What a Wonderful world

Sunday, July 23, 2006

FRom Spain to the rain


Jæja, við erum lent eftir 2 vikna ferðalag og hálfert meðvitundarleysi vegna hitabylgjunnar.
Höfðum það rólegt á eyjunni Menorca sem er systir eyjunnar Mallorca sem kannski fleiri Íslendingar kannast við. Þarna eru um 30 strendur svo það var aldrei sami staðurinn sem varð fyrir valinu hvern daginn, en vegan hitans var það ávallt fyrsta markmið að komast í kælingu, sjó eða sundlaug.
Ég keypti mér bók á flugvellinum sem ég og Siggi spændum upp undir sólhlíf á nokkrum dögum og ég verð a minnast á hér , við “rifumst” um hver ætti að fá að lesa næstu 10 blaðsíður. Þetta er svona bók sem æsir það upp í manni að láta alla vita af því að hún sé til þegar maður hefur klárað hana, hún er það góð. Þetta er sönn saga manns sem glímir við fíkn en hún hefur undirliggjandi sjálfsskoðunar point sem allir hafa gott af að lesa, fyrir utan það þá þekkjum við öll fólk sem glímir við einhversskonar fíkn og bókin skýrir mjög vel hvað fíkn í raun er, hljómar kanski þungt og vandamálalegt en er það alls ekki , ég mæli með henni , hún heitir Mölbrotinn (Million little pieces) eftir James Frey.
Við tókum svo nokkra daga í hinni stórbrotnu borg Barcelona, þvílík borg. Gengum römbluna upp og niður fram og til baka þar til ekkert var eftir af skónum. Börnin höfðu mikið gaman af því að horfa á listamennina sem röðuðu sér um allt til að sýna listir sínar fyrir fáeina aura. Byggingarnar þvílík meistaraverk svo maður fær minnimáttarkennd. Við urðm að sjálfsögðu að skoða nýjan heimavöll Eiðs Smára hjá Barcelona, það er vonandi að maður eigi það eftir að kíkja á leik á þessum flotta velli.
Ekki skal rakið frekar ferðaplanið en fleiri myndir eru svo á heimasíðu Sigmars og Clöru hér

Saturday, July 08, 2006

sorry.. ekkert blogg af því ég er hér....

eða hér....


pósta kannski ef ég finn tölvu ;)

Sunday, July 02, 2006

Sigmar kominn með spánar-klippinguna :)

Saturday, July 01, 2006


Sætu frænkurnar Kristrún Ósk, Clara og Rakel