Mánaðarmót !!! ví´´úúúúíiíí...........
![](http://pic2.picturetrail.com/VOL983/3631984/7478215/113377334.jpg)
Sem betur fer eru að koma mánaðarmót, hver er ekki ánægður með það... debetkortið mitt skilur ekkert í þessu einelti sem það hefur orðið fyrir og ég þarf að fara að VERSLA !!! “Shop til I drop” verður mitt mottó um helgina og Kringlan verður mitt annað heimili. Það er svo margt sem mig bráðvantar, ég er ekki að tala um ilmkerti og sætar servéttur ég er að tala um það að sinnepsgula dúnúlpan mín sem ég keypti í Bandaríkjunum fyrir 6 árum hefur lokið skildu sinni og meira en það, hún er eins og uppgefin vindsæng sem enginn vill eiga, ég setti hana nefnilega í þurrkarann og ermarnar hrukku vel upp fyrir úrið og hún bráðnaði öðrum megin að framan, mér var bent á það kurteisilega í morgun (já það var kalt í morgun og ég varð að fara í hana) að það væri eins og ég væri VAGUM pökkuð öðrumegin eða eins og andlitið á Mel Gibson í myndinni....man það ekki (kók og prins fyrir þann sem man það)
Ég þarf líka að tattúera það í ennið á mér að kaupa mér ekki gallabuxur, því það er sama hvort ég fer inn til að kaupa mér Parkódín eða peysu ég labba alltaf út með gallabuxur og þar sem það er búið að banna parkódín í apótekum eru enn meiri líkur á að ég kaupi bara gallabuxur... og ég má ekki eini sinni vera í gallabuxum í vinnunni. Afhverju snúast öll blogg hjá mér um gallabuxur. Nei.......... nú er ég hætt.