What a Wonderful world

Tuesday, June 27, 2006

FRí .. frí.......dirrindí

Ég er að renna í frí eftir þrjá heila daga, letin er að drepa mig, ég er eina lifandi afturgangan í mannskynssögunni.
Í náttfötum með lyftiduft undir iljunum, ekki af því ég er að vonast til að lyftast eitthvað eða hækka, ég einfaldlega missti stauk af lyftidufti og það situr eitthvað ennþá þarna í undir- iljakrumpunum. ÞAð er letinni að kenna að þetta er innihaldslausasta blogg sem sett hefur verið á vefinn, lyktarlaust prump, aðvörunarmerki um andleysi mitt og hungur í FRÍ.
Nú er þörf á að hlaða batteríin, fylla tankinn, endurnærast og núllstilla. Taka sér frí frá Bachelorette, ríkisstjórninni, gsm símanum tyggjókúlutónlistarmyndböndum, háhæluðum skóm, vekjaraklukkum, umferðarteppum og 12 mánaða hausti.
Þið vitið hvað FRÍ stendur fyrir:
Farðu í Reisu frá Íslandi
(Visa rað here I come)

Tuesday, June 20, 2006

Auglýsing



Auglýsing- Auglýsing-
auglýst er eftir sumri sem var lofað fyrir árið 2006.
Það sást til þess um miðjan maí mánuð, þar sem það kveikti veika von landans um hlýja strauma. Stakk hún svo af og skildi okkur eftir á ullarbrókinni, með grýlukertið niðrúr andlitinu, gluggasköfu undir hendi og hor.
Fréttir herma að kvikindið sé að leika sér að kroppum aðeins sunnar og nenni ekki að koma hingað enda búið að gera feitann samning við FL GRoup um að halda sig utan landhelginnar.
Talið er að þetta hafi engin áhrif á ferðaiðnaðinn á Íslandi þar sem ferðablaðið TRAveling Windlovers greindi frá rannsókn sem leiddi í ljós að aðeins stórfurðulegir einfarar með "forrest Gump heilkenni" vilja koma til Íslands til að hjóla sig niður og jú karlmenn í leit að kvenlegum svefngalsa byggðum á markaðslegum misskilningi og þá skiptir nesti og veðrátta engu máli.
Þessi veðrátta er að kosta heilbrigðiskerfið nokkra gáma af Prosac, íslendingar hafa byggt utan um sig viðarbox (sólpalla) í öllum görðum sem standa nú til einskis- viðurinn bara vökvaður og ekkert annað, tjaldhælarnir halda að það hafi orðið heimstyrjöld fyrir ofan kjallarann því enn hafa þeir ekki verið viðraðir og blessuð börnin eru enn í sokkabuxum og halda að þau hafi fæðst í þeim.

Ég reyndi að ná í ferðaskrifstofu í dag en það var alltaf á tali,
WHAT A SURPRISE !!!

Thursday, June 15, 2006

X-Bella

Leiðinleg tík þessi pólitík !
Samt er ég að pæla í að fara í framboð, komast í ríkisstjórastól, skipta rasskinnunum á milli samgönguráðuneytis og umhverfisráðuneytis. Mitt fyrsta verk verður að byggja gróðurhús yfir landið, með hurð sem opnast eins og lyfta, hurð stýrð af flugmálastjórn, einhver dúddi með lyftupróf og við erum góð. Veðurfarið mundi STÓR batna (ekki getur það versnað), getum sparað fúlgur með að loka veðurstofum og gróður færi ofvöxt, getum hætt kvótabraski og selt ávexti og grænmeti í tonna tali.
SVo mundi ég selja öll sendiráðin út í heimi og byggja lúxus íbúðir fyrir aldraða þar sem þau fá að búa frítt, með spilavíti, nuddstofum, barþjónum, stefnumóta-þjónustuverum og hálaunuðum starfsmönnum sem elska að setja rúllur í gamlar konur og tefla við gamla karla, fara með þá bryggjurúnt og naglalakka tærnar á konunum fyrir svefninn.
SVo mundi ég breyta álverunum í íslensku-skóla fyrir innflytjendur og fá Gunnar í krossinum til þess að heilaþvo fólk sem telur það skynsamlegt að virkja landið upp til agna.
Ég mundi taka saman allan pening sem fer í fundarkostnað og risnur á vegum alþingis og borga leikskólakennurum sérstaklega mannsæmandi laun fyrir að ala börnin okkar upp með okkur og láta búa til neðanjarðar lestarkerfi fyrir afganginn (sem by the way nær til Vestmannaeyja).
Ég mundi vingast óstjórnlega við dómsmálaráðherra og fá hann til að þyngja refsingar við kynferðisbrotum um nokkur hundruð prósent.
Ég mundi gera enska boltann að þjóðareign á RUV, allan aðgang að meistaradeildum handbolta og fótbolta þannig að það gerist aldrei að við missum af leik (ég veit .. kannski ekki forgangsatriði fyrir alla, en kjósendur mínir treysta á þetta)
Svo mundi ég skipa öllum fasteignasölum að skila in 2% af hagnaði sínum fyrir síðasta ár og fyrir það mundi ég hækka standard og skipulag á heilsugæslunni og hafa hann í sama flokki og fólkið sem vinnur þar , sem sagt framúrskarandi.
Ég mundi láta olíufélögin skila ránsfengnum vegna samráðsins og kaupa geðsjúkrahús með öllu tilheyrandi og eyða þannig biðlistum uppá yfir hundruð barna og fullorðinna sem ekki fá þjónustu sem þau eiga rétt á.
Þetta eru svona fyrstu dagarnir,, ég læt ykkur vita með restina eftir að þið hafið kosið mig...

Thursday, June 08, 2006

Áfram Ísland

Guðjón Valur nýlega kosinn besti leikmaður þýsku deildarinnar.
Ég ætla á leikinn þó eg sitji ein, vú hú...

Wednesday, June 07, 2006

Óvænt heimsókn



“Vinkona”mín Evelyn frá Ástralíu bankaði uppá hjá mér í síðustu viku. En það eru liðin 13 ár frá því ég var skiptinemi og því tók mig fáeinar mín að átta mig á Evelyn. Hún hafði aldrei farið í flugvél áður , drakk heila flösku af Benelyn á leiðinni til að róa sig niður og missti af fluginu með Singapore Airlines, var rúllað út úr vélinni steinrotuð í hjólastól, veskinu hennar var stolið og maður í ofþyngd hafði sest á krókudíla dundee hattinn hennar sem varð þá að hefja nýtt líf sem diskamotta.
Það er ekki hægt að segja að við séum eins og flís við rass, ég öllu heldur velti því alvarlega fyrir mér hvort það geti verið að ég hafi verið á sterkum lyfjum þarna fyrir 13 árum, spurði hana hvort hún hafi fengið heilablóðfall eða persónuleikaröskun síðust ár en hún svaraði því neitandi.
Ekki má gleyma því að hún tók með sér hund sem hleypur á veggi og kött með þvagfærasýkingu . Þau voru komin til að vera í heimsókn í mánuð (HEILAN MÁNUÐ).
Og Siggi mundi snögglega eftir því að hann var að fara í veiði.

Eftir 4 daga gafst hún þó upp á veðrinu og skildi ekki hvernig fólk gæti búið hérna af fúsum og frjálsum vilja, kötturinn þurfti að fara í aðgerð (þurfti að vera allt of mikið með þvaglegg þar sem hann gat ekki pissað hvar sem var hérna sökum kulda) og steyptu veggirnir voru að valda hundinum varanlegan heilaskaða....... svo hún vildi komast heim, henni fannst líka íslendingar allt of örir (hröð þónustan í búðunum hræddi hana) og íslendingar voru of duglegir fyrir hennar smekk, fannst þeir leggja ofur kapp á útlit og efnishyggju, díesel buxur og jeppa. Henni fannst sem sagt hún búin að vera í mánuð á þessum 4 dögum og vildi burt.
Ég grét ekki þegar hún fór,
En þar sem ég stóð á flugvellinum í kvartbuxunum mínum með bláar lappir af kulda velti ég því óneitanlega fyrir mér hvort vitlaust væri að skipta á kapphlaupinu og rólegheitunum í 30° heitu Ástralíu hmmmmmmmm..
.....ég mundi samt gleyma því að heimsækja Evelyn.....alveg örugglega..gleyma því....

Sunday, June 04, 2006



Nýjar myndir hjá Sigmari og Clöru hér eða www.barnaland.is/barn/37460

Friday, June 02, 2006

Sumarfrí með börnunum

Olga darling veitti mér innblástur fyrir þetta blogg sem ég varð að láta fæðast en bloggið hennar hér er m.a. um sumarfrí með börnunum. Mig langar að bæta við þetta að ég man eftir einhverju viðtali við ágæta konu sem stjórnaði stundinni okkar áður en Birta og Bárður komu til sögunnar sem hefur eitthvað náð að hanga í einhverjum minnissellum en hún sagði að hamingja barnanna fælist ekki endilega í sem mesta prógraminu í sumarfríinu, brjálaðri námskeiða dagskrá, bílferðum osfrv. Oft eru bestu minningarnar þær bara að sitja út á stétt með kex og djús með mömmu, pabba , ömmu eða afa.
Nú hefur einmitt verið afsönnuð kenningin "quality over quantity" eða "gæði framyfir magn" . Uppteknir foreldrar hafa getað varið sig með því að segja "þó ég hafi mikið að gera þá eyði ég þessum eina klukkutíma með barninu mínu mjög vel í lestur eða föndur (bonding)", en þetta var talið aðal málið. Nú hefur það aftur á móti verið sannað að það sé betra fyrir barn að foreldrar séu til staðar, börnin finni nálægð foreldris þó þau séu ekki endilega að leika við það allan tímann. ÞAð er öryggistilfinningin sem skiptir gríðalegu máli. Afslappaðir foreldrar að pumpa í hjóladekk og takandi utan af frospinna útí garði er semsagt bara oft betra en stressaðir foreldrar dragandi börnin í Disney í 40 stiga hita, uppgefin í biðröðum eftir næsta atriði..

Nærvera
Amma mín heitin vildi alltaf fá margar heimsóknir og þegar við komum vorum við oft hissa á því að hún var nú ekkert voða mikið að spjalla, stundum jafnvel horfði hún bara á sjónvarpið og auðvitað velti maður því fyrir sér, afhverju vill hún vera fá okkur í heimsókn ef hún ætlar ekkert að spjalla við okkur. En um leið og við sögðumst vera að fara , vildi hún það alls ekki. Það var bara nærveran sem var svo notaleg.
Þó nærveran sé hljóðlát og án mikilla tilþrifa þá skal ekki vanmeta hana, sérstaklega ekki á þessum tímum áreitis þar sem tíminn er nýttur mín. fyrir mín. í hin margvíslegu "verkefni" nútímans.

Thursday, June 01, 2006

Gæsin Silvia Nótt og fylgdarlið í Kaupmannahöfn


Í tivoli

.
Silvia (Linda) fékk mikla athygli á strikinu og vildu börn sem fullorðnir fá mynd tekna með henni, hvort fólk hafi áttað sig á því að þetta var ekki sú eina sanna er ekki alveg á tæru, hún var allavega okkar eina og sanna.

BESTA ferð ever !!!



Jæja, ég var að koma úr bestu ferð ever, með bestu VÍN-konum. ´Við lentum á mánudaginn og það hefur tekið nokkra daga að jafna sig, enda ekki mikið sofið, meðaltalið var 3 klst á sólarhring án gríns, allur tími vel nýttur enda var svo gaman að við vorum við það að pissa í okkur af hlátri í hvert skipti sem einhver opnaði munninn. Aðal dæmið var að sjálsögðu "gæsið" en við náðum að koma Lindu algjörlega á óvart með að vera komnar allar til Köben, þó að við værum búnar að vera að rifna af spenningi síðan í Janúar sem náði hámarki nokkrum dögum fyrr með svefnleysi og niðurgangi,, haha... ÉG afhenti þeim ferðablaðið sem ég hafði verið að braska við síðustu dagana í Leifstöð þegar fyrsti bjórinn var opnaður og vakti það sem betur fer þá lukku er ég hafði vonast til. Ég ætla svo sem ekki að fara ofaní smáatriði ferðarinnar enda tæki það margar, margar blaðsíður og eins og ein orðaði það "what happend in Copenhagen stay´s in Copenhagen.. hehe ..Þó enginn hafi nú hagað sér eitthvað illa ;) Hér eru nokkrir punktar ;Djamm, gæs- Linda glæsileg Silvia Nótt, tivoli bara gaman, út að borða á fínum stað, 3 hæða skemmtistaðir, rauða gatan, "hós.. on the corner", Christjania, aðeins vafasamara en við héldum, klifrandi yfir veggi í sparifötum-vorum orðnar seinar (íbúðin var bara með tvo spegla og eina sturtu), 8 stelpur í náttfötum með hláturskast, koma heim undir morgun og heilsa skokkurum kaupmannahafnar góðann daginn-gaurinn í lobbý-inu hlær að okkur, versla af okkur hendurnar þar sem HM var kortlögð svo næðist að hrifsa sem mest- sýning á varningi, syngja saman með hásri röddu á karókibar eurovisoin lög, kokteill stærri en andlit og mettandi á við 6 rétta máltíð. .......gæti haldið áfram......

Eina slæma við þetta er að nýjar broshrukkur hafa bæst í safnið,
já það er hægt að fá verki í kjálkana af því að hlæja.
SNILLD !!! ..hmmm hvenær förum við aftur ????