What a Wonderful world

Monday, September 19, 2005

Neglur og Box


Þar sem aðal umræðan hér að neðan er um hvar ég klippi á mér táneglurnar þá talandi um neglur..þá fór ég í húsdýragarðinn með börnin á laugardag og þar er stórt skip fyrir börnin að leika sér í og til hliðar við það er spjald sem segir sögu skipsins (úrdráttur/Ragnarök)), ég hef nú aldrei nennt að lesa þetta áður en ég hafði einmitt nokkrum mín. áður verið að velta nafni skipsins fyrir mér, en það heitir Naglfar. Ég hugsaði með mér ; þeir sem smíðuðu þetta voru örugglega orðnir pirraðir á því hvað það fóru margir naglar í skipið og nefndu það Naglfar og datt þá ekki í hug að nafnið hefði eitthvað með neglur að gera (sennilega ekki nógu vel að mér í sögu). Jú á skiltinu stóð að skipið væri byggt úr nöglum dauðra manna, júúúúíííí....... og Sigmar spurði "mamma hvað stendur þarna?" og ég las þessi óskup,, hálf nervus yfir boðskapnum .. og þeir sem vildu forðast dauða ættu að hafa snyrtar neglur.... dísess hver skellir upp svona skilti í garði fyrir börn? eða er ég sú eina sem finnst þetta horror eða hvað?
Annað sem ég næ ekki andanum yfir OG ER ÖLLIU ALVARLEGRA eru þessir boxþættir sem eru á skjá einum Contender, mér finnst þeir mjög góðir ennnnnnnnnnnnnnnnnnn í landi þar sem verið er að (reyna) að banna ákv. tölvuleiki og strangt bann er við að börn horfi á myndir sem ekki eru fyrir þeirra aldur þá er börnum leyft að horfa með berum augum pabba sinn barinn næstum til dauða (og til dauða ef það gerðist því því það getur án efa gerst) Hafiði séð þetta, í síðasta þætti var tveggja-þriggja ára sonur eins keppandans stjarfur í sjokki að horfa á pabba sinni laminn niður blóðugur í framan, allir öskrandi og mamman líka á nálum og sinnti stráknum ekki neitt, HVAÐ ER ÞETTA?

7 Comments:

  • ójá, ég sá óvart hluta af einum þætti um daginn og varð brjáluð! Í þeim þætti voru börnin ögn eldri en hágrétu og titruðu að skelfingu (hann var einstæður faðir sýndist mér, engin var mamman, bara brjáluð amma sem einmitt, sinnti þeim ekkert). Hvurslags fávitaskapur er þetta? Dragandi börn á svona og það er pabbi þeirra í þokkabót, sem er nær dauða en lífi, eða í besta falli allur alblóðugur?
    Eru barnaverndarnefndir þarna úti svo samdauna boxinu sem amerískri íþrótt (nú hef ég ekki hundsvit á boxi, gæti komið frá Timbúktú en Kaninn á það til að gera hluti sína) að það sé álitið normið að börnin horfi uppá svona?

    Alveg brjál yfir þessu, skilurðu? :o)

    Kv, JYJ

    By Anonymous Anonymous, at 4:15 AM  

  • Já nákvæmlega punkturinn á öllu blogginu Jóhanna Ýr þú hittir naglann á höfuðið .....
    ER goðafræði, ásablóðúthellingar og Snorri Sturl SAGA okkar Hávamál og skip úr nöglum okkar stolt og Norm og boxbrjálæði ásamt byssueignaræði í Bandaríkjunum arfleið og NORM....jahh eigum við ekki bara að segja að þetta sé spurning dagsins í dag

    By Blogger Bella Blogg, at 4:36 AM  

  • Ég held það... sérðu bara vögguvísurnar sem við syngjum fyrir börnin okkar? "Úti bíður andlit á glugga" og ekki má gleyma jákvæðninni í "Það er margt sem myrkrið veit, minn er hugur kaldur, oft ég svarta sandinn leit, svíða grænan engireit. Í jöklinum hljóða dauðadjúpar sprunugur. og að endingu "Mæðan kenna mun þér fljótt, þegar degi hallar skjótt, að mennirnir gráta missa elska og sakna." (eða eitthvað þannig). OK, þetta er jú vögguvísa úr mjög svo sorglegu leikriti, en þetta hummar maður nú fyrir börnin rétt áður en þau fara að sofa. Þetta er menningararfur, án efa, en sumt hentar kannski ekki litlum börnum. :o/ (Taka fram að ég syng "Sofðu unga ástin mín" á hverju kvöldi, og er alltaf að spá hvort ég ætti ekki að reyna að finna ögn barnvænna lag) :o)
    Kv, JYJ

    By Anonymous Anonymous, at 5:06 AM  

  • JYJ er Jóhanna Ýr Jónsdóttir spekúlerari !

    By Blogger Bella Blogg, at 6:51 AM  

  • Ég skal koma með smá opinberum hér á síðunni en þegar ég var barn þá gat mamma ALDREI sungið fyrir mig Sofðu unga ástin mín því ég grét úr mér augun í hvert sinn, með ekka og öllu... Einhvern veginn fór þetta vöggukvæði svona í mig þó ég setji spurningamerki við skilning minn á þessum orðum. Ég get líka sagt ykkur það að ég man enn tilfinninguna sem greip mig þegar mamma söng þetta fyrir mig (en hún gerði reglulega tilraunir) og það má segja að ég sé svo til nýbúin að taka kvæðið í sátt :) Kv. Beta

    By Anonymous Anonymous, at 1:26 PM  

  • Beta, sonur minn vildi ekki að ég myndi syngja "Sofðu unga ástin mín" núna rétt áðan. Ég söng "Maístjörnuna" og tvö þjóðhátíðarlög! LOL !!!!
    En hann er kannski ekki par hrifinn af laginu. Neitaði í fyrsta sinn líka "Bíum Bíum Bambaló". Held ég hlusti bara á hann, svona miðað við þína sögu, þó hann hafi nú ekki verið grátandi.

    Kv, JYJ

    By Anonymous Anonymous, at 1:57 PM  

  • Sammála.. Þetta er nú einum of.. Þessu litlu kríli eru allt of lítil fyrir svona lagað.. En ég held samt að börn hafi gott af því að upplifa fleiri tilfinningar en bara öryggi og ást..Það er þroskandi að verða stundum hræddur, leiður, sorgmæddur o.s.frv. svo lengi sem það hefur ekki skemmandi áhrif. Þó er óþarfi að horfa upp á pabba sinn laminn í klessu í national t.v.... Það er nú bara amerískt.....kv.ragnajenny

    By Anonymous Anonymous, at 3:10 AM  

Post a Comment

<< Home