What a Wonderful world

Tuesday, December 21, 2004

Boston here we come !

jedúdda mía, ég var að koma frá Boston í gærmorgun... já Siggi bauð mér "Surprise " til Boston for shopping and cosy dinners... þetta var bara gaman, ískaldur Corona á flugvellinum, dollarinn bara núll og nix svo fötin og gjafirnar keyptar á spott prís. Jólakjólinn á hana Clöru mína í GAP sem er nú enginn "búlla" á 1500 kr íslenskar og skyrtan á Sigmar í HM á 1000 kall..jeminn. Við fengum auðvitað kaup-æði og ýmislegt þarft sem óþarft keypt, ég meina það var allt svo ódýrt, Levis buxur á 2000 kall ekki í neinu nísku-púka Outleti nei nei í bara fínu LEVIS búðunum. Jæja ég skal hætta þessu núna... svo var farið út að borða..rólegt og rómantískt, drukkið mikið af Starbucks kaffi með þvílíkum kleinuhringjum og Brownie triple Chocolate Melt down..eitthvað... kúrað uppá hótelherbergi í hvítum slopp með mini-barinn í vasanum. Ég mæli endregið með svona ferð, við reyndar tókum það stíft..ég er með harðsperrur á hinum ýmsu stöðum eftir mikið verslunnarlabb (hey hver var að hugsa um eitthvað annað?) Svo reyndar fengum við ekki að vera hlið við hlið í flugvelinni heim, Siggi sat í miðjunni hjá einhverjum Oversize manni þar sem "lovehandles" fengu að flæða yfir stól-armana í kjöltuna á Sigga, svo hann var soldið mæðulegur, ég sat afturámóti á milli tveggja Norðmanna "jutte bro" og vissi ekki af mér fyrr en ég var farin að dotta og slefa utan í öxlina á einum..Oh my god.. eða næstum því :) Svo fór maður bara beint í vinnu án þess að sofa neitt nema þetta litla "slef dott", það var því slæm hugmynd að reyna að byrja að pakka inn jólgjöfum í gærkvöldi með börnunum, þolinmæðin ekki sem skildi, svo ég held að það verði gerð önnur tillraun í kvöld, það verður víst að koma öllu ameríkudótinu í bréf..
Þetta SMS var sent til margra þegar drukkinn var kaldur Corona á föstudaginn´hjá Leifi Eiríks í Keflavík, við þurftum að hoppa og því ekkert öruggt með sæti í vélinni, en hér kemur SMS-ið:

Erum komin með sæti,
svo ekki vera með nein læti.
Bella blogg og Siggi sæti,
með kaldann bjór og létt á fæti,
ráðum okkur ekki fyrir kæti.
Boston here we come !!!

Thursday, December 16, 2004

Fornaldarapparat

Jæja kortin komin í póst, one thing done, 9999 to go. Eftir að hafa sleikt frímerki og borðað konfekt inná milli í gær varð mér hálf flökurt, hvaða fornaldarapparat eru þessi frímerki? Ég sé svo sem alveg rómantíkina í þeim og allt það en þegar maður þarf að vera að fórna tungunni í þetta þá er þetta ekkert rómantískt eftir 10 kort, svo ég náði í vatn í klút, og hvað heldurðu að fólk vilji einmitt vera að fá munnvatnið manns í pósti, það gætu leynst alskonar sjúkdómar, hver veit nema að stökkbreytt fuglaflensa sé með jólakortinu þínu í ár....gerðu svo vel og gleðileg jól..ho ho ho hó.. eða hver vill fá sleikt kort frá Víktor Jústsjenkó stjórnarandstöðuleiðtoga Úkraínu, hann er eins og fílamaðurinn , einhver búinn að eitra fyrir honum...stórhættulegt. og hvað er að því að búa til límmiða í stað frímerkjanna, eru það alheims samtök frímerkjasafnara sem standa fyrir þessu eða hvað er málið. Svo bættist það ofaná að loka umslaginu, ég þurfti endilega að vera með fornaldar umslög líka en ekki sjálflímandi eins og það heitir á bókabúðafræðum. Þetta var því erfitt kvöld og ég ætla rétt að vona að fjölskylda mínir og vinir gefi sér tíma til að skoða alla þá vinnu sem ég lagði í kortin þar með talið frímerkjafestingar.
Kveðja Bella blogg

Tuesday, December 14, 2004

Alheims-samsærið- Universal conspiracy

Nú frétti ég það að þegar ég hafði lokið vinnu um 14:30 í gær að við vorum flutt. Það sem byrjaði með því að Siggi ætlaði að henda ofaní nokkra kassa í gærmorgun endaði með flutning á öllu saman á einum degi, það er auðvitað ekkert grín þegar tengdafamily-an ætlar að gera eitthvað, það svoleiðis ríkur úr rassinum á þessu harðduglega fólki. Ég hélt að það tæki venjulegt fólk um 3-4 daga að skipta um húsnæði, en það tekur "Bobbingana" einn dag. Þegar ég kom inní málið sá ég tannbursta, ullarsokka og jóladúka í sama kassa og tengdapabbi að skúra loftið í íbúðinni. Ég hrökklaðist með börnin eins og flóttamaður sem veit ekkert um eigur sínar eða´í hvaða rúmi hann mun nákvæmlega sofa næstu nótt í erindagjörðir, það var ekki nokkur leið að vera þarna, maður var bara fyrir og börnin áttu von á að verða undir í hamaganginum.
Svo tók það miklar sannfæringar að útskýra það fyrir börnunum að jólasveinninn mundi finna þau á nýjum stað og allir sem voru nálægt tóku þátt í Alheims-samsærinu, að ljúga börnin full að því hvernig jólasveinninn ferðaðist með gjafirnar. Alheims-samsæri til að kaupa sér frið, álíka góð uppfinning og snuðið.
Jæja verð að fá mér kaffi, vesenið stóð til eitt í nótt og ég fann ekki brjóstahaldarann í morgun svo ef það er hægt að fara vitlausu megin fram úr þegar rúmið er upp við vegg þá gerði ég það örugglega í morgun ..ég treysti á á kaffið í dag ..that´s for sure
Bella blogg
p.s Bobba verður örugglega komin með lopapeysurnar í baðkarið þegar ég kem heim..þessi elska

Monday, December 13, 2004

Elvis jakkinn

Jæja fjölskyldan að flytja ,,já á besta tíma,, korter í jól. Það tók því ekki að hengja upp seríur eða neitt. Nágrannarnir eru farnir að halda að við séum komin í einhvern sértrúarflokk, eina húsið í Hafnarfirði sem er ekki skreytt. Hvað var ég að hugsa þegar fasteignasalinn stakk uppá 18.desember sem tilvalin til þess að afhenda og hverskonar fasteignasali er það sem stingur uppá svoleiðis, það er eins og fyrir bílasala að stinga uppá snjó-jeppa í 30°c hita. Svo nú er ég komin í hann krappann....eftir að kaupa allar jólgjafir (nema reyndar handa Hildi systir þar sem pakkar til DK verða að fara í dag).
Mamma lét gera upp baðið hjá sér fyrir nokkru og er búin að biðja okkur Unni að gefa sér frístandandi klósettrúlluhaldara ...VÁ ..spennandi gjöf mamma !!! mér líður mikið betur að vita til þess að þið séuð ..... Hvað er þetta með jólgjafir orðið, ef maður spyr fullorðið fólk þá eru allir búnir að semja eitthvað.."ja við Jói ætlum bara að kaupa okkur rúmgafl sem okkur hefur langað í lengi" eða "stebbi leyfði mér bara að velja mér leðurstígvél, hann kann ekkert að velja á mig" osfrv. er þetta af hinu góða...?? Ég veit það ekki ..það er ekkert spennandi við þessi jól orðið..allir velja sínar gjafir sjálfir..en það er kannski betra en að hanga uppi með eitthvað sem maður vill ekki eins og glimmer jakkinn sem pabbi keypti í Ameríku..."Berglind mér fannst þessi fullkominn fyrir þig" ...úpps hvað á maður að segja..."Já pabbi kannski ef ég væri Elvis"..nei maður segir bara "takk pabbi minn þú veist nákvæmlega minn smekk" svo fer þetta inní skáp..þar sem þetta er bara fyrir...þangað til það endar í pokanum til Rauða krossins , svo sér maður í sjónvarpinu einhvern hungraðan í Lesoto í Elvis jakka ...
Já erum við ekki endalaust að bruðla?...við erum svo dekruð...
Bella blogg

Friday, December 10, 2004

Verð að vera með !!

Jæja...eftir að hafa lesið bloggið hjá öllum sem ég þekki þá varð ég soldið spennt fyrir þessu fyrirbæri. Ég veit ekki hvort það sé vegna þess að ég hafi innri óróleika sem þarf að losa um, sýniþörf eða hvað, en hér er ég mætt Bella blogg. Ég hef nú verið að pæla í þessu í smá tíma en "nautið" í mér ...lata dýrið í mér hefur alltaf hvíslað að mér "þetta er svo flókið og erfitt eitthvað, seinna...seinna.." svo þegar "nautið" vinkona´mín hún Jórunn var komin á skrið þá gat ég ekki frestað þessu lengur. Við vorum einmitt að tala um það hversu gott það getur verið að vera latur inná milli, eins og þegar maður er ófrískur og slefar í koddann um níu, bara strax eftir fréttir, það er voðalega gott. Það getur líka vel verið að þessi útrás hérna verði til þess að bæta fjölskyldulífið ef maður lætur allt vaða hérna verður maður bara rólegur og meðfærilegur heima og þá er aldrei að vita nema maður gangi út, kallinn er búinn að hafa 15 ár til að komast að því hver ég er, kannski þá þegar hin rólega og yfirvegaða Berglind kemur heim sér maðurinn "týnda púslið" og við giftum okkur. Já þetta blogg verður til þess að ég verð hamingjusöm til ævi-loka..
What a wonderful world...ha?