What a Wonderful world

Tuesday, September 20, 2005

Unnur systir

Unnur systir átti afmæli á laugardaginn þessi elska. Hún er bestasta stóra systir sem hægt er að hafa. Það versta við hana er að hún er endalaust að gefa og gera fyrir aðra svo hún gleymir sjálfri sér ansi oft.
Þó hún sé systir mín er hún (sjálfskipuð)amma barnanna minna og elska þau hana sem slíka, hún hringir í þau oft til að spjalla, sendir þeim gjafir og man oft betur en við foreldrarnir hvað þau sögðu um daginn sem var svo skondið og skemmtilegt.
Unnur er keppnismanneskja sem gefst ALDREI upp og fer ansi langt á því sem hún ætlar sér.
Hún dandalaðist með mig um allann bæ þegar ég var lítil, fór og lét setja í mig eyrnalokka þegar ég var þriggja ára, greiddi mér flott og dressaði mig. OG þegar hún varð unglingur setti hún bara kók í pelann minn og ég fékk að vera frammí stofu með sæng þegar það var partý. ER hægt að eiga betri stórusystur en það?

Elsku Unnur
til hamingju með afmælið á laugardaginn !!!

Þarna er hún að gefa mér kampavín til að róa mig við erfiðar aðstæður

1 Comments:

  • Til hamingju með stóru systir
    kv Heiða

    By Anonymous Anonymous, at 3:12 AM  

Post a Comment

<< Home