What a Wonderful world

Friday, May 27, 2005

Flottar gallabuxur kosta sitt

.

Ég las það einhversstaðar að föt væri dýrust á Íslandi samkvæmt einhv. nýrri könnun,
enn eitt metið í barm okkar íslendinga...við erum algjört MET. Þetta kemur manni svo sem ekki mikið á óvart þar sem maður oft svimast (er þetta orð til? .. veit ekki .. enn skiptir ekki..alllavega dregið af orðinu: að svima vegna þess að manni fer oft að svima á búðarrápi sökum súrefnisskorts og ljósastings) um Kringluna til að reyna að finna sett fyrir kvöldið án þess að þurfa að setja fjölskylduna á hrísgrjónakúrinn. Eitt stk gallabuxur kosta nú bara 15-21 þúsund ef þú ætlar að vera með, HIP og skvísan í rétta taujinu marrrr..............hvaða kúkalabbi kaupir sér buxur undir tíu þúsund kallinum? hvaða fake bake gella er það? hvaða looooser, wannnabe, white trash, hjólhýsapakk er það? Þá getur þú alveg eins selt kennitölu þína í Kolaportinu á 50% afslætti og gleymt því að vera með. Það nennir enginn að þekkja svona NOBODY´S.
Við sem erum nýskriðin yfir unglingsárin (ja eða um það bil) og erum að berjast í bökkum, borgandi mother fucking bankalán svo jakkafötin (bankastjórarnir og co) geti lagst í helgan stein við sundlaugarbakkann, við höfum ekki efni á þessu rugli. Eitt stk Diesel gallabuxur (sem by the way eru götóttar, en ein tyggjandi 17 ára afgreiðslugella lýsti því fyrir mér hvernig götin væru nú handgerð, ég sá nú bara fyrir mér tælensk börn rasta þetta með ostaskera eða jafnvel svanga puddle hunda látna rífast um buxurnar, get varla ímyndað mér franska hönnuði með sprettara mæla þetta út). Fyrir okkur sem erum í eigu bankanna er þetta helvíti stór biti, einar svona buxur kosta:
265 mjólkurfernur eða 32 hamborgara með frönskum og kóki, það er ansi mikið.

Svo ef við höfum ekki efni á þessu við Íslendingar þá förum við í skápana hjá ömmu og reynum að vera TREND, það getur heppnast vel. Ég sá reyndar eina TREND í bakaríinu í morgun, greinilega í pels af gamalli frænku og af því það er nú komið sumar var hún búin að rífa ermarnar af. Henni fannst hún ferlega cool, mér fannst hún bara eiginlega eins og illa reittur hamstur.
.

4 Comments:

  • ehehehe... Þú ert einkar lagin við að koma hugsunum þínum niður á blað á skemmtilegan hátt.. Illa reittur hamstur...hehehehe...En já..föt eru helv. dýr og sérstaklega ef manni langar í vandaða flík..Reyndar er mér nokk sama hvaða merki er á flíkinni svo lengi sem ég er ánægð með hana en önnur saga er í gangi þegar kemur að íþróttafötum.. Ég er hryllilegt snobbhænsn í þeim málum... Myndi frekar raka af mér hárið heldur en að vera í hadidas-peysu eða eitthvað álíka........

    By Anonymous Anonymous, at 5:33 AM  

  • ég vil taka það fram að ég nefndi tælensku börnin til að mótmæla viðbjóðslegri barnaþrælkun víða um heim, þar sem börnin fá nokkrar krónur ef eitthvað. Gallaefni kostar ekki skít og hvað verður þá um 20.þúsund kallinn SKILL ME?

    By Blogger Bella Blogg, at 6:58 AM  

  • enda tók maður því ekki þannig Berglind... Þetta okur er rosalegt og eins og þú segir þá kostar skít og ingenting að framleiða þetta og oft eru það einmitt börn sem eru látin þræla sér út við þetta.. Maður ætti að sniðganga þannig vörur....kv. ragnajenny

    By Anonymous Anonymous, at 10:00 AM  

  • ég veit.. og maður ætlar þvílíkt að sniðganga svona vörur en svo finnur maður það allt of oft út að maður er hreinlega bara of illa upplýstur til þess að geta það... Það þyrfti að vera til einhver svona listi sem segði manni hvaða fyrirtæki eru ekki að standa sig í stykkinu.....kv ragnajenny

    By Anonymous Anonymous, at 5:12 PM  

Post a Comment

<< Home