What a Wonderful world

Monday, March 07, 2005

Allt í drasli

jeminn sá einhver þáttinn á skjá einum í gær "allt í drasli"..vá þvílíkur þáttur. Par um þrítugt fékk Heiðar snyrtir og skólastjóra Húsmæðraskólans til þess að koma og þrífa hjá sér...þvílíkur vibbi.. og hvað er fólk að pæla að sýna ryk og úldna steikarfeiti frá því á jólunum í fyrra í sjónvarpinu. Ég var að borða fyrir framan sjónvarpið og hreinlega missti matarlistina. Ég er nú ekkert sérstklega þekkt fyrir að strauja þvottapoka eða eiga Kirby til að sjúga burt rykmaura sem aðeins sjást í smásjá enn common þetta var rosalegt... ég fékk bara kláðakast. ég meina ..það deyr enginn í fjölskyldunni þó að bakaraofninn sé ekki rifin frá veggnum einu sinni í viku en það er ekki þar með sagt að það þurfi að halda ættarmót sýkla á svæðinu. Þau báru það fyrir sig hjónin að þau tímdu ekki að henda neinu (ekki einu sinni rykinu)... Talandi um að henda þá vorum við einhverntímann að taka skápana í ákveðnu húsi (ekki heima hjá mér) enn í skápnum var tonn af kryddum að fara í gegnum og það var greinilegt að sumt var komið til ára sinna, allvega var eitt verðmerkt "Miklagarði".. man einhver eftir því....hissa að sjá það ekki í þessum þætti í gær..

3 Comments:

  • Hehehehehehe dót úr Miklagarði! Það eina sem gæti toppað það væri ef þau hefðu opnað kústaskápinn og Geirfinnur sjálfur hefði oltið út úr honum :)Ótrúlegt svona fólk! Beta

    By Anonymous Anonymous, at 12:47 PM  

  • Olga!! Of nánar lýsingar á vibbanum..Ég kúgaðist..LOL.. kv ragnajenny

    By Anonymous Anonymous, at 1:06 PM  

  • Olga..8 marka skítur..ó mæ..
    sammála með karlroluna á heimilinu..það er nú ekkert að því að vera atvinnulaus en ætti hann þá ekki að geta tekið aðeins saman meðan ólétta konan vinnur inn fyrir þeim..Is that to much to ask for?.. Já Beta það hefði ekki komið á óvart með Geirfinn hver veit nema að hann sé á háaloftinu hjá þeim..heheh

    By Blogger Bella Blogg, at 1:17 AM  

Post a Comment

<< Home