurnar hérna að neðan, ég var nefnilega ekkert viss um hvað mundi gerast var farin að sjá mig fyrir mér búa til "fake" kveðjur frá hinum og þessum svo þetta væri ekki einhver "loosera" statement ..haha TAKK hunangsflugurnar mínar ;)

Thursday, March 23, 2006

Happy birthday mr. Palmason


Elsku pabbi krabbi á afmæli í dag. Hann fær góða afmælisgjöf, flýgur út til Bandaríkjanna í dag og svo til Bahamas með mömmu, Pálma bro og family. Hafðu það gott bestasti pabbi, ég bið að heilsa hvíta sandinum, pinacolada í kókoshnetunni, seiðandi karabísku tónlistinni og að sjálfsögðu góðu vinkonu minni sunshine. Settu tærnar uppí loft (klipptar sem óklipptar) milli þess sem þú lætur golfkylfurnar finna fyrir því og njóttu lífsins, ,, passaðu bara mömmu.. að hún taki ekki vitlausa tösku af færibandinu, það er nefnilega ferlega svekkjandi að spóka sig í sundskýlu af einhverjum öðrum gaur...lovejú

Tuesday, March 21, 2006

HVER?

Ok... það commenta svo fáir orðið hérna að ég neyðist til að gera könnun...


þið sem komið inn hérna viljið setja inn; kyn og aldur, þurfið ekki að setja nafn nema þið viljið, en ef þið setjið nafn þurfið ekki að setja inn aldur,,, (ótrúlegt hvað mér tekst að gera einfalda hluti flókna og ég sem er að byrja í skóla)

Verð að setja það hér inni að ég hef ekki borðað hvíta eitrið (hvítt hveiti , hvítan sykur né kókaín) í 11 daga ..(reyndar tók ég einn frídag til að slá á mestu fráhvarfseinkennin, eins og sveittur stunginn grís, langaði svo óstjórnlega í köku) en þetta er bara besta mál sko. Það var ekki heilsu engisprettan þarna í Heil og sæl sem fékk mig til þess, ég var bara alltaf á leiðinni sko. Þau er nú stórlega ýkt þarna hjónin og Umbro eða hvað hann heitir með ístru og allt, gúffar örugglega í sig Dominos pízzur þegar hún er ekki heima, en svona þættir eru samt fínt spark í rassagatið til að koma sér af stað þó maður sleppi sér ekki alveg, því prógrammið er svo stíft hjá þeim að maður mundi aldrei vita hvað maður ætti að éta og í angist og volæði ekki vitandi hvað maður má borða yrði maður án efa byrjaður að japla á húsgögnunum af hræðslu við að borða eitthvað sem má ekki..
ok ekki gleyma.. að commenta sko, hver ert þú?

Afhverju eru ekki lestar á Íslandi, gæti verið soldið stuð ! Nema kanski í roki, erfitt að halda sér líklega..

Thursday, March 16, 2006

Letter to Hotel manager from Bella

Dear MR hotel manager
I stayed at your hotel last week and seam to have forgotten my insanity in the room I was staying. All the relaxing seamed to leave me realizing that my life is a huge mess which I have bean drowning in and haven’t got the chance to look up from.
Since I came home I haven’t folded any of my laundry, my kids have painted the walls in rainbow colors and I actually tell them its art (I must be fucking mad)
I don’t sort out my trash and I told my boss at work that I’m sick,…. actually I told him that I am sick and tired of him ...so he doesn’t want me back L
My kids love this but my husband has moved out to our two people tent in our yard (in the bloddy icelandic winter), which
I m actually just happy with because he never does anything around the house anyways and is always to tired for sex. When I think of it I am really just married to his income.
My physical state is like a vanilla pudding, so when I bend over to pick up socks and trash from my kids’ ether the belly or the bottom just jumps out of my pants, the pants that seamed really sexy on me few months ago.
Dear manager you are the only person I can think of that could possibly help me so please answer my letter, this trauma is causing a lot of financial damage so please answer sooner than later.
Best regards
Bella , Kopavogur
P.s. I really liked that you have a free shoulder massage in your hot tub, please give that information to the manager of the Spa.
My insanity could most likely be there somewhere.




Wednesday, March 15, 2006






Það þarf ekki alltaf að skilja fólk til þess að geta verið til staðar fyrir það

..............Lean on me, when you're not strong
And I'll be your friend
I'll help you carry on

Monday, March 13, 2006

part 2


Þegar flugvélin lenti var ég nokkuð viss um að dempararnir að framan (undir busieness class) hafi verið stærri en að aftan, því það var eins og við lentum á bómullarflugvelli, eða þá var ég ekki vöknuð og búin að slíta mig af dúnkoddanum ágæta alveg, ...eða þannig. Aníveis... ég mætti almúganum við tjaldið og fjölskyldan nokkuð hólpin eftir flugið, börnin höfðu aðeins náð að sofna en Siggi hafði þurft að kippa nokkrum sinnum í Sigmar þar sem hann söng orðið Latabæ fyrir aðeins of marga farþega, gleymdi sér alveg með heyrnatólið þetta krútt. Svo ætlaði mamma að rífa upp band-vitlausa tösku af færibandinu, helmingi stærri en hún hafði komið með og við hlógum öll alveg óskaplega af því. Krakkarnir frelsinu fegin og viltu hlaupa til Árósa en við náðum að koma þeim í lestina og Sigmar varð þá slappur aftur.
Það var gott að koma til Árósa, Jesper tók á móti okkur og beinustu leið uppí sveit. Hildur beið þar með litlu og loksins fengum við að sjá hana, nýjasta fjölskyldumolann, svona ofsalega fíngerð og lítil, minni en myndirnar höfðu logið til um en ofsalega falleg. Svo var okkur sýndur þann heiður að litla djásnið var nefnd og fékk það fallega nafn Freyja.
Dagarnir í Árósum einkenndust af dúlli með Freyju, láta hana ropa, skipta á henni, reyna að láta hana taka snuð osfrv. Krakkarnir fengu að aðstoða við hestana, gefa þeim og greiða, Siggi vildi taka til hendinni og hjálpa til en vildi ekki betur til en að hann tók um girðinguna og fékk vænt raflost og fældi hestana í burtu með hamaganginum.
Við fórum aðeins í bæinn í HM að sjálfsögðu og mamma var allan tímann að lesa af blaði upp pöntun frá eina konu og leita af stærðum eftir bækling að heiman, bara mamma eyðir öllum tímanum í að versla á kunningjakonu sína nærbuxur og belti, ótrúlegt....
Svo þetta fari nú ekki í margar blaðsíður ... þá heimsóttum við Thelmu og Svenna sem hafa það rosa fínt, fórum á fiskasafn með börnin og Sigmar sérstaklega var ánægður með þá ákvörðun ....... Við fíluðum bara Aarhus vel með öllum sínum múrsteinum, við brilleruðum ekkert í dönskunni og ég telst varla pylsufær þar sem ég náði aldrei að panta almennilega pylsu en ég reyndi að tjá mig við ágætan fögnuð og hlátur viðstaddra, Einar og Gummi.. þið stóðuð ykkur samt vel..
Flugfreyjurnar voru ekki alveg með jafn rauðan varalit á leiðinni heim en heimflugið var samt ánægjulegt
Venlig hilsen

Thursday, March 09, 2006

Fíflið á Business Class

Við fjölskyldan lögðum í ferð á laugardaginn til Denmark. Við á hoppi eins og vanalega og áttum ekkert að komast með, vélin uppbókuð. Mamma var með í ferð (eina með alvöru miða) og var orðin ansi sveitt yfir því að þurfa kanski að fara ein (fór að hlusta á tungumál fólksins sem var á leið í vélina og hafði áhyggjur af að hún gæti ekki hengt sig á neinn), ég skildi nú ekki það stress því hún talar betri dönsku en við. En við Siggi skildum það svo seinna þegar hún þekkti ekki töskuna sína á færibandinu og stakk alltaf uppá öðrum áttum en þeirri réttu eftir göngum flugvalla og lestastöðva. Mamma er bara ekki ferðafær.. punkur (sorry mamma). Svo var spennan í hámarki, og loka átti vélinni eftir nokkrar mín, þegar gellan segir að aðeins 3 sæti fáist og við litla fjölskyldan náttlega fjögur. Sigmar lá fölur og þreyttur á bekknum ekki búinn að jafna sig af flensu almennilega og upplitið á mömmu bara skelfing. Þetta tvennt olli því að kona steig fram og bauð okkur sætið sitt, hún tók flugfreyjusæti í staðin (líklega gömul flugfreyja eða eitthvað....) Og við hendumst síðust inní vél með veika soninn undir hendinni og dragandi Clöru sem hélt að við værum að fara til Akureyrar , mamma talaði tungum og hafði bara áhyggjur af þeldökka manninum sem komst þá ekki með (ekta hún).
Það vildi þannig til að þessi frábæra kona hafði átt sæti á Business Class , handapatið var mikið þegar við komum inn, enda vildi crew-ið fara koma vélinni af stað. Siggi segir “Berglind þú ferð á business class” ég skal vera með krakkana. Ég náttlega bara “hvað nei...ég skal vera með annað barnið..og..”
Flugfreyjan grípur inní “nei það verður líklega ekki hægt” og gefur mér smá afl innfyrir bláa tjaldið inní veröld hinna merkilegu. Ég með fullt fang af barnadrasli, úlpum og nefdropum hrökklast í lúxussætið inn fyrir merkilegan mann og sest á brúnina á sætinu. Þori ekki að koma mér vel fyrir, maðurinn lítur á mig og ég svara augnlitinu “ég á ekki að vera hérna sko...hmm”. Flugfreyjan kemur aftur og ég veifa “hvað segirðu á ég ekki að færa mig”
Hún brosir “börnin og maðurinn þinn hafa það fínt afturí, öll saman”
“Njóttu þess bara “ og svo blikkaði hún mig og rauðu varirnar glönsuðu (flottar þessar flugfreyjur). Ég vogaði mér þá að leggja frá mér allt draslið og setjast almennilega í hægindastólinn. Það var kampavín, dúnkoddi og matseðill, allt of mikið pláss fyrir fæturna og sérinnpakkað teppi. Róandi píanóundirspil, alvöru hnífapör og tauservétta, Mannlíf og öll blöð sem ég gat lesið.
Á meðan sátu maðurinn minn. móðir mín og börn hinum megin við tjaldið í fuglabjargi almúgans, með kramdar lappir, sveitta ókunnuga uppvið sig og plasthnífspör.
Ég kunni ekki á neitt, svo merkilegi maðurinn við hliðiná mér aðstoðaði mig eftir því sem ég bað hann, hvernig borðið virkaði og stóllinn. Komst svo að því að þessi maður var merkilegur arkitekt (hefði svo sem giskað á það, svo vel girtur af flauelisbuxum með innrömmuð augu í einhverjum svipmiklum design gleraugum), flugfreyjan dásamaði verk hans bak og fyrir, ég var að hugsa um að grípa frammí fyrir henni og segja henni að ég hafi gefið út bók og búið á Bahamas en lét það vera, ég var fíflið á Business Class.....

...þetta er orðið svo langt..framhald síðar...

Sigmar og Clara fara á hestbak á Sóley, einum af íslensku hestunum hjá Hildi og Jesper

Friday, March 03, 2006

Kenning á afslætti



Maðurinn minn er búinn að vera heima síðustu kvöld sem er jafn sjaldgæft og logn á stórhöfða. Það er frekar erfitt að láta eftir fjarstýringuna svona mörg kvöld í röð og er ég iðandi í skinninu þegar hann er ekki nógu snöggur að tékka á þættinum sem við erum að horfa á þar sem hann vill flakka um allt í auglýsingahléinu (mjög ábyrgðarlaust). Ég er komin með sér heilahólf fyrir sjónvarpsþætti svo maður geti opnað og lokað eftir fjarstýringunni og svo verður maður að skálda inná milli þegar maður missir einhverja búta. Maður er svo sem farin að reikna út þessa sakamálaþætti og getur nokkuð auðveldlega hannað nýja búta og endingar. Þetta er rosalegt púl og heilaleikfimi, boðsendingar heilans eru eins og hraðaupphlaup íslenska handboltalandsliðsins, svo hratt sendast upplýsingar á milli. Einhversstaðar las ég að heilinn mundi hvílast meira þegar maður er eins og fuglaflensa fyrir framan sjónvarpið en þegar maður í raun sefur. Því þegar maður glápir er sjónvarpið í raun að leiða heilasellurnar um gangana og þær þurfa ekkert að hafa fyrir þessu, en þegar maður sefur er heilmikil starfsemi vegna drauma osfrv (sel þetta nú ekki dýrara en ég keypti það).
Er einhver sem er tilbúin að styðja þessa útsölukenningu?

Thursday, March 02, 2006

My handsome husband....

My handsome husband.... á afmæli í dag !!!! (þessi til hægri á myndinni)
Hann vill engar sykurhúðaðar krúsídúllur hérna á bloggið ef ég þekki hann rétt, svo ég spara mig.

Hann er í sjálfsskoðun núna kallinn, ég og börnin gáfum honum stjörnubók um hann sjálfan (fannst komin tími til að hann færi að kynnast sjálfum sér, hann nú svo frábær gaur)
Siggi hon.. ef þú kíkir hérna inn sem er þó fremur ólíklegt.. allavega.. þá aftur til hamingju með daginn !!!