Hefur þú velt því fyrir þér hvað viðbrögð þín við því sem aðrir eru að segja þér frá (markmið, áætlanir) skipta miklu. Af því ég var að tala um MISTÖK hérna að neðan þá er annað atriði sem hefur einnig stór áhrif á það hvað við gerum við líf okkar og það er það hvernig aðrir bregðast við því sem við ætlum að gera. Í bókinni minni er þetta skýrt með lítilli froskasögu sem er einhvernveginn á þennan veg:
Einu sinni voru fimm froskar að keppa í maraþon hlaupi upp á fjallstind. Þeir settu sig í startholurnar og fjölmargir áhorfendur hópuðust að til að horfa á keppnina. Það mátti strax heyra í einum "pabba frosk" "hvað er þetta sonur er eitthvað vit í þessu, er ekki nær að nýta tímann í eitthvað annað"...Hlaupinu var startað og froskarnir hentust af stað... áhorfendur röfluðu "þvílík fásinna þeim tekst þetta aldrei" "froskar uppá fjall..síðan hvenær?" . Einn froskur af öðrum gáfust upp og hættu keppni.. Enn einn froskur hélt alveg sínu striki og náði toppi fjallsins stoltur og ánægður , reisti sig uppá afturlappirnar og fagnaði..
Hvað var það sem var einstakt við þennan frosk þannig að hann komst alveg upp og vann, jú hann var heyrnalaus og því hafði það sem áhorfendur höfðu að segja ekki áhrif á hann.
Forðist fólk sem hefur þann slæma ávana að hafa alltaf eitthvað neikvætt um það að segja sem þið viljið gera eða a.m.k lokið eyrunum fyrir því og passið að láta það ekki hafa áhrif á ykkur. Þegar við Siggi ákváðum að flytja til Bahamas var fólk með komment eins og " hva..ætlið þið að fara svona langt með barnið með ykkur og hvað...er eitthvað vit í því... " osfrv. þegar við svo ákváðum að flytja heim 2 árum seinna mjög sátt við þessa lífsreynslu var það sama fólkið sem sagði "Hva..ætliði að koma heim, þið sem hafið það svo gott úti..skil bara ekkert í ykkur...osfrv.. Eins þegar ég ákvað að gefa út bókina fékk ég komment eins og "hva....hvað ertu lærð?,, getur þú gert það .. þarf það ekki að vera eihver sem hefur....eða ...ég helt að þú mundir miklu frekar gefa út skáldsögu ..ert það ekki meira þú...osfrv..
Nokkrar af mínum bestu vinkonum hafa verið að taka nýjar stefnur með sitt líf og ég óska þeim innilega til hamingju með sínar ákvarðanir, þeim á örugglega eftir að ganga mjög vel, læra margt nýtt og þroskast sem manneskjur.
Hafiði séð töframanninn David Blane, ég sá viðtal einu sinni við hann þar sem ahnn þakkaði mömmu sinni fyrir að "samþykkja" það að hann gæti orðið töframaður í stað þess að segja " David minn það er ekkert starf að verða töframaður vertu frekar læknir eða lögfræðingur" þá sagði hún "frábært..töframaður...þú verður örugglega besti töframaður í heimi" sem hann er ..og þénar milljónir á milljón ofan.
Látið aldrei neinn segja ykkur að eitthvað sé ekki fyrir ykkur, það þekkir ykkur enginn betur en þið og því getið þið best dæmt um það, og ef það gengur ekki upp þá er enginn reynsla þannig að ekki sé hægt að læra eitthvað af henni. Fyrir utan það að þá verði þið örugglega ekki að bögga herbergisfélagann á elliheimilinu með því að tuða "bara ef ég hefði...."
.