What a Wonderful world

Tuesday, August 07, 2007

Síðasta útilegan


Jæja verslunarmannahelgin að baki og fjölskyldan skellti sér í húsbílinn fræga sem nokkrir bræðurnir eiga saman, takk fyrir lánið ;)


Við vorum fljót að komast að því hjónin að við erum bara ekki mikið útilegufólk,
afhverju er ekki svo gott að vita en við fórum með góðum hug af stað í Borgarfjörð. Vorum búin að troðfylla bílinn af mat svo við varla komumst fyrir, Siggi með svo svakalega margrétta að þó það hefði komið heimsendir þá hefðum við lifað í nokkra mániði á byrgðunum. Þetta byrjaði allt mjög vel, börnin alsæl afturí að lita og lesa andrés önd, svo var sett á barnaefni og lágu þau undir sæng og nutu þess í botn. Bíllinn fór ekkert mjög hratt áfram, en niðrí móti með meðvind var hægt að ná 92 og þá hrópuðum við Siggi,, jíhaaaaaaaaa. Siggi er ekki sá þolinmóðasti svo þetta var kannski ekki að ganga eins hratt og hann hefði viljað enn mér fannst þetta í góðu lagi og naut útsýnisins, fagra íslands !!!


Svo var komið á tjaldstæðið að Fossatúni, 5 stjörnu tjaldstæði með öllu, en það var reyndar rok og rigning. Krakkarnir vildi strax fara að leika í flottum leiktækjum og við Siggi reyndum að koma okkur fyrir , en litum svo hvort á annað „HVAÐ SVO ??“. Við kunnum ekkert að vera í svona útilegu, hvað á maður að gera. (Við fórum nú í bústað um daginn og hann var málaður, nokkur tré voru trimmuð og bletturinn slegin og klipptur, það er erfitt að vera kjur).
En börnin komu aftur rennblaut til baka og þá var hægt að nýta sér aðstöðuna og labba með fötin í þurkara og bíða eftir því. Allt svo þröngt og erfitt eitthvað, ég hitaði uppá hrikalegt kaffi og var það til að halda í okkur hita ásamt gasinu, meðan við flettum séð og heyrt.


Ég hefði alveg viljað komast í snertingu við náttúruna en náttúran var bara ekkert sérstaklega hress, rokið aðeins of mikið og rigningin heldur blaut. Við fórum þó með krökkunum eitthvað á hjólum og þau voru að fíla þetta í botn. Hreyndýrasteikurnar, túnfiskurinn, humarinn og kálfurinn biðu þess að vera étinn en kokkurinn lagði ekki í að elda á þessu litla gasi svo það voru soðnar pylsur, sem átti að vera neyðarmatur og volgt kók drullið með. Það sem mestu skipti þó var að fjölskyldan var saman og í svona litlu rými ræða allir meira saman og kósýkvöldið var velheppnað þar sem við horfðum á fjölskyldumynd saman undir sæng með nammi. Ég gat svo reyndar ekki sofið neitt þar sem ég hafði svo miklar áhyggjur af því að gasið væri að leka eða að eitthvað dýr með of margar lappir væri komið undir sæng til mín.


Með svona útilegur þá er maður rétt búin að ná hita þegar eitthvað af börnunum þarf að fara á klósett og þá aftur útí kuldann. Þegar við Siggi löbbuðum að þjónustuhúsinu og mættum hjónum í skíðagalla með húfu og alles labba með leirtauið að vaskinum í rigningunni og vaska þar upp í makindum datt útúr Sigga að Íslendingar væru klikkaðir, og það er svosem ekkert nýtt, skemmtilega klikkaðir. Um morguninn var svo gefist upp, pakkað saman, keyrt í sund og svo til Pálma bróðir í bústað, hellt uppá almennilegt kaffi og um kvöldið var þvílíka matarveislan þar sem hreyndýrið slapp ekki undan.


Björtu hliðarnar ; nú vitum við að útilegur eru ekki málið fyrir okkur. Ég var líka að fá gjafabréf frá vinnunni með gistingu á Hótel Búðir, það er örugglega GEÐveikt,svona meira „my cup of tea“

En takk bræður fyrir lánið á bílnum, það hafði ekkert með hann að gera hvernig ferðin var ;)

7 Comments:

  • Wahahahaha frábær útilega!!!!
    :)

    By Anonymous Anonymous, at 1:24 PM  

  • Þú hefðir betur komið með mér til eyja.....

    kk
    Elín

    By Anonymous Anonymous, at 5:41 AM  

  • gleymdi reyndar alveg að minnast á það að við fórum og skoðuðm gullfoss, það er nú askoti menningarlegt. En þjóðhátíð verður það næst Elín ..that is for sure

    By Blogger Bella Blogg, at 8:50 AM  

  • HA HA Grímur var að fara á bílnum áðan... og Siggi hefur verið með hann í handbremsu alla ferðina greinilega, því hún virkar öfugt í þessum bíl, miðað við aðra...
    svo eruð þið hissa að hann sé kraftlaus.
    Svo ef þið hefðuð opnað stóru skápa hurðina inn í bíl, þá er klósett og sturta þar, þannig að fara út á klósettið í brjáluðu veðri var óþarfi.... kanski að ég merki þetta betur á hurðinni...
    ha ha ... en alveg rétt þetta er kanski ekki góð tvíbaka tvíbaka þó hún sé gömul.

    By Anonymous Anonymous, at 2:30 PM  

  • Þið eruð snillingar :)

    Dýr með alltof margar lappir.....wahahahaha.....

    Olga B

    By Anonymous Anonymous, at 4:59 PM  

  • HAHAH ég elska að lesa bloggið þitt. KEmur mér alltaf til að brosa og hlæja. Ég er alveg sammála þér með svona útilegur. Ég er ekkert voða svoleiðis týpa. Svo er veðrið oft svo drullu leiðinlegt.
    Mér finnst best að fara bara til Spánar eða eitthvað í frí. Liggja á bekk og fara svo bara út að borða það er eitthvað fyrir mig : ) hehehe

    By Anonymous Anonymous, at 8:15 AM  

  • ALVEG HJARTANLEGA SAMMÁLA Þórey !!!!!!!

    By Blogger Bella Blogg, at 9:00 AM  

Post a Comment

<< Home