What a Wonderful world

Thursday, April 28, 2005

Tannsi

.
Ég lét loksins verða að því að panta mér tíma hjá tannsa í tékk. Ekki búin að þykjast hafa tíma til þess í tvö ár. Enda ekki það skemmilegasta sem maður gerir, það verð ég að segja. Bara lyktin kemur af stað fobiu tendensum og svo þessar bláu plasthosur sem maður þarf að troða sér í eins og maður sé að koma inná geislavirkt svæði ekki til að bæta það. Svo liggur maður þarna eins og sandpoki á meðan það er verið að hamast í kjaftinum á manni, gjörsamlega ósjálfbjarga. Maður nær einstaka sinnum að opna annað augað og sjá glitta í myndina af tannsa með stóra laxinn sem hann veiddi í fyrra. Ég fann alltaf einhvern bregðandi straum svo það þurfti endalaust að vera bæta á deyfingu. Ég get svarið það að ég varð dofin í öllu vinstra andlitinu og haltraði út með lafandi kinn eins og þungt hliðarveski. Tannlæknirinn tilkynnti mér að ég þyrfti ekki að koma aftur fyrr en eftir ár og ég var mjög ánægð að heyra það, glotti útí annað..enda tók hinn helmingurinn ekki þátt í brosinu sökum afslöppunnar. Það er helv. ..sárt að fara til tannsa ennnnnn mest blæður þó úr veskinu. Gellan í móttökunni brosti hrokafullt og ég sá það í gegnum ennið á henni hvað hún var að hugsa “hélstu að þetta yrði ódýrt” eða eitthvað álíka.
Ég var dofin upp í auga og vil meina það að ég hafi verið 30% öryrki þegar ég labbaði út og sá því frekar lítið með vinstra auganum þegar ég keyrði aftur í vinnuna. Ef ég hefði keyrt á sökum ástandsins er það alveg víst að ríki tannsi hefði fengið seðilinn. Enn það gerðist ekki svo ég verð bara að sofa með fullann munn af flúori næsta árið svo hann geti ekki grætt meira á mér næst þegar ég kem.

.
Þetta er götu-tannsi, spurning um hvort þessi sé ekki ódýr,, enn kannski ekki hægt að bóka það að fá ekki sýkingu...gúlp...hver þorir?

Monday, April 25, 2005

ÉG ER AÐ FLÝTA MÉR !!!!!!!!!!

.

Vá hvað ég er orðin þreytt á að vera alltaf að flýta mér. Það er allt að gerast á svo miklum hraða hérna í borginni. Maður verður líka svo sambandslaus eitthvað. Í þessum látum er nauðsynlegt að setja á sig maskara á rauðu ljósi, gleyma að pissa í tvo daga, skipa börnum að klæða sig froðufellandi með tannbursta í kjaftinum, borða og tala í símann á ferð og áður en maður veit af syngur maður með útvarpi Latabæ í bílnum “ég heiti Lilli klifurmús” þó svo að börnin séu ekki lengur í aftursætinu.
Ein vinkona mín var að leggja bílnum sínum fyrir utan vinnuna í rólegheitum þegar heyrðist úr aftursætinu “mamma ætlar þú ekki að skutla mér í leikfimi?”. Ó..ok...
Ég hentist í ræktina í hádeginu um daginn og var að klæða mig í útiskóna með handklæðið enn á hausnum og bodylotion-ið límdi buxurnar við lærin þar sem ekki gafst tími til að leyfa því að þorna.
Mér líður stundum eins og veröldin sé sýnd hratt þegar ég er að hendast á milli staða og nú velti ég því fyrir mér hvort þetta sé nauðsynlegur hluti af borgarlífinu, hluti af því að vera með tvö virk börn eða bara stress sem ég hef búið til sjálf????

Wednesday, April 20, 2005

Það er að koma sumar !! eða hvað?

.
Jæja ..þá fer að koma sumar..eða svo lýgur dagatalið...það gæti þá ekki verið að maður sleppi við að skafa af rúðunum þangað til í haust...hversu yndislegt er það. Það er þá sennilega séns að kaupa sér minipils til þess að ná lungnabólgunni sem maður missti af um veturinn og greyjið börnin geta kannski hætt að ganga í sokkabuxum í 2 mánuði á ári. Ég hef nú búið í eilífri sól, fyrst í Ástralíu og svo á Bahamas... og þó ótrúlegt sé verður maður nú leiður á að baka sig líka, strandasandur undir nöglunum og límd saman læri yfir sjónvarpinu getur verið óþæginlegt, svo eru svo mikil læti í þessum loftræstingum að það heyrist ekkert í sjónvarpinu. Maurarnir halda að þeir séu velkomnir ALLSSTAÐAR og að ganga í gallabuxum í svona hita er eins og að vefja sig inní ullarteppi með plastfilmu utanyfir, að svitna undir þessu er ekkert grín.
Þó strandalífið sé oft erfitt þá verð ´ég að segja að ég er búin að fá nóg af kulda og frosti og ætla mér því að fagna komandi sumri með bros á vör og sennilega taka sénsinn með minipilsið, lífið er eilífir sénsar..við Íslendingar fengjum ekki einu sinni að taka þátt í MISS WORLD ef konurnar okkar stæðu á ullarbrókinni í leigubílaröð um helgar, ekki séns !!
Eins og einhver sagði "bjútí is pain" og ég ætla að bæta við...
bjútí in iceland is MORE pain !!

Wednesday, April 13, 2005

Sólarlampi

.
Ég fór í ljós á laugardaginn... enn ég hafði ekki farið í mjög langan tíma. Í “gamla daga” þótti það lágmark að skella sér í 20 mín, jafnvel hálftíma. Enn ég var víst mjög brött að velja mér 7 mínútur því nú eru þetta allt TURBO- MEGA- SUPER lampar eitthvað og ég get svarið það að þetta leit út eins og geimskutla eða... mér datt í hug bara boxið sem Michael Jackson ætlar að láta frysta sig í eftir að hann er dauður. Að klifra berrasaður uppí svona tæki er hálf kjánalegt verð ég að segja. Þegar ég var búin að leggjast fór ég svo allt í einu að hugsa um öll DNA sýnin sem þau í CSI (Grissom og félagar) myndu örugglega finna á þessum bekk (dauðar húðfrumur...) og sá fyrir mér einhvern sveittan gaur bráðna á bekknum eins og smjörstykki á pönnu og ég að velta mér uppúr því fyrir þúsund kall. Eftir 2 mínútur var ég þó farin að dotta og sjá fyrir mér sólarströnd.....
allt of snemma pípti svo tækið og ég lá í köldu geimskutlunni jafn vandræðaleg og þegar geimferðin hófst. Furðulegt hvað maður lætur hafa sig útí.
.

Tuesday, April 12, 2005

Appelsínuhúðin er að drepa mig

.
Maðurinn minn fer fram á það að ég sé sundlaugabar meðan hann er í baði.

Monday, April 11, 2005

"Ekki án tölvunnar"

.
Svo virðist sem tæknin sé að gleypa okkur öll. Ég á fullt í fangi með að takmarka sjónvarpsgláp barnanna og hvað þá mitt eigið, ég veit um foreldra unglinga sem hafa tekið rafmagnið af húsinu til þess að takmarka tölvunotkun og reynt að draga börnin í sumarbústað frá tölvunum (sjá mynd) svo eru eiginkonur og eiginmenn sem sjá á eftir mökum sínum hverfa inní tölvuna eftir kvöldmat......... sem skríða svo uppí á nóttunni eftir að hafa vafrað um netið í nokkra klukkutíma, makinn sem er löngu farinn að sofa lyftir augnlokinu og upplifir framhjáhaldstilfinninguna. Á netinu þarf ekki að sýna nein eðlileg mannleg samskipti þar er nóg að setja broskalla og sorglega kalla eftir því hvernig manni líður, og jafnvel hægt að klóra sér í rassinum og bora í nefið á meðan spjallað er við ömmu gömlu sem situr á net kaffi í Singapoore (þ.e.a.s. ef þú ert ekki með web cam).
Svo situr öll fjölskyldan niður nelgd við sjónvarpsskjáinn og einu samskiptin eru “viltu rétta mér poppið” eða “viltu skipta á skjá einn”....enginn furða þó fólk fjarlægist og skilnaðir séu að slá öll met (sérstaklega á meðal fræga og ríka fólksins segir Séð og heyrt), það eina sem fólk ávinnur er sameiginlegur áhugi á sjónvarpsefni EF sambandið er gott. GSM símar eru nú eitt tækið, unglingar geta ekki orðið dregið andann nema að síminn sé nálægt enda 99% samskipta sem fara þar í gegn... ekkert mál að segja kærustunni upp með SMS “sorry make-etta e-i lengur :( ”

Friday, April 08, 2005

Partý um helgina??

.
Helgarfílingurinn er að læðast að manni....
ég vona að mér verði boðið í partý ...aðeins hressilegra enn á myndinni kannski....

Thursday, April 07, 2005

Chelsea !!!!!!!!!!

.
Jjjjjjjjjjjjjííííííííhaaaaaaaaa Chelsea vann í gær og Frank Lampard skoraði tvö mikilvæg mörk eins og oft áður !!!!!!

Monday, April 04, 2005

FUGLA-ÞEMA !!!

.
Það er eitthvað ÞEMA æði að fljúga yfir landann af svo mikilli áfergju að það meiga ekki tveir menn koma saman án þess að það sé tilskipað þema. Ég var spurð um daginn hvort í brúðkaupinu yrði "þema" svo ég fór að velta því fyrir mér og flækja þessu inní skipulagið sem er by the way litaskipt "flipa" skipulag í Excel með tilheyrandi jöfnu útreikingum og meðaltalsspám sem ég er bara fjári stolt af. Þetta gæti endað í skipulagsfíkn og kostnaðinum kastað upp í marglituð súlurit og kökurit með Power piont stælum ...............og kannski bara ekki. Hef því miður ekki verið ÞESSI skipulagða hagsýna húsmóðir sem frystir matarafganga, föndrar úr gömlum mjólkurfernum og nýtir gamlar nærbuxur sem tuskur. Enn kannski er þetta upphafið ... að breytingum og ég breytist í hagsýnu, skipulögðu og ábyrgðarfullu Berglindi sem að týnir ekki lyklum og kreditkortum, pantar tíma í klippinu með fyrirvara og býr til fiskibollur frá grunni. Allt þetta sem dekrið og áhyggjuleysið hefur mótað mun vera brotið á bak aftur og ég verð ný og betri manneskja.. . Hvað varð um "þema" pælinguna, týndi henni þarna á leiðinni..hmmmmm....

Friday, April 01, 2005

Slappið af um helgina

.
Góða helgi.. .og ekki gleyma því að slappa af ...til þess eru helgarnar.. þó það sé freistandi að hlaupa um Kringluna eins og hauslaus kjúklingur og kaupa ekki neitt.. með sting í agunum, doða í hnakkanum og skaddaða heyrn eða eins og sumir vilja kallar það "moll-veikina" (moll= er enska orðið yfir verslunarmiðstöð)
.