What a Wonderful world

Friday, May 20, 2005

Prump í allt of litlum naríum

Ég er enn að jafna mig eftir eurovison “trama”. Erum við ekki að skilja þessa keppni, eða er keppnin ekki að skilja okkur? Fyrsti brandarinn voru kynnar kvöldsins sem töluðu ekki skiljanlega ensku, falleg dama og einhver tappi sem var eins og Valtýr Björn “meets” Silvester Stalone. Keppnin byrjaði illa þannig að keppendur náðu ekki einu sinni að halda lagi. Ég kyngdi tungunni þegar dansararnir hentust í gólfið í dúska-búningum, þar sem ég gerði ráð fyrir að þeir væru að fljúga á hausinn í sleipu, en svo var ekki....... þetta var alvara. Það hefur nú verið það ágæta við Eurovision að maður hefur getað hlegið af “stórkostlegum”atriðum eins og þessum, vitleysingnum sem klappaði með iljunum, ömmunni með trumbuna, brjálæðingnum með ruslatunnurnar á löppunum osfrv....svo maður beið bara eftir eina “alvöru”atriðinu...Selmu..of course.. OG. Hún var flott,, söng vel og mjög örugg, þó minnti neðri hlutinn svolítið á gömlu hjólabuxurnar sem ég saumaði í 7. bekk og voru of víðar, enn hún er svo flott að hún gæti verið í hverju sem er... Við fögnuðum heima í stofu...Pís of keik...rúllum þessu upp...djöfullinn að hafa ekki keypt ..grill...sjónvarp og allann pakkann sem er í boði frítt þegar hún vinnur...eins gott að það sé verið að byggja við laugardalshöllina marrr..... Enn nei nei....íslenska umslagið var týnt...og það síðasta hafði að geyma drengina tvo sem höfðu flutt lag sitt eins og kaffærðir kettlingar í mútum.. og hefðu betur átt að flytja allt lagið á táknmáli..því ekki var sándið gott...thats for sure...Hneyksli....JÁ.....
Það er á hreinu að aftansöngur frá Austantjaldsríki hefði dugað til að komast áfram.....prump í allt of litlum naríum....það er málið... !!!! (I know...calm down ,,anda inn..anda..út)

Áfram Danmörk og Noregur......!!!!!!!!!!

p.s Við þurfum að fjölga okkur hraðar og stuðla að útflutningi á íslenskum atkvæðum, setja Einar Bárða í málið........það eina sem við erum með eru einhverjir fátækir námsmenn í Danmörku sem hafa ekki efni á að hringja inn eitt einasta atkvæði.

4 Comments:

  • Einar Bárðar...hvað...Sendum Svanhildi í spjallþátt í hverju Evrópulandi...þá fiskum við sko atkvæði út svalar gellur sem geta allt...

    By Anonymous Anonymous, at 7:14 AM  

  • Þú drepur mig einn daginn, þú ert svo sniðug. He he bjargaðir annars leiðinlegu kvöldi yfir prófverkefni, hjá fátækum námsmanni í Dk sem að tímdi alveg stigi í gær, en fékk sér fegurðarblund rétt þessar tíu mínutur sem að mátti kjósa.
    (kannski mér að kenna að hún komst ekki áfram).
    Senda Árna Johnsen næst, hann slær Olsen Olsen bræður út.

    mange hilsner Heiða

    By Anonymous Anonymous, at 3:21 PM  

  • Já, Einar Borðar yrði fínn í að finna út úr þessu fyrir okkur. Ég er sammála Helgu Möller í (hláturs)Kastljósinu í kvöld; Það á að virkja gömlu góðu dómnefndirnar aftur...láta þær a.m.k. ráða helmingi atkvæða.

    Olga Björt

    By Anonymous Anonymous, at 6:05 PM  

  • Einar borðar...waaaaha

    By Blogger Bella Blogg, at 2:25 AM  

Post a Comment

<< Home