What a Wonderful world

Wednesday, August 31, 2005

Ef þú vilt sjá fleiri myndir

Þeir sem vilja sjá fleiri myndir verða að koma í heimsókn, aldrei að vita nema að ég gefi ykkur að drekka úr fínu nýju glösunum mínum eða gefi ykkur að borða af nýju fínu diskunum mínum sem ég fékk í brúðargjöf :)
Ef þú varst á staðnum þá er til mynd af þér !!!
Frosti tók yfir 400 myndir og Katrín Eva líklega slatta, eins og Frosti útskýrði í ræðu sinni þá er þetta fólk ekki stressað heldur gerir það bara allt mjög hratt, svo nóg er til af myndunum...

Fjölskyldu-vina-bandið


FRosti Gísla (traustur vinur)

Stjáni Bóndi

Siggi Vídó

Gilli Gísla

Grímur Gísla

Sæþór Vídó

Veislustjóri


Ómar Smára

Veislan-



Páll Rósinkrans


Hildur Vala

Rakel Hlyns

Veislan- stelpurnar




Veislan


Í stressinu



Klukkan er að verða fimm, undirpilsið var of sítt og saumakonan er komin á svæðið á fjórar fætur til að redda þessu... þetta er ástæðan fyrir því að ég kom hálftíma of seint í kirkjuna.. Gyða vinkona hélt ró sinni svo vel að henni datt í hug að taka þessa mynd..vá stressið hehe

þarna erum við orðin hjón.. .

Já ég vil giftast þessum manni...

Með vinkonum (í veislunni)

Feðgarnir heilsa gestum

Systkini mín


Mömmurnar taka á móti gestum

Clara og Sigmar



Brúðarvöndurinn

Brúðkaupið




og spólað af stað frá kirkjunni.........

jæja hér eru nokkrar myndir úr brúðkaupinu, allt úr kirkjunni nema þrjár sem teknar eru á vélina hennar Gyðu. Svo kanski set ég inn part 2 úr veilsunni. Frosti Gísla tók allar hinar myndirnar, algjör snilld hjá honum.
Takk fyrir allar kveðjurnar hér á blogginu og til ykkar sem komuð; Kærar þakkir fyrir að koma og gera þennan dag svona yndislegan og takk fyrir allar fallegu gjafirnar. Þessi dagur var fullkominn !!!

Friday, August 19, 2005

Jæja


Nú er ég farin í undirbúningsfrí... verð að tætast á milli blómabúða og snyrtifræðinga alla næstu viku svo það verður enginn tími í blogg. Kem aftur endurnærð sem eiginkona (nema kallinn dömpi mér við altarið)
og gef ykkur lýsingar af látunum. Sjáumst hress, ekkert stress, blessssssssssssssssssss

Thursday, August 18, 2005

Læri , læri, tækifæri !



Ég fór að velta því fyrir mér afhverju vinstra lærið á mér væri svona mikið stærra en það hægra. Afhverju vinstra lærið á mér er eins og á heimsmeistaranum í skautaspretthlaupi (skautaspretthlauparar....þessir í aðþröngu glansgöllunum með lagskiptu lærin) enn einmitt sama daginn hafði ég farið niður laugarveginn og svo seinna klikkast í umferðarteppunni upp í Hafnarfjörð klukkan 18 hundruð, það var einmitt svarið ... að standa stöðugt með fótinn á kúplingunni er að gera okkur borgarbúa stökkbreytt, sjáið fyrir ykkur plakatið með þróun mannsins þar sem apinn reisir úr sér og gengur og verður svo með hrikalegt vinstra læri, skakkur og asnalegur, þetta er þróunin, nema kannski hjá þeim sem eru á sjálfskiptum bílum þeir verða með feitt, appelsínu vinstra læri.

Djööö.. mig er bara farið að langa í læri......þ.a.s ..lambalæri....með brúnni sósu og kartöflum... það eru sumir sem segja að ég sjái mat í öllu,,það er sennilega rétt....hmmm....

...og gamaldags grænar baunir.....

Tuesday, August 16, 2005

Erum að leita að bílskrjóð !!!




Já..eFtir að við fluttum svona langt er ómögulegt að vera á einni kerru. Ég fór að skoða í gær og sá nokkra góða (sjá myndir) en ef þið vitið um einn traustan sem bilar ekki og getur komið Sigga á milli staða án þess að hann þurfi að hlaupa með bílnum þá endilega látið vita. Bíllinn má auðvitað ekki kosta mikið og æskilegt að lyktartré fylgi með. PLEASE verið í sambandi ef þið vitið um eitt stk.

Monday, August 15, 2005


"Ég ætla að verða listamaður"



"hvenær fæ ég eiginlega hund eða kisu..mamma"

Kirkjusögur


jæja ég er aldeilis búin að fara í kirkjur í ár; fermingu, brúðkaup, jarðarför, skírn,,, bara name it. Það hefur töluvert breyst svona frá því sem áður var, prestarnir orðnir svo afslappaðir. Úrslit íþróttaleikja látin flakka og maður skilur öll orðin (eða allvega flest) sem eru notuð. Í gær fórum við í fallega skírn hjá lítilli frænku Sigga sem var í messu. Ég gat ekki séð marga mæta svona fyrir utan þá sem voru sérstaklega komnir til þess að sjá barnið taka skírn, nema nokkur gamalmenni sem líklega voru að klára einhversskonar samninga við almættið áður en hið óumflýgjanlega ferðalag bankaði uppá. Ég velti því fyrir mér.......... hversu vel ætli sé mætt í kirkjur landsins svona fyrir utan þegar eitthvað sérstakt stendur til? og hver þarf að þurka af öllu þessu glingri, ljósakrónum og myndum? Allavega...... Börnin mín voru fljót að fara á kreik í kirkjunni, sáu enga ástæðu til að sitja á rassinum eins og þeim var ætlað og voru fljót að sjá það út að enginn ætlaði að taka á sig þá athyggli sem fælist í því að sækja þau út á gólf, þau settust bara hjá barninu sem átti að skíra og foreldrum eins og hluti af þeirra fjölskyldu og brostu til mín,..... þarna voru þau aðalatriðið, fremst í fókus.. Ég reyndi að gefa merki um að þau ættu að koma, setti upp svipi og gretti mig til merkis um hvað þau ættu að gera án þess að gamli maðurinn við hliðina á mér yrði hræddur við mig eða haldið mig heltekna illum öndum enn börnin bara gáfu mér glott og þóttust ekkert skilja hvað ég væri að benda. Presturinn virtist bara hress með þetta svo ég sat bara eins og steinn og lét sem ég þekkti ekki þessi brjáluðu börn. Eftir 45 mín. messu, nákvæmlega á þeim tíma sem grafarþögn var í kirkjunni geyspaði sonur minn svona líka hátt með öllum leikrænum tilburðum sem sjást bara í ofleiknum leikritum og féll svo á bekkinn til að leggja sig,, þá hélt ég að mér væri lokið.. enn hann virtist vera ágætis skemmtiatriði fyrir aðra kirkjugesti svo ég lét ekki verða að því að æða inní kór og ná í piltinn. Foreldrarnir sem voru að skíra höfðu líka gaman að svo þetta var ekki svo slæmt .....ja....fyrr en börnin mín fóru seinna að berjast um sætið við hliðiná barninu sem var verið að skíra enn þá var messan búin og ekkert varð að slagsmálum sem betur fer.
Þegar Unnur systir fermdist var altarisgangan kvöldið eftir ferminguna. Mín fjölskylda er kölluð upp að altarinu og þegar allir krjúpa prumpar systirin svona vel. Unnur, Jóhanna (frænka sem líka var að fermast og var við hliðina á henni) og mamma flissa að þessari óvæntu uppákomu. Þegar fjölskyldan hefur sest aftur á bekkinn segir presturinn yfir alla að þessa stund eigi að taka alvarlega og fjölskyldan svona hálf skömmuð. Mamma varð hálf móðguð yfir þessu og skömmu seinna þegar hún hitti prestinn ræddi hún þetta við hann og endaði samtalið með að segja “það hefur nú aldrei talist synd að leysa vind?”
(p.s fekk leyfi hjá Unni til að prenta þessa sögu)

Friday, August 12, 2005

Stess...ha..?


Shitt, marr... ég er komin með brúðkaups-stress æxli í magann. ÉG hef tvær vikur til þess að verða FOXÝ og það gerast nú engin kraftaverk á hálfum mánuði, allavega ekki samkvæmt THE SWAN eða THE biggest LOOser. Það tekur meira en 14 daga að losa sig við spékoppa af lærum og bingóvöðva sem taka sjálfstæðar ákvarðanir við minnstu hreyfingu. Fitubrennsluhylkin standa ennþá föst í hálsinum á mér síðan í maí, svo ekki er hægt að treysta á að þau geri nein kraftaverk, ég veit ekki hvað málið er með þá framleiðslu ..hvort hugmyndin sé að kæfa feita liðið til dauða eða hvort hugmyndin sé að blokka kokið svo enginn matur nái að komast niður, veit ekki ......allvega minnir þetta frekar á gleraugnahulstur enn einhverskonar töflur sem maður á að troða niður hálsinn á sér, kannski hef ég misskilið þetta og verið að reyna að gleypa rassastíla. Ennn alllavega...þá er stressið að færast yfir svo ef það hefur einhverntímann verið tíminn til að byrja að reykja þá er það einmitt núna, þá getur marr.. refsað einni rettu fyrir svefninn svona svo maður verði ekki eins og hungruð Hýena með bauga á við útgrátinn boxara, ósofin og útúrtauguð með alla þolinmæði í tánöglunum.
Róandi....uuuu.. já takk....

Thursday, August 11, 2005

Venjulegur dagur


Þriðjudagurinn byrjaði óhugnalega venjulega eikkað... ég fékk smá sturl-kast meðan ég var að tannbursta mig, og hugsaði um það ef ég færi nú í síðkjól og kanínupels í vinnuna bara svona til að brjóta normalið (lét sem betur fer samt ekki verða að því..sennilega verið rekin)..... enn það kom svo á daginn að þessi dagur varð ekkert svo venjulegur. Clara mín var að leika sér með flaggstöngina af hjólinu sínu, datt einhvernvegin framfyrir sig og stöngin fór ofaní kok....já ekki gott....... litla greyjið mitt grét að sjálfsögðu .. ég skoðaði hana og gat ekki séð að þetta hafi verð stórslys , sá ekkert sár og hún sofnaði í fanginu á mér. Ég hélt að hún mundi bara jafna sig á þessu (það gerast mörg smávægileg slys af öllum gerðum hjá okkur, eins og gengur og gerist með tvö orkumikil börn). Seinna um kvöldið var hún þó alltaf að vakna svo á endanum varð ég þess fullviss að kíkja yrði með hana á bráðamóttökuna til að vera viss um að þetta væri í lagi, láta skoða kokið á henni og sjá hvort þar væri að sjá sár. Gilli ofurhetja sem aldrei segir NEI brunaði í Hafnarfjörðinn í annað sinn það kvöldið, var búin að koma til að skoða nýja “slotið” en nú var hann kominn til að vera hjá Sigmari meðan ég bruna með Clöru á vaktina. Í smá stresskasti fer ég af stað um hálf ellefu með litlu dömuna mína í aftursætinu og snarhemla utan við mig á rauðu ljósi við Garðabæ, mér er litið til vinstri og bara meter til hliðar situr enginn annar en the Million dollar Baby... Clint (freeking) Eastwood með fegurðarblettinn og horfir út um gluggann á silfurgráum jeppa, mér brá svo að ég leit undan,, marr.. er náttlega....engin stjörnu stalker, marr missir ekkert andlitið þó einhver Clint Eastwood sé í næsta bíl.... hvaaaa..... ekkert helvítis mál....bara venjulegur dagur.....



...Clara mín var með sár í kokinu en ekkert hægt að gera.. ég ákvað að vera með hana heima í gær, þegar við fórum með Sigmar á leikskólann, vildi hún bíða út í bíl "mamma´.. ég bíð út í bíl.. annars smita ég alla"
...þessi elska...

Tuesday, August 09, 2005

Litla barnið hennar Hildar systir


...sendi okkur þessa mynd af sér til að láta vita að því líður bara mjög vel í móðurkviði, okkur öllum til mikillar ánægju. Ég læt hérna fallegasta textann hans Stebba Hilmars fylgja með, ég fæ alltaf gæsahúð þegar ég heyri þetta lag og jafnvel lítið tár. Hildur Vala syngur það á nýja disknum sínum mjög vel.

Ljós í myrkri, langt og mjótt
markar upphafið hjá þér.
Allt í einu ertu komin
inn í heiminn, lítill dofinn,
dregur andann hið fyrsta sinn.

Þú ert vorið, vindur hlýr
vekur hjá mér nýja kennd.
Og ég græt í gleði minni.
þú gefur mér með návist þinni
svo miklu meira en trúði ég.

Líf.
Ljómi þinn er skýnandi skær.
Líf.
Augu þín svo saklaus og tær.
Fegurra en nokkuð annað.
Áhrifin ótvíræð;
ég svíf því ég á þetta líf.

Óskadraumur – ásýnd þín.
Ekkert jafnast á við það.
Þó mig þúsund drauma dreymi,
þessa stund ég alltaf geymi
í mínu minni ókomin ár.

Líf....

Thursday, August 04, 2005

Summer Time



Ég skrapp í grasagarðinn í hádeginu og rakst á haltan fíkniefnaneytanda sem var að gera listir sínar á hjóli. Það lá við stórslysi, en passlega mjúkur fljótsprottinn blátopps runni dempaði fallið og hann slapp með skrámur. Fólk reyndi að glenna andlitið upp í sólina sem eins og vanalega hélt að sér örmum sínum yfir Reykjavík og sparaði sig fyrir veturinn á Miami. Léttklædd hjón á bifhjóli nýbúin að renna uppúr Norrænu þar sem var 25 stiga hiti og humid þegar þau keyrðu um borð voru ekki búin að fatta kuldakastið eða búin að láta græða á sig auka húðsamfesting til að blekkja okkur hin sem höfum ekki farið úr Millet úlpunni síðan hún kom til landsins í Miklagarð 1986 (sjáið myndina að neðan... barnið er klemmt á milli til að halda á því hita). Ég setti upp sólgleraugun þegar “hot bod” fótboltatöffari labbaði framhjá (eins og honum sé ekki skít sama), stóð upp með grasgrænku á rassinum og strá á milli tannana,
þó veðrið fíli ekki okkur verðum við að fíla veðrið, það er ekkert annað að gera í stöðunni.

Ræpa gærdagsins


Vegna þess hversu leiðindarpirringur getur verið hrikalega orkufrekur og bara mannskemmandi ákvað ég að taka út síðasta póst. Ég er í svo góðu skapi í dag á þessum dýrðardegi að ég nenni ekki að hafa þessa ræpu gærdagsins hérna inná blogginu mínu eins og gamla myglaða mandarínu. Svo ég bið þá sem sem komu hérna inn í gær til að lesa afsökunar á því að fá þessa úldnu tusku í andlitið og lofa skemmtilegra hjali á komandi dögum, enda engin ástæða til annars.
Já ég er klofin persónuleiki, vitandi um ástand mitt en tilbúin til að skilgreina ferlið og verða betri manneskja.

Tuesday, August 02, 2005

ER líf eftir verslunarmannahelgi ?


Rigningin er þung... nei byrjum aftur........
rigningin er mjög þung. Sennilega hræðilega þung fyrir þá sem voru á útihátíð og eru með berjandi hausverk og eru ekki alveg “sure” hvort líkamshlutar eru með eða ekki, fylgja ekki algjörlega samhæfingu líkamans sökum þreytu, örmagna fólk með myglað gras undir skónum og mosa í lopapeysunni.
Enginn sem fór hefur haft samand til merkis um lífsmark, enginn hefur orku til að vitna um helgina, its a recovery state, its healing time. Þeir sem fóru ekki þakka fyrir að hafa staðist freistinguna enn ætla samt að fara næst.
Leikskólinn byrjaði aftur í morgun, normalið verður ekki mikið meira en þetta, soldið scary enn samt soldið gott. Það þarf enginn að fletta upp orðinu “normal” við þessar aðstæður á þessum degi.... this is it!!! Við þurfum normal með smá ups and downs .... hinn gullni meðalvegur.......... thats all I have to say about that.........