What a Wonderful world

Wednesday, September 07, 2005

Endurvinnsla

Nú þegar búið er að negla kallinn í hjónaband getur maður loksins sleppt leikritinu, verið relaxed og hætt að halda inni maganum þegar maður nennir því ekki, pantað bremsufarslausar Sloggí nærur á e-bay í stað Viktoríu Secret (það dýra crap.. ) og tekið völdin með fjarstýringuna. Ég hef engan áhuga lengur á líkamsrækt, tilgangslaust og leiðinlegt að hlaupa eins og hamstur í hjóli út i hið óendanlega á meðan miðaldra einkaþjálfari starir á rassinn á manni og fær borgað fyrir það. Nú verða “eldaðir” 1944 réttir í öll mál og bara vaskað upp þegar lyktin verður svo óbærileg að nágranninn heldur að það sé dautt dýr í blokkinni.
Ég þekkti konu (kölluð sveitta Sandra ) sem gifti sig og komst í heimsmetabók Guinnes með lengstu hár undir höndunum sem safnast hafa og skaphárin uxu niður á stóru tá, eftir að hún dó seldi maðurinn hennar hana til Álafoss til endurvinnslu og var hægt að búa úr henni fjórar lopapeysur sem sendar voru svo til Grænhöfðaeyja sem gjöf frá utanríkisráðuneytinu. Það er nú þegar verið að skoða þetta hjá nýsköpunarsjóði um mögulegar útflutningstekjur sem þetta gæti gefið þjóðinni, sérstaklega í ljósi þess hvað gengi krónunnar er sterkt eins og stendur ........og helsta von Íslands; Össur stoðtæki búin að setja fætur undir alla einfætta og Íslensk erfðagreining að fara á kúpuna eftir að Kári komst að því að hann er bróðir ömmu sinnar og því ekki að vænta tekna þaðan lengur eins og vonast hafði verið til.
Ég veit líka um giftar konur sem hafa tekið uppá því að prumpa undir sæng eins og ekkert sé eðlilegra, sleppt svitaeyði og safnað táfýlu til merkis um frelsi, þegar konur brenndu brjóstahaldara hér í denn þá var það nú bara barnaskapur miðað við þetta. Þeir einu sem hafa mótmælt þessu eru vinstri –grænir sem telja losun þessara efna hafa áhrif á ósonlagið, en hvað er meira áriðandi frelsi eða ósonlag? Nei ég bara spyr.
You may take our lives but you can never take our freedom !!

Sveitta Sandra (fyrir endurvinnslu)
Ég heyrði því fleygt að forstjóri endurvinnslunnar hafi fengið tennurnar úr henni og að þær hangi nú í gullkeðju framan á honum í frumskógi bringuhára.
(sel það ekki dýrara en ég keypti það)

5 Comments:

  • LOOOOL!!!! Snillingur

    JYJ

    By Anonymous Anonymous, at 9:09 AM  

  • Wahahahaha - skora á þig að gera þó ekki væri nema brotabrotabrot af þessi og sjá hvað kallinum finnst um það ;) Beta

    By Anonymous Anonymous, at 2:00 AM  

  • já einmitt, Siggi las þetta og ég held að hann hafi bara verið nokkuð áhyggjufullur...

    By Blogger Bella Blogg, at 2:37 AM  

  • íhíhí, það er allt fyndið í þessu bloggi!!! harmónerar svo fallega við stress-skrifin svona rétt fyrir brúðkaupið....
    og mér finnst eiginlega þessi pistill þurfi að vera birtur á fleiri stöðum og jafnvel á prenti!!!!

    By Blogger -(..)-, at 10:19 AM  

  • Takk hon-ey.. !

    By Blogger Bella Blogg, at 2:43 AM  

Post a Comment

<< Home