What a Wonderful world

Wednesday, March 02, 2005

Siggi á afmæli í dag

já Siggi minn er þrítugur í dag 2. mars !!!! Ég og börnin vöktum hann með afmælissöng í morgunsárið.. mjög gaman !!
Siggi er frábær gaur sem er sem betur fer búin að eyða hálfri æfinni með mér.
Hann greinilega skín af honum hvað hann er traustur því það er ótrúlegasta fólk sem leitar til hanns í vinnu og annarsstaðar til að ræða sín vandamál (kallar sjálfan sig sálarruslafata stundum og hlær)hann á líka mjög auðvelt með að skilja aðstæður þ.a.s setja sig í spor annara og dæmir engann, hann er líka ótrúlega gleyminn svo það hlýtur að vera góð blanda í manni að vera traustur og gleyminn ef maður vill segja honum öll sín dýpstu leyndarmál :)
Siggi er stríðinn eins og báðir foreldrar sínir og hefur fengið mikið út úr því að hrekkja aðra með velundirbúnum leikþáttum. Hann er ótrúlega duglegur eins og flestir í hanns fjölskyldu og vinnur á við þrjá eins og Bobba, það er prakkari (smá púki) í honum eins og Kötu systir og Binna bróðir, hann hefur sérstakt lag á börnum eins og Bobba og fleiri í fjölskyldunni hanns, sömu ævintýraþrá og systkini hans og ég held að ég hafi rétt fyrir mér að þeim öllum finnst gott að sækja sér í orku frá náttúrinni (vera nálægt vatni) enda er það oft eina leiðin til að draga þau úr vinnu :) Siggi er heiðarlegur eins og pabbi sinn, enn það getur verið soldið snúið þegar maður er líka svona smá púki og prakkari. Það lýsir því einna best þegar hann ásamt vinum stálu tuðru um árið til að taka smá siglingu (ævintýraþrá, vatn, prakkari og púki)þeir enduðu út í Ystakletti og löbbuðu svo alveg yfir og niður Heimaklett...enn næsta dag fór Siggi gangandi einn heim til þeirra sem áttu tuðruna og mótorinn og baðst fyrirgefningar með handabandi og tilbúinn að sjálfsögðu til að greiða fyrir skaðann alveg miður sín. ´Sá sem átti tuðruna sagði "já Siggi minn.. takk fyrir að koma..blessaður vertu menn hafa gert mikið verri hluti enn þetta" :)

Ég er ekkert svo viss um að Siggi hefði fattað það í dag að hann ætti afmæli nema vegna þess að við minntum hann á það. Hann pælir lítið í dögum og árum...hvað sé þá stundina..
Hann sagði við Clöru í morgun "Clara hvað er ég eiginlega gamall í dag?"
Clara var fljót að svara "pabbi þú ert sautján"
Siggi svaraði "Frábært..sautján skal það vera"
.

9 Comments:

  • Til hamingju með kallinn... Skilaðu kveðjum frá mér.. Ferlega gaman að lesa pistlana þína Berglind um þína nánustu.. Þeir eru svo tilgerðarlausir, einlægir og lausir við væmni...Fólkið þitt er heppið að eiga þig að...:) kv. ragnajenny

    By Anonymous Anonymous, at 3:11 AM  

  • Til hamingju með Sigga, skilaðu afmæliskveðju frá okkur Simma til hans. Hafið það gott í dag. Ekki slæmt að byrja afmælisdaginn sinn svona.

    By Anonymous Anonymous, at 3:16 AM  

  • vá..Takk Ragna !!! ég roðna bara :)
    Ég kem kveðjunni áleiðis. Þú vilt ekki koma heim og taka upp pakkana fyrir hann..hehe....gerði hann það ekki "fyrir" þig einhverntímann..
    púkinn :)

    By Blogger Bella Blogg, at 3:19 AM  

  • gaman að "sjá" þig hér Gyða !!

    By Blogger Bella Blogg, at 3:20 AM  

  • Er þetta Lísa úr Idolinu? Ég vissi ekki að svona frægt fólk kíkti hingað inn,,vá !!

    By Blogger Bella Blogg, at 5:24 AM  

  • Til hamingju með bóndann, já aldurinn færist yfir, ert þú ekki 17.maí?.
    Alltaf gaman að fylgjast með hjá Bellu blogg.
    Eigið góðan afmælisdag
    kveðja Heiða bauni

    By Anonymous Anonymous, at 6:18 AM  

  • Til hamingju með kallinn og þá staðreynd að þið hafið eytt hálfri ævinni saman, það er nú ekkert lítið :) Kv. Elísabet

    By Anonymous Anonymous, at 12:20 AM  

  • TAKK fyrir kveðjurnar !!!

    By Blogger Bella Blogg, at 1:11 AM  

  • Hæ Berglind "frábæri penni". Skilaðu afmæliskveðju til Sigga frá mér (hugsaði til hans í gær) - það er satt; hann er magnaður peyi. Æðislegt að heyra með brúðkaupið ykkar.
    Er með ykkur í anda hér á síðunni - en er alveg afleit í að kommenta. Ekki nógu dugleg að gefa mér tíma í það. Aldrei að vita nema ég droppi við í Vesturberginu við tækifæri. Bið kærlega að heilsa. Kær kveðja, Laufey

    By Blogger Laufey Jörgensdóttir, at 3:10 AM  

Post a Comment

<< Home