What a Wonderful world

Wednesday, March 16, 2005

MISTÖK

Ég verð aðeins að fá að dásama leiskólann sem börnin mín eru á hinn eina sanna Hjalla, þar sem allt snýst um að hvetja börnin til sjálfstæðis og fagna því sem gerir þau einstök. Ég gæti skrifað margar blaðsíður um hvað Hjalli stendur fyrir og hvað er gert þar en ætla að láta mér nægja að minnast á eitt af því sem er þar og það eru svokallaðar MISTAKA-ÆFINGAR...sem kenna manni það að það sé allt í lagi að gera mistök. Börnin æfa sig með því að henda eggjum á milli og þegar þau lenda í gólfinu þá segja allir bara "úps.. þetta er í góðu lagi". Svo ef einhver t.d hellir niður í matartímanum þá er bara sagt "þetta er allt í lagi, þetta var bara óvart" osfrv.
Ég las á blogginu hennar Olgu að 70% fólks sé að vinna við allt annað en það vill í raun og veru. Aðal ástæður þess að fólk gengur ekki á eftir draumum sínum er sú að það er hrætt við að gera mistök eða það hefur ekki tekið námið sem þurfti hrætt við að mistakast. Þessi magnaða hræðsla við mistök rænir frá okkur svo mörgu og hún gerir það á laumulegan hátt stjórnað af undirmeðvitundinni sem geymir öll lífsins brot frá því við vorum börn. Hugsið um þetta næst þegar börnin ykkar gera eitthvað sem er í raun bara óvitaskapur og veltið fyrir ykkur hvort að svona hræðsla hafi einhverntímann sett upp grindur fyrir ykkur og hvort þá sé ekki tími til kominn að rífa þær niður.

1 Comments:

  • Góðar pælingar Berglind. Ég hef reynt að temja mér að hugsa að það sé betra að reyna og renna þá bara á rassinn en að þora ekki að taka áhættuna og sjá svo eftir því það sem eftir er og hugsa sífellt "EF"...

    Einnig fannst mér góður punktur með eggið og það að hella niður. Ég skil ekki af hverju fólk skammar börn fyrir að hella niður eða það þegar mjólkin lendir að mestu á eldhúsborðinu en ekki í glasinu (þó það sé audda stundum pínu pirrandi) - hér eru bara litlar hendur að læra að gera sjálfar :) Beta

    By Anonymous Anonymous, at 5:00 AM  

Post a Comment

<< Home