What a Wonderful world

Tuesday, May 31, 2005

KLEFINN Í RÆKTINNI

Hvað er málið með þessar líkamsræktarstöðvar, afhverju eru klefarnir alltaf hafðir svona litlir? Hafiði pælt í því? Það á kannski ekki við um Laugar þar sem allt er svo stórt að maður ferðast berrasaður um allt eins og maður sé að versla í Bónus. Enn í lang flestum tilfellum er allt svo þröngt að maður þarf að vera búin að æfa jóga í 20 ár til að geta klætt sig úr án þess að límast við einhvern sveittann kerlingarass eða fá jarðaberja svita rollon uppí augað. Svo hamast maður við að koma sér í föt þarna í miðjum táfýlu-, svita- gufu klefanum og eftir nokkur olnbogaskot fyrir framan spegilinn hrökklast maður út jafn sveittur og þegar maður fór inn. Drives me NUTS !

Friday, May 27, 2005

Flottar gallabuxur kosta sitt

.

Ég las það einhversstaðar að föt væri dýrust á Íslandi samkvæmt einhv. nýrri könnun,
enn eitt metið í barm okkar íslendinga...við erum algjört MET. Þetta kemur manni svo sem ekki mikið á óvart þar sem maður oft svimast (er þetta orð til? .. veit ekki .. enn skiptir ekki..alllavega dregið af orðinu: að svima vegna þess að manni fer oft að svima á búðarrápi sökum súrefnisskorts og ljósastings) um Kringluna til að reyna að finna sett fyrir kvöldið án þess að þurfa að setja fjölskylduna á hrísgrjónakúrinn. Eitt stk gallabuxur kosta nú bara 15-21 þúsund ef þú ætlar að vera með, HIP og skvísan í rétta taujinu marrrr..............hvaða kúkalabbi kaupir sér buxur undir tíu þúsund kallinum? hvaða fake bake gella er það? hvaða looooser, wannnabe, white trash, hjólhýsapakk er það? Þá getur þú alveg eins selt kennitölu þína í Kolaportinu á 50% afslætti og gleymt því að vera með. Það nennir enginn að þekkja svona NOBODY´S.
Við sem erum nýskriðin yfir unglingsárin (ja eða um það bil) og erum að berjast í bökkum, borgandi mother fucking bankalán svo jakkafötin (bankastjórarnir og co) geti lagst í helgan stein við sundlaugarbakkann, við höfum ekki efni á þessu rugli. Eitt stk Diesel gallabuxur (sem by the way eru götóttar, en ein tyggjandi 17 ára afgreiðslugella lýsti því fyrir mér hvernig götin væru nú handgerð, ég sá nú bara fyrir mér tælensk börn rasta þetta með ostaskera eða jafnvel svanga puddle hunda látna rífast um buxurnar, get varla ímyndað mér franska hönnuði með sprettara mæla þetta út). Fyrir okkur sem erum í eigu bankanna er þetta helvíti stór biti, einar svona buxur kosta:
265 mjólkurfernur eða 32 hamborgara með frönskum og kóki, það er ansi mikið.

Svo ef við höfum ekki efni á þessu við Íslendingar þá förum við í skápana hjá ömmu og reynum að vera TREND, það getur heppnast vel. Ég sá reyndar eina TREND í bakaríinu í morgun, greinilega í pels af gamalli frænku og af því það er nú komið sumar var hún búin að rífa ermarnar af. Henni fannst hún ferlega cool, mér fannst hún bara eiginlega eins og illa reittur hamstur.
.

Thursday, May 26, 2005

Clara í leik

.
Ég varð að setja þessa mynd inn, hún er svo krúttleg litla hnátan mín með þessi konfektmolaaugu.

Wednesday, May 25, 2005

Nýja íbúðin mín



Það er allt að gerast á Daggarvöllum. Auðunn snillingur, þúsundþjalasmiður og allrahanda stórmenni “has everything under control”. Flísarnar tætast uppá veggina og innréttingarnar streyma inn á fljúgandi færibandi.
Við “útlagarnir” erum þá loks á leið í Hafnarfjörðinn aftur í bráð. Hótel Vesturbeg hefur reynst okkur vel, meira og mest.
Desperate housewifes grúppan á völlunum getur byrjað að plotta (ég er þessi útúr taugaveiklaða með brjáluðu börnin).

Ragna.... byrjaðu að baka vöfflur “we are getting there....”

Tuesday, May 24, 2005

ROLA

Eins og margir telja mig líklega frekju þá er ég algjör rola þegar kemur að ýmsu. Ég t.d fór í klippingu og litun um daginn. Vildi fá svona súkkulaðibrúnan lit, chocolate- mokka með hint af hazelnut- kaffi, alls ekki svart og aldrei í lífinu út í rautt.
Gellan tekur af mér handklæðið og ég horfi á mig...það fyrsta sem mér datt í hug var ADAMS FAMILY, shit... nú er það svart...ég halla mér fram ...hvaaaa.... upp í ljósið til að reyna að glitta í brúnt ennn nei.. nei ....það er rauður fucking blær.... .... ég er eins og VEÐHLAUPAHESTUR....THE BLACK BEAUTY ..... dísessss...
ég byrja strax að sannfæra sjálfa mig í höfðinu.... þetta lagast þegar hún er búin að blása það þurrt......þetta lagast..........þú ert ekki eins og LÍK með hárkollu NEI NEI..NEI...

Hárdaman: “Hvað segirrrru..... hvernig líst þér á ?”
ÉG: “Bara mjög fínt” (lier..lier your ass is on fire)

Ég stend upp... hrissti faxið framan í spegilinn, borga nokkra þúsundkalla og brokka niður laugarveginn......................meiri rolan

.

1-2 og þrír

Hlynur hennar Ágústu var svo yndæll að skella inn teljara á síðuna, svo nú get ég talið ykkur elskurnar sem komið hingað inn !
TAKK HLYNUR !!!!!
.

Monday, May 23, 2005

eftirköst.............

Niðurstaðan í annars besta eurovisionparty ever (hjá Jórunni og Gústa) sem ég hef farið í var að við skildum endurnefna landið Islandia svo við fengjum eins mörg atkvæði og Croatia, Serbia og allar þessar "ia" þjóðir. Þetta hefur líklega með heilabörkinn að gera að fólk kýs eitthvað sem það kannast við,, svo ef það endar á "ia" þá eru meiri líkur (eins ef lagið er síðast í röðinni, margir hafa reykt of mikið hass og muna ekk lengra aftur). Svo hefur verið rætt um Leonce að senda hana og þar sem vinningshafar síðust tveggja ára hafa verið lyft upp í loft í einhverjum köstum þá eigum við nóg af slíkum.. gæjum... Þar væri hægt að nýta Magga íþróttaálf og jafnvel Hjalta úrsus á trumburnar, Scari skrípó gæti svo verið að blása upp gúmmihanskann svona "on the side".. þetta gæti vel virkað... allvega svona í stíl við hitt, svo rúllum við bara Leonce upp úr gulli eins og fisk í raspi....Bon apetit.. Europe !!

Friday, May 20, 2005

Prump í allt of litlum naríum

Ég er enn að jafna mig eftir eurovison “trama”. Erum við ekki að skilja þessa keppni, eða er keppnin ekki að skilja okkur? Fyrsti brandarinn voru kynnar kvöldsins sem töluðu ekki skiljanlega ensku, falleg dama og einhver tappi sem var eins og Valtýr Björn “meets” Silvester Stalone. Keppnin byrjaði illa þannig að keppendur náðu ekki einu sinni að halda lagi. Ég kyngdi tungunni þegar dansararnir hentust í gólfið í dúska-búningum, þar sem ég gerði ráð fyrir að þeir væru að fljúga á hausinn í sleipu, en svo var ekki....... þetta var alvara. Það hefur nú verið það ágæta við Eurovision að maður hefur getað hlegið af “stórkostlegum”atriðum eins og þessum, vitleysingnum sem klappaði með iljunum, ömmunni með trumbuna, brjálæðingnum með ruslatunnurnar á löppunum osfrv....svo maður beið bara eftir eina “alvöru”atriðinu...Selmu..of course.. OG. Hún var flott,, söng vel og mjög örugg, þó minnti neðri hlutinn svolítið á gömlu hjólabuxurnar sem ég saumaði í 7. bekk og voru of víðar, enn hún er svo flott að hún gæti verið í hverju sem er... Við fögnuðum heima í stofu...Pís of keik...rúllum þessu upp...djöfullinn að hafa ekki keypt ..grill...sjónvarp og allann pakkann sem er í boði frítt þegar hún vinnur...eins gott að það sé verið að byggja við laugardalshöllina marrr..... Enn nei nei....íslenska umslagið var týnt...og það síðasta hafði að geyma drengina tvo sem höfðu flutt lag sitt eins og kaffærðir kettlingar í mútum.. og hefðu betur átt að flytja allt lagið á táknmáli..því ekki var sándið gott...thats for sure...Hneyksli....JÁ.....
Það er á hreinu að aftansöngur frá Austantjaldsríki hefði dugað til að komast áfram.....prump í allt of litlum naríum....það er málið... !!!! (I know...calm down ,,anda inn..anda..út)

Áfram Danmörk og Noregur......!!!!!!!!!!

p.s Við þurfum að fjölga okkur hraðar og stuðla að útflutningi á íslenskum atkvæðum, setja Einar Bárða í málið........það eina sem við erum með eru einhverjir fátækir námsmenn í Danmörku sem hafa ekki efni á að hringja inn eitt einasta atkvæði.

Wednesday, May 18, 2005

Selurinn


Eins og góð móðir æddi ég með börnin í húsdýragarðinn á sunnudaginn. Var reyndar frekar þunn eftir rölt kvöldið áður, enn reyndi að kætast með börnunum sem mest ég gat þegar þau hrópuðu húrra við innganginn. Sigmar óð áfram, spenntur að prófa öll tækin...... enn ég reyndi að bremsa hann af við laugina þar sem selirnir voru að svamla um. Allt þetta vatn minnti mig á hversu hrikalega þyrst ég var og ég fékk samviskubit. Sigmari lá mikið á (eins og oft áður)
“mamma ég nenni ekki að horfa á þessi SÍLI !! ( ..úpps..hehe..) fullkomnu, óþunnu foreldrarnir sem voru að ræða við sinn litla eins árs um upphaf og endir þróunnar dýraríkis litu mig hornauga. Áður en ég gat leiðrétt soninn, var fröken Clara með það á tæru
“Sigmar þetta heitir ekki SÍLI ..... þetta heitir SALUR..
............... og ég tók í höndina á börnum mínum á teymdi þau áfram..... “
Hér er SELUR.......um SAL.. .....frá...SÍLI ........ til.......sælishh...

Guttormur naut lá þarna eins og klessa, nákvæmlega eins og ég hefði getað ýmindað mér daginn, Clöru fannst hann of stór fyrir herbergið sitt og ég held bara að ég haf i verið sammála henni.
Ef tir góða ferð í Cocoa puffs lestinni, þar sem Sigmar hékk út um gluggann og ég í rassvasanum á honum varð ég hress. Hvað annað er hægt, börnin ánægð, sólin skein glatt og Sílin að leika listir sínar í lauginni.
Svo toppaði ég helgina með því að fara í sveitina til Hildar og Stjána á Grjóteyri. Alltaf yndislegt að koma þangað. Sigmar að burðast með kiðling og Clara með kettling.

Eins gott að fara bara almennilega yfir þetta með dýrin !

Tuesday, May 17, 2005

Þar sem hún Berglind okkar er svo hógvær og lítillát þrátt fyrir keppnisskapið og skapandi skrif sín er hún ólíkleg til að varpa fram eigin afmælisbloggi. Ég hef aðeins fengið að hjálpa henni með þessa einstöku heimasíðu (sem hefur oft reddað hjá manni deginum) og veit því aðgangsorðið (he he). Ætla mér að nýta mér það og setja inn smá afmælisblogg svo að þið getið sett in kveðjur hér.

Það er ekki oft á ævinni sem maður kynnist fólki sem hefur þau áhrif á mann að í návist þess getur maður verið fullkomlega maður sjálfur, hvort sem maður er í besta skapi í heimi eða finnst maður vera með hruninn heim á herðunum. Botnlaust traust og enn meiri trúnaður eru meðal stærstu eiginleika hennar auk þess sem hún hefur tært og gott hjarta. Ráðin hennar eru eins og veidd upp úr viskubrunni þess sem horfir á málin frá öllum hliðum. Enda lýsa þau henni vel. Hún er þrautseiga og raunsæja unnustan, ástríka, gefandi og montnasta móðirin, einlægasti vinurinn og hornsteinn fjölskyldu sinnar. Hún er frábær húmoristi, hæfileikarík keppnismanneskja og ein af þeim sem vill og mun sífellt gera heiminn betri en hann er. Elsku Berglind, til hamingju með þrítugsafmælið!

Thursday, May 12, 2005

Pillur bjarga öllu !?

Ég prófaði fitubrennslupillur um daginn og leið eins og fíkniefnaneytanda, varð eitthvað svo kvikk, blikkandi, iðandi - ör eitthvað. Var alveg viss um að ég væri með frábæra viðskiptahugmynd í einhverju heilahólfi, og mér leið sem allar frumur líkamans væri að gefa strauma og stefnur í allar áttir til að finna þetta heilahólf með týndu viðskiptahugmyndinni.
Ég fékk mér kaffi, meira kaffi og ástandið versnaði án þess að mér tækist að fanga hugmyndina. Frumurnar gripu í tómt og ég var bara ringluð.

Var ég að ganga af göflunum eða var ég bara að GRENNAST?
Mér leið meira eins og ég væri að missa vitið frekar en fitu,
er þetta ný uppgötvun? Fangast vit mitt í fitulagi mínu? Er ég með viðskiptahugmynd í lærapokunum?
Verð ég þá á endanum VIT-LAUS og grönn?
Ég tek ekki sénsinn !

.

Pillur við öllu, er það málið?

Friday, May 06, 2005

Börnin mín eru alltaf eins og englar

Clara mín

Sigmar minn

Góði Guð viltu............

Tuesday, May 03, 2005

Hár og heilsa

Ég var ákveðin í því í gærkvöldi að ég skildi vakna kl 6 til þess að fara í ræktina. Þegar ég vaknaði svo fannst mér ég reyndar ný sofnuð og tilfinningin sem ég fékk var sú sama og þegar maður vaknar hrikalega snemma til þess að fara til útlanda í flug enda er það sennilega eina ástæðan fyrir því að ég færi á fætur svona snemma. Mér til mikillar skelfingar var snjór í breiðholtinu, alltaf verið að rugla í manni með að það sé komið sumar. Ég sat frosin í gallajakkanum mínum við bekkin þegar ég sá í móðu loksins strætó nálgast, í móðu vegna þess að ég hafði ekki gefið mér tíma til að vakna hvað þá nudda mér um augun. Allt klink heimilisins féll með miklum þunga í strætóbaukinn svo 20 tælendingar snéru sér við. Vinnusamir tælendingar og ég henntumst yfir 236 hraðahindranir, mér var enn kalt svo ég þakkaði mínu sæla yfir því að hitari bílsins var undir mínu sæti. Þessi ágæta strætóferð endaði fyrir utan Spa-ið og ég dreif mig inn til að skokka og lyfta. Eftir það reyndist enn nægur tími svo ég skellti mér í sundbol og inní sítrónu-gufu ohhhhhhhhhh hvað það var klikkað gott. Hálf meðvitundarlaus ranglaði ég ofan í pottinn þar sem næsta sæla tók við, axlarnudd og kalt sítrónuvatn að drekka með. Það skyggði þó aðeins á að hairy scary Larry var kominn í pottinn í ullinni og öllu. Þá fór ég að hugsa um hvað svona maður missir mörg hár að meðaltali á ári og að hann getur líklega adrei framið morð þar sem hann er ansi líkegur til þess að skilja eftir sig “evidence” (ég var að horfa á CSI í gær) kannski eins og eitt bak-axlar-hár. Þegar ég var dottinn í þetta rugl var tími til kominn að fara uppúr og toppa morguninn með prótein sheik...”I am so healthy that nothing can kill me”.


.

Monday, May 02, 2005

Chelsea enskur meistari

.
Chelsea enskur meistari !!!Ég tek við heillaóskum og skeytum að heimili mínu Vesturbergi 2, 1 hæð milli 17-og 19 í dag mánudag.