What a Wonderful world

Tuesday, November 28, 2006

kanntu að versla ?

Jæja búin að draga aldeilis lappirnar með þessa síðu mar.
Ég vaknaði með andfælum um daginn þegar það braust inn til mín maður og skreið upp í rúmið mitt, en eftir að ég hafði nuddað almennilega augun , fannst mér ég kannast við kauða.. svo skaust upp í huga mér; jújú ég er gift þessum og lagði svo þungt höfuðið aftur á koddann. Já Siggi er semsagt kominn heim og lífið er að snúast í “eðlilegar”horfur. Ég er ákveðin í því að vera gift Sigga alveg sama hversu leiðinlegur hann verður í framtíðinni því róðurinn heima fyrir er andsk. erfiður án hanns. Svo er að styttast í New york, svo ég neyddist til að byrja á jólaskrautinu um helgina til að bæta upp þann tíma sem ég verð úti og við kjellurnar í vinnunni erum farnar að skoða gerfihnattamyndir af borginni á netinu svo við áttum okkur betur á fjarlægð milli einstakra verslanna, en það hefur farið fram svo kallað “pre”shopping sem þýðir á íslensku for-verslun. Þá er surfað á netinu og pantað í bílhlössum og sent á hótelið, þannig gefst betri tími í það sem kallast Self shopping en það er eingöngu verslun á sjálfið, hitt þarf nenfilega ekki að máta. Námskeiðið verslun 101 er kennt heima hjá mér fyrsta virka dag eftir nýtt kortatímabil, skráning á heimasíðunni, eina sem þarf að koma með er; gild kredit og debitkort og seðlar (pappírpeningarnir ,, ææ þeir koma í mörgum litum eftir upphæð, spurðu mömmu þína). Námskeiðinu er skipt upp í þrjá flokka;

Hópefli 1; Ekki hræðast það að versla mikið, umræður og hvatningaróp; þú getur verslað,þú getur verslað, dáleyðsla á eyðsluhömlum sem hafa myndast í undirsjálfinu.

Kerfisbundin verslun; að kaupa í búntum, kaupa frammí tímann, að flytja verðmiða á milli. Hvernig skíta á út vörur til að fá afslátt. Seld eru tæki til að klippa af þjófavarnir.

Eftirfylgni; hvernig þú eyðir sönnunargögnum og læsir heimabankanum svo makinn komist ekki á slóðina. “það sem makinn veit ekki særir hann ekki”.
Fyrirlestur frá Visa um greiðsludreifingar, hvernig hækka má heimilidir í gegnum síma osfrv.

Kaffi og kökur í boði á námskeiðinu, þjófavarnarklipparinn frír með ef þú kemur með gest.

Monday, November 27, 2006

Saturday, November 18, 2006

Kokkalandsliðið







Jæja þá er kokkalandsliðið farið út að keppa, þið getið fylgst með á heimasíðu freistingar

Tuesday, November 14, 2006

Monday, November 06, 2006

Loksins nýjar myndir


Loksins nýjar myndir hjá Sigmari og Clöru, smellið hér

Siggi eigum við að koma í sund ?



Sem betur fer hef ég ekkert nennt að mæta í ræktina lengi

Bólga

Ég veit ekki hvað málið er, en mér finnst ALLT orðið svo dýrt eitthvað, er það þessi blessaða verðbólga sem ég hef aldrei nennt að pæla í eða...hrikalega steikt, er einhver annar að finna fyrir þessu?
Ég ætlaði að kaupa mér trefil og sá engan sem var undir 3500 krónum, ég spurði líka dömuna “Hver prjónaði þennan trefil ? Muhamed Ali eða Frank Sinatra ? þvílíkt verð, er þetta af einhverjum séröldum kindum sem lifa á jarðberjum og kavíar ? Hvernig er hægt að fá út þetta verð? Fyrir utan það að það er hægt að kaupa sér trefla á margföldu þessu verði ef maður er í stuði og veit ekki hvað maður á að gera við kúlurnar eða krónurnar, þjakaður hvorki af verðbólgu né vöðvabólgu og á afgang eftir Epal, Karen Millen og Betra bak. Hver hefur efni á þessu ? (annar er Ágseir brúnkuklútur Kolbeins og ljóshærði félaginn.)
Peningaseðlar, hvað er það?.. Mattador ??

Wednesday, November 01, 2006

VELGJA

Sá einhver Innlit útlit í gær (31. okt) Ásgeir brúnkuklútur Kolbeins og hans frábæru íbúð. Ef ég hef einhverntímann fengið velgju af snobbi þá var það í gær, við Siggi áttum ekki orð. ÞEgar ég kom í vinnu voru vinnufélagar mínir sem höfðu séð þáttinn algjörlega sammála. Þá var Vala Matt nú mikið mikið betri fyrir almenninginn, það verð ég nú að segja , andsk.. hafi það. Þátturinn er endursýndur á sunnudögum, svo er hægt að horfa á þetta á http://www.skjarinn.is/skjareinn/innlendir_thaettir/thattur/store126/item950/ verði ykkur að góðu ;) Þau hefðu kannski átt að hugsa þetta aðeins betur (samabr. myndina) wahhhaaaaa