What a Wonderful world

Wednesday, September 26, 2007

Aspartame hvað er nú það ???


Af því mér þykir svo vænt um ykkur þá læt ég þennan fróðleik á bloggið mitt sem ég tók af vef Maður lifandi. Einnig bendi ég ykkur á vefsíðuna og bókina http://www.sweetpoison.com/



Gervisykur: Aspartame, Canderel, sorbitol, nutrasweet og allur gervisykur er hættulegur og það ber að forðast hann. Hann er t.d. notaður í alla “diet drykki”og þær mjólkurvörur sem eru merktar án sykurs (t,d skyri og fl), sykurlaust tyggjó, ýmis vítamín sérstaklega freyðitöflur og tuggutöflur.
Ýmislegt bendir til að gerfisætuefni valda eftirfarandi aukaverkunum Kvíðaköst Heilaæxli Brjóstverkir Þunglyndi Bjúgmyndun Höfuðverkur, mígreni Ofvirkni Svefnleysi Liðverkir Minnisleysi Vöðvaverkir Hjartslátarverkir Húðvandamál Ógleði Fyrirtíðarspenna
* * * * * * * * * * * * * * * * * * *
Það er betra að sæta tilveruna með náttúrulegum leiðum og komast þannig hjá böli gerfisykursins. Bölið er áhættan á velmegunarsjúkdómum eins og þeim helstu sem er offita, of hátt kólesteról, sykursýki 2 og hjarta- og æðasjúkdómar. Margur unnin matur sem við neytum inniheldur óhollan sykur. Gætið ykkar sérstaklega á maltodextrin, sírópi, laktósa, dextrins, ávaxtasykri (fruit sugar), dextrose eða maltose og munið að hrásykur (cane sugar) er heldur ekki alveg saklaus. Það má ganga að því sem vísu að aspartame (tegund gervisykurs) – best þekkt undir nafninu NutraSweet – verði bannað eftir nokkur ár.
Saga aspartame er skólabókardæmi um það hvernig lyf og kemísk efni eru samþykkt af bandaríska lyfjaeftirlitinu og hvernig hagsmunir eru látnir ráða ferðinni. Aspartame uppgötvaðist þegar starfsmaður G.D. Searle Pharmaceuticals (núna hluti af Monsanto), dr. James Schlatter, var að rannsaka lyf ætlað sjúklingum með magasár. Eftir að hafa meðhöndlað lyfið þá sleikti hann á sér puttana og undraðist hve sætt efnið var. Hugmyndin um nýjan gervisykur fæddist á því augnabliki. En róðurinn var erfiður og lengi vel lofuðu tilraunir með aspartame ekki góðu.
Dr. Harry Waisman, lífeðlisfræðingur við Joseph P. Kennedy háskólann í Wisconsin, gaf sjö ungum öpum efnið daglega. Áður en árið var liðið hafði einn þeirra dáið og allir hinir fengið alvarlegan umbrotakrampa. Aðrar tilraunir á dýrum leiddu í ljós að aspartame gat orsakað slag og heilakrabbamein. Þegar dr. Johan Olney, taugafræðingur við Washington háskólann í St. Louis, fór ofan í saumana á mörgum rannsóknum þá fann hann líka sannanir fyrir heilakrabba og lýsti því yfir að hann hefði sérstakar áhyggjur af hvaða áhrif aspartame hefði á ung börn.
Eldri tilraunir á rottum með aspartic acid, sem er uppistöðuefni aspatame, gáfu til kynna að efnið myndaði örlitlar holur í heila þeirra. Á milli 1976 og 1981 virtist aspartame dauðadæmt. Opinber rannsókn á vinnubrögðum Searle lyfjafyrirtækinu leiddi i ljós að það hafði faldið neikvæðar niðurstöður og kerfisbundið reynt að rugla málið með tilraunum sem í raun ekkert höfðu að gera með öryggi efnisins. Málið komast alla leið inn á þing þar sem Edward Kennedy sagði m.a.: “Víðtækt eðli alveg ótrúlegs fjölda misferla sem FDA fann varðandi marga þætti meginframleiðslu Searle eru geysilega uggvænleg tíðindi.”
En þegar stóra stundin rann upp þá var þessu öllu sópað undir teppið og lyfjaeftirlitið vildi allt í einu ekki heyra um neitt annað en tilraunir með smáskammta sem höfðu engin neikvæð áhrif. Hvernig gat þetta gerst með vafasamt efni sem greinilega átti eftir að enda í fæðu hundruð milljóna manna? Á árunum fyrir 1981 var Donald Rumsfeld (já, sami “Rummy” og situr í núverandi ríkisstjórn) stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Searle. Einum degi eftir að Ronald Reagan tók við embætti, 21. janúar 1981, sótti fyrirtækið um leyfi til að framleiða og selja aspartame. Fjórum dögum síðar, öllum á óvart, var skipt um yfirmann Matvæla- og lyfjaeftirlitsins og Arthur Hayes tók við embættinu af Jere Goyan. Það tók sex mánuði eftir þetta fyrir eftirlitið að samþykkja að nota mætti aspartame í þurrkuðum mat. Í nóvember 1983 var aspartame leyft í gosdrykkjum og í þeim sama mánuði hætti Arthur Hayes að vera ríkisstarfsmaður og fékk miklu betur borgaða vinnu hjá auglýsingafyrirtæki Searle!
Öllu virðist þetta hafa verið leikstýrt af Donald Rumsfeld. Samkvæmt skjölum Öldungadeildarinnar þá tjáði Patty Wood-Allott, sem starfaði í söludeild Searle, þingmönnum að Rumsfeld hefði sagt að “ef hann þyrfti þess með, þá myndi hann innkalla alla útistandandi greiða, og nákvæmlega sama hvað gengi á, hann skyldi sjá til þess að aspartame yrði samþykkt það ár.”
Í dag er árleg sala aspartame yfir eitt þúsund milljón dollarar og aspartame er blandað í þúsundir vörutegunda út um allan heim. Heilakrabbamein í börnum hefur stóraukist síðan aspartame var leyft, en framleiðandinn bendir á að sú þróun hafi byrjað fyrr. Margir læknar og heilsufræðingar vilja setja bein tengsl á milli gervisykurs og feikilegar fjölgunar tilfella Parkinsonveiki, heilakrabba og Alzheimer út um allan heim. Við einfaldlega vitum ekki hvort sú er raunin, en hlutlausir aðilar eru að rannsaka málið.
Það er ein vísindalega sönnuð hætta af aspatame sem allir ættu að vera meðvitaðir um og þá sérstaklega fólk sem býr í heitum löndum. Þegar asparteme hitnar yfir 30 gráður þá er það stórhættulegt. Asparteme er sett saman úr sameindum þriggja efna – fenýlaníni, asparssýru og tréspíritus (sem heldur hinum tveim saman). Ef t.d. sykurlausir gosdrykkir sitja í skemmum þar sem hitastigið fer yfir 30 stig, þá losnar tréspírinn úr fyrrnefndu efnasambandi og drykkurinn verður stórhættulegur. Margir telja að þarna sé komið svar við dularfullum veikindum hermanna sem börðust í fyrra Persaflóastríðinu, en gosdrykkir hersins sátu oft dögum eða vikum saman í 50 stiga hita.
Fáránlegast við allt þetta mál er kannski að fólk notar gervisykur aðallega til að grenna sig eða koma í veg fyrir offitu, en rannsóknir hafa sýnt að það er gagnslaus aðferð. Líkaminn “telur” ekki gervihitaeiningar og fólk er alveg jafn svangt, sama hve miklu magni gervisykurs það sturtar í sig.

Þá er betra að borða bara sykur eða ef þið viljið eitthvað annað í matinn þá er líka Xylitol (sem er hvítt og lítur út eins og sykur, setjið það í sykurkarið og enginn veit muninn) eða agave sýróp sem fæst í heilsubúðum.
Gefið ekki börnum ykkar gerfisykur, þetta er hrikalegt fyrir börn sem eru að vaxa.

Friday, September 14, 2007

Hvað gerðist ??



Þegar ég vaknaði í morgun, stakk mig eitthvað......

Mér finnst voða gott að snooza á klukkunni og koma mér betur fyrir í 10mínútur, framlengja draumnum, kúra og ná smá aukalúr. En það var eitthvað mjög hart að bora sig inní síðuna á mér. Og.... ég gefst upp, sest með hárið útí loftið og augun enn í hnakkanum og svona bölva eitthva,,, hvur andsk.. er hérna í bælinu..??.. Samt öllu vön, Siggi búinn að vera í Kína og Clara hefur verið uppí hjá mömmu á meðan og mjög eðlilegt að fá tær uppí nef og hné í bak án þess að vera nokkuð viðbúin, samt í tveggja metra breiðu rúmi. En þetta var eitthvað annað, mjög grömpí sný ég mér við og dreg upp sökudólginn..... BÓK. ..
.....Svosem ekkert merkilegt ef þetta hefði verið Einar nokkur Áskell eða Palli einn í heiminum.... nema að þetta var bók sem ég hef ekki tekið útúr skápnum síðan ég keypti hana, ég náði ekki í hana og skil ekkert hvernig hún hefur komist uppí rúm til mín. Skápurinn sem hún hefur verið geymd í var með opna hurð, hmmm.. veit ég að ég hefði tekið vel eftir því áður en ég fór að sofa ef hún hefði verið opin þá því ég þoli ekki opnar hurðar á skápum, sérstaklega þegar ég er að fara að sofa.
Þetta er alveg meiriháttar undarlegt.... og scary...

Getur verið að það sé verið að senda mér boð að handan ??
Er verið að reyna að stýra mér í rétta átt ?
Er þetta hvatnig ?
Eða er þetta aðvörun?

Þetta var bókin;

ÞÚ ÁTT NÓG AF PENINGUM ..
Þú þarft bara að finna þá...

Hver sendir manni svona skilaboð án þess að lát útskýringar fylgja með....plís help me ?