What a Wonderful world

Wednesday, March 23, 2005

Pabbi á afmæli í dag !!!!

Hann elsku pabbi á afmæli í dag 62 ára kallinn !!
Ég er og hef alltaf verið mikil pabba stelpa, strax kölluð Bóa litla á spítalanum þar sem öllum fannst ég svo lík pabba. ( Pabbi heitir Sigmar en kallaður Bói vegna þess að þegar hann fæddist þá sagði systir hans (sem var bara smábarn) alltaf "þetta er hann bói minn" í staðin fyrir "þetta er hann bróðir minn" og síðan þá hefur þetta verið fast við hann.
Ég hef íþróttaáhugann og keppnisandann frá honum enn hann var mjög góður knattspyrnumaður hér á árum áður, eins og elding á kantinum :) Pabbi er algjör bangsi eða eins og Hildur systir kallar hann síðan hann byrjaði að grána KOALA bangsi. Manni finnst maður alltaf öruggur þegar hann er nálægt og sem barni fannst manni hann geta verndað mann frá öllu hvort sem það var í flugi í brjáluðu veðri eða þegar tröllin á þrettándanum voru að hræða mann. Þegar ég var á Rauðagerði (leikskólanum) kom pabbi oft að fylla á kók í Kránni (sjoppunni)á móti , þá röðuðu allir krakkarnir sér á grindverkið og kölluðu "kók bíllinn...kók bíllinn" svipað og þegar sóparabíllinn fór framhjá..."sóparabíllinn..sóparabíllinn" :) Pabbi kom svo út og stakk einni kúlu upp í hvert barn sem hékk á grindverkinu.. og allir alsælir,, sérstaklega ég að eiga þennan frábæra pabba sem gaf öllum kúlur. Sennilega væri eitthvað foreldrafélag í dag búið að kæra svona pabba fyrir að skemma vísvitandi tennur í ungum börnum eða eitthvað álíka :) Pabbi er algjör golffíkill og mamma vill meina að hann sé skilin við hana og giftur golfsettinu og Tiger Woods sé týndi sonurinn enn kallinn verður bara að fá að hafa sína íþrótt, hann getur róað sig með góðu golfi eftir tap hjá Liverpool. Pabbi hefur mikið skap sem hefur komið honum langt en að sjálfsögðu orðið fyrir honum líka, einhverntímann danglaði hann aðeins í rassinn á einhvejrum dómara sem var að gera skandal....enn hann er líka fljótur niður og einfaldlega ljúfur sem lamb. Einstaklega barngóður og í mesta uppáhaldi hjá barnabörnunum. Pabbi er töffari í gegn og frábær dansari.
Eftir að pabbi fór að eldast hefur gripið hann algjört símaæði og er hann núna oft á tíðum að hringja í okkur börnin hans og tékka á okkur, heyra í okkur hljóðið, okkur þykir voða vænt um það þó það séu oft óþarflega nákvæmar lýsingar á golfsveiflum gærdagsins. Pabbi þú ert bestur !!!

.

4 Comments:

  • Innilegar hamingjuóskir með pabba. Já það verður ekki tekið af honum Bóa að hann er krúttkarl. Og þú hefur alltaf verið pabbastelpa(svo sætt), skilaðu kveðju til hans frá mér

    kveðja og gleðilega páska

    Heiða

    By Anonymous Anonymous, at 10:29 AM  

  • Til hamingju með pabba ;)
    Siggi "nýji pabbinn" minn á einmitt líka afmæli í dag og er nú álíka skotin í golfinu og pabbi þinn.
    Flott saga bakvið nafnið ,svipuð saga bakvið gælinafnið hennar Örnu Dís litlu dúllunnar minnar.
    Hún gat ekki sagt Arna Dís kom bara út eins og Addý.

    Frábær myndin.

    Kv Lilja Ó

    By Anonymous Anonymous, at 10:46 AM  

  • Til hamingju með gamla - hann klikkar ekki.

    Takk líka fyrir kveðjuna um daginn.
    Bið að heilsa Sigga.
    Langar að hitta ykkur aðeins, það droppar víst enginn í heimsókn í RVK eins og í eyjum...þó svo það sé best. Hóaðu í mig við tækifæri Berglind. Rifjum upp sögur af Sigga og gullárin okkar í boltanum :-) bk. Laufey

    By Blogger Laufey Jörgensdóttir, at 1:49 AM  

  • já það væri nú gaman Laufey ;)
    Takk allir fyrir kveðjurnar !!!

    By Blogger Bella Blogg, at 1:10 AM  

Post a Comment

<< Home