What a Wonderful world

Tuesday, May 31, 2005

KLEFINN Í RÆKTINNI

Hvað er málið með þessar líkamsræktarstöðvar, afhverju eru klefarnir alltaf hafðir svona litlir? Hafiði pælt í því? Það á kannski ekki við um Laugar þar sem allt er svo stórt að maður ferðast berrasaður um allt eins og maður sé að versla í Bónus. Enn í lang flestum tilfellum er allt svo þröngt að maður þarf að vera búin að æfa jóga í 20 ár til að geta klætt sig úr án þess að límast við einhvern sveittann kerlingarass eða fá jarðaberja svita rollon uppí augað. Svo hamast maður við að koma sér í föt þarna í miðjum táfýlu-, svita- gufu klefanum og eftir nokkur olnbogaskot fyrir framan spegilinn hrökklast maður út jafn sveittur og þegar maður fór inn. Drives me NUTS !

6 Comments:

  • Eins og það er nú líka spennandi að beygja sig eftir handklæðinu og lenda með nefið í sveittri rassaskorunni á næstu manneskju :)Sammála því að það er eitthvað að þessari hönnun þar sem gert er ráð fyrir milljón allsberum og sveittum manneskjum en bara reiknað með 20 cm. á mann... Kv. Beta

    By Anonymous Anonymous, at 6:52 AM  

  • já hehe.. svo á þetta að vera hvetjandi fyrir feitt fólk, hvernig mundi manni líða ef maður væri í yfirstærð og ætlaði að fara að gera eitthvað í því, erfið skref og koma svo að skáp og aðstöðu sem minnir á hanskahólf. Öskrar ekki beint "welcome"!!!!!!!!

    By Blogger Bella Blogg, at 7:46 AM  

  • ehehehehe... þetta er snilld.. Hef aldrei pælt í þessu..:) Það sem ég þoli ekki er að vigtin er alltaf í miðjum klefanum.. Manni langar kannski ekki að vigta sig með tíu kellingarnef skimandi yfir öxlina...Ég er hálf hissa á því að tölunni sé ekki bara varpað upp á skjá í salnum og mynd af manni sveittum á naríunum með.. Finnst líka dömurnar sem eru æðislega ánægðar með sig alltaf svo dásamlegar í g-strengnum og pushup-haldaranum að mála sig fyrir framan spegilinn... Maður er ekki svona cool, troðandi sér í sloggy-naríurnar og brjóstagjafahaldarann úti í horni...;) kv.ragnajenny..(kannski smá djellös)

    By Anonymous Anonymous, at 8:47 AM  

  • Já, þær stöðvar sem ég hef æft af einhverri "alvöru" (note the sarcasm) voru mjög ólíkar. Baðhúsið hafði mjög rúmgóðan skiptiklefa en hrikalega sjubbí staður. Nordica Spa er afskaplega þrifalegt en á annatímum er maður upp í næsta ráðherra/poppstjörnurassi og langar manni lítið að geyma þessa mynd af forseta alþingis!! JYJ

    By Anonymous Anonymous, at 11:26 AM  

  • Talandi um þessa klefa.. Það er nú nokkuð súrrealískt hvað gerist í búningsklefunum. Ég fékk gjafakort í nudd í Laugunum og þar af leiðandi aðgang að baðstofu búningsklefunum. En hvað um það, þar var nóg pláss en samt þegar ég kem úr sturtu þá liggur nakin sjónvarpskona á fjórum fótum fyrir framan skápinn minn með handklæði í hönd skrúbbandi upp bodyspray sem hún hafði misst á gólfið og brotið. Þegar ég kem inn blasir sem sagt við mér þessi annars netti rass en mér þótti samt verulega óþægilegt að fá innsýn í skeifugörn hennar!

    By Anonymous Anonymous, at 1:51 AM  

  • já skondið með vigtina, það ætti að vera svona kostningatjald sem maður færi inní til að vigta sig. Og talandi um stjörnurnar á Nordica SPa ég var að lyfta í gömlu adidas buxunum hans Sigga þegar Balti vinur (Baltasar Kormákur, director)kemur að pumpa við hliðina á mér glansandi og skorinn, ég fór í kleinu og hljóp heim.

    By Blogger Bella Blogg, at 1:58 AM  

Post a Comment

<< Home