What a Wonderful world

Wednesday, June 29, 2005

Desperate people


Ég fór á kokkarölt á föstudagskvöldið (ég , kjaalllinn og hinir kokkarnir), það var tekin stefnan á að prófa eitthvað annað en þetta venjulega og ráfað inná stað við Austurstræti. Ég var nú aðeins létt... en “o my god” það rann af mér. Var eitthvað í loftinu? var fullt tungl? eða hvur assskotinn. Þetta var eins og í iðandi síldartunnu, nema síldin var gömul og “desperate”. Ég meina það...... það fyrsta sem ég hugsaði var “blekið er enn blautt á skilnaðarpappírunum hjá þessu liði” það er á hreinu. Kellingar búnar að reyna að lyfta þreyttum þvottapokunum (þ.a.s. brjóstunum) með Wonder... Wonder BRA, nema hvað að Steve Wonder sjálfur er sá eini sem ekki hefði tekið eftir því........... og svo sveittir kallar með skyrtuna uppúr að klípa í rassa sem náðu niður að hnésbótum. NOT A PRETTY SIGHT, I tell yahh.. Inná milli voru svo graðir erlendir karlmenn í leit að ONE NIGHT OF PLEASURE. Sama hvað hver segir um auglýsingu Icelandair um “one night stand”, eða viðtal Svanhildar hjá Ophru og hvort það hafði eitthvað eða ekkert að segja, sama hvort íslenskar konur séu fallegar, lauslátar eða léttgeggjaðar þá fljúga inn hingað karlmenn í stórum stíl og hópa sig eins og flugur á mykjuskán á hverju horni í borginni, “Hi honey” “hey !! beautiful.... want to show us your city”...... “me and my friend we are lost”..... “what is the coolest place”... Það er mjög óþæginlegt að ganga götur borgarinnar með þessa “pimp” stæla hrópandi að manni, þetta er bara helvítis áreiti og ekkert annað, ég er bara skít hrædd um þessar ungu stelpur í bænum þegar þessir gæjar eru á hverju horni með opna buxnaklauf....jahhh eða bara hrædd um allar konur !
What is this coming to !!
Please.. allt venjulegt fólk!!! ekki fara öll út úr bænum í einu, its scary !


Sjá mynd að ofan; Þessi var að skemmta sér á umræddum skemmtistað við Austurvöll.

Monday, June 27, 2005

Brúðartertur !!!





Hef verið í vanda með að velja mér tertu fyrir stóra daginn, hvað finnst ykkur?

Fólk er fífl sagði Botnleðja !


Stundum er ekki hægt annað en að vera sammála



Klappaðu hvolpunum mínum !!!

Thursday, June 23, 2005

Minni.. hvað er það aftur ?

Ég veit ekki hvort ég er komin með hrörnunarsjúkdóm, sé með heilagúlp sem þrýstir á minnissvæðið eða hvort þetta er eitthvað sem versnar með aldrinum en ég er farin að gleyma ótrúlegustu hlutum. Stend sjálfa mig í því að segja sama fólkinu sömu sögurnar og þeir kurteisu hlusta á sama pakkann og taka undir með því að kinka kolli, hinir benda mér á það á snyrtilegan máta “já einmitt sagðir mér það um daginn einmitt ..ha” eða eins og Siggi “Berglind í þriðja skiptið JÁ ..við skulum hafa höldurnar silfurlitaðar, I get it”´
Ég gleymdi eða týndi veskinu mínu fjórum sinnum yfir eina helgi í Eyjum, ég held mánaðarlega gleraugnapartý þegar þau koma undan sófanum eða hafa lagt sig í hanskahólfinu í nokkrar vikur án þess að ég muni það og sæki um nýtt kreditkort af gömlum vana á þriggja mánaða fresti, passlega rétt áður en það finnst í þurrkaranum eða brotið í rassvasanum á þröngu gallabuxunum mínum. Ég hef látið smíða fleiri hús- og bíllykla en margar fjölskyldur samanlagt og er orðin snillingur að skrúfa úr glugga til að ná í lyklana sem ég læsti inni. Ökuskýrteinið hefur ekki sést í mörg ár og samt var það af gömlu gerðinni eins og bleikt stórt plakat. Ef þú ferð á skemmtistaði þar sem ég hef verið má örugglega týna upp eftir mig gloss, maskara og aðrar fínar snyrtivörur, ég þarf t.d aldrei að kaupa mér yddara fyrir augn- eða varablýant þar sem mér tekst aldrei að eiga það nógu lengi svo það komi að því að ydda þá. Fjölskyldumeðlimir hafa gert grín að þessu í nokkurn tíma og ég hef nú bara hlegið með enda hefur þetta aldrei haft neinar alvarlegar afleiðingar sem betur fer. Man þó eftir einu tilviki sem þetta kom sér frekar illa þegar við Ingunn vinkona fórum á Bohem, fyrsta og eina strippklúbbinn í þá daga og við vorum örugglega undir aldri. Við komum til að sjá einhvern strákaræfil strippa, sem endaði svo bara á boxer buxum (sem voru eins og stuttbuxur), okkur til mikilla vonbrigða. Við fórum að sjálfsögðu til framkvæmdarstjórans og létum hann heyra það að þetta hafi nú ekki verið stripp, meira væri hægt á sjá í Laugardalslauginni, þar væru nú nokkrir allavega í skýlu. Framkvæmdarstjórinn var miður sín og gaf okkur silki slæður (blómóttar kellingaslæður) ég veit ekki hvar hann fékk þær mjög skrítið allt saman enn þær fengum við í sárabætur og stripparinn stóð þarna vandræðalegur á meðan framkvæmdastjórinn tók út skúffuna með slæðunum (eins og dótaskúffa tannlæknisins). Við fórum auðvitað hlægjandi að þessu öllu saman út og héldum áfram að skemmta okkur með slæðurnar. Daginn eftir hringdi mamma í mig og tilkynnti mér að hringt hafi verið frá strippstaðnum Bóhem og ég gæti sótt veskið mitt eftir hádegi.
Vandræðalegt uuuuuu.... JÁ !!!


Hér er herbergið mitt þar sem ég reyni að hafa allt það sem ég þarf að muna. Málaði vegginn gulann svo miðarnir væru ekki eins áberandi.

Monday, June 20, 2005

Ferð til EYJA

Jæja við fjölskyldan fórum heim til Eyja um helgina. Alltaf jafn yndislegt að koma þangað. Við flugum frá Bakka ásamt tveimur túristum sem mynduðu allt á leiðinni og þegar eyjan nálgaðist lá við að þeir færu út á væng að mynda svo mikill var æsingurinn, ég rétt náði að slengja myndavélatöskunnu um hálsin á gæjanum þegar hann var að fara að opna hurðina. Ég skil hann svo sem vel, eyjan í toppformi, græn og glæsileg. Heimaklettur þarna eins og myndalegur pabbi, og úr flugvél virðist þetta vera lítill, fljótandi teiknimyndabær sem getur ekki verið til í raunverulaikanum, með sínum litla golfvelli og marglitu bátunum í höfninni. Vá........bara eins og maður sé að fljúga á póstkort. Ég sá mig fyrir mér pota í bakið á túristanum og öskra til að yfirgnæfa lætin í rellunni “We where born here.........on this Island, we used to catch puffin as kids to save them and then later eat them and swing from the mountains in ropes to have fun” bara svona til að ná að rífa stoltið úr brjóstinu, láta vita að ég væri fædd og uppalin í þessum teiknimyndabæ. Enn sem betur fer lét ég það bara vera. Börnin fóru með pabba sínum á tuðruna í yndislegu veðri, kölluðu og sungu í hellinum, rótuðu í fjörunni eftir fjársjóð og skeljum og veiddu fisk á grillið. Krökkunum fannst salta sundlaugin skrítin og sundlaugin sem varð undir hrauni enn furðulegri. Margt að skoða og gaman að heimsækja alla í fjölskyldunni, fá vöfflur hjá ömmu og smíða víkingasverð útá bletti. Svo þegar átti að yfirgefa eyjuna þá vildi hún bara ekki sleppa takinu á okkur og yfir hana heltist þokuhjúpur. Teiknimyndabærinn var bara fastur inní stórum hjúp og engin flugvél viljug að fara með okkur yfir. Börnin alsæl, enda ekki tilbúin að yfirgefa sælureitinn. Nauðug fór ég á bryggjuna til að skríða um borð í skemmtiferðaskipið og labbaði þá inní annarsskonar ský, gúanó brækju dauðans. “Dauðans” eru ekki neinar ýkjur. Stelpa alin upp á þessum stað kippir sér nú ekki upp við peningalykt (sat nú stundum með pabba og Palla bróðir hans í kaffinu í gúanóinu og horfði á þá spila), en það sem lá í loftinu var eitthvað mikið dautt og myglað og setti skugga á annars frábæra ferð til eyja.
Ég fékk far með fjölskyldumeðlimum úr Þorlákshöfn og við hliðina á mér sat frændi minn sem hefur ekki búið í eyjum síðan fyrir gos, hann sagði “alveg sama hvað það er langt síðan ég bjó í eyjum finnst mér ég alltaf vera að koma heim þegar ég fer þangað”.

Eitt er víst eftir þessa ferð og það er ef börnin fengju að ráða værum við flutt til Eyja í gær.
.

Wednesday, June 15, 2005

Mid-life crisis...eða ekki?

Ég veit ekki hvað er að koma fyrir mig. Ég hlýt að vera með “Mid- life crisis”. Eða kanski er þetta vegna þess að ég er að fara að gifta mig, ég veit það ekki. Enn mér finnst eins og allir séu að gefa mér undir fótinn á einn eða annan hátt, freista mín áður en ég geng út. Ég ræddi þetta við minn tilvonandi eiginmann og sagði hann þetta vera einhver vitleysa. Stuttu seinna fór ég svo uppí íbúð til að athuga hvort eldhúsinnréttingin væri komin upp og þar fæ ég þetta sama á tilfinninguna. Mér til sönnunar tók ég þessa mynd af einum iðnaðarmanni við vinnnu á Daggarvöllum.
IS THIS NORMAL?

Tuesday, June 14, 2005

This is the world we live in

Þeir sem ætla sér að FLATMAGA á sólarströnd í sumar og hafa það næs meðan ég fer ekkert erlendis og verð að láta mér nægja 8°c hita, hafið þetta í huga

GÓÐA FERÐ !!
og þetta...........

Monday, June 13, 2005

UNDIRBÚNINGUR

Undirbúningur ýmiskonar er í fullum gangi. Velja, kaupa, panta, sækja, flísar, fúa, eyrnalokka og perlauskraut, listar og ljós. Það fer ekkert sérstaklega vel saman að vera að standsetja íbúð og undirbúa brúðkaup. Ég mætti of seint í vinnu á föstudaginn af því ég var að velja slökkvara í íbúðina, já það þarf víst að velja þá líka. Það endar sennilega með því að maður labbar inn kirkjugólfið með slökkvara í hárinu og eyrnalokka sem dyrabjöllu heima. Þvílík bilun.... Eiginmaðurinn tilvonandi að missa sig yfir eldhúsinu, tveir bakaraofnar (algjörlega nauðsynlegt fyrir t.d barnaafmæli), gasleiðslur í gólfinu, kvörn í vaskinum til að hakka alla matarafgangana (við erum auðvitað með 12 börn og 8 hunda) og straumbreytir í veggnum svo frú Kitchen aid frá Ameríku fái stuð. Það verður nú að vera hægt að hræra í nokkrar tertur þegar Jónsi og Rósa nágranarnir mínir kíkja við í kaffi og við dáumst saman að Kjarval málverkinu (útsýni okkar yfir hraunið) af “the Royal balcony” 24 fermetra svölunum mínum. Já þetta hljómar allt mjög dásamlega, ég er meira að segja farin að sjá mig fyrir mér veifa börnunum út um eldhúsgluggann þegar þau ganga í skólann eins og Martha Stewart með viskustykkið á öxlinni og rjúkandi eplapie á gluggakistunni. Get bara ekki beðið...........................

Siggi var að sækja bjórinn fyrir brúðkaupið og nýja parketið þegar bambi hljóp fyrir bílinn. Það er svo villt dýralífið þarna á Völlunum að það á sér engin takmörk.

Friday, June 10, 2005

Nýr leikmaður til liðs við ÍBV



Nýr leikmaður hefur verið keyptur í raðir eyjamanna. Þessi frábæri miðvallarleikmaður kemur frá Bugarest, stórliðinu Hair United. Kappinn er sagður hafa snerpu Ronaldo og styrkur hans minnir á einn besta leikmann sem eyjarnar hafa alið Hlyn Stefáns (Heimakletturinn). Eyjamenn þurfa án efa á þessum liðsstyrk að halda og það verður gaman að fylgjast með þessum frábæra leikmanni á vellinum.

Wednesday, June 08, 2005

Þegar mikið gengur á

Þegar við fluttum af Holtsgötunni gekk mikið á að pakka niður og koma dótinu í geymslur. Svo mikið gekk á að ég fann ekkert af snyrtidótinu mínu, spari jakkann minn eða hvað þá annað. Tannburstar og ullarsokkar lentu í sama kassa og bókasafnið er búið að senda mér margar hótanir þar sem bækurnar sem ég var með í láni lentu einhversstaðar með kryddinu. Nú þegar við fórum að skoða dótið okkar (enn það hefur verið í geymslu á meðan nýja íbúðin er að klárast) mundum við allt í einu eftir því að frændi hanns Sigga frá Paraguay hafði fengið að gista hjá okkur nóttina fyrir flutning. Hann kom bara ótrúlega vel undan vetri verð ég að segja, búin að leggja sig í hálft ár.

Monday, June 06, 2005

ER of mikið að gera hjá þér?

Ég fór um helgina að heimsækja gamla frænku mína á heimili fyrir aldraða sem hefur varið starfrækt í mörg ár í Reykjavík. Úti var yndislegt veður sól og blíða og við mamma vorum í sólskinsskapi er við stigum þarna inn. Ég fann þó strax fyrir óþægindum innra með mér við að koma þarna inn. Vegna þess að þarna er fullt af gleymdu gömlu fólki sem fær engar heimsóknir vegna þess að afkomendurnir eru allir of uppteknir af sinni skipulögðu dagskrá, allir að sinna sínum eigin rassi. Á meðan situr þetta fólk sem áður barðist fyrir mat og skjóli fyrir börn sín og barnabörn eitt og yfirgefið og bíður ef tir því að tíminn renni út. Þau eiga sér lítið sem ekkert einkalíf, þau eru háð ókunnugu fólki, starfsfólki sem er undirmannað, lítið sem ekkert menntað og illa launað. Þetta gamla fólk situr í sama stólnum tímunum saman og margir hafa ekki einu sinni heilsu til að skipta um stellingu eða snúa sér svo þeim líði ekki illa. Í þessu yndislega veðri sátu 400 gamalmenni innandyra í loftlausum herbergiskompum þar sem ekki er nógu margt starfsfólk til þess að aðstoða gamla fólkið út í ferskt loft. 102 ára gömul kona sat í hjólastól og ruggaði sér með dúkku í fanginu. Önnur sönglaði uppáhalds lagið sitt aftur og aftur og fatlaður maður náði að umla nógu hátt þegar starfsmaður labbaði framhjá svo hann fékk aðstoð við að breyta um stellingu.
Mér finnst ömurlegt hvað fólk í dag gefur sig út fyrir að vera upptekið að það hafi ekki tíma til þess að líta við hjá sínum gömlu ættingjum. Mér finnst ömurlegt að við sem ein ríkasta þjóð heims getum ekki sinnt gamla fólkinu betur og séð til þess að það hafi betri aðstöðu og fleira starfsfólk til þess að sinna þeirra þörfum andlegum sem og líkamlegum.

Ég hvet þig að kíkja við hjá gömlum ættingja, ég lofa því að viðkomandi verður ánægður að sjá þig.
Ef þú hefur engann að heimsækja er Rauði krossinn með heimsóknarþjónustu til aldraða og ávallt í leit að fleiri sjálfboðaliðum (redcross.is)


.

Friday, June 03, 2005

Helgi er kominn.....

.

Það sem er áberandi í þessum samningum er að samruninn virðist hafa komið öllum að óvörum og það ber á tregðu í samskiptum þessara aðila sem koma að þessu máli. Menn hafa haldið að sér höndum og það verður nú að segjast að í máli sem þessu getur það ekki annað en talist óskynsamleg stefna að þeirra hálfu.

Nei..bara.. grín... Hver nennir að tala svona? Ég held að stjórnmálamenn reyni að nota leiðinleg orð og snúninga til að rugla okkur almúgann, svo við náum og nennum ekki að fylgjast með. Þessi texti hér að ofan gæti verið launahækkun þingmanna og við föttum ekki neitt.
ENNNNN....uppáhalds vinur minn er að renna í hlaðið.. HELGI.....jibbí skibbí það er komin helgi og ég ætla á landsleikinn á morgunn, sjá drengina spila. Eiður sykurpúði og hunangskoddi verður í eldlínunni í brjálaðri bongó blíðu.
GÓÐA HELGI !!!!

Ég og Siggi á leið á leikinn....