What a Wonderful world

Tuesday, March 29, 2005

Bobba

.


Ég þekki konu sem fer oft í fótbolta og búðarleik með börnum.
Ég þekki konu sem er komin yfir sextugt og vinnur ennþá á við þrjár manneskjur.
Ég þekki konu sem setur strigaskó í þvottvél og söl í þurkara.
Ég þekki konu sem bakar kleinur í bala og notar þrjár pönnukökupönnur í einu.
Ég þekki konu sem sem prjónar peysu á tveimur dögum.
Ég þekki konu sem þvær lopapeysur allra í baðkarinu án þess að vera beðin um það.
Ég þekki konu sem á bara stuttermaboli og stuttermapeysur af því hún er með annað hitastig en annað fólk.
Ég þekki konu sem gerir allt fyrir börnin sín sjö og barnabörnin sautján.
Þessi sérstaka kona er tengdamamma mín !!

Sigmar


smá vesen að fara í leikskólann í morgun, fyrir utan allt pollagalladraslið þá drösluðumst við með tvær stærðarinnar ískúlur, já Sigmar hafði fyllt tvær blöðrur af vatni og sett´inní frysti, klippti svo blöðruna utan af í morgun og vildi ólmur fara með kúlurnar í leikskólann til að sýna drengjunum...það sem strákum dettur í hug..

Clara

.

Það þyrfti að vera föst myndavél á þessum krökkum þau eru svo fyndin oft að maður er alltaf að óska sér að hafa náð því á myndband. Clara stóð fyrir framan spegilinn um helgina, alveg upp við hann og dillaði mjöðmunum til...tók hárið frá andlitinu og söng lagið hennar Rut Reginalds nema hvað textinn var aðeins breyttur..
´"Ég er furðuleg....alveg furðuleg..."
Ég hélt að ég mundi deyja úr hlátri...yndisleg mús

Wednesday, March 23, 2005

Pabbi á afmæli í dag !!!!

Hann elsku pabbi á afmæli í dag 62 ára kallinn !!
Ég er og hef alltaf verið mikil pabba stelpa, strax kölluð Bóa litla á spítalanum þar sem öllum fannst ég svo lík pabba. ( Pabbi heitir Sigmar en kallaður Bói vegna þess að þegar hann fæddist þá sagði systir hans (sem var bara smábarn) alltaf "þetta er hann bói minn" í staðin fyrir "þetta er hann bróðir minn" og síðan þá hefur þetta verið fast við hann.
Ég hef íþróttaáhugann og keppnisandann frá honum enn hann var mjög góður knattspyrnumaður hér á árum áður, eins og elding á kantinum :) Pabbi er algjör bangsi eða eins og Hildur systir kallar hann síðan hann byrjaði að grána KOALA bangsi. Manni finnst maður alltaf öruggur þegar hann er nálægt og sem barni fannst manni hann geta verndað mann frá öllu hvort sem það var í flugi í brjáluðu veðri eða þegar tröllin á þrettándanum voru að hræða mann. Þegar ég var á Rauðagerði (leikskólanum) kom pabbi oft að fylla á kók í Kránni (sjoppunni)á móti , þá röðuðu allir krakkarnir sér á grindverkið og kölluðu "kók bíllinn...kók bíllinn" svipað og þegar sóparabíllinn fór framhjá..."sóparabíllinn..sóparabíllinn" :) Pabbi kom svo út og stakk einni kúlu upp í hvert barn sem hékk á grindverkinu.. og allir alsælir,, sérstaklega ég að eiga þennan frábæra pabba sem gaf öllum kúlur. Sennilega væri eitthvað foreldrafélag í dag búið að kæra svona pabba fyrir að skemma vísvitandi tennur í ungum börnum eða eitthvað álíka :) Pabbi er algjör golffíkill og mamma vill meina að hann sé skilin við hana og giftur golfsettinu og Tiger Woods sé týndi sonurinn enn kallinn verður bara að fá að hafa sína íþrótt, hann getur róað sig með góðu golfi eftir tap hjá Liverpool. Pabbi hefur mikið skap sem hefur komið honum langt en að sjálfsögðu orðið fyrir honum líka, einhverntímann danglaði hann aðeins í rassinn á einhvejrum dómara sem var að gera skandal....enn hann er líka fljótur niður og einfaldlega ljúfur sem lamb. Einstaklega barngóður og í mesta uppáhaldi hjá barnabörnunum. Pabbi er töffari í gegn og frábær dansari.
Eftir að pabbi fór að eldast hefur gripið hann algjört símaæði og er hann núna oft á tíðum að hringja í okkur börnin hans og tékka á okkur, heyra í okkur hljóðið, okkur þykir voða vænt um það þó það séu oft óþarflega nákvæmar lýsingar á golfsveiflum gærdagsins. Pabbi þú ert bestur !!!

.

Monday, March 21, 2005

Ef ég bara hefði

.

"Ég hefði getað orðið fatahönnuður, ég er svo flink í höndunum...stelpurnar slefuðu af öfund á böllunum í gamla daga þegar þær sáu mig dansa í fallegu kjólunum mínum"

Bara ef ég hefði.....

Hefur þú velt því fyrir þér hvað viðbrögð þín við því sem aðrir eru að segja þér frá (markmið, áætlanir) skipta miklu. Af því ég var að tala um MISTÖK hérna að neðan þá er annað atriði sem hefur einnig stór áhrif á það hvað við gerum við líf okkar og það er það hvernig aðrir bregðast við því sem við ætlum að gera. Í bókinni minni er þetta skýrt með lítilli froskasögu sem er einhvernveginn á þennan veg:
Einu sinni voru fimm froskar að keppa í maraþon hlaupi upp á fjallstind. Þeir settu sig í startholurnar og fjölmargir áhorfendur hópuðust að til að horfa á keppnina. Það mátti strax heyra í einum "pabba frosk" "hvað er þetta sonur er eitthvað vit í þessu, er ekki nær að nýta tímann í eitthvað annað"...Hlaupinu var startað og froskarnir hentust af stað... áhorfendur röfluðu "þvílík fásinna þeim tekst þetta aldrei" "froskar uppá fjall..síðan hvenær?" . Einn froskur af öðrum gáfust upp og hættu keppni.. Enn einn froskur hélt alveg sínu striki og náði toppi fjallsins stoltur og ánægður , reisti sig uppá afturlappirnar og fagnaði..
Hvað var það sem var einstakt við þennan frosk þannig að hann komst alveg upp og vann, jú hann var heyrnalaus og því hafði það sem áhorfendur höfðu að segja ekki áhrif á hann.
Forðist fólk sem hefur þann slæma ávana að hafa alltaf eitthvað neikvætt um það að segja sem þið viljið gera eða a.m.k lokið eyrunum fyrir því og passið að láta það ekki hafa áhrif á ykkur. Þegar við Siggi ákváðum að flytja til Bahamas var fólk með komment eins og " hva..ætlið þið að fara svona langt með barnið með ykkur og hvað...er eitthvað vit í því... " osfrv. þegar við svo ákváðum að flytja heim 2 árum seinna mjög sátt við þessa lífsreynslu var það sama fólkið sem sagði "Hva..ætliði að koma heim, þið sem hafið það svo gott úti..skil bara ekkert í ykkur...osfrv.. Eins þegar ég ákvað að gefa út bókina fékk ég komment eins og "hva....hvað ertu lærð?,, getur þú gert það .. þarf það ekki að vera eihver sem hefur....eða ...ég helt að þú mundir miklu frekar gefa út skáldsögu ..ert það ekki meira þú...osfrv..
Nokkrar af mínum bestu vinkonum hafa verið að taka nýjar stefnur með sitt líf og ég óska þeim innilega til hamingju með sínar ákvarðanir, þeim á örugglega eftir að ganga mjög vel, læra margt nýtt og þroskast sem manneskjur.
Hafiði séð töframanninn David Blane, ég sá viðtal einu sinni við hann þar sem ahnn þakkaði mömmu sinni fyrir að "samþykkja" það að hann gæti orðið töframaður í stað þess að segja " David minn það er ekkert starf að verða töframaður vertu frekar læknir eða lögfræðingur" þá sagði hún "frábært..töframaður...þú verður örugglega besti töframaður í heimi" sem hann er ..og þénar milljónir á milljón ofan.
Látið aldrei neinn segja ykkur að eitthvað sé ekki fyrir ykkur, það þekkir ykkur enginn betur en þið og því getið þið best dæmt um það, og ef það gengur ekki upp þá er enginn reynsla þannig að ekki sé hægt að læra eitthvað af henni. Fyrir utan það að þá verði þið örugglega ekki að bögga herbergisfélagann á elliheimilinu með því að tuða "bara ef ég hefði...."
.

Wednesday, March 16, 2005

Clara í "Þor" æfingu á Hjalla

.

Sigmar í "Þor" æfingu á Hjalla

.

MISTÖK

Ég verð aðeins að fá að dásama leiskólann sem börnin mín eru á hinn eina sanna Hjalla, þar sem allt snýst um að hvetja börnin til sjálfstæðis og fagna því sem gerir þau einstök. Ég gæti skrifað margar blaðsíður um hvað Hjalli stendur fyrir og hvað er gert þar en ætla að láta mér nægja að minnast á eitt af því sem er þar og það eru svokallaðar MISTAKA-ÆFINGAR...sem kenna manni það að það sé allt í lagi að gera mistök. Börnin æfa sig með því að henda eggjum á milli og þegar þau lenda í gólfinu þá segja allir bara "úps.. þetta er í góðu lagi". Svo ef einhver t.d hellir niður í matartímanum þá er bara sagt "þetta er allt í lagi, þetta var bara óvart" osfrv.
Ég las á blogginu hennar Olgu að 70% fólks sé að vinna við allt annað en það vill í raun og veru. Aðal ástæður þess að fólk gengur ekki á eftir draumum sínum er sú að það er hrætt við að gera mistök eða það hefur ekki tekið námið sem þurfti hrætt við að mistakast. Þessi magnaða hræðsla við mistök rænir frá okkur svo mörgu og hún gerir það á laumulegan hátt stjórnað af undirmeðvitundinni sem geymir öll lífsins brot frá því við vorum börn. Hugsið um þetta næst þegar börnin ykkar gera eitthvað sem er í raun bara óvitaskapur og veltið fyrir ykkur hvort að svona hræðsla hafi einhverntímann sett upp grindur fyrir ykkur og hvort þá sé ekki tími til kominn að rífa þær niður.

Monday, March 14, 2005

ÍS-land

Hver bauð öllum þessum flensum til landsins eiginlega...
"FLENSA Í BOÐI Pharma...." ??eða hvað... Maður er alltaf að heyra það að lyfjafyrirtækin hafi tögl og haldir..þau hljóta að standa að þessum innflutningi. Ég er með svo mikin hausverk að það er eins og eitthvað dýr sé að reyna að naga sér leið út úr heilanum á mér og sennilega er dýrið búið að éta minnishlutann því ég virðist ekki getað munað neitt þessa stundina. Ég hélt að ég næði að hrista þetta af mér um helgina en dýrið vaknaði með mér í morgun hungrað sem aldrei fyrr og nagar og nagar meðan ég reyni að vinna. Svo er bara gaddur úti og ísjakar að ráðast í land..hvað er þetta...getum við ekki dregið þessa eyju eitthvað sunnar..kanski eru ísjakarnir að reyna það..mjaka okkur neðar á kortið.. maður er nú ekkert að biðja um strandablak og Pina colada, bara volgan bíl á morgnanna og þjáningalusa leigubílaröð um helgar..eitthvað svoleiðis...

Wednesday, March 09, 2005

I´m not a superwoman !

.

Það er allt að gerast, í 100% vinnu + gamla vinnan er ennþá 10% svona með. Clara tók við af Sigmari með hlaupabólu svo það eru búin að vera "gól" síðust nætur og lítið hægt að sofa.(greyjið litla)...maður hrekkur upp ef maður nær einum heilum klukkutíma og heldur að það sé komin föstudagur...ég er með svo mikla vöðvabólgu aftan í hnakkanum að ég get varla kyngt hvað þá hugsað. Eini tíminn sem er aflögu er í hádeginu svo ég var að hugsa um að fara að æfa þá..svona til að auka hlaupin á milli staða enn frekar.. taka sprettinn úr ræktinni með hárnæringuna ennþá í til að ná aftur í vinnu..ofan á þetta var ég að pæla í námi í Grafískri hönnun við tölvuskólann Þekkingu..en í morgun ákvað ég að hætta við að vera superwoman. Koma mér inní nýjar aðstæður áður en ég bæti náminu við. Ég þekki líka nokkrar súper-konur sem eru að sligast undan álaginu enn þið?
Súperkonan er dauð samkvæmt þessari grein eftir Mrs. Chancey á http://www.ladiesagainstfeminism.org

"Superwoman is dead. In fact, Superwoman never existed except in our wildest imaginations. The whole notion that one woman can have it all and do it all is false from beginning to end. The amazing thing is that we are gullible enough to accept it as truth and feel guilty for not achieving what we feel we are somehow obligated as women to achieve. It is time to free ourselves from this false standard and start living as women who are only too glad they do not do it all and cannot have it all."

Monday, March 07, 2005

Allt í drasli

jeminn sá einhver þáttinn á skjá einum í gær "allt í drasli"..vá þvílíkur þáttur. Par um þrítugt fékk Heiðar snyrtir og skólastjóra Húsmæðraskólans til þess að koma og þrífa hjá sér...þvílíkur vibbi.. og hvað er fólk að pæla að sýna ryk og úldna steikarfeiti frá því á jólunum í fyrra í sjónvarpinu. Ég var að borða fyrir framan sjónvarpið og hreinlega missti matarlistina. Ég er nú ekkert sérstklega þekkt fyrir að strauja þvottapoka eða eiga Kirby til að sjúga burt rykmaura sem aðeins sjást í smásjá enn common þetta var rosalegt... ég fékk bara kláðakast. ég meina ..það deyr enginn í fjölskyldunni þó að bakaraofninn sé ekki rifin frá veggnum einu sinni í viku en það er ekki þar með sagt að það þurfi að halda ættarmót sýkla á svæðinu. Þau báru það fyrir sig hjónin að þau tímdu ekki að henda neinu (ekki einu sinni rykinu)... Talandi um að henda þá vorum við einhverntímann að taka skápana í ákveðnu húsi (ekki heima hjá mér) enn í skápnum var tonn af kryddum að fara í gegnum og það var greinilegt að sumt var komið til ára sinna, allvega var eitt verðmerkt "Miklagarði".. man einhver eftir því....hissa að sjá það ekki í þessum þætti í gær..

Thursday, March 03, 2005

.

HELP

Endilega komið með hugmyndir að líkamsrækt...ég nenni ekki þessu hlaupabrautadæmi.. NEVER ENDING STORY eitthvað...alltaf farin að dotta á skokkinu og næstum dottin um mig sjálfa eða erobik hliðar saman hliðar OG GRAPEWINE.....eða hvað það nú er...þá get ég alveg eins farið í Jane FONDA gallann

.

LATEX

Mér til mikillar gremju hefur ekkert gengið að hefja átakið aftur sem´við Vinkonur mínar höfum verið að peppa hvor aðra í. Síðasta sumar var þvílíka átakið enda alltaf einhver að gifta sig og allar taka höndum saman og grennast. Nú finnst mér líða mjög hratt í hvíta kjólinn og ég er farin að reikna út hvað mörg grömm ég vil missa að meðaltali fyrir 27.ágúst. Ef þær yndislegu vinkonur mínar ætla ekki að vera með mér í átakinu til halds og trausts er ég búin að ákveða að gera þær allar að brúðarmeyjum í hvítum LATEX kjólum svo þröngum að slagæðarnar sjást pumpa í gegn.
Þær eru reyndar svo flottar að kallarnir þeirra myndu vera "urrandi" á hliðarlínunni og draga þær heim áður en veislan næði að byrja,,svo kanski er þetta ekki svo góð hugmynd..

Wednesday, March 02, 2005

Siggi á afmæli í dag

já Siggi minn er þrítugur í dag 2. mars !!!! Ég og börnin vöktum hann með afmælissöng í morgunsárið.. mjög gaman !!
Siggi er frábær gaur sem er sem betur fer búin að eyða hálfri æfinni með mér.
Hann greinilega skín af honum hvað hann er traustur því það er ótrúlegasta fólk sem leitar til hanns í vinnu og annarsstaðar til að ræða sín vandamál (kallar sjálfan sig sálarruslafata stundum og hlær)hann á líka mjög auðvelt með að skilja aðstæður þ.a.s setja sig í spor annara og dæmir engann, hann er líka ótrúlega gleyminn svo það hlýtur að vera góð blanda í manni að vera traustur og gleyminn ef maður vill segja honum öll sín dýpstu leyndarmál :)
Siggi er stríðinn eins og báðir foreldrar sínir og hefur fengið mikið út úr því að hrekkja aðra með velundirbúnum leikþáttum. Hann er ótrúlega duglegur eins og flestir í hanns fjölskyldu og vinnur á við þrjá eins og Bobba, það er prakkari (smá púki) í honum eins og Kötu systir og Binna bróðir, hann hefur sérstakt lag á börnum eins og Bobba og fleiri í fjölskyldunni hanns, sömu ævintýraþrá og systkini hans og ég held að ég hafi rétt fyrir mér að þeim öllum finnst gott að sækja sér í orku frá náttúrinni (vera nálægt vatni) enda er það oft eina leiðin til að draga þau úr vinnu :) Siggi er heiðarlegur eins og pabbi sinn, enn það getur verið soldið snúið þegar maður er líka svona smá púki og prakkari. Það lýsir því einna best þegar hann ásamt vinum stálu tuðru um árið til að taka smá siglingu (ævintýraþrá, vatn, prakkari og púki)þeir enduðu út í Ystakletti og löbbuðu svo alveg yfir og niður Heimaklett...enn næsta dag fór Siggi gangandi einn heim til þeirra sem áttu tuðruna og mótorinn og baðst fyrirgefningar með handabandi og tilbúinn að sjálfsögðu til að greiða fyrir skaðann alveg miður sín. ´Sá sem átti tuðruna sagði "já Siggi minn.. takk fyrir að koma..blessaður vertu menn hafa gert mikið verri hluti enn þetta" :)

Ég er ekkert svo viss um að Siggi hefði fattað það í dag að hann ætti afmæli nema vegna þess að við minntum hann á það. Hann pælir lítið í dögum og árum...hvað sé þá stundina..
Hann sagði við Clöru í morgun "Clara hvað er ég eiginlega gamall í dag?"
Clara var fljót að svara "pabbi þú ert sautján"
Siggi svaraði "Frábært..sautján skal það vera"
.