What a Wonderful world

Monday, February 28, 2005

Bæ "gamla" vinna !

Nú er ég að kveðja gömlu vinnuna....... og á svona tímamótum staldrar maður aðeins við og gerir uppgjör, uppgjör um verk og fólk. Hvernig manneskjur hefur maður verið að umgangast og hvernig verk hefur verið unnið. Fólk er misjafnt eins og við öll vitum enn allir gefa manni eitthvað hvort sem það er af góðu eða ekki, það er manns sjálfs að nýta alla reynslu sér í hag. Það er manns verk að endurspegla það góða til annara ekki satt?
Það er margt í þessari "gömlu" vinnu sem ég hef lært af og margt gott sem maður hefur tekið þátt í að gera..til góðs.
Ég er orðin ferlega djúphugsi á þessum "vorlegu" dögum og sjálfsagt drepleiðinleg. Enn nú er ég að fara úr "good will hunting" í peningana..fjárfestingabransann, einhverjum hefði ekki þótt það í rétta átt enn hvað með það...
Rauði krossinn heldur áfram að bjarga heiminum án mín , sem betur fer :)

Thursday, February 24, 2005

Hugurinn ber þig alla leið !

Við Unnur systir hlustuðum saman á disk þegar við ferðuðumst í lest í gegnum Danmörk í síðustu viku. Diskur sem Unnur hafði keypt og nefnist "hugurinn ber þig alla leið". Ég veit ekki hvort að ég hefði gefið mér tíma í að hlusta á þetta nema vegna þess að ég var að drepast úr leiðindum í lestinni, ég var búin að lesa hvern einasta staf í blöðunum sem ég hafði keypt, reynt að skoða nákvæmlega tréin sem við þeystumst framhjá, talið klósettferðirnar hennar Unnar og grandskoðað einkennilegt háttarlag fólksins sem sat hinum megin við okkur. Allvega...þessi diskur hafði áhrif á mig verð ég að segja.. Við án efa stjórnumst af ýmsu í undirmeðvitundinni sem við vitum ekki af og/eða erum mismikið í tengslum við það.. enn það er líka misjafnt hvað við viljum vera það. Margir forðast það eins og heitann eldinn og afneita því að þarna sé eitthvað sem hafi áhrif á okkur eða vilja ekki af því vita. Með svona hugleiðslu þar sem farið er inn að kjarnanum er hægt að breyta undirmeðvitundinni og hafa áhrif á hvernig maður hugsar, hvað maður getur og hvað maður ætlar sér, án þess að við séum að tala um eitthvað "trans state" heilaþvottur dæmi. ENNN..með þessu getur maður forritað sig að markmiðum sínum svo að í daglega lífinu virðast þessir "draumar" geta vel orðið að veruleika.. eða breytast úr því að vera draumar í markmið.
Það er í raun heimska að horfa framhjá undirmeðvitundinni og reyna ekki að vinna með hana því með hana vinnandi með þér að markmiðum þínum verður allt mikið auðveldara..
so get of your fat ass og keyptu diskinn...
nei grín...bara pældu aðeins í þessu... eftir að ég hlustaði á diskinn einu sinni hefur þessi hugsun um hvað mig langar að gera poppað upp margfalt oftar en áður og gefur mér auka sjálfstraust..
enn maður á ekki alltaf að velta því of mikið fyrir sér hvort maður hafi þennan og hinn hæfileikann...eins og einhver sagði;
það er ekki alltaf spurning um að GETA heldur að GERA

Tuesday, February 22, 2005

máta á morgun...

Garðakirkja

Ertu "Murials wedding" týpa

LONG TIME NO SEE...
Það er´allt að gerast ..var í Danmörku, lenda nýrri vinnu, spennandi járn í eldinum sem ég ætla ekki að blaðra um hér..veit ekki hvað verður..... ennn svo erum við Sigurður Friðrik að fara að ganga í það heilaga...MIKIÐ VAR AÐ BELJAN BAR...segir einhver núna.. BúiÐ að taka 15 ár .. so white dress it shall be...
Ég er nú engin "Murials wedding" týpa.. en verð þó að viðurkenna að þetta er mjög spennandi..jeminn.. maður verður farin að ferma áður en maður veit af...hmmmm
Það er búið að panta Garðakirkju á Álftanesi 27. ágúst kl 17:00, Siggi var mest ánægður með meðhjálparann.. hann var svo "liberal". Enn Sigmar var í Glatiator feeling fyrir utan kirkjuna og náði að skutla sverðinu (spítunni) í bíl meðhjálparans meðan Clara hljóp fram og aftur kirkjugólfið.. ég sá gamla meðhjálparann horfa til guðs og sennilega mælt í huganum "Lord help these people"
Siggi var búinn að tala um það að þegar við giftum okkur yrði 3 daga veisla, sennilega þess vegna sem við höfum beðið svona lengi.. alltaf að bíða eftir að við hefðum efni á því... enn svo er hann bara kominn inn á það að hafa þetta á Nordica og láta bara gestina gista á hótelinu...the party never ends...
Ég hringdi í mömmu og sagði henni dagsetninguna .. heyrði í pabba á bakvið..
á rólegum nótum "er ekki golfmót þessa helgi" ...díses pabbi...

Friday, February 11, 2005

Lím

Hún Jórunn vinkona mín er sem betur fer oft til viðtals á MSN, hún er nefnilega áhrifavaldur á frjósemi hugmynda minna, ég fæ egglos þegar við tölum saman og ég get farið að framkvæma. Við vorum að ræða um þáttinn "you are what you eat" og ég var að segja henni frá minni frökku ákvörðun að hætta að borða hveiti í viku, hveiti drepur!
Ég tók þessa ákvörðun í morgun þegar ég vaknaði og datt svo af hestinum klukkan 10:15 og fékk mér kex. Líklega ekki lengsta átak sem ég hef farið í. Konan í þáttunum "you are what you eat" hafði nefnilega lýst því svo sérstaklega hvernig líkaminn tekur við hvítu brauði, það er eins og lím í meltingarfærunum og lýsingin náði alveg út í það hvernig væri að kúka lími osfrv. Þessi hryllingur hafði áhrif á mig og þannig hófst þetta átak. Ég ætti kannski að athuga með "Guinnes world records" með lengt átaksins... eða ekki. Ég prófa þetta aftur eftir helgi.
B.S

Thursday, February 10, 2005

Herjólfsferð er góð ferð...yeah right..

Eyjan mín hún Heimaey er hreint frábær, málið er bara að komast þangað er bölvað bras. Ragna Jenný íþróttavinur (og íþróttahetja) og bloggari var einmitt á leið til eyja og sveimaði um í flugvél í tvo tíma, púff.
Göngin hafa verið mikið rædd og fólki finnst hún annaðhvort fáránleg hugmynd eða bara snilld.
Skemmtiferðaskipið Herjólfur hefur aldrei heillað mig. Herjólfur fékk mig þó á unga aldri til að þróa með mér einstaka hæfileika ( Survival of the fittest- DARVIN, dæmi eitthvað). Herjólfsfýlan fékk mig til að þróa þann hæfileika að geta lokað fyrir nefið án þess að nota hendurnar, "survival tecnique" svo ég mundi ekki æla úr mér augun áður en skipið færi úr höfn.
Svo liggur maður í koju í brjáluðu veðri hnipraður saman í fósturstellingunni. Berst um að halda sér í kojunni og þegar maður heldur að maður sé að ná sér á strik byrjar eldhúsið að dæla hamborgarabrækju gegnum loftræstinguna og maður lætur gusuna vaða í TAKE-AWAY pappaboxið.
Svo er svaka BAR þarna uppi (on higher deck), en málið er að það hefur enginn haft list á því að drekka þarna uppi nema starfsfólkið á leið í slipp til Noregs, enginn smá starfsmannaaðstaða þar (enda ef ég væri að vinna þarna mundi ég ekki fara fram á neitt minna).
Í vikunni var skemmtiferðaskipið rúma 4 tíma á leiðinni, svo það voru grænir eyjamenn sem komu til hafnar AÐEINS á eftir áætlun sökum veðurs. Ég er ekki svo viss um að farþegarnir hafi verið sammála slagorðinu "HERJÓLFSFERÐ ER GÓÐ FERÐ" akkurat þá.
(Shitt ég held að ég sé að verða sjóveik á að hugsa um þetta)

Það eina sem við þurfum að gera til að sannfæra samgönguráðherra varðandi göngin er að setja upp 15 fundi varðandi þessi mál í eyjum og senda hann fram og til baka með skemmtiferðaskipinu þangað til hann gubbar upp samþykki. Það er hvort eð er aldrei flogið, ef það er ekki þoka eða rok þá er alltaf hægt að ljúga því að það sé misvinda eða óviðráðanleg ísing. Hver kannast ekki við það?
B.S

Wednesday, February 09, 2005

Hjörtun mín á Hjalla


Mömmur

Maður pælir í því meira og meira ..eftir því sem maður eldist og eignast fleiri börn hvað maður "skuldar" foreldrum sínum mikið. Það sem þau hafa gert fyrir mann og fórnað sér til að maður gæti haft það gott. Þetta finnst manni sjálfsagður hlutur svona framan af "þér var nær að eiga mig" "ég bað ekkert um að fæðast"...svo sem unglingur náði þetta hápunkti þegar foreldrarnir voru svo hallærislegir, sérstaklega mamma að mér fannst. Maður var á gang "rúntinum" í bænum og mamma stoppaði bílinn til að spyrja að einhverju eða bara veifaði með svaka bros þegar maður var að rembast við að vera þvílíkt "cool". Ég lét eins og mamma (þessi fallega kona) væri bara "Hringjarinn frá Nottredam" á þessum árum...það sem hún þurfti að þola konan frá manni. Svo þegar maður eignast börn og það er ælt yfir mann um miðja nótt eftir að maður var nýbúin að skipta um rúmföt í annað sinn þá skellur það á manni að kannski hefur maður ekki alveg kunnað að meta það sem gert hefur verið fyrir mann, maður hefur reynt að "borga fyrir það" með því að vera rosalega krúsílegur og klípulegur fyrstu árin, sagt skemmtileg og hnittin orð og setningar uppúr því og reyndar gefið skilyrðislausa ást en oft líka grenjað, stappað, heimtað, ætlast til, gubbað, pissað ofl ofl..
Með allri virðingu fyrir feðrum þessa lands þá er mér helst hugsað til allra þeirra mæðra þarna úti, mæður sem þekkja börnin sín betur en sjálfan sig.. mæður sem að þurfa bara að líta á barnið sitt augnablik til að átta sig á því að barnið þeirra er lasið, gleymir því ekki að barnið sitt borðar ekki soðnar kartöflur heldur bara bakaðar, að það dugir að segja spennandi sögu til að hægt sé að rífa af plásturinn osfrv. osfrv.
Mér var hugsað um þetta í gær þegar ég sauð í fyrsta skiptið kjötfars og kál sem er "venjulegasti matur í heimi" (á eftir soðnum fisk og kartöflum) og hugsaði um mömmu sem var alltaf tilbúin með heitan mat á slaginu sjö, alveg sama í hvernig skapi hún var eða hvað gekk á.

Hugsið um það "hvernig var að vera mamma mín" og gefið henni stærra faðmlag en þið hafið nokkurtímann gefið henni áður næst þegar þið hittist, hún á það örugglega skilið :)
Kveðja B.S

Monday, February 07, 2005

Stjörnusödd

Olga vinkona var svo óheppin að kíkja til mín á laugardagskvöldið, ég var nefnilega í svona "innilokunar, brjáluð á börnunum, læt allt fara í taugarnar á mér" skapi.
Ég var að segja henni frá því að ég hafi byrjað að horfa á þessi tónlistarverðlaun sem voru í sjónvarpinu og bara flippað gjörsamlega...þar voru Gísli M, Þórunn Lár og bla bla..og allt þetta sama lið sem er allsstaðar. Ég meina það... erum við svona lítið land að þetta sama fók þarf allsstaðar að vera að nudda sér framan í mann. Maður er að kaupa sér tyggjó í 10-11 og þarna glottir þetta lið framan á Séð og Heyrt, Mannlíf, Vikunni og hvað þessi blöð heita nú öll. Leikur í öllum auglýsingum. Svo er þetta sama fólk að taka húsin sín í gegn í Innlit útlit til að fá fríar flísar og afslátt af teppi,´.. "já rosalega smart" í síðasta þætti eða þar áður var einmitt nýja konan hans Loga, Svanhildur sem var að kenna okkur íslendingum að baka köku og á meðan var fyrrverandi hans Loga framan á Vikunni með nýja manninn.
Olga benti einmitt á það að maður horfir á einhvern í viðtali í Íslandi í dag og svo þegar maður skiptir yfir á Kastljósið er þessi sama manneskja búin að taka sprettinn þangað móð og másandi tilbúin að segja okkur allt það sama aftur, maður er bara heppinn ef þessi aðili var ekki bara líka í Íslandi í bítið. Maður er orðin leiður á henni Evu Maríu konunni hans Skara skrípó sem er allsstaðar í viðtölum og var heilan þátt um daginn hjá Gísla Marteini að tala um hversu mikill sérvitringur hún er, hvað hún borðar og ekki borðar...who gives a .... og þessi þáttur hennar er ekki einu sinni byrjaður. Ég veit það ekki. ..kannski hef ég allt á hornum mér.. enn.. ég bara skil það ekki .. að það sé ekki hægt að finna bara "venjulegt" fólk sem hefur eitthvað merkilegra að segja ..... er það svona rosalega skemmtilegt að´fá uppskrift frá Svanhildi eða vita um sérviskuna í Evu , sjá parketið hans Þórhalls í Íslandi í dag.. eða horfa á Jónsa tyggja matinn sinn hjá Jóa Fel. Það eru þó nokkrir "frægir" sem passa sig á þessu að vera ekki allsstaðar, gott hjá þeim.
Erum við orðin stjörnu-sjúk eða er verið að gera okkur stjörnu-sjúk?
ég veit það bara að ég er orðin södd af "stjörnum" og er til í eitthvað nýtt fæði.
Kveðja B.S

Friday, February 04, 2005

Barnaafmæli

Jæja...barnafmælið var rosalegt....þetta fór rólega af stað.....við krakkarnir fórum yfir þetta meðan ég var að greiða þeim "svo tekur maður vel á móti gestunum, þakkar þeim fyrir, passar kortið á pakkanum osfrv..osfrv.. Enn það dugði skammt ...gestina streymdi að... og maður sá bara ofan í kokið á börnunum "ÞAÐ ER KOMINN PAKKI"!!!!!!!!!!!!!!! (enn ekki það er kominn gestur) svo var hlaupið fram með krakka- halarófuna á eftir sér ,Sigmar var klæddur sem Gladiator með sverð og brynjur svo gestirnir þorðu ekki annað en að afhenda gjöfina um leið og þeir komu inn um hurðina. Á meðan maður var að ná í teskeiðar, mjólk í kaffið, tékka á heita réttinum og finna kerti á kökuna reyndi maður að stynja upp "vá ...segðu takk...sniðugt...varlega...FLOTT..passaðu kortið...og allt það"
Boð heilans á skíta- floti.... Svo kom að tertunni, mikið búið að spekúlera það, Sigmar vildi BATMAN köku og Clara vildi Prinsessuköku svo ég hafði bakað eina brúna og skilið eftir um morguninn fyrir Sigga að klára, þegar við komum heim var það svo NEMO sem lá á borðstofuborðinu í regnboganslitum, einum gestana varð það á að segja "vá ..skrautfiskur" en var fljótlega leiðrétt með að þetta væri hin eini sanni týndi NEMO. Siggi skar kökuna með stæl, nú með Glatiator sverðinu auðvitað sem vakti lukku að sjálfsögðu. Ostasalat, mexico-ostapönnukökur, rommkúluterta, peruterta, fyllt ostapasta með piparosti, heit rúllubrauð, Nemo og fl. og fl.... og það sem börnin fengu í afmælisgjöf ...engar smá gjafir..ef einhver ykkar les þetta sem voruð í gær..þá KÆRAR ÞAKKIR.
Sigmar svaf í Glatiotor búningnum með sverðin undir sænginni og Clara með prinsessuteppið nýja, dúkkurnar og töfrasprota. Íbúðin var eins og eftir sprengingu..eins og það á að vera eftir svona fjör.. Gilli var einn eftir með Agnesi og hjálpaði mér að ganga frá (Siggi fór í vinnu)... Olga kom svo eftir skóla og ég var að reyna að segja henni frá þessu.."vá þetta var eins og........." þá botnaði Gilli: "bara eins og TVÖFALT BARNAAFMÆLI"

..það jafnast ekkert á við það :)
B.S

Thursday, February 03, 2005

Sigmar Snær á afmæli í dag

Sigmar Snær drengurinn minn er 5 ára í dag. Sigmar átti að fæðast 19. janúar og ég var því þreytt og þrútin þegar ég var komin tvær vikur framyfir kvöldið þann 1.febrúar og það stóð til að setja mig af stað á Landspítalanum. 2 mín áður en það átti að gerast missti ég vatnið og mikill spenningur magnaðist við það að á næstunni fengjum við að sjá barnið....það var þó ekki.... ég fékk pillur og dripp.. og ekkert gekk... um nóttina fékk ég mænudeyfingu og þá stoppaði allt ....um morguninn var ákveðið að ég þyrfti að hvíla mig og ákvörðun tekin um framhaldið aðeins seinna. Um kvöldið fékk ég meira dripp og ýtt við, (það snjóaði og snjóaði og snjóaði fyrir utan gluggann allann þennan tíma) eftir mjög erfiða nótt var hjartslátturinn í Sigmari orðin reikull og var ég flutt í bráðakeisara klukkan 10.. hann var svo kominn í heiminn á nokkrum mínútum, þessi líka stóri strákur 18 merkur og 56 cm. Þegar honum var lyft yfir tjaldið fannst Sigga hann sjá sjálfan sig, enda var Sigmar mjög líkur pabba sínum eins og svo mörg nýfædd börn. Unnur systir flaug spes ferð til Reykjavíkur til að sjá "litla " prinsinn.
Sigmar er mjög kraftmikill og duglegur, þó það fari oft mikið fyrir honum er hann með lítið hjarta og svolítið alvörugefin, hann er t.d farinn að hafa áhyggur af því núna hvernig hann getur lært á bíl, hvort það sé ekki mjög erfitt osfrv, það stafar af fullkomnunaráráttu og þeim kröfum sem hann gerir til sjálfs síns, hann vill oft ekki gera hlutina nema hann geti gert þá mjög vel. Að þessu leiti er hann líkur mömmu sinni og verð ég því að hjálpa honum með það þar sem þetta er hamlandi, frekar en Siggi og Clara sem bara stökkva út í og sjá bara til hvernig þau ætla að bregðast við. Sigmar er yndislega hjartahlýr og er tilbúinn að gera allt fyrir alla. sérstaklega minni máttar" og hefur verið í því hlutverki að "vernda" einn vin sinn í leikskólanum.
Sigmar er mjög heimspekilegur í hugsun og sem lítið barn skoðaði hann alltaf miðann á leikföngunum og velti fyrir sér hvernig þau voru búin til frekar en að leika sér við þau beint, hann horfir á fræðslu og dýralífsþætti eins og teiknimyndir "mamma ef við fljúgum á sólina þá bráðnum við".."mamma ef ég gleypi blóðið sem kemur úr vörinni á mér fer það þá ekki í magann og aftur í líkamann"
Sigmar er líka mjúkasta mannvera sem til er á jörðinni, hann er grannur en með silki mjúka húð sem er yndislegt að knúsa. Ég segi það oft við hann hvað hann er mjúkur og þegar hann fór að sofa í gær sagði hann við mig til baka "mamma þú ert svo mjúk að þú ert eins og vatn"
Ég er svo rík að eiga hann Sigmar minn !

Tuesday, February 01, 2005

Out of the safety sone

Eina leiðin til þess að ná framförum, komast áfram, þroskast og hvað þetta nú nefnist allt saman er að gera eitthvað sem kostar vinnu, taka áhættu "and step out side the safety sone". Ég er búin að vera að velta þessu fyrir mér... ég gerði þetta með bókinni sem kom út jólin 2003 og nú hungrar mig í eitthvað svipað aftur. Við mannfólkið getum ekki verið kjur annars myglum við og verðum óhamingjusöm, íslendingar sérstaklega, þarf allt að gerast svo hratt og mikið. Tengdó bakar með þrjár pönnukökupönnur í einu, bakar á neðri og efri hæðinni í ofninum (til þess er ofninn með grindur), margir eru í vinnu og námi, eiga börn og vonandi einhver áhugamál, eru að leggja parket, á mósaík námskeiði og fl og fl.
Við íslendingar erum svo góð með okkur að við getum ekki unnið á Mc donalds eða á kassa einhversstaðar, ef þú spyrð þá sem vinna þar þá eru þeir fljótir að segja frá því í hvaða nám þeir eru að stefna eða frá nýju viðskiptahugmyndinni sem þeir eru að bíða eftir einkaleyfi fyrir.."þetta er bara millibilsástand". Tælendingarnir eru víst mikið betri en við í að þrífa spítalana og þú verður að tala ensku til að fá þér hamborgara þar sem enginn íslendingur fæst til að steikja og pakka inn Big MAC. ERum við svona yfir þetta hafin, eða erum við með metnað sem við ráðum ekki við. Frumkvöðlastarfsemi er víst ekki meiri neinsstaðar í heiminum eins og hér, hér er allt mest. Íslendingar spyrja fólk gjarnarn fyrst "hvað gerir þú " áður en það spyr hvað fólk heitir eða hvernig fjölskylduhagi það hefur. Við gerum svo miklar væntingar til alls og allra að þjóðin er að springa. Ég heyrði fólk tala í matvörubúð um daginn að handboltalandsliðið væri bara aumingjar og ekki þess virði að eyða tíma í að horfa á það, er þetta ekki "to mutch" Hvaðan kemur allur þessi rembingur? svo þurfum við bara smá skvett um helgar til að ná okkur niður, því það er "bölvun" að leggja sig eða slappa af á venjulegan máta......því það eiga allir að eiga "innlit útlit" heimili.
..ég meira að segja afsakaði mig í jólakortinu í ár þar sem ég var búin að segja frá afrekum Sigga á´árinu sagði ég svo "þar sem ég gaf út bók í fyrra fannst mér ég ekki knúin til að gera neitt merkilegt á árinu" hehe.. biluð
Enn ..........I am taking on the madness and stepping out of the safety sone...eins og svo margir íslendingar.......
ég tel mig vera með samdráttarverki sem endi í fæðingu á einhverri frábærri hugmynd, eða ég held í þá von ...
Sjáum til.....ef það gerist ekkert þá segi ég bara að þetta sé millibilsástand
B.S