What a Wonderful world

Monday, September 26, 2005

Andlát sjónvarpsins !!!

Eftir mjög rólega helgi á undan þessari, hafði ég gefið út við mína nánustu að ÁTVR og sjónvarsstöðvarnar væru í leyni- samsæri gagnvart íslensku þjóðinni. Dagskráin svo drepleiðinleg að ég var farin að tala óþæginlega hátt við sjálfa mig meðan ég fletti óstjórnlega með fjarstýringunni,, nei,, nei,, nei ,, common,, 7 klúta myndir þar sem krabbamein, ástarsorg og pirrandi misskilningur fær mann til að öskra á sjónvarpið “segðu henni að þú elskir hana HÁLfVITINN ÞINN” og svo eldgamalt drasl á rás eitt sem þeir hafa keypt á útsölumyndamarkaði í Amsterdam. Niðurstaða mín var sú að samsærið gengi út að það að fá fólk á pöbbana, því hver vill eyða helginni heima yfir þessu rugli.
Föstudagskvöldið síðasta var svo sama bullið, ég var að gefast upp yfir dagskránni, slökkti á sjónvarpinu og skreið uppí rúm , leit á klukkuna og hún var hálf tíu... reif af mér sængina...Nei andskotinn.... er maður orðin svona gamall, vantaði bara að ég tæki úr mér tennurnar áður en ég fór uppí. Svo ég þrammaði fram og gerði aðra tillraun.
Á laugardeginum er svo dóttir mín að snúa sjónvarpinu frá sólinni þegar það DONDRAST í gólfið og ég hélt að það væri lent geimskip á svölunum hjá mér
... nei nei...sjónvarpið lá þarna á grúfu á gólfinu,
,,,, ég hljóp að því og reyndi að reisa það við ,,, börnin grátandi af skelfingu
...... það var of seint að hringja á sjúkrabíl..... sjónvarpið var látið........... !!!
Ég hvíslaði að sjónvarpinu (besta vini mínum) án þess að börnin heyrðu..”ég meinti ekkert af því sem ég sagði...það er ekkert samsæri” en það var ekki til neins.. það kom ekkert.......
næsta skref var að hringja í Sigga og segja honum frá andláti þessa mikilvæga fjölskyldumeðlims og hann sagði mér frá frosnu vodka í litla frystinum.

Ég neyddist til að eyða kvöldinu í að teikna, fylgjast með partý innum gluggann á næstu blokk og kynnast manninum mínum uppá nýtt þega hann kom heim úr vinnu.

Nú erum komin með staðgengil, pinkulítið sjónvarp, skjárinn er eins og tánögl og varla hægt að lesa textann þó maður sé 14 cm frá tækinu. Ég horfði á fáránlegasta þátt ever í þessu “frímerki”, Blind Justice um blindan rannsóknarlögreglumann í alvarlegri sjálfmyndarkreppu, en þakklát samt, ég gæti ekki án þess verið !!!

6 Comments:

  • ertu ekki með innbúskaskó?? Þannig trygging bætir einmitt svona tjón, það sem maður skemmir sjálfur á heimili sínu :) kv. Páley

    By Anonymous Anonymous, at 2:21 AM  

  • Ég samhryggist innilega....kv.ragnajenny

    By Anonymous Anonymous, at 5:31 AM  

  • ég er nú ekki búin að hafa sjónvarp síðan í júní í FYRRA...!!!

    -miðað við þær upplýsingar ættirðu að skella þér á eitt stórt á raðgreiðslum núna strax.

    annars hef ég heyrt því fleygt að dagskrárgerðarmenn ríkissjónvarpsins séu í leynisamstarfi við magga scheving, sem sagt: lélegt sjónvarp=heilsa 2005
    sel það ekki dýrara en ég keypti það..

    By Blogger -(..)-, at 6:09 AM  

  • Ég er svo sammála þér í þessu með sjónvarpsdagskrána, drepleiðinleg um helgar. En samt nauðsynlegt að vera með sjónvarp. Ég get kannski bara lánað ykkur græjuna sem er í stofunni (ef þú manst hvernig það er) rosalega flott :)
    Kveðja
    Kristín Inga

    By Anonymous Anonymous, at 11:29 AM  

  • Ég trúi þessu ekki, dó sjónvarpið þitt í alvöru? Þetta er alveg til að fara með mann. Mannstu þegar við ætluðum að taka okkur frí frá sjónvarpinu ( og krökkonum ) einu sinni í viku til að gera mósaík....... hummm humm hóst hóst
    Kv. Ingunn

    By Anonymous Anonymous, at 12:28 PM  

  • já Ingunn, ætli við horfum ekki frekar á þáttinn mósaík, þó hann sé leiðinlegur. Ferlegt....

    By Blogger Bella Blogg, at 2:34 AM  

Post a Comment

<< Home