What a Wonderful world

Friday, August 31, 2007

Oxford street



Við Olga vinkona vorum að ræða dr. Phil um daginn, okkur finnst hann æði, enda elskum við að skoða hegðun fólks og kallinn hann Phil er með þetta allt á tæru.
Við Siggi ræddum það einnig að þegar hann yrði orðin sjónvarpsstjarna í Hollywood, með vinsælasta matreiðsluþáttinn ætla ég að bíða í áhorfendasætunum eins og konan hans Doktor Phil og vera tilbúin þegar hann arkar út og hanga þá í jakkanum með sama svip og hún “jebb ég á þennan.., þetta er maðurinn minn, hann væri ekkert án mín, ,ég hef komið honum hingað”…. þessi svipur, það verður þegar við erum búin að meika það. Börnin ekkert í public skóla með hinum maurunum, nei þau verða í skóla með Maddox og Shilo (Brad og Angelinu) og maður ræður personal shopper til að halda á pokunum niður Oxfordstreet. Já við vorum einmit þar á laugardaginn, á Oxfordstreet að versla. Þær eru voða fínar þessar búðir þarna margar, mér leið eins og henni þarna í Pretty woman þegar þær sáu mig gellurnar í búðunum, ég í túrista stuttbuxunum og Reebook skónum, þær vissu það að það var ekkert feitt í þessum stuttbuxnavösum, þetta er partur af þeirra djobbi að vingsa út rolurnar sem eiga ekki séns í dýrar flíkurnar og eyða alls engum tíma í þær, helst gefa þeim svipinn svo þær hætti að lafa utaná rúðunni, eins og ég gerði , eins og barn utaná sælgætishúsi, Chanel , Ralph Lauren og Karen Millen (lausleg þýðing ;Karen fyrir milla) jammm… Ég þurrkaði slefið og Siggi ýtti mér áfram, hann hafði úthald í tvær búðir, nýtt heimsmet !!! TVÆR BÚÐIR.. ok það hafa komið slæmir tímar en .. tvær búðir er ekki boðlegt, en greyjið var búin að vera að vinna eins og brjálæðingur svo hann fór uppá hotel og ég hélt áfram, frá dýrustu búðunum og yfir í eitthvað eðlilegra.
Svo héldum við uppá brúðkaupsafmælið með STÓRUM morgunmat í rúmið, egg og beikon, pönnukökur, appelsínusafi, sterkt kaffi..
....... mm ég er svöng..........

3 Comments:

  • Takk fyrir síðast. Yndisleg skrif þín eins og alltaf.

    Sé þig fyrir mér arka með Sigga út úr stúdíóinu í Chanel dressinu og $ólheimaglottið, rosa montin...ha ha ha. :)

    Til hamingju með 2ja ára brúðkaupsafælið. Fljótt að líða.

    Dr. Phil rúlar feitt :)

    Knús
    Olga Björt

    By Anonymous Anonymous, at 3:38 PM  

  • Hæ hæ. Ég elska að lesa bloggið þitt Berglind, þú ættir að skrifa bók held ég bara.
    Til lukku með brúðkaupsafmælið...ég man sko vel eftir því magnaða brúðkaupi - ekki lítið grand það.
    Bestu kveðjur úr Kambaselinu!

    Viktor og co.

    By Anonymous Anonymous, at 9:28 AM  

  • Gaman að "sjá" þig hér Viktor :) Það er svo skemmtilegt við þetta blogg vesen að maður veit oft ekkert hver er að lesa. Ég er nú ekki ennþá farin að sjá nýju dúlluna þína, eru börnin með síðu á barnalandi eða ???
    Já og þið sem viljið skoða myndir frá London þá eru nokkrar á síðu krakkanna http://barnaland.is/barn/37460

    By Blogger Bella Blogg, at 2:20 AM  

Post a Comment

<< Home