What a Wonderful world

Monday, March 14, 2005

ÍS-land

Hver bauð öllum þessum flensum til landsins eiginlega...
"FLENSA Í BOÐI Pharma...." ??eða hvað... Maður er alltaf að heyra það að lyfjafyrirtækin hafi tögl og haldir..þau hljóta að standa að þessum innflutningi. Ég er með svo mikin hausverk að það er eins og eitthvað dýr sé að reyna að naga sér leið út úr heilanum á mér og sennilega er dýrið búið að éta minnishlutann því ég virðist ekki getað munað neitt þessa stundina. Ég hélt að ég næði að hrista þetta af mér um helgina en dýrið vaknaði með mér í morgun hungrað sem aldrei fyrr og nagar og nagar meðan ég reyni að vinna. Svo er bara gaddur úti og ísjakar að ráðast í land..hvað er þetta...getum við ekki dregið þessa eyju eitthvað sunnar..kanski eru ísjakarnir að reyna það..mjaka okkur neðar á kortið.. maður er nú ekkert að biðja um strandablak og Pina colada, bara volgan bíl á morgnanna og þjáningalusa leigubílaröð um helgar..eitthvað svoleiðis...

6 Comments:

  • Gaman að lesa bloggið þitt, kíki stundum á þig, ég er nýkomin til tölvuheima sjálf, þá á ég við að nú er ég ekki bara áhorfandi heldur þátttakandi, hef verið að dunda við bloggsíðu sem veit ekki hvort hún er blogg eða heimasíða, en talandi um flensu, ef þú ert með hausverk dögum saman þá ertu mjög líklega með í ennis og kinnholum, það er ekkert sniðugt, þarf að laga strax.

    By Anonymous Anonymous, at 1:56 PM  

  • Gaman að sjá þig hér Helga, hvar er þín síða? Með flensuna þá held ég að ég verði að kíkja til læknis, mér líður eins og ég hafi verið að koma úr kirtlatöku, hálsinn á mér er svo aumur að ég get ekki geyspað hvað þá borðað..jæja best að hætta þessu voli..og fá sér parkótín

    By Blogger Bella Blogg, at 1:16 AM  

  • Nei sælar elsku besta "Linda" frænka!
    Eftir að þið voruð hérna á laugardaginn og nefnduð þessa síðu varð ég sko að kíkja á hana (og b.t.w. þá er hún alveg stór skemmtileg) En ég vissi ekki slóðina og þar sem ég tel mig vera með doktorsgráðu í leitarvélum, enda algjör internet fíkill :), hætti ég ekki að leita fyrr en ég fann hana og það var sko ekki létt!
    En hún er núna komin í Favorites listann hjá mér svo ekki verður erfitt að fylgjast með þessum stórskemmtilegu pistlum þínum.
    Og drífðu þig til læknis ef þú ert ekki búin að því nú þegar!

    By Anonymous Anonymous, at 10:32 AM  

  • Jæja Berglind mín þú spyrð hvar síðan mín sé? sko þú ferð með bendilinn yfir nafnið mitt og smellir, þá ertu komin inn á mínu síðu, meira að segja ég fattaði þetta strax! he he velkomin í heimsókn

    By Anonymous Anonymous, at 11:23 AM  

  • Ekki gott að heyra um heilsufarið á skvísunni, látu kíkja á þig gæti verið streptokokkar og þá þarftu eh við því.

    Láttu þér batna sem fyrst, kveðja til familíunnar
    Heiða

    By Anonymous Anonymous, at 11:57 AM  

  • ohhh það er svo frábært að heyra frá ykkur öllum "makes my day"..Ósk gaman að sjá þig hér..pabbi þann fann upp leit.is svo þú ættir að geta fundið mig :) Helga..já einföldustu hlutir geta verið í felum fyrir manni ..Af heilsunni þá fór ég með börnin til læknis í gær..næsti...og næsti..allir með eitthvað til að láta kíkja á... meira ruglið

    By Blogger Bella Blogg, at 1:32 AM  

Post a Comment

<< Home