What a Wonderful world

Tuesday, September 06, 2005

SELFWORTH


Það dýrmætasta sem við getum gefið öðrum er það sem kallað er á ensku “selfworth” sem er; sjálfstraust og sjálfsvirðing, þ.a.s. hjálpa fólki við að mynda góða sjálfsmynd. Þetta á að vera það mikilvægasta í uppeldi barna okkar, það sem við höfum alltaf að leiðarljósi. Vera dugleg við að benda börnunum okkar á hvað þau gera vel, hrósa þeim fyrir það sem þau gera og benda þeim á alla þá kosti sem þau hafa. Þetta er oft ekki eins auðvelt og það hljómar og það getur ruglast þegar halda á uppi sterkum aga og orð eru látin fjúka sem vinna gegn góðri sjálfsmynd því oft er það þannig að gagnrýni og hvernig maður á ekki að vera fær að fljóta framar en hrós. En í hrósi þarf jafnvægi eins og annarsstaðar eins og einhversstaðar stóð “sá er hrósar öllum, hrósar engum”, því þarf að grípa þau tæifæri og hrósa þegar barnið gerir vel.
Það er staðreynd að fólk sem hefur slæma sjálfsmynd nær ekki að fá það út úr lífinu sem það í raun hefur hæfileika til, það trúir ekki á það sem það hefur að bera og missir þar af leiðandi af fjölmörgum tækifærum sem fljóta framhjá “þetta er ekki fyrir mig” “ég er ekki góð(ur) í þessu”.
Það er sagt að fólk komi fram við mann eins og maður býður því að koma fram við sig. Fólk með lélega sjálfsmynd “leyfir” fólki að tala niður til sín, riðjast fram fyrir sig og stela af því tækifærum sem það á skilið (oftast án þess að taka eftir því sjálft).
Ansi oft þegar ég horfi á Ophru og Dr Phil og fólk er að segja frá hörmungarsögum sínum kemst umræðan að sama kjarnanum; sjálfsmyndinni og í lang flestum tilfellum hefði verið hægt að koma í veg fyrir hörmungarnar ef viðkomandi hefði hlustað á sjálfan sig, haft næginlegt traust á sjálfan sig til að taka ákvarðanir sér í hag.
Fólk er oft hrætt við það sem ógnar börnunum þeirra eins og t.d; einelti og fíkniefni. Í stað þess að banna allt eða elta barnið uppi er mikið auðveldara og eðlilegra að undirbúa barnið til þess að taka skynsamlegar ákvarðanir fyrir sig sjálft og besta leiðin til þess er að stuðla að góðri sjálfsmynd, sú vinna hefst strax en ekki þegar barnið verður unglingur.

Við getum ekki bara stuðlað að góðri sjálfsmynd hjá börnunum okkar heldur öllum í kringum okkur, mökum, foreldrum, systkinum og vinum. Ég skrifa þetta blogg til þess að minna sjálfa mig á mikilvægi góðrar sjálfsmyndar.

Það er hollt að velta því fyrir sér; hvernig er mín sjálfsmynd, hvernig líður mér með mér og hvernig hefur það áhrif á hvernig mér gengur OG Hvernig get ég haft áhrif á sjálfsmynd annara.

1 Comments:

  • Gjörsamlega frábær pistill, sannarlega gott að minna sjálfan sig á. Einlægnin er ákaflega mikilvæg í öllum samskiptum og varðandi barnauppeldi held ég til viðbótar við það sem Berglind nefnir hér sé mikilvægt að viðurkenna mistök sín fyrir börnunum þegar þau moment koma að maður missir þolinmæðina, holt fyrir þau að vita að fullorðnir eru mannlegir.
    Frábært Berglind, holl pæling.
    Bekka

    By Anonymous Anonymous, at 1:28 AM  

Post a Comment

<< Home