What a Wonderful world

Thursday, September 29, 2005

Mánaðarmót !!! ví´´úúúúíiíí...........


Sem betur fer eru að koma mánaðarmót, hver er ekki ánægður með það... debetkortið mitt skilur ekkert í þessu einelti sem það hefur orðið fyrir og ég þarf að fara að VERSLA !!! “Shop til I drop” verður mitt mottó um helgina og Kringlan verður mitt annað heimili. Það er svo margt sem mig bráðvantar, ég er ekki að tala um ilmkerti og sætar servéttur ég er að tala um það að sinnepsgula dúnúlpan mín sem ég keypti í Bandaríkjunum fyrir 6 árum hefur lokið skildu sinni og meira en það, hún er eins og uppgefin vindsæng sem enginn vill eiga, ég setti hana nefnilega í þurrkarann og ermarnar hrukku vel upp fyrir úrið og hún bráðnaði öðrum megin að framan, mér var bent á það kurteisilega í morgun (já það var kalt í morgun og ég varð að fara í hana) að það væri eins og ég væri VAGUM pökkuð öðrumegin eða eins og andlitið á Mel Gibson í myndinni....man það ekki (kók og prins fyrir þann sem man það)
Ég þarf líka að tattúera það í ennið á mér að kaupa mér ekki gallabuxur, því það er sama hvort ég fer inn til að kaupa mér Parkódín eða peysu ég labba alltaf út með gallabuxur og þar sem það er búið að banna parkódín í apótekum eru enn meiri líkur á að ég kaupi bara gallabuxur... og ég má ekki eini sinni vera í gallabuxum í vinnunni. Afhverju snúast öll blogg hjá mér um gallabuxur. Nei.......... nú er ég hætt.

6 Comments:

  • Myndin hét því viðeigandi nafni "The Man with the ugly dúnúlpu-face" eða bara "The man without a face"... man ekki alveg. En er þetta úlpan sem þú varst í þegar þú kíktir á mig um daginn? Hún var ekkert svo hræðileg?
    Kv, JYJ

    By Anonymous Anonymous, at 9:31 AM  

  • ohhh..skemmtu þér bara hrikalega vel í verslunarleiðangrinum og sjoppaðu frá þér allt vit... Viss um að þú eigir það skilið..p.s geggjaðslega flottar gallabuxur í Oasis í Smáralind...;) kv.ragnajenny

    By Anonymous Anonymous, at 2:24 PM  

  • þú þarft bara að þróa þennan gallabuxnasmekk þinn!
    -Fáðu smekk fyrir einhverju sem þú veit að er ekki til í búðunum, plataðu sjálfa þig til að vilja bara víðar gallabuxur sem eru þröngar bara um hnén og með vasa aftan á lærunum, önnur skálmin appelsínugul og hin græn.
    Þá fyrst ferðu að uppskera velheppnaða verslunarleiðangra!
    -Ef þetta gengur ekki þá er ég með í smíðum gleraugu sem hafa blöðkur sem stjórna því að aðeins er hægt að sjá fyrir ofan mitti á eigin spegilmynd, það ætti að hjálpa. (já þú þarft reyndar að skeina þig blindandi).
    -Ef hvorugt virkar færðu endursendan dauðan fugl í pósti.
    :)
    ps. ég hef heyrt því fleygt að prjónaðir lopasamfestingar séu málið fyrir veturinn (las það í vogue)

    By Blogger -(..)-, at 6:01 PM  

  • Já Jóhanna Ýr , það var einmitt myndin.
    Takk öll fyrir frábær ráð !!! Hvar væri ég án ykkar ?

    By Blogger Bella Blogg, at 8:35 AM  

  • En er ekki einmitt þannig að þegar maður er ákveðinn í að kaupa eitthvað þá finnur maður ekkert sem manni langar i!!!!! En þegar maður á engann pening eða vantar ekkert þá langar manni að kaupa alla Kringluna. Ég er allavega þannig.... Gangi þér vel að versla.
    Kv. Ingunn

    By Anonymous Anonymous, at 3:07 AM  

  • bara rétt til að bæta við fór ég í slíkan leiðangur í gær, missjonið var: Úlpa og Hlý Peysa en ég mátaði allt annað en það og endaði á að kaupa hlýrabol og 3 sokkapör. Semsagt, næst þegar ég fer í búð "ætla" ég að kaupa: sokka og hlýrabol...ehemm...krossa fingur..

    By Blogger -(..)-, at 1:21 PM  

Post a Comment

<< Home