What a Wonderful world

Friday, September 14, 2007

Hvað gerðist ??



Þegar ég vaknaði í morgun, stakk mig eitthvað......

Mér finnst voða gott að snooza á klukkunni og koma mér betur fyrir í 10mínútur, framlengja draumnum, kúra og ná smá aukalúr. En það var eitthvað mjög hart að bora sig inní síðuna á mér. Og.... ég gefst upp, sest með hárið útí loftið og augun enn í hnakkanum og svona bölva eitthva,,, hvur andsk.. er hérna í bælinu..??.. Samt öllu vön, Siggi búinn að vera í Kína og Clara hefur verið uppí hjá mömmu á meðan og mjög eðlilegt að fá tær uppí nef og hné í bak án þess að vera nokkuð viðbúin, samt í tveggja metra breiðu rúmi. En þetta var eitthvað annað, mjög grömpí sný ég mér við og dreg upp sökudólginn..... BÓK. ..
.....Svosem ekkert merkilegt ef þetta hefði verið Einar nokkur Áskell eða Palli einn í heiminum.... nema að þetta var bók sem ég hef ekki tekið útúr skápnum síðan ég keypti hana, ég náði ekki í hana og skil ekkert hvernig hún hefur komist uppí rúm til mín. Skápurinn sem hún hefur verið geymd í var með opna hurð, hmmm.. veit ég að ég hefði tekið vel eftir því áður en ég fór að sofa ef hún hefði verið opin þá því ég þoli ekki opnar hurðar á skápum, sérstaklega þegar ég er að fara að sofa.
Þetta er alveg meiriháttar undarlegt.... og scary...

Getur verið að það sé verið að senda mér boð að handan ??
Er verið að reyna að stýra mér í rétta átt ?
Er þetta hvatnig ?
Eða er þetta aðvörun?

Þetta var bókin;

ÞÚ ÁTT NÓG AF PENINGUM ..
Þú þarft bara að finna þá...

Hver sendir manni svona skilaboð án þess að lát útskýringar fylgja með....plís help me ?

10 Comments:

  • Vá spooky.

    Ég upplifi þetta þannig að ef þú gengur ekki í svefni og sækir dót úr skápum (híhí), þá er þetta hrein og bein ábending til þín um að annað hvort lesa bókina aftur eða nota betur tækifærin í kringum þig til aukinna tekna. Þú ert að gefa of mikið án þess að fá til baka. Held ég. ;)

    Kv. Olga B

    By Anonymous Anonymous, at 8:08 AM  

  • Takk fyrir þetta Olga, það getur verið að ég geti náð í pening einhversstaðar, hmmm.
    Ég læt það fylgja að mig dreymdi ekkert.
    Ég hef ekki lesið bókina, nema rétt byrjað á henni og líkaði hún ekki.
    Ég var að hugsa um það áður en ég fór að sofa að það væri of dýrt fyrir okkur að fara í stærra húsnæði, enda allt rokið uppí verði, sama hvað það er.
    Hvort ég hafi náð í bókina sjálf í svefni, veit ég ekkert um. Þetta er ferlega skrítið...

    By Blogger Bella Blogg, at 8:19 AM  

  • hehe skondið....

    Kannski býr peningasparálfurinn heima hjá þér!!!

    By Anonymous Anonymous, at 10:56 AM  

  • Þetta er frekar undarlegt en það er pottþétt einhver að láta þig vita að þú eigir að elta drauma þína og efast ekki í eina sekúndu um hvort þú sért að stíga rétta skrefið.

    Keep it up girl !
    Jórunn

    By Anonymous Anonymous, at 4:36 AM  

  • Þetta er ótrúlega einfalt.... mjög trúlega hefur þetta verið tannálfurinn sjálfur á ferð og sennilega hefur sá stutti haft eitthvað á samviskunni ... (skuldað þér krónu eða tvær síðan "i den" hér á árum áður) og ákveðið að gera nú upp við þig ... en til að gera þetta svolítið skemmtilegt hjá þér... færð þú bókina sem vísbendingu um að leita að aurunum þínum :) hvernig líst þér á þessa kenningu??? öðruvísi... ekki satt? :) eigðu annars góðan dag .. kv.Sirrý

    By Anonymous Anonymous, at 5:31 PM  

  • góðar hugmyndir stelpur, ég vona bara að aðrar bækur fari ekki að skríða uppí til mín með einhver skilaboð,, t.d bókin borðaðu þig granna eða eitthað álíka...

    By Blogger Bella Blogg, at 6:19 AM  

  • wahahah borðaðu þig granna :) þú ert yndisleg. En annars því ég er svo skeptísk en finnst samt gaman af svona ertu þá örugg um að Siggi hafi ekki fundið hjá sér áhugan á lestri eftir kínadvölina?

    En talandi um að borða sig granna... þá mega gallabuxurnar litlu ekki fara í þurrkara stefni ótrauð á að innheimta þær aftur eftir nokkra cm hljóp 10 km í gær á 63 mín og var bara nokkuð ánægð svo ert þú velkomin í hlaup á alþjóðadegi Hjartaverndar 30. sept og fullt í boði fyrir krakkana á meðan við púlum hoppukastali og svona fitnesbraut og eitthvað fleira :)

    kv Ágústa

    By Anonymous Anonymous, at 7:44 AM  

  • Siggi var úti Ágústa mín þegar þetta gerðist...

    en tell me more about the heartvernd thing... hvenær er það ?

    By Blogger Bella Blogg, at 8:53 AM  

  • Það er greinilegt að einhver er að senda þér skilaboð Berglind mín, annað hvort um það að fara að lesa meira eða með ábendingu til þín um hvar þú nærð í peningana (nema að þetta séu dulin skilaboð um að þeir séu handan við hornið..... :))
    Bestu kveðjur
    Kristín Inga

    By Anonymous Anonymous, at 1:51 PM  

  • What en scary...

    Borðaðu þig granna hehehe.... bara fyndið.

    By Anonymous Anonymous, at 4:30 PM  

Post a Comment

<< Home