What a Wonderful world

Tuesday, May 03, 2005

Hár og heilsa

Ég var ákveðin í því í gærkvöldi að ég skildi vakna kl 6 til þess að fara í ræktina. Þegar ég vaknaði svo fannst mér ég reyndar ný sofnuð og tilfinningin sem ég fékk var sú sama og þegar maður vaknar hrikalega snemma til þess að fara til útlanda í flug enda er það sennilega eina ástæðan fyrir því að ég færi á fætur svona snemma. Mér til mikillar skelfingar var snjór í breiðholtinu, alltaf verið að rugla í manni með að það sé komið sumar. Ég sat frosin í gallajakkanum mínum við bekkin þegar ég sá í móðu loksins strætó nálgast, í móðu vegna þess að ég hafði ekki gefið mér tíma til að vakna hvað þá nudda mér um augun. Allt klink heimilisins féll með miklum þunga í strætóbaukinn svo 20 tælendingar snéru sér við. Vinnusamir tælendingar og ég henntumst yfir 236 hraðahindranir, mér var enn kalt svo ég þakkaði mínu sæla yfir því að hitari bílsins var undir mínu sæti. Þessi ágæta strætóferð endaði fyrir utan Spa-ið og ég dreif mig inn til að skokka og lyfta. Eftir það reyndist enn nægur tími svo ég skellti mér í sundbol og inní sítrónu-gufu ohhhhhhhhhh hvað það var klikkað gott. Hálf meðvitundarlaus ranglaði ég ofan í pottinn þar sem næsta sæla tók við, axlarnudd og kalt sítrónuvatn að drekka með. Það skyggði þó aðeins á að hairy scary Larry var kominn í pottinn í ullinni og öllu. Þá fór ég að hugsa um hvað svona maður missir mörg hár að meðaltali á ári og að hann getur líklega adrei framið morð þar sem hann er ansi líkegur til þess að skilja eftir sig “evidence” (ég var að horfa á CSI í gær) kannski eins og eitt bak-axlar-hár. Þegar ég var dottinn í þetta rugl var tími til kominn að fara uppúr og toppa morguninn með prótein sheik...”I am so healthy that nothing can kill me”.


.

3 Comments:

  • Sítrónugufa og axlanudd mmmmmm hvar ert þú eiginlega að æfa???? Kv. Beta

    By Anonymous Anonymous, at 5:37 AM  

  • ok það er eitt að vakna kl sex til að fara í ræktina en að vakna kl sex til þess að fara í STRÆTÓ í ræktina... Það gera náttúrlega bara hetjur.....(eða lúnetiks) hehe..kv ragnajenny

    By Anonymous Anonymous, at 9:52 AM  

  • Mér finnst svona loðin bök algert jakk. En nuddið hljómaði ýkt vel ummmm.... gæti alveg hugsað mér það núna með sæífar axlir í prófstressi. Hvernig væri að fara að nota nuddið sem Binni gaf mér í jólagjöf hummm. Þetta var voða rómó gjöf og svo er maður bara að klikka á þessu. kv. Þórey pórey

    By Anonymous Anonymous, at 5:03 AM  

Post a Comment

<< Home