What a Wonderful world

Wednesday, March 09, 2005

I´m not a superwoman !

.

Það er allt að gerast, í 100% vinnu + gamla vinnan er ennþá 10% svona með. Clara tók við af Sigmari með hlaupabólu svo það eru búin að vera "gól" síðust nætur og lítið hægt að sofa.(greyjið litla)...maður hrekkur upp ef maður nær einum heilum klukkutíma og heldur að það sé komin föstudagur...ég er með svo mikla vöðvabólgu aftan í hnakkanum að ég get varla kyngt hvað þá hugsað. Eini tíminn sem er aflögu er í hádeginu svo ég var að hugsa um að fara að æfa þá..svona til að auka hlaupin á milli staða enn frekar.. taka sprettinn úr ræktinni með hárnæringuna ennþá í til að ná aftur í vinnu..ofan á þetta var ég að pæla í námi í Grafískri hönnun við tölvuskólann Þekkingu..en í morgun ákvað ég að hætta við að vera superwoman. Koma mér inní nýjar aðstæður áður en ég bæti náminu við. Ég þekki líka nokkrar súper-konur sem eru að sligast undan álaginu enn þið?
Súperkonan er dauð samkvæmt þessari grein eftir Mrs. Chancey á http://www.ladiesagainstfeminism.org

"Superwoman is dead. In fact, Superwoman never existed except in our wildest imaginations. The whole notion that one woman can have it all and do it all is false from beginning to end. The amazing thing is that we are gullible enough to accept it as truth and feel guilty for not achieving what we feel we are somehow obligated as women to achieve. It is time to free ourselves from this false standard and start living as women who are only too glad they do not do it all and cannot have it all."

5 Comments:

  • Kraftur í þér kelling... Mætti halda að þú væri Bobba..(hehehehehe)...En ég er sammála með þessa blessuðu súperkonu...Hún er ekki til.. Verður maður ekki að velja sér þau lífsgildi sem maður telur að færi manni mestu hamingjuna og lifa svo samkvæmt því..Maður getur ekki gert ALLT...Kv.ragnajenny

    By Anonymous Anonymous, at 5:16 AM  

  • Sæl Berglind.
    Ég hef verið að lesa blogg margra Eyjmanna að undanförnu og orðið var við ofboðslega heimþrá hjá mörgum. Þú fjallaðir um þetta einhversstaðar minnir mig. En ég var að velta fyrir mér hvað myndi gerast ef allir þessir Eyjamenn sem farið hafa og sótt sér menntun og reynslu á fastalandið(og eru með svona mikla heimþrá), snéru heim...og þá meina ég bara ALLIR í einu. Margfeldis áhrifin yrðu ótrúleg. Fleiri börn kalla á fleiri kennara og skólaliða, sem kalla á meiri þjónustu, sem krefst fleira stafsfólks sem krefst.....skiljiði ....Þetta fólk þarf iðnaðarmenn í vinnu, sem vilja svo fara út að borða eftir mikla vinnutörn, Var bara að spá og spekúlera

    By Anonymous Anonymous, at 12:05 PM  

  • Hæ hó.. stelpur gaman að lesa "commentin" frá ykkur.. ég verð að viðurkenna að ég er að ganga á auka orku sem ég veit ekki alveg hvort er til, enda eru ýmis eymsli að bögga mig. Ég veit ekki hver þú ert sem skrifar um eyjarnar en það er rétt að manni langar oft heim til eyja, þar er margt mikið einfaldara, bara eins og það að þurfa ekki stanslaust að vera í bíl..mig langar líka ótrúlega mikið að geta skroppið til mömmu í hadeginu eða til Unnar systir, tengdó og svona í smá kaffisopa...eða til vina og leyfa börnunum okkar leika saman...osfrv. maður verður eitthvað svo einangraður hérna í bænum, maður þarf að láta vita með dags fyrirvara að maður ætli að kíkja við í heimsókn og þá er það allt svo flókið að betra er að sleppa því osfrv. Siggi p´rofaði á ´sinum tíma að opna fínan veitingastað með Grím bróðir og það gekk ekki, fólk í eyjum fer mjög sjaldan fínt út að borða þá er það helst; árshátíðir, þorrablót, saumaklúbbar osfrv.

    By Blogger Bella Blogg, at 1:42 AM  

  • Hæ elsku systir...
    vildi bara skrifa mitt álit á thessu..
    mér finnst thú superwoman! en reyndu ad passa upp á thig, vid viljum ekki enda eins og mamma, med og háann blódtrísting m.m.
    Knús Hildur

    By Anonymous Anonymous, at 3:27 AM  

  • HÆ!!!! Hildur knúsa mús litla systir...gaman gaman að sjá þig hér :)

    By Blogger Bella Blogg, at 3:36 AM  

Post a Comment

<< Home